Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1989, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1989, Blaðsíða 28
40 LAUGARDAGUR 1. APRÍL 1989. Handknattleikur unglinga - Unglingasíðan ræðir við nokkra þjálfara um íslandsmótið og fleira Nú þegar líða tekur að lokum Is- landsmótsins er rétt að staldra við og velta fyrir sér hvort við séum á réttri leið og hvort eitthvað megi betur fara. Við hringdum í nokkra þjálfara og báðum þá að segja áht sitt á núver- andi fyrirkomulagi og hverju þyrfti að breyta. Einnig voru þeir beönir um að koma með hugsanlegar leiðir til þess að auka áhuga kvenna á íþróttinni og hver væri þeirra skoð- un á fyrirkomulagi mótsins fyrir yngstu aldursflokkana. Eitt voru menn allir sammála um en það er að breyta þarf úrslita- keppninni. En svör þeirra og hug- leiðingar um mótið koma hér á eftir: -MagnúsTeitsson, þjálfari 2. flokks karla hjá Stjörnunni: „Ég er alls ekki sáttur við hvemig fyrirkomulagið er núna. Ég vil breyta úrslitakeppninni á þann veg að liöin séu öll í einum riðli og allir spili við alla. Þetta gætu verið 8-10 lið. Einnig vil ég að úrslitin verði leikin á tveimur helgum og það er alls ekki nauðsynlegt að hafa þau endilega á sama stað. Með þessu móti fæst eðlilegt álag á leikmenn og þetta verður ekki spurning um heppni eða óheppni hvaða hð verður íslandsmeistari eins og hefur skeð. Eins og leikið er núna getur lið tekið með sér þrjú stig í úrslitin þó það hafi ekki gerst þetta árið og þá sjá allir að það skiptir öllu máli að lenda ekki með þessu liði í riðli í úrshta- keppninni. Það er líka spurning sem menn verða að velta fyrir sér hvort ekki á að breyta fyrirkomulaginu í 2. flokki karla og kvenna, þannig að þessir flokkar leiki í deildum eins og meist- araflokkarnir. Það væri hægt að hafa þrefalda umferð sem dreiföist yflr aht árið. Það er töluverð óánægja hjá þessum krökkum með núverandi fyrirkomulag og orðið tímabært að breyta því. Það er mín skoðun að leggja eigi niöur íslandsmót í yngstu flokkun- um en hafa einhvers konar tamir í staðinn. Þessi mót geta verið með svipuðu móti og Tommamótið í knattspymu og geta félögin sent fleiri en eitt hð til keppni, til þess að sem flestir verði virkir. Að lokum vil ég kannski minnast aðeins á kvennahandboltann. Það er orðið mikið áhyggjuefni hversu fáar stelpur stunda orðið handknattleik. Menn verða að setjast niður og fara að leita að leiðum th þess að rífa hann upp og gera meira aðlaðandi." -Lárus H. Lárusson, þjálfari 4. flokks kvenna hjá Fram „Ég vh byrja á því að minnast á úrsli- takeppnina. Það er skoðun mín og fleiri þjálfara hjá Fram að breyta úrslitunum þannig aö allir leiki við aha. Eins og leikið er núna er það ahtof mikil thviljun hvaða hð verður íslandsmeistari. Eins og fyrirkomu- lagið í úrshtakeppninni er núna er þetta eins konar bikarkeppni. Liðin geta þess vegna unnið alla leiki sína yfir keppnistímabhið og komist í úr- shtaleik og tapað honum á móti hði sem hefur ef til vill tapað tíu leikjum. Þetta nær engri átt. Þá vh ég að regl- an um stigin haldi sér, en lið geti þó aðeins tekið með sér tvö stig í úrshta- keppnina. I sambandi við yngstu flokkana vh ég leggja íslandsmótið í núverandi mynd niður. Ég er starfandi í milli- þinganefnd á vegum HSÍ sem fjallar um þessi mál og mun nefndin leggja fram tillögur sem eru í þessa átt á komandi ársþingi. Nefndin hefur ekki lokið störfum þannig að ég vil ekki úttala mig um þessi mál á þessu stigi. Varðandi kvennaboltann er það að segja að hann er á mikilli niðurleið og selpurnar sjálfar verða að gera eitthvað í þessu máh. Það eru þær einar sem geta rifið hann upp. En það mætti hugsa sér að bæta við ein- hvers konar úrvali í 4. flokki kvenna og þetta úrval spilaði og æfði saman. Þannig myndu stelpurnar kynnast betur innbyrðis og væru tilbúnar að leggja meira á sig. Þetta lið gæti orð- ið grunnur að 16 ára landsliði síðar meir.