Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1989, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1989, Qupperneq 6
6 MIÐVIKUDAGUR 5. APRIL 1989. Fréttir Kjaradeila BHMR: Verkfall hefst á morgun takist samningar ekki sáttasemjari boöar deiluaöila til fundar í dag Guðlaugur Þorvaldsson ríkissátta- semjari hefur boðað fulltrúa samn- ingaaðila BHMR og ríkisins til fund- ar síðdegis í dag. Það er skylda sátta- semjara að boða til þessa fundar vegna þess að takist samningar ekki fyrir miðnætti kemur til boðaðs verkfalls 11 félaga innan BHMR á morgun. Þar á meðal er Hið íslenska kennarafélag. Verkfall þess snertir nær alla skóla landsins. állt frá barnaskólum og upp úr. Harðast kemur verkfallið niður á framhalds- skólunum. Samkvæmt lögum frá 1976 um verkfall opinberra starfsmanna var sáttasemjara skylt að bera fram sáttatillögu 10 dögum eftir að verk- fall hófst. Nú hefur þessum lögum verið breytt á þann veg að það sama gildir um verkfall opinberra starfs- manna og annarra, sáttasemjari ræður hvort og hvenær hann ber fram sáttatillögu. Hann getur hvort heldur sem er borið fram það sem kallað er innanhússtillaga eða tillaga til að bera undir atkvæði í félögun- um. Beri sáttasemjari fram innanhúss- tillögu eru það samninganefndir deiluaðila sem greiða um hana at- kvæði. Sé hún samþykkt af samn- inganefnd, til aðjnynda BHMR, verð- ur að bera hana upp í félögunum. Sáttasemjari getur einnig borið fram tillögu til atkvæðagreiðslu í félögun- um og skiptir þá ekki máli þótt samn- inganefndin sé henni andvíg. Eins og fyrr segir er það alfarið mat ríkissáttasemjara hvor leiðin er fariníþessuefni. S.dór Kjarasamningar í gangi á þrennum vígstöðvum Kjarasamningar eru nú í gangi á þremur vígstöðvum ef svo má að orði komast. Ríkið er beinn aðili að tveimur kjarasamningum, við Bandalag starfsmanna ríkis og bæja og Bandalag háskólamanna hjá rík- inu. Síðan er það Alþýðusamband íslands og Vinnuveitendasamband íslands sem eru í samningum líka. Hér fylgir með tafla sem sýnir hvaða félög og sambönd það eru sem eiga í þessum kjaradeilum sem nú standa yfir. I töflunni yfir félög innan BHMR, eru talin upp þau félög sem boðað hafa verkfall frá og með morgundeg- inum og Dýralæknafélag íslands 11. apríl, þau félög sem felldu í atkvæða- greiöslu að fara í verkfall og loks þau félög sem ekki létu fara fram at- kvæðagreiðslu um hvort boðað skyldi til verkfalls. Engin önnur félög hafa enn boöað til verkfalls. S.dór Verðmunur á skyndibitastöðum: Mest 233 prósent munur á hæsta og lægsta verði Mestur verðmunur kom í ljós á glasi af appelsínusafa þegar Verð- lagsstofnun kannaði verð á 49 skyndibitastöðum. Dýrastur var safinn á Café Skeifunni á 100 krónur en ódýrastur á 30 krónur í Sunda- kaffi. Munurinn er 233%. Allt að 92% verðmunur var á heitri samloku með osti og skinku. Kafíi- húsið við Skemmuveg í Kópavogi var með ódýrustu samlokuna á 130 krón- ur en dýrust var hún á 250 krónur á Súlnabergi á Akureyri. Svipaöur verðmunur var á pítum, hamborgurum og kjúklingabitum. Skammtur af hrásalati kostaöi 40-95 krónur en það er 137% munur. 