Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1989, Qupperneq 49

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1989, Qupperneq 49
LAUGARDAGUR 4. MARS 1989. 61 Stephanie í vondu skapi Kærasti Stephanie, Ron Bloom, snæddi hádegisverð með Rainier fursta nýlega. Kannski sá gamli fari að samþykkja að parið fái að ganga í hjónaband. / Stephanie prinsessa í Mónakó er enn að kljást við pabba gamla, Raini- er, út af kærastanum. Sá gamli hefur ekki viljað augum hta þennan síð- hærða tónlistarmann sem dóttirin hefur hangið með upp á síðkastið. Stephanie hefur að sjálfsögðu ekki látið þann gamla stjóma sér. Hún hefur dvahð í Los Angeles og ekki verið í allt of góðu skapi eftir því sem kunningjamir segja. Eitthvað gæti þetta verið að breyt- ast því sá síðhaérði kom í höllina í Mónakó fyrir stuttu þar sem hann snæddi hádegisverð með Rainier. Það var þó ekki furstinn sem bauð heldur dóttirin. Þetta var í fyrsta skipti sem Rainier samþykkti að tón- hstarmaðurinn kæmi inn í húsiö. Jáyrði fyrir trúlofun Stephanie og tónhstarmannsins Ron Bloom er ekki enn komið frá pabba gamla en kannski breytist það á næstu dögum. Þegar upp var komið fóru þeir Karl og Bruno Sprecher, skíðaráðgjafi hans, framhjá skiltunum sem sýna ómerkt bannsvæði. Það er ekki bara i ævintýr- unum sem prinsarnir eru hugrakkir. Byrgið prinsiim áður en,,, Karl Bretaprins lætur sér ekki segjast. Á síðasta ári fór hann í skíða- ferð til Sviss og hafði förin þær hörmulegu afleiðingar að vinur hans fórst með sviplegum hætti í snjó- flóði. Prinsinn rétt slapp undan flóð- inu og taldist hann heppinn - þeir félagar höfðu hætt sér á bannsvæði fyrir utan merktar skíöabrautir. í þessari viku fór svo prinsinn aftur á skíði og ekki nóg með það heldur fór hann aftur á sama skíðasvæðið í Klosters. Og enn á ný fór hann í sömu brekkurnar. Karl og skíðaráðgjafi hans, Bruno Sprecher, sáust þegar þeir fóru fram hjá skiltum sem segja til um að hér séu skíðamenn að fara út af merktum leiðum - þeir voru enn á ný komnir á hættusvæði. Skyldi prinsinn þjást af minnisleysi? í sög- unum heyrum við yfirleitt að prinsar séu hugrakkir og góðir strákar - en það skal ósagt látið hvort þeir séu alltaf öðrum til fyrirmyndar. Á mánudaginn fór Karl Bretaprins aftur í skiðalyftuna í Klosters sem flutti hann á sama ttma i fyrra þegar vinur hans fórst i snjófióði. Sarah Ferguson með litlu dótturina Beu. Þær þykja mjög tikar. Bea líkist móður sinni Yngsta prinsessan í Bretlandi, ungfrú Bea, þykir líkjast móður sinni er hún var á sama aldri. Sú litla sem er á fyrsta ári er farin að gefa umhverfi sínu gaum en sagt er að móðir hennar hafi veríð raik- ill sprelligosi á sínum yngri árura. Sarah Ferguson á systur sem er tveimur árum eldri, Jane, og var sagt að þær væru eins og nótt og dagur. Jane var nóttin, stillt og róleg, en sú yngri var dagurinn, prakkari sem gat talað heO ósköp. Sarah var fljót að ganga og vildi helst gleypa allt í sig strax enda var hún fyrri til en systirin í flestu. Sarah og fjölskylda hennar um- gangast konungborið fólk og sú litla var aðeins fjögurra ára er hún hitti væntanlegan eiginmann, Andrew prins. Reyndar var engin rómantík í loftinu þann daginn þvi hundar og kettir áttu hug hennar fremur en prinsinn. Þau Sara og Sarah Feguson ársgömul. Lfiil, Andrew voru þó alla tíð góðir vinir sæt og vinnusöm. og leikfélagar. Litla dóttii- þeirra er fædd 8.8.88 að hún þurfi ekki að erfa nema og það þykir sérstæöur dagur í helminginn af orku móöur sinnar augum stjörnuspekinga. En sagt er til að gera það gott í lífinu. Systurnar Jane, 3ja ára, og Sarah, ársgömul, árið 1960. Sviðsljós Brigitte Nielsen: Enginn tekur hana alvarlega Brigitte Nielsen telur fólk lita á sig sem heimska Ijósku vegna brjóst- anna sem hún lét stækka með sili- koni á sinum tíma er hún lék kyn- bombu' Sylvesters Stallone. Það er af sem áður var hjá Brigitte Nielsen. Nú dauðsér hún eftir að hafa látið ameríska lækna stækka á sér brjóstin fyrir stórfé. „Það tekur mig enginn alvarlega og ég fæ ekki hlutverk sem sýna hvað í mér býr,“ kvartar kynbomban. „Ég var leið á að hafa lítil brjóst hér áður og lét því sprauta silikoni í þau. Það hefði ég aldrei átt að gera,“ segir Brigitte, sem er fyrrverandi eiginkona leikarans Sylvesters Stallone. „Þessi stóru bijóst gera þaö að verkum að enginn tekur mig alvar- lega. Ég er bara þessi heimska ljóska í augum fólks," segir hún. Reyndar fékk Brigitte það orð á sig þegar hún starfaði sem fyrirsæta í Danmörku að hún væri heimsk ljóska. Fyrsta kvikmyndin sem hún lék í gekk einn- ig út á að hún væri eingöngu kyn- bomba. Nú vinnur leikkonan að því að kveða niður þennan orðróm og reyn- ir að sanna sig á öðrúm sviðum. „Því miður get ég ekki látið minnka brjóstin þannig að ég hef útlitið á móti mér í baráttunni,“ segir hún. En þaö eru ekki bara brjóstin sem fara illa meö Brigitte. Hæð hennar og útht, sem er mjög sérstætt, fær fólk til að stara á hana. „Hæðin kom sér vel þegar ég starfaði við fyrir- sætustörf en ég hef eins og aörir þörf fyrir að vera lítil stundum. Og ég vil gjarnan að mér sé sýnd bhða “ Eiginmaður Brigitte er Mark Gast- ineau, fyrrverandi knattspymumaö- ur í ameríska fótboltanum. Við hliö hans þarf Brigitte ekki að kvarta yfir eigin hæð því hún sýnist næstum smávaxin við hhð eiginmannsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.