“ - Þorsteinn Jóhannesson, þjálfari hjá Víkingi „Það er engin spurning meö það að við verðum að breyta úrslitunum. Ég vil að átta lið leiki til úrslita og þá verði leikið frá fimmtudegi til sunnudags, alhr við alla. Eins og fyr- irkomulagið er núna vinnur besta höið ekki endhega. Það eina sem þú sérð með núverandi fyrirkomulagi er hvaða fjögur th fimm lið eru best. Það er eitt atriði sem ég vh breyta hjá 2. flokki karla og kvenna. Til þess að minnka álag á þessum flokk- um tel ég að rétt sé að stytta leiktím- ann. En ég vil endilega halda áfram að leika í törnum eins og nú er gert. Menn hafa verið að tala um að leika í deildakeppni og dreifa leikjum yfir aht keppnistímabihð, að minu mati -------------------------------- • Þessi lið Stjarnan og Þór Ak ætla sér vafalaust stóra hluti um næstu helgi og verður fróðlegt að fylgjast með framvindu mála úti I Vestmannaeyjum. Urslitin halda áfram um helgina Um þessa helgi fara fram úrshtin í 5. flokki karla og kvenna. Ef að lík- um lætur verður aht lagt í sölumar th þess að ná í íslandsmeistaratith- inn eftirsótta. Unglingasíðan vhl hvetja foreldra og aðra aðstandendur th þess að fjölmenna og fyljast með þessari keppni sem verður örugglega hin fjörugasta og eflaust verður mik- ið um óvænt úrslit. úrshtin fara fram sem hér segir. 5. flokkur karla A-úrslit verða leik- in í Vestmannaeyjum. 5. flokkur karla B-úrsht verða leik- in á Akranesi. 5. flokkur kvenna A-úrsht verða leikin í Seljaskóla. ■ Ekki eru leikin B-úrslit í 5. flokki kvenna. væri það skref afturábak og lið myndu fara að segja sig úr keppni eins og hefur verið að gerast í 3. deildinni. Varðandi kvennahandboltann held ég að næsta skref verði að koma frá félögunum sjálfum. Það eru mörg félög sem kasta th hendinni við val á þjálfurum hjá kvenfólkinu enda sýnir það sig fljótlega í árangri og starfi þessara félaga. Maður veit þess dæmi að félögin byrji á því að velja karlaþjálfara og síðan eru einhverjir sem ekkert vit hafa á þjálfun fengnir th að þjálfa kvenfólkið. Þessu verða félögin að breyta strax ef árangur á að nást.“ Eyjólfur Bragason, þjálfari hjá ÍR „Ef ég byrja á því að minnast á fyrir- komulag íslandsmótsins eru nokkur atriði sem ég vil breyta. í fyrsta lagi vil ég endurvekja forkeppnina vegna þess að ég tel ekki sanngjarnt að lið þurfi að byrja í neðstu dehdunum vegna þess að næsti árgangur á und- an stóð sig ekki sem skyldi. Þá vil ég fella niður stigagjöfina. Með því móti fær þjálfarinn meiri frið th þess að þjálfa hðið markvisst. Einnig fengju fleiri leikmenn tækifæri á að spreyta sig. Eins og þetta er núna eru það yfirleitt sjö til átta leikmenn sem spila bróðurpartinn af öllum leikjum og hinir sitja meira og minna á bekknum allan veturinn. Varðandi yngstu flokkana vil ég að félögin fái að senda fleiri en eitt lið th keppni og reynt verði að skapa þeim fleiri verkefni, t.d. með því að halda ýmis konar smámót og þetta geta félögin gert sjálf því nú er íþróttahúsum að fjölga og gefur það ýmsa möguleika. Ég hef ekki starfað mikið að kvennahandbolta en það er greini- lega eitthvaö mikið að. Ef það á nást upp sterkur kvennahandbolti á ís- landi verðum við að byrja á allra yngstu flokkunum og byggja handa- boltann markvisst upp frá þeim, öðruvísi næst ekki árangur. Mig langar að lokum til þess að minnast aðeins á dómaramálin sem ég tel í hinum mesta ólestri. Ég hef þá skoðun að félögin eigi að senda eitt dómarapar með hverjum flokki. Með því móti fáum við hlutlausa dómgæslu en ekki þessa rosalegu heimadómgæslu sem er að tröllríða unglingahandboltanum. Einnig vil ég að leikmenn í 2. flokki verði látnir taka dómarpróf þannig að ekki verði skortur á dómurum. Með því móti læra þeir reglurnar almennilega og hætta þá kannski að röfla í dómur- um.