Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1989, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1989, Side 8
8 LAUGARDAGUR 1. APRlL 1989, Daníel Ágúst Haraldsson, sigurvegari í söngvakeppninni: Þroskaður söngvari með mikla hæfileika Það er von að Daníel Ágúst setji hönd undir kinn. Að sögn félaga hans varð sigurinn að vissu leyti áfall fyrir hann. „Hann er ákveðinn og veit hvað hann vill.“ - segja þeir sem þekkja hann Sigrinum fylgja lika ýmsar breytingar. Allt i einu er enginn friður fyrir faðmlögum. Daníel Ágúst Haraldsson, nítján ára nemandi í Menntaskólanum í Reykjavík, bar sigur úr býtum ásamt lagahöfundinum Valgeiri Guðjóns- syni í söngvakeppni Sjónvarpsins. Daníel Ágúst er nær óþekktur söngvari sem skýst nú upp á stjörnu- himininn eins og Halla Margrét Ámadóttir gerði fyrir tveimur árum, þá einnig með Valgeiri Guðjónssyni. Daníel hefur þó fengist við söng á opinberum vettvangi undanfarin tvö ár með hljómsveitinni Nýdönsk. En hver er þessi hárlausi ungi maður sem virðist svo grafalvarleg- ur á svip. Helgarblaðið ræddi við nokkra aðila sem þekkja strákinn og fékk þá til að segja lesendum nánar frá honum. Sjálfur var Daníel ófús í viðtal, að minnsta kosti meðan hann er að jafna sig á úrshtum, enda mik- ið að gera þar sem hann stendur í flutningum og næstu vikur enn ó- ráðnar. Faðirinn söngvari „Eg tók fyrst eftir Daníel sem söngvara í hljómsveitinni Nýdönsk. Steinar gaf út tvö lög með henni á plötunni Frostlög fyrir síðustu jól og það urðu mín fyrstu kynni af hon- um,“ sagði Pétur Kristjánsson tón- hstarmaður sem nú vinnur hjá hijómplötuútgáfunni Skífunni. „Ég varö strax mjög hrifmn af þess-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.