Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1989, Page 7
MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 1989.
7
Viðskipti
Aukin harka á matvörumarkaöi:
Matvöruverslun að hætti Aldi í
Þýskalandi opnuð í Skútuvogi
Jóhannes Jónsson, fyrrum yíir-
verslunarstjóri Sláturfélags Suður-
lands, hleypur aukinni hörku í sam-
keppnina á matvörumarkaðnum í
Reykjavík þegar hann opnar nýja
matvöruverslun í Skútuvogi, beint
fyrir neðan Húsasmiöjuna um helg-
ina. Verslunin verður rekin að hætti
Aldi í Þýskalandi og dönsku verslun-
arkeðjunnar Netto en þessar versl-
anir hafa lágt vöruverð að mark-
miði, færri vörutegundir og færri
starfsmenn en almennt gengur og
gerist í matvöruverslunum.
„Verslunin nefnist Bonus og dreg-
ur nafn sitt af þeim afslætti sem veitt-
ur verður á öllum vörum. Þessi
verslun er fyrsta verslun sinnar teg-
undar hérlendis og er sambærileg
Peningamarkaður
INNLÁNSVEXTIR (%) hæst
Innlán óverðtryggð
Sparisjóðsbækurób. 13-15 Vb
Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 11-17 Vb
6mán. uppsögn 11-19 Vb
12mán.uppsögn 11-14,5 Ab
18mán. uppsögn 26 Ib
Tékkareikningar, alm. 2-8 Vb
Sértékkareikningar 3-17 Vb
Innlán verðtryggð Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 1-2 Vb
6mán. uppsögn 2-3,5 Sp,Ab,-
Innlán með sérkjörum 24 Vb.Bb Bb,Vb,-
Innlán gengistryggð Ab
Bandaríkjadalir 8,5-9 lb,Vb
Sterlingspund 11,5-12 Sb.Ab
Vestur-þýsk mörk 4,75-5,5 Sb.Ab
Danskarkrónur 6,75-7,25 Bb.Sp,-
ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst
Útlán óverðtryggð
Almennir víxlar(forv.) 23-27 Úb
Viðskiptavíxlar(forv.)(1) kaupgengi
Almennskuldabréf 18-29,5 Úb
Viðskiptaskuldabréf(1) kaupgengi Allir
. Hlaupareikningar(yfirdr.) 27-31 Úb
Utlán verðtryggð
Skuldabréf 7,75-9,25 Lb.Bb
Útlántilframleiðslu
Isl. krónur 20-29,5 Úb
SDR 10 Allir
Bandaríkjadalir 11,75 Allir
Sterlingspund 14.5 Allir
Vestur-þýskmörk 7,75-8 Úb
Húsnæðislán 3,5
Lífeyrissjóðslán 5-9
Dráttarvextir 24
MEÐALVEXTIR
överðtr. mars 89 16,1
Verðtr. mars89 8,1
VÍSITÖLUR
Lánskjaravisitala apríl 2394 stig
Byggingavísitala mars 424stig
Byggingavísitala mars 132,5stig
Húsaleiguvisitala 1,25% hækkun 1. april
VERÐBRÉFASJÓÐIR
Gengi bréfa verðbréfasjóða
Einingabréf 1 3,656
Einingabréf 2 2,046
Einingabréf 3 2,389
Skammtímabréf 1,264
Lífeyrisbréf 1,838
Gengisbréf 1,667
Kjarabréf 3,684
Markbréf 1,955
Tekjubréf 1,627
Skyndibréf 1,123
Fjölþjóðabréf 1,268
Sjóðsbréf 1 1,779
Sjóðsbréf 2 1,458
Sjóðsbréf 3 1,259
Sjóðsbréf 4 1,044
Vaxtasjóðsbréf 1,2484
HLUTABRÉF
Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.:
Sjóvá-Almennar hf. 138 kr.
Eimskip 400 kr.
