Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1989, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1989, Side 6
6 Útlönd Prínsessan missir endajaxlana Díana, prinsessan af Waies, lét taka úr sér alla fjóra endajaxlana í gær. Aögerðin tók eina og hálfa klukkustund og fór fram á sjúkrahúsi. Búist er við aö prins- essan verði í tvo daga á sjúkra- húsinu til að jafna sig eftir að- gerðina. Talsmaður Buckinghamhallar sagöi að aðgerðin, sem einka- tannlæknir prinsessimnar fram- kvæmdi, hefði heppnast vel og að ekkert óvænt hefði komið upp. Eiginmaöur Díönu, Karl Breta- prins, fór í fyrrakvöld með syni þeirra hjóna í frí í höll konungs- fjölskyldunnar í Balmoral í Skot- landi. Gorbatsjov í hádegismat Elísabet Englandsdrottning hefur boðið Gorbatsjov Sovétleið- toga og Raisu, konu hans, í hádeg- ismat þegar þau heimsækja Bret- land í næstu viku. Um þrjátíu manns hefur verið boðið í hádegisverð næstkomandi fóstudag í Windsorkastala í ná- grenni London, að sögn tals- manns drottningarinnar. Opinber heimsókn Gorbatsjovs til Bretlands hefst 5. apríl næst- komandi, fjórum mánuðum eftir að jarðskjálftamir í Armeníu neyddu hann til að fresta ferö sinni til Bretlands. í breskum fjölmiðlum hefur verið leitt aö þvi getum að Gor- batsjov muni bjóða drottning- unni að heimsækja Sovétríkin. Skíði á reikningnum Sænskir skattrannsóknarmenn sögðust í gær vera að velta fyrir sér hvers vegna fyrrum yfirmaö- ur rannsóknariimar á morði Olofs Palme hefði sett leigu á skiðura og kort í skíðalyftu á kostnaðarreikning sinn er hann vann við að reyna aö fmna morö- ingja Palmes. „Við verðum aö finna þann sem heimilaði þennan kostnað til að spyrja hann hvort það sé ekki nokkuð undarlegt að setja kostn- að sem þennan á kostnaöarreikn- ing,“ sagði Per-Erik Wall hjá skattrannsóknarskrifstofunni sænsku. Skrifstofan og umboðsmaöur borgaranna eru nú að yfirfara kostnaðarreikninga Hans Holm- ers, fyrrum iögreglusijóra, sem hafði yfirumsjón með rannsókn- inni á morði Palmes sem var myrtur í lok febrúar 1986. Kostnaður Holmers varð um eitthundrað og fimmtíu milijónir íslenskra króna. Að sögn Dagens Nyheter fór sumt af peningunum í íþróttaiðkun og kaup á bókum, sem í fljótu bragöi er erfitt að sjá að hafi gegnt hlutverki við rann- sóknina. Holmer var rekinn i janúar 1987 eftir aö í ljós kom aö kenning hans um aö vinstri sinnaöir Kúrdar stæöu á bak við morðið stóðst ekki. Fötín voru dép Spánska lögreglan skýrði frá því í gær að hún heföi handtekið þrjár manneskjur, grunaðar um aö hafa smyglaö kókaíni tíl Spán- ar í klæðum sem voru mettuð af eiturlyfjum. Þremenningamir, spænsk hjón og Bólivíumaöur, voru hand- teknir á miðvikudag á heimili hjónanna í Barcelona. Lögregian lagði hald á jakkaföt, tvennar buxur, þijú handklæöi og fieira klæðakyns. Voru öll fótin mettuð efni sem notað er til að búa til kókafn. „Svo viröist sem þau hafi verið í fótunum þegar þau fóru í gegn- um tollskoðun,“ sagði talsmaður lögreglunnar. Þremenningamir, sem höfðu komið upp aðstöðu til vinnslu eit- urlyfja í íbúöinni, heföu getað náð finun kílóum af kókaíni út úr fót- unum. Reuter LAUGARDAGÚR 1. APRÍL 1989. Reagan þarf ekki að bera vitni Reagan, fyrrum Bandaríkjaforseti, er nú kominn til Kaliforníu eftir átta ár i Hvíta Húsinu. í gær úrskurðaði dómari í Washington að hann þyrfti ekki að koma til Washington til að bera vitni i máli Olivers North. Simamynd Reuter Ronald Reagan, fyrrnm forseti Bandaríkjanna, mun ekki verða neyddur tíl að bera vitni í íran- kontra