100% munaði á kokkteilsósu sem kostaði 40-80 krónur skammturinn. -Pá Norræn ráðsteftia um vændi: íslendingar meðal þátttakenda Norræn ráðstefna um vændi verð- ur haldin í Bergen í Noregi í lok þessa mánaðar. Um 200 manns frá Norður- löndunum munu taka þátt í ráðstefn- unni, þar á meðal munu vera fulltrú- ar frá íslandi. Þetta er í fimmta skipti sem slík ráðstefna er haldin. Fyrstu þrjár ráð- stefnurnar beindu spjótum sínum að konum sem stunduöu vændi og á fjórðu ráðstefnunni var fjallað um hlutverk mannsins í vændi. Á kom- andi ráðstefnu verður leitast við að skýra vændi út frá þjóðfélagslegu og einstaklingssjónarhorni. -hlh Sænsk sofn kaupa verk Tryggva Tryggvi Ölafsson listmálari á tals- verðri velgengni að fagna eins og stendur. Sýningar voru nýlega haldnar á verkum hans bæði í Danmörku, þar sem hann er búsettur, og í Svíþjóö, og mæltust báöar vel fyrir. Fyrir nokkrum dögum gerðust og þau tíðindi að opinberir aðilar í Sví- þjóð keyptu af Tryggva fimm verk, grafik og teikningar, af sýningu hans í Gautaborg. Af þeim keypti Listasafn Gauta- borgar þrjú, Listráð ríkisins eitt og Þjóðlistasafnið (Nationalmuseum) eitt. „Ég er sérstaklega lukkulegur meö það að vera kominn með verk inn í Þjóölistasafniö þar sem er að finna mörg helstu átrúnaðargoð mín í list- inni, Goya, Daumier, Picasso og Tryggvi Ólafsson. fleiri,“ sagði Tryggvi er DV hafði samband við hann í Kaupmanna- höfn. -ai. Sandkom dv Drulluflugvöllur Flugsamgöng- urtflHúsavík- urhafaekki vcrið nicð traustastamóti undanfarið. Ástæðan mun veramikilleðja á flugbrautinni sem gerirhana aðailshcrjar forarsvaði. Seg- iríVíkurblað- inu að sérfræðingar Flugmálastjórn- ar hafi valið ofaníburð í völiinn sem sé þeim eiginleikum búinn að um- myndast í drullu í leysingum og vatnsveðri. Þama hefur sérfræðing- unum annaðhvort fipast allhrikalega í jarðefhafræðinni eða haft hugboð um hvað gerist milli eyrnanna á frjó- um hugmyndasmiðum meðal Þing- eyinga. Heilsuræktar- flugvöllur NokkrirÞing- eyingarmunu horfa vouur augum til bygg- ingarmilli- landaflugvallar í Aðaldal sem rctt gmti vi.ik- bimðaefnahag héraðsins við. Hugmynda- Mniðun.’imi þingeyskur mun þó hafa fundið aiman fiöt á flug- vailarmálunum, ekki síst vænlegan i ágóðasky ni ef ferðamenn leggja leið sína norður. Iritum Víkurblaðið hafa orðið:, ,Hugmyndin mun vera sú að auglýsa Húsa víkurílugvöll upp sem heilsuræktarflugvöll, eina flugvöll í heími þar sem menn geta stundað hin hollu leirböð, en leirbaðstofur munu þykja hinn mesti lúxus víða um heim. Hér er liins vegar hefll flugvöllur sem gegnir þessu hlutverki eftir að snill- ingarnir frá flugmálastjórn völdu of- aníburðinnsem breytistf leirburð við minnstu veörabrigði. “ Vatidinn mun vera að finna nýtt flugvallar- stæði er geti flutt leirbaðgesti í sæl- una. Fannfergi og miðaldra menn Fannfergivetr- arins hefur orðið mönnum mjögaðum- talsefnientki meðeindæm- um snjóþungur vetur. l>aðer oft reynt að iýsaástandinu meðþviað ■'t Kjaaöitlstu mennmuni vart annaö eins. Minni elstu manna er misjafnt og minniö oft það fyrsta sem bilar þegar ellin setur spor sín á fólk. Því hafaþeir hjáVestfirska fréttablaðinu kynnst. Þeir segja að nú beri svo við að erfiðlega gangi að flnna fólk sem man eftir annarri eins tíð og veriö hefur í vetur. Hjá Eystra- horni þeirra Hornfirðinga hefur maö- ur greinilega geflst upp á að vitna í elstu menn, sem ekkert muna eftir ailt saman. Þar segir:, ,Þess raá og geta að merrn á miðjum aldri muna vartsvona mikla ofankomu...“ Útvarp Rót ákveð- urverkfall ÚtvarpRóthef- ursentútdag- skrártilkynn- inguþarsem sagterfráþví aöþaufélög BHMR.semséu í verkfalli, muniverða meðfastaþætti áúlvarpsstöð- inni mcöan verkfallið stendur. Það er núgott ogblessað. En það virðist sem Utvarp Rót hafi meiri völd en Sandkornsritarí hafði gert sér grein fyrir. Útvarp Rót hefur ák veðið að félög BHMR séu í verk- falli. Það hefur glcymst að spá í þetta litla orð sem s vo margt getur oltíð á, „ef'*. Hvorf: þessi tilkynning er send út af hreinW rætni er ekki vitað. Umsjón: Haukur t. Hauksson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.