Flugleiðir 292 kr.
Hampiðjan 157 kr.
Hlutabréfasjóður 153 kr.
Iðnaðarbankinn 179 kr.
Skagstrendingur hf. 226 kr.
Útvegsbankinn hf. 137 kr.
Verslunarbankinn 152 kr.
Tollvörugeymslan hf. 132 kr.
(1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við-
skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja
aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi,
kge. Búnaðarbanki og Samvinnubanki
kaupa viðskiptavíxla gegn 31% ársvöxt-
um og nokkrir sparisj. 30,5%.
Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn,
Bb= Búnaðarbankinn, lb = lðnaðar-
bankinn, Lb= Landsbankinn, Sb =
Samvinnubankinn, Úb= Útvegsbankinn,
Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð-
irnir.
Nánari upplýsingar um peningamarkaö-
inn birtast i DV á fimmtudögum.
Jóhannes Jónsson, fyrrum yfirverslunarstjóri Sláturfélgas Suðurlands, hleypur aukinni hörku í samkeppnina á
matvörumarkaðnum um helgina þegar hann opnar verslun sem verður að hætti Aldi i Þýskalandi og Netto í
Danmörku. DV-mynd Brynjar Gauti
við syonefndar „discount-verslanir"
erlendis," segir Jóhannes Jónsson.
Jóhannes segir að starfsmenn
verslunarinnar verði aðeins þrír,
hann ásamt tveimur öðrum, og að
vörumerkin verði um 800 sem er
nokkru minna en stórmarkaðirnir
bjóða upp á. Jafnframt verður versl-
unin sú fyrsta hérlendis þar sem les-
ið verður af strikamerkjum.
„Við spörum með því að hafa færri
vörumerki en aðrir en bjóða samt
upp á alla algengustu matvöruflokka
sem heimilið þarf, við tökum ekki á
móti krítarkortum, verslunin verður
Iðunn kaupir Prentsmiðju
Friðriks Jðelssonar hf.
- á aö veröa önnur stærsta prentsmiðja landsins
Bókaforlagið Iðunn keypti Prent-
smiðju Friðriks Jóelssonar hf. við
Reykjavíkurveg 80 í Hafnarfirði á
dögunum. Iðunn hyggst prenta hluta
af bókum sínum í prentsmiðjunni til
að byrja með. Prentsmiðjan Oddi
hefur prentað allt fyrir Iðunni til
þessa. Stefnt er að því að gera Prent-
smiðju Friðriks Jóelssonar að ann-
arri stærstu prentsmiðju landsins á
næstu árum.
„Við erum að fá stóra prentvél á
næstunni sem gerbreytir afkastagetu
prentsmiðjunnar. Frekari vélakaup
eru svo í deiglunni reynist þau hag-
kvæm,“ segir Guðbjartur Jónsson,
nýráðinn prentsmiðjustjóri Prent-
smiðju Friðriks Jóelssonar.
Guðbjartur segir enn fremur að
Friðrik Jóelsson annist alla alhliða
prentun og verður sá þáttur aukinn
samhliða því að hluti af prentun
bóka, sem Iðunn gefur út, færist inn
í prentsmiðjuna.
Bókaforlagið Iðunn. Það er nýlega
búið að kaupa prentsmiðju og bóka-
búð. Þá er forstjóri þess, Jón Karls-
son, einn stærsti hluthafinn i ís-
lensku auglýsingastofunni hf. ■
„Við stefnum að því að þetta verði
önnur stærsta prentsmiðja landsins
á næstu árum,“ segir Guðbjartur.
Friðrik Jóelsson hefur átt og rekið
prentsmiðjuna síðustu tíu árin undir
sínu eigin nafni. Þar áður ráku þeir
Friðrik og Sverrir Valdimarsson
sameiginlega prentsmiðju við
Reykjavíkurveginn undir nafninu
Litmyndir. Fyrir tíu árum skiptu
þeir fyrirtækinu. Sverrir rak sína
prentsmiðju undir nafninu Litmynd-
ir og Friðrik undir heitinu Prent-
smiðja Friðriks Jóelssonar hf. Að-
eins veggur skildi fyrirtækin að.