réttarhöldunum yfir Oliver North, samkvæmt úrskuröi dómara í gær. Gerhard Gesell, dómari í málinu yfir North, hafnaði rökum verjanda Norths um að vitnisburður Reagans væri nauðsynlegur til að réttarhöld- in yrðu sanngjöm gagnvart skjól- stæðingi hans. „Þrátt fyrir að það sé að sjálfsögðu almennur áhugi á því að fá að vita hvað forsetinn kann að hafa vitað aða gert er eðli réttarhaldanna yfir North slíkt að ekki er nauðsynlegt að fá fram vitnisburð forsetans," sagði Gesell í úrskurði sínum. Gesell sagði að verjendum Norths hefði mistekist að sýna fram á að vitnisburður Reagans væri nauðsyn- legur. „Rétturinn úrskurðar að hvorki North né málflutningsmaður hans hafi fært fram nein þau gögn sem réttlæti það aö Reagan forseta verði stefnt fyrir rétt,“ segir í úrskurðin- um. Lögfræðingar Norths fóru fram á að Reagan yrði stefnt fyrir rétt með þeim rökum að hann hefði gefið leyfi árin 1985 og 1986 fyrir þvi að vopn yrðu seld til íran og ágóðinn af þeirri sölu látinn renna til kontraskærulið- anna í Nicaragua þrátt fyrir að þá hafi verið í gildi bann frá þinginu við framlögum til skæruliðanna. Lögfræðingar Reagans og dóms- málaráðuneytið héldu því fram að framburður forsetans fyrrverandi gæti stofnaö þjóðaröryggi í hættu ef hann missti út úr sér leynilegar upp- lýsingar í „hita leiksins". Gesell hefur margoft haldið því fram að hann heföi fullt vald til að skylda Reagan til að bera vitni við réttarhöldin yfir North þrátt fyrir að enginn bandarískur forsetí eða fyrr- verandi forseti hefði nokkurn tíma verið skyldaður til að bera vitni í máli sem þessu. í niðurstööum sínum segir Gesell: „Það hefur ekkert komið fram sem sýnir fram á að vitnisburður Reag- ans sé nauðsynlegur til að tryggja North ofursta réttlát réttarhöld. Reuter Gorbatsjov Sovétleiðtogi sagði við Ali Akbar Velayati, utanríkisráð- herra írans, í gær að sovésk stjóm- völd Utu svo á að íran væri „eftír- sóknarvert bandalagsríki" og að bætt samband ríkjanna gætí haft áhrif á gang heimsmála. „Við lítum á íran sem eftirsóknar- vert bandalagsríki,“ sagði Gor- batsjov, að sögn Tass fréttastofunn- ar. „Bætt samskipti Sovétríkjanna og írans geta einnig haft mikil áhrif á alþjóðavettvangi." Samband ríkjanna hefur batnað stórlega eftír að Sovétríkin hófu að flytja eitt hundrað þúsund manna her sinn frá Afganistan. Brottflutn- ingnum lauk 15. febrúar. Báðir aðilar hafa fagnað hinu nýja tímabili samvinnu ríkjanna eftir heimsókn Sévardnadses, utanríkis- ráðherra Sovétríkjanna, til Teheran í síðasta mánuði. Þar hittí hann með- al annars Khomeini erkiklerk, trúar- leiötoga írana. Tass skýrði frá því að í viðræöum sovéskra ráðamanna við Velayati hefði náðst samkomulag um að Rafs- anjani, forsetí íranska þingsins, heimsæki Moskvu í sumar. Gorbatsjov skýrði Velayati einnig frá afstöðu Sovétríkjanna í málefn- um Afganistan, Mið-Austurlanda og Persaflóa, að sögn fréttastofunnar. Tass sagði að báðir aðilar hefðu orðið sammála um að samband ríkj- anna væri komið á nýtt og betra stig. Tass sagði að Sovétmenn hefðu tek- ið fram að þótt íran hefði ekki form- lega átt aðild að samkomulaginu á síðasta ári um brottflutning sovéska hersins frá Afganistan þá ynnu íran- ir nú að því að koma í veg fyrir blóð- bað í landinu. íranir vilja að Afganir myndi óháða ríkisstjóm múhameðstrúarmanna. Sovétmenn krefjast þess að háttsettir menn úr leppstjóm Najibullahs eigi sæti í nýrri ríkisstjóm Afganistans. Reuter Ali Akbar Velayati, utanríkisráðherra írans, ásamt Eduard Sévardnadse, utanrfklsráöherra