Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1989, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1989, Síða 15
LAUGARDAGUR 1. APRÍL 1989. 15 Stund milli stríða Eg er nýkominn úr skíðaferð í Ölpunum. Lagði frá mér annimar og ábyrgðina og skildi þar við at- burðarásina hér heima sem Jó- hanna heimtaði húsbréf og Ólafur ’j Ragnar skipaði samninganefnd. / Eitthvaðvoruþeirlíkaaðrífastum vextina og Halldór Ásgrímsson var um það bil að leggja lagmetisiðnað- inn í rúst vegna þráhyggjunnar í hvalamálinu. Holiday Inn var að fara á hausinn eftir helgina og Am- arflug var í andarshtranum. Kenn- aramir hótuðu verkfalh og þjóðar- sálin var í meinhominu eins og venjulega. Það var ekki htið sem gekk á en ég lokaði augunum og fór. Bara fór. Ég hef farið svona ferðir tvisvar sinnum áður og verð að játa að ég er forfahinn og óforbetranlega meðtekinn af þeirri sæluvímu sem fylgir því að sleikja háfjahasóhna og njóta útivistarinnar. Það hggur jafnvel við að maðiu- hafi móral yfir þeim munaði og unaði sem Alpamir hafa upp á að bjóða. Ekki síst þegar fréttimar berast að heiman um ófærð og fannfergi og áframhaldandi gjaldþrotatilkynn- ingar og aht virðist á hverfanda hveh. Getur ábyrgur maður verið þekktur fyrir að leika sér í skíða- lyftum og lúxuslífi þegar amstrið og veraldarvafstrið heldur áfram að leika íslenskan almenning grátt? Er ég ekki sjálfur hluti af þessum almenningi sem er dæmdur til að þjást af kreppunni og kaupmáttar- rýmuninni? Hvemig vegnar heilli þjóð þegar maður hættir að fylgjast með henni og taka þátt í raunum hennar? Það þarf bæði þrek og kaldrifjað kæruleysi til að bjóða hversdags- legum örlögum sínum birginn og njóta þessara lystisemda, sem óneitanlega era forréttindi þeirra sem hafa vit og efni á því að veita sér þau. Þetta var samfeht bílífi í tvær langar vikur og það tekur tvo, þrjá daga að losna við samviskubi- tið af því að hafa það svona gott. Maður vaknar upp við martraðir fyrstu nætumar og er með inn- byggða vekjaraklukku stihta á vin- nutímann og stöku sinnum flögrar hugurinn heim á Frón í hræðilegri sektarkennd yfir því aö vera fjarri því góða gamni að höa önn fyrir ástandið. Það er eins og veruleik- inn sé horfinn og maöur hafi skroppið í ævintýraheim sem er fullur af óborganlegum vehysting- um. Með sælubros á vör Það tekur stundum á taugamar að lifa í slíku bílífi en mikið lifandi skelfing er það notalegt. Enginn sími, engir fundir, engar fréttir tíl að fyha mann örvæntingu. AUt eitt allsherjar sælulíf frá morgni til kvölds, þar sem sóhn skín á skaU- ann og náttúrufegurðin teygir sig út í víðáttu fjallahringsins og snjór- inn marrar undan skíðunum og minnir á köttinn sem malar af nautn. Veðurbhðan dag eftir dag, færið eins og silkimjúkt teppi, eng- ar biðraðir, enginn æðibimugang- ur í meðreiðarfólkinu sem hefur það eitt fyrir stafni að láta sér hða vel. Þetta hljómar eins og auglýsing frá ferðaskrifstofu sem er að tæla ferðalanga tíl viðskipta við sig. En er samt deginum sannara. Spyrjið bara samferðafólkið, sem sumt hafði aldrei áður á skíði komið og hefur jafnvel aldrei hreyft sig spönn frá rassi fyrr en það fann þennan sælureit í Ölpunum. Rosk- ið fólk og ungviði, kæmstupar í til- hugalífi, hjónakorn og einhleypur saumaklúbbur í leit að ævintýram. Lítill hópur íslendinga sem hefur tekið sig upp frá ábyrgðinni