“ - Jóannes Bjarnason, þjálfari hjá KA „Frá okkar sjónarhóh hér fyrir norð- an verður einhver breyting að verða á mótinu. Með núverandi fyrirkomu- lagi lendum við í miklum og kostnað- arsömum ferðalögum sem eru okkur hreinlega ofviða. Að meðaltah þarf hver flokkur að fara þrjár ferðir suð- ur th þess að spila og það lætur nærri að. hver ferð kosti okkur um 70 þús- und krónur. En á hinn bóginn viljum við spha sem flesta leiki við hðin fyr- ir sunnan vegna þess að reynslan sem krakkarnir fá með þessum leikj- um er mjög mikil og dýrmæt fyrir framtíðina. Eins og staðan er í dag hafa hðin fyrir sunnan forskot á okk- ur á þessu sviöi. Ef núverandi fyrir- komulag verður áfram þarf helst að sleppa því að spila í desember og jan- úar vegna veðurs. Þá er mikið skiln- ingsleysi hjá HSÍ vegna þessara mála. Við höfum margsinnis beðið um að fá að leika seint á föstudögum og helst ekki fyrr en á laugardögum en þessari bón hefur ekki verið sinnt. Varðandi úrshtakeppnina vh ég hafa núverandi fyrirkomulag eins og það er. Ég vil hafa sem flest lið í A- úrslitum og það má alls ekki fækka þeim. Því það er mikil upplifun fyrir krakkana að fá að spila þar. Og með þessu móti held ég að besta hðið verði alltaf sigurvegari. Varðandi kvennaboltann er það að segja, að við erum bara með tvo kvennaflokka í KA. Ástæðan fyrir því hversu fáar stelpur eru í hand- bolta í dag er einfaldlega sú að hand- bolti er ekki í tísku hjá kvenþjóð- inni. Þær hafa mikið af öðru sporti sem þær stunda, t.d. jassballet og ahs konar leikfimi. Ég á von á því að við sendum sameiginlegt lið hér að norðan í elstu kvennaflokkunum á næsta keppnistímabili. Varðandi álag á leikmönnum í elstu flokkunum tel ég að það sé allt of mikið. Annaðhvort verður að stytta leiktímann hjá þeim eða spila í fleiri deildum og hafa færri lið í hverri deild. Við erum ekki með neinn 6. flokk karla og ekki heldur 5. flokk kvenna. En ég væri hlynntur því að leggja íslandsmótið niöur í núverandi mynd hjá þessum flokkum. Það myndi auðvelda okkur mikið að byija með þessa flokka ef það yrði skipulagt á svipaðan hátt og Tomma- mótið í fótboltanum." 4. flokkur kvenna - ÍBK íslandsmeistarar A-úrslitaleikurinn í 4. flokki kvenna fór fram í Keflavík. Það voru heimamenn sem sigruðu í úrslita- leiknum á móti UBK og tryggðu sér þar með íslandsmeistaratitilinn. Leikinn þurfti að framlengja og að lokum sigraði ÍBK, 8-7. Fram sigraði KR 1 leik um þriðja sætiö með 8 mörkum gegn 5. KR lenti því í fjórða sæti. Selfoss tryggði sér fimmta sætið með öruggum sigri á Haukum, 9-3. Eftir að staðan í hálfleik haföi verið 5-1, Selfossi í vh. FH og ÍBV léku um 7.-8. sætið. FH sigraði í leiknum, 5-4. Staðan í hálf- leik var, 3-1, ÍBV í vil. Víkingar sigrði ÍR, 11-7, í leiknum um níunda sætið og urðu ÍR-ingar að gera sér tíunda sætið að góðu. í B-úrslitum léku UMFG og HK til úrslita um 1.-2. sætið. Ekki er ungl- ingasíðunni kunnugt um hvernig sá leikur fór. Grótta lenti hins vegar í þriðja sæti og Stjarnan í fjórða. Huginn sigraði í A í keppninni um 5.-6. sætið, 7-2. Skallagrímur lenti í 7. sæti og UMFA í því 8. UMFN mætti ekki til leiks og var það miöur. Umsjón Heimir Ríkarðsson og Brynjar Stefánsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.