Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1989, Qupperneq 29

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1989, Qupperneq 29
LAUGARDAGUR 1. APRÍL 1989. 41 dv Handknattleikur unglinga • Stjarnan og Valur léku um 5.-6. sætið. Valur sigraði í leiknum, 9-6. 6. flokkur karla: FH íslandsmeistarar Eins og áður hefur komið fram í DV tryggðu FH-ingar sér íslands- meistaratitilinn eftirsótta í 6. flokki karla. Þeir léku til úrslita á móti HK og sigruðu í þeim leik, 4-3, eftir að staðan í leikhléi hafði verið, 1-0, FH í vil. Leikmenn FH fógnuðu gríðar- lega að leikslokum en HK varð að láta sér annað sætið að góðu verða. í úrsltaleik um 3.^1. sætið léku KR og Fylkir. Fylkismenn léku á als oddi í leiknum og áttu KR-ingar ekkert svar við stórleik piltanna úr Árbæn- um. Leikurinn endaði með yfir- burðasigri Fýlkis, 10-4. Stjarnan og Valur léku um 5.-6. sætið. Valsmenn voru betra liðið í • Leikmenn Stjörnunnar léku á als oddi í upphafi leiksins og hér skora þeir eitt marka sinna. • Hér er eitt marka Stjörnunar í uppsiglingu í leiknum á móti Val. leiknum og sigruðu með 9 mörkum gegn 6. UMFG bar sigurorð af Frömurum í leik um 7.-8. sætið. Leikurinn var mjög jafn og spennandi allan tímann og tryggðu Grindvíkingar sér sigur- inn með marki á síðustu mínútunni. Leikurinn endaði því 5-4 UMFG i vil. UBK tryggði sér svo sigur í leik um 9.-10. sætið. Þeir sigruðu Víkinga með 10 mörkum gegn 9 í jöfnum og spennandi leik. Ekki tókst að fá upplýsingar um lokastöðu í B-úrslitum en Þór Ve og Haukar léku þar til úrslita. Þá vakti það furðu margra að ÍR mætti ekki til leiks fyrr en á sunnudeginum og UFHÖ mætti alls ekki neitt. Keppni lokið í 4. flokki karla - KR-ingar íslandsmeistarar Það voru KR-ingar sem tryggðu sér íslandsmeistaratitilinn í 4. flokki karla, eins og áður hefur komið fram. Framarar, sem sigruðu þá í úrshta- leik í Reykjavíkurmótinu fyrr í vet- ur, urðu því að láta sér annað sætið lynda. Haukar tryggðu sér þriðja sætið á mótinu með sigri á FH sem aðeins var hársbreidd frá því að komast í úrslitaleikinn. Kom Uð þeirra mjög á óvart í úrslitunum. • Guömundur Benediktsson, fyrirliði Þórs Ak, reynir hér markskot en þrjá FH-inga þurfti til að stöðva hann í þetta sinn. • Hér skora Þórsarar eitt marka sinna á móti FH. FH kom nokkuð á óvart í úrslitunum og var aðeins hársbreidd frá því að spila um 1.-2. sætið. Þór frá Akureyri lenti í fimmta sæti og áttu fáir von á að liðið lenti svo neðarlega. Það sigraði Stjörnuna nokkuð örugglega sem lenti því í sjötta sæti. Týr og UBK léku um 7.-8. sæti og sigruðu Týrarar í þeirri viðureign. IR tryggði sér svo 9. sætið eftir tví- framlengdan leik við Val sem lenti í tíunda sæti. Ekki var unnt aö fá að vita hvemig B-úrshtin voru. HSÍ hafði ekki fengið nein gögn frá umsjónaraðila. En samkvæmt heimildum DV sigraði KA í þeim. REYKJAVÍKURMÓT MEISTARAFLOKKUR KARLA KRR Sunnudag kl. 20.30 ÍR-FRAM Á GERVIGRASINU í LAUGARDAL ISLANDI HÁALEITISBRAUT 58-60 (MIÐBÆR) Átt þú trú? Hefur þú kynnst htnni lifandi trú? Gestamessa á sunnudag kl. 11.00. Kaffiveitingar, Guðsþjónustur alia sunnudaga kt. 11.00 og fimmtudaga kl. 20.00. Veríd velkomin Hafnarfjörður sumarstörf Æskulýðs- og tómstundaráð Hafnarfjarðar óskar eft- ir að ráða starfsfólk í eftirtalin störf: 1. Flokkstjóra við Vinnuskólann. 2. Leiðbeinendurí skólagarða. 3. Leiðbeinendur á íþrótta- og leikjanámskeið. Lágmarksaldur umsækjenda í ofangreind störf er 20 ár. Garðyrkjustjóri óskar jafnframt eftir að ráða starfs- fólk, ekki yngra en 16 ára, til garðyrkjustarfa í eftir- talda flokka: 1. Sláttuflokk. 2. Gróðursetningar og viðhaldsflokk. 3. Nýbyggingaflokk við uppbyggingu á skólalóð- um og nýjum opnum svæðum. Umsóknarfrestur rennur út föstudaginn 14. apríl. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu æsku- lýðsfulltrúa að Strandgötu 8 (inngangur frá Linnet- stíg). Upplýsingar eru veittar í síma 53444 hjá æsku- lýðs- og tómstundafulltrúa og garðyrkjustjóra. Æskulýðs- og tómstundafulltrúi Hafnarfjarðar. Garðyrkjustjórinn í Hafnarfirði. Ný og breytt bílasala BMW M-3, árg. ’87, einn sá glæsi- legasti, svartur, ekinn 27.000, til- boð. Ford Escort RS turbo, árg. '88, rauður, ekinn 16.000. Verð 1.070.000, skipti ath. Volvo 245 GL, árg. ’88, hvítur, ekinn 16.000. Verð 1.200.000, skipti ath. Nissan Patrol 4x4, árg. ’87, stuttur, hvftur, ekinn 49.000. Verð 1.490.000, skipti ath. ^LASAUi alla rúts Hyrjarhöfða 2 sími 681666 Opið mánud-laugard. kl. 10-19

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.