heima og skihð eftir áhyggjumar. Óbreyttir og venjulegir íslendingar sem taka beygjur í brekkunum eins og gámaskip sem leggst að bryggju og detta á hausinn eins og gjald- þrotafyrirtæki, sem hefur ekki kunnað fótum sínum forráð. Ekki þar fyrir að ég sé nokkuð betri. Byltumar mínar vom líka í takt við gjaldþrotin og stíllinn eftir því. Ég hefði ekki fengið fegurðar- verðlaun í brekkunum innan um aUa þessa meistara íþróttarinnar, sem samtals voru fimmtíu þúsund ferðamenn úr öllum heimshomum á einu og sama svæðinu. Nóg var þó rýmið og aldrei varð bið og aUt var þetta fólk með sælubros á vör, nema þeir sem höfðu lagt leið sína í Alpana til að verða fyrir mér í byltunum. Þá bölva menn á öllum heimsins tungumálum. Nýirliðsmenn Ég las það í Mogganum í gær að Ólafur Oddsson væri búinn að grenna sig. Vonandi kemur aldrei að því aö Mogginn taki við mig við- tal út af því að ég hafi farið í megr- un. En Ólafur menntaskólakennari hefur tekið stakkaskiptum ef marka má myndirnar meö viðtal- inu og þetta er merkUegur atburð- ur sem er í frásögur færandi. Ekki þó endhega það að maðurinn hafi lést, heldur hitt að hann hefur allt í einu uppgötvað á miðjum aldri að útivist og hreyfing geri honum gott! Var þá mál th komið. Ólafur syndir og Ólafur hleypur án þess að bókvitið hjá honum hafi minnk- að. Og honum hður öUum betur. Þetta hafa fleiri uppgötvað á und- an Ólafi án þess að það hafi orðið að blaðamáli. En það er fagnaðar- efni í hvert skipti sem nýir liðs- menn bætast í hóp þeirra sem nenna að láta sér hða vel með íþróttaiðkan. Og það án þess að skammast sín fyrir það. Lengi vel þótti það fyrir neðan virðingu menningar og gáfna að stunda sport. Þótti í besta falli sérviska en í versta faUi tímaeyðsla. Núna er þetta að snúast við. Það er sérviska aö láta sig fitna í hreyfingarleysi og það er tímasóun að taka sig svo alvarlega að ekki megi veija tíman- um til annars en inniveru. Þúsundir og aftur þúsundir is- lendinga stunda hvers konar íþróttir í vaxandi mæh. Mér er sagt aö yfir tíu þúsund manns hafi sótt í Bláfjöllin á fóstudaginn langa. Það er eitt út af fyrir sig til athugunar að BláfjaUasvæðið er fyrir löngu búið að sprengja af sér aðsóknina á góðviðrisdögum og lítið þangaö að sækja í mannmergðinni annað en umferðaröngþveiti og biðraðir. Stjórnvöld og bæjarfélög mættu huga betur að því hvernig komið verður til móts við útivistar- og íþróttaáhuga almennings, að ekki sé talað um verkalýðssamtök sem beijast fyrir betri lifsafkomu. HeUsubót er ekki verri kjarabót en hvað annað og það em tU fleiri orlofsferðir heldur en þær sem Uggja tU Kaupmannahafnar og Luxemburg. AUt í kringum höfuð- borgarsvæðið er fjallahringur sem býður upp á aukna dreifmgu og nýtingu fyrir það fólk sem smám saman er að uppgötva gUdi útivist- arinnar, upplifa þá endurhæfmgu, sem felst í hreyfingu og megrun og andlegri hressingu líkamsþreyt- unnar. Stormur í vatnsglasi Einn sunnudag í febrúar hitti ég Steingrím Hermannsson í íjöll- unum. Varð samferða honum í stólalyftunni og spurði hvort hann kæmi ekki með mér í Alpana. „Ell- ert minn,“ sagði Steingrímur. „Það breyttist sennilega htið þótt ég færi en það er verstur andskotinn að ég kæmist ekki upp með það öðruvísi en að vera skammaður fyrir ábyrgðarleysi.