Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1989, Page 27
LAUGARDAGUR 1. APRÍL' 1989.
39
p yfir fslandi
man eftir sér. „Móðir mín hefur sagt
mér að þegar ég var smápatti fékk
ég lánaðan dúk til að hafa fyrir
hempu og stóð svo uppi á borði og
tónaði,“ segir Ólafur. „Auðvitað
komu tímabil þegar ég efaðist um að
prestsstörf ættu við mig en þegar
kom að því að velja nám eftir stúd-
entspróf þá var guðfræðin það eina
sem höfðaði til mín.“
Ólafur tók stúdentspróf frá Versl-
unarskólanum sem ekki er algeng
undirbúningsmenntun fyrir verð-
andi guðfræðinga. „Það var tilviljun
sem réð því að ég fór í Verslunarskól-
ann,“ segir Ólafur. „Eftir að ég ákvað
að lesa undir inntökupróf í mennta-
skóla leitaði ég til manns sem hafði
nýlokið prófi frá Verslunarskólanum
og bað hann að lesa með mér undir
prófið.
Hann spurði hvort mér væri ekki
sama þótt við læsum saman undir
inntökupróf í Verslunarskólann. Ég
sagði að mér væri alveg sama enda
var mér sama í hvaða skóla ég færi.
Ég ætlaði mér bara í framhaldsnám
og sé ekki eftir að hafa farið í Versl-
unarskólann. Það hefur oft komið sér
vel að þar náði ég ágætum tökum á
vélritun og var þar í úrvalsflokki.
Eina skiptið sem ég hef komið fram
opinberlega sem tónlistarmaður var
þegar við vorum fimm látin spila á
ritvélar á skemmtun í gamla Sjálf-
stæðishúsinu. Hvorki fyrr né síðar
hefur tónlistargáfa mín fengið að
njóta sín. Mér datt þó aldrei í hug
að leggja fyrir mig verslunarstörf eða
neitt slíkt. Ég ætlaði alltaf að verða
prestur."
Ákafurvið
spilaborðið
Á Verslunarskólaárunum mynd-
aðist bridgehópur sem haldið hefur
saman í fjörutíu ár. Ólafur er þar
manna ákafastur við spilámennsk-
una. „Meiningin er að spila saman
einu sinni í viku yfir vetrarmánuð-
ina en við náum því ekki alveg,“ seg-
ir Ólafur. „Þetta er góður hópur þótt
það komi fyrir að"Við rifumst yfir
spilum eins og vera ber. Einn vinur
minn hefur kallað okkur prestana
„atvinnugóðmenni" en ég leyfi mér
í spilum að kveða fast að. Ég hugsa
að ég sé manna grimmastur í hópn-
um.
Ég spila líka badminton reglulega
og þeir sem með mér eru segja að ég
missi stundum út úr mér orð sem
ekki sæmi presti. Ég vísa því alger-
lega á bug en viðurkenni að stynja
stundum með ákveðnum tilþrifum.
Ég fæ mikla útrás í þessu og líka
góða hvíld.“
Klumsa
í miðasölunni
Þessu til viðbótar er Ólafur tíður
gestur í sundlaugunum í Laugardal.
Hann kom þar snemma morguns
daginn sem talið var í biskupskjör-
inu enda spenntur vegna væntan-
legra úrslita. „Mér var sagt að kon-
umar í miðasölunni í laugunum
hefðu sjaldan orðið meira hissa á
ævinni en þegar ég birtist eld
Séra Ólafur Skúlason og Ebba Sigurðardóttir í blómahafinu sem barsf inn á heimilið eftir að úrslit í biskupskjörinu lágu fyrir. „Ég hef aldrei séð
annað eins,“ segir Ólafur. DV-myndir GVA
snemma til að fara að synda,“ seg-
ir Ólafúr. „Þær voru svo klumsa að
þær heilsuðu mér ekki einu sinni.
„Er maðurinn virkilega svona ör-
uggur með sig að hann fer að synda
eins og hann hafi ekki áhyggjur af
nokkrum sköpuðum hlut,“ sagði vin-
ur minn, séra Árni Pálsson, mér eft-
ir þeim.
Ég er fjarri því að vera góður sund-
maður en mér finst mjög þægilegt
að svamla um og gleyma öllu. Eg
geng líka mjög mikið og setti mér það
strax og ég kom hér í sóknina að
ganga sem mest. Ég geng alltaf í
kirkjuna þegar veður leyfir.
Vinir mínir við Langagerðið sögðu
mér eftir að úrslitin í kosningunni
voru ljós að nú mundu þeir sakna
þess að sjá mig ganga framhjá glugg-
unum. Þeir báðu mig að koma hingað
öðru hverju og ganga Langagerðið
til að halda hefðinni. Ég er mjög ná-
kvæmur á tíma - mikill mínútumað-
ur - og það getur vel verið að þeir
hafi stillt úrin sín eftir mér.“
Aðstoðarprestur
og kirkjuvörður
Ebba og Ólafur eiga þrjú börn.
Dæturnar Guörún Ebba og Sigríður
eru farnar að heiman er Skúli Sig-
urður er enn í hreiörinu og les lög
við háskólann. Þær fæddust í Da-
kota. Fjölskyldan hefur búið á þriðja
áratug í Gerðunum og á heimilinu
voru mörg prestsverk unnin áður en
Bústaðakirkja var vígð árið 1971.
„Ebba var hér aðstoðarprestur og
kirkjuvörður áður en kirkjan kom,“
segir Ólafur. „Hér í stofunni fóru
margar athafnir fram. Ég gifti hér
marga tugi hjóna og skírði fjölmörg
börn. Ebba var bæði kórinn og org-
anistinn og hún benti mér á að það
væri betra að hún syngi bara ein því
ég ruglaði sönginn. Hér stóð hún
helgi eftir helgi, gætti barna, tók á
móti fótum og söng.“
Hætti ekki
að segjabrandara
Ólafur vill fá orð hafa um breyt-
ingar á embætti biskups eftir að hann
tekur við. „Auðvitað er ég með
ákveðnar hugmyndir um breytingar,
annars hefði ég ekki gefið kost á
mér,“ segir Ólafur. „En það er affara-
sælast að láta framtíðina leiða þær í
ljós smátt og smátt. Kirkjan er ekki
stofnun sem tekur stökkbreytingum
við mannaskipti. Hinu má þó ekki
gleyma að sá er hollastur brautryðj-
endunum sem lætur ekki hlekkja sig
í fjötra fortíðarinnar. Það á að læra
af fortíöinni en um leið verður að
horfast í augu við hvert vandamál
eins og það birtist. Það getur þurft
að leysa þau nú eftir öðrum leiðum
en áður dugði.“
En hvað sem líður öllum breyting-
um á kirkjunni undir stjóm Ólafs eða
á högum fjölskyldunnar þá verður
eitt þó óbreytt. „Ég ætla seinast af
öllu að hætta að segja brandara. Létt-
lyndið má ekki gleymast þótt störfin
séu alvarleg,“ sagði séra Ólafur
Skúlason.
-GK