Sovétrikjanna, I Moskvu I gær. Simamynd Reuter íranir eftirsóknarverðir bandamenn Minnast aldar- afmælis Hitíers Bæjarbúar í austurríska bæn- um Braunau, þar sem Adolf Hitl- er fæddist fyrir eitt hundrað árum, ætla að minnast tilefnisins með því að setja upp minnisvaröa gegn fasisma fyrir utan húsið þar sem nasistaleiðtoginn illræmdi eitt sinn bjó. Talsmaöur bæjarráðs Braunau sagði í gær að eins metra hár steinn úr graníti, sem tekinn er úr Mauthausen útrýmingarbúð- unum, sem vom í Austurríki, muni verða settur upp fyrir fram- an húsið þar sem Hitler fæddist fyrir hundrað árum. Á steininum mun standa: „Pyrir frið, frelsi og lýðræði - Aldrei aftur fasisma - Milljónir fómarlamba era okkar áminning." Hitler fæddist í bænum þann 20. apríl 1889 og bjó þar fyrstu æviár sín. Upphaflega hafði veriö fyrir- hugað að setja skilti á húsið en eigandi þess fékk því afstýrt með dómi á þeim forsendum að slíkt skilti gætí orðið til þess að ráöist yrði á húsið. Nýnasistar hafa farið í píla- grímsferðir til hússins, sem upp- haflega var gistíheimili. Reuter Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóösbækurób. 13-15 Vb Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 11-17 Vb 6mán. uppsögn 11-19 Vb 12 mán. uppsögn 11-14,5 Ab 18mán. uppsögn 26 Ib Tékkareikningar, alm. 2-8 Vb Sértékkareikningar 3-17 Vb Innlán verðtryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 1-2 Vb 6mán. uppsögn 2-3,5 Sp.Ab,- Vb.Bb Innlánmeðsérkjörum 24 Bb.Vb,- Ab Innlángengistryggð Ðandarikjadalir 8.5-9 Ib.Vb Sterlingspund 11.5-12 Sb.Ab Vestur-þýsk mörk 4,75-5,5 Sb.Ab Danskarkrónur 6,75-7,25 Bb.Sp,- ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almennir vixlar(forv.) 23-27 Úb Viöskiptavíxlar(fonr.)(1) kaupgengi Almennskuldabréf 18-29,5 Úb Viöskiptaskuldabréf (1) kaupgengi Allir . Hlaupareikningar(vfirdr.) 27-31 Úb Utlán verðtryggð . Skuldabréf 7,75-9,25 Lb.Bb Útlántilframleiðslu Isl. krónur 20-29,5 Úb SDR 10 Allir Bandarikjadalir 11,75 Allir Sterlingspund 14,5 Allir Vestur-þýsk mörk 7.75-8 Úb Húsnæðislán 3.5 Lífeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 24 MEÐALVEXTIR óverötr. mars 89 16.1 Verðtr. mars 89 8,1 VÍSITÖLUR Lánskjaravisitala apríl 2394 stig Byggingavísítala mars 424 stig Byggingavísitala mars 132,5 stig Húsaleiguvisitala Hækkar iaprl VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóöa Einingabréf 1 3,656 Einingabréf 2 2,046 Einingabréf 3 2,389 Skammtimabréf 1,264 Lifeyrisbréf 1,838 Gengisbréf 1,667 Kjarabréf 3,660 Markbréf 1,937 Tekjubréf 1,657 Skyndibréf 1,117 Fjölþjóðabréf 1,268 Sjóösbréf 1 1,755 Sjóðsbréf 2 1.437 Sjóösbréf 3 1,244 Sjóðsbréf 4 1,032 Vaxtasjóðsbréf 1.2484 HLUTABRÉF Soluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Sjóvá-Almennar hf. 138 kr. Eimskip 400 kr. Flugleiðir 292 kr. Hampiðjan 157 kr. Hlutabréfasjóður 153 kr. Iðnaðarbankinn 179 kr. Skagstrendingur hf. 226 kr. Útvegsbankinn hf. 137 kr. Verslunarbankinn 152 kr. Tollvörugeymslan hf. 132 kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað viö sérstakt kaupgengi, kge. Búnaðarbanki og Samvinnubanki kaupa viöskiptavíxla gegn 31% ársvöxt- um og nojtkrir sparisj. 30,5%. Skammstafanir: Ab = Alþýöubankinn, Bb= Búnaðarbankinn, lb = lðnaðar- bankinn, Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnubankinn, Úb= Otvegsbankinn, Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð- irnir. Nánari upplýsingar um peningamarkaö- inn birtast i DV á fimmtudögum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.