“ Steingrímur sat eftir heima þegar ég fór. Hann gat ekki verið ábyrgð- arlaus eins og ég. Og svo liðu dag- amir og þessar tvær vikur og ég hafði ekki tök á því að fylgjast með ábyrgðinni hjá Steingrími og öllum hinum, sem öxluðu hana og ösluðu í henni upp fyrir haus. Frétti að vísu að Ólafur Ragnar hefði boðið tvö þúsund kall í kauphækkun og hefði gengið ábyrgðinni svo ræki- lega á hönd að hann neitar að greiða kennurum laun meðan þeir em í verkfalh. En að öðra leyti missti ég af frétt- unum og var þó með fjarstýringu í herberginu, sem náði fimmtán stöðvum vitt og breitt um Evrópu. Merkilegt nokk var ekkert sagt frá heimsviðburðum á íslandi og þó var búið að segja mér að öll Evrópa hefði tekið sig saman um að bann- færa íslendinga vegna hvalaveiða. Sú bannfæring komst ekki í frétta- tímana í þeim fimmtán stöövum sem náðu inn á hótehð mitt. Sem upplýsti mig um þá augljósu stað- reynd að Aldi samsteypan eða and- róður gegn hvölum kemst ekki einu sinni fyrir í öðm munnvikinu á erlendum fréttamönnum, storm- ur í vatnsglasi þeirra heimsfrétta á íslandi sem halda að nafh alheims- ins sé niðri í Alþingi. Alvaran á nýjan leik Einn samferðarmaður minn sagði við mig einn daginn. „Veistu hvað það er sem mér er mest hvíld í? Það er að vera laus við sjónvarps- fréttimar heima.“ Æth sá góði maður hcdi ekki hitt naglann á höfuðið? í smæðinni hér heima verða allir hlutir svo stórir, áhyggj- urnar magnast í öfugu hlutfalli viö veruleikann og menn fá magasár af því einu að hlusta á harmagrát- inn og hörmungamar hver í öðr- um. Aftur og aftur og upp á nýtt. Era þeir ekki ennþá að rífast um vextina? Fyrst kemur Jón Sigurðs- son og gerir athugasemd við það sem Steingrímur hafði gert athuga- semd við það sem Jón sagði daginn áður, um það sem Steingrímur hafði sagt daginn þar á undan. Enda komst ég að raun um það þegar frfinu var lokið og ég var orðinn eðlilegur aftur að Jóhanna var enn að beijast fyrir húsbréftm- um og Holiday Inn var enn að fara á hausinn eftir helgina og Amar- flug var enn í hálfgerðum andar- shtmm. Það eina sem hafði breyst var afstaðan til Sjálfstæðisflokks- ins, sem nú er skyndilega kominn með nær fimmtíu prósent at- kvæðafylgi, af því að hann hefur átt því óláni að fagna að vera ekki í sviðsljósinu! Hvaö segir þétta okkur? Það segir okkur að menn taki ábyrgðina of alvarlega, að þeir taki sjálfa sig of hátíðlega og sumir hafi gott af því að losna úr sinni eigin prísund til að skoða sjálfan sig úr fjarlægð. Skoða áhyggjumar ofan frá úr Ölp- unum eða skilja þær einfaldlega eftir í fréttatímunum heima. Andi að sér hreinu lofti og leggi rækt við útivistina eins og Olafur mennta- skólakennari og fari í andlega rnegrnn. Ef Sjálfstæðisflokkurinn verður allt í einu efstur á vinsælda- hstanum við það aö hverfa í skugg- ann, hvað er þá unnið fyrir alla hina við að leita uppi sviðsljósið til að baka sér óvinsældir? Ekki þar fyrir að menn læri af þessu. Abyrgðin á sér engin tak- mörk og Sjálfstæðisflokkurinn á án efa eftir aö koma sér á framfæri til að reyta af sér fylgiö. Sjálfur er ég óðum að komast 1 samt lag aftur. Fríið er búið og alvaran tekin við. Sú alvara sem felst í því að axla áhyggjumar og hlusta á þjóðarsál- ina í meinhorninu. Það er víst eng- inn hætta á því að maöur detti úr ruhunni frekar en allir hinir sem em of ábyrgðarfuhir til að komast í burt. Ellert B. Schram

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.