Bókaforlagið Iðunn hefur verið
umsvifamikið í fjárfestingum að
undafórnu. Þaö keypti Bókabúð
Braga við Hlemm síðastliðið haust
og nú er eitt stykki prentsmiðja
keypt. Fyrir á Iðunn í bókaklúbbnum
Veröld. Þá má geta þess að Jón Karls-
son, forstjóri Iðunnar, er einn stærsti
hluthafinn í íslensku auglýsingastof-
unni hf. sem stofnuð var á síðasta
ári með samruna auglýsingastof-
anna Svona gerum við og Octavo.
Bókaforlagið Iðunn hefur notið
mikillar velgengni og verið með sölu-
hæstu jólabækurnar ár eftir ár.
-JGH
Verð þorskblokkarinnar
mjakast upp vestanhafs
Verð á þorskblokk í Bandaríkjun-
um er nú um 1,45-1,50 dollarar pund-
ið. Verðið hefur mjakast örlítið upp
síðustu mánuðina, að sögn Bjarna
Lúðvíkssonar, framkvæmdastjóra
hjá Sölmniðstöð hraöfrystihúsanna.
Verð á þorskflökum hefur hins vegar
verið stöðugra.
Verð á þorskblokk vestanhafs var
komið upp í um 2 dollara síðsumars
árið 1987. Það var tindurinn á verð-
línunni og bjuggust allir við að verð-
ið myndi lækka. Það kom enda á
daginn í október og nóvember 1987
og á fyrsta ársfjórðungi 1988 þegar
verðið hrundi niður í um 1,25 dollara
pundið.
Síðan hefur verðið mjakast upp í
það sem nú er, 1,45-1,50 dollara
pundið. Um framhaldið segir Bjarni
að menn eigi von á að verðið hækki
eitthvað frekar en að það lækki á
næstu mánuðum.
Þorskflökin eru verðmeiri en
þorskblokkin og er að jafnaði seld á
um 2 dollara pundið og hefur svo
'verið í marga mánuöi. Þorskflökin
fara beint út til veitingahúsa í Banda-
ríkjunum en þorskblokkin er unnin
frekar vestanhafs áður en hún fer til
endanlegra kaupenda.
-JGH
opnuð klukkan 12 á hádegi og starfs-
menn verða aðeins þrír,“ segir Jó-
hannes.
Að sögn hans ætlar hann til við-
bótar að ná fram afslætti með því að
staðgreiða vörumar hjá heildsölun-
um. „Auk þess næ ég auknum magn-
afslætti verði veltan mikil og neyt-
endur nýti sér\þennan verslunar-
máta.“
Verslunin er í 400 fermetra hús-
næði við Skútuvoginn. Miklu minna
er lagt í innréttingar en í öðrum
matvöruverslunum. Jóhannes segir
að viðskiptavinimir fái það líklegast
á tilfinninguna aö þeir séu frekar
staddir í heildverslun en smásölu-
verslun þegar þeir sjái innrétting-
arnar. -JGH
Verðbréfaþing
Isiands
- kauptilboð vikunnar
FSS = Fjárfestingarsjóður Sláturfélags
Suðurlands, GL=Glitnir, IB = Iðnaðar-
bankinn, Lind = Fjármögnunarfyrirtækið
Lind, SIS = Samband íslenskra sam-
vinnufélaga, SP = Spariskírteini ríkissjóðs
Hæsta kaupverð
Einkenni Kr. Vextir
172,52 12,6
GL1986/1
GL1986/291 128,15 11,4
GL1986/292 115,34 11,3
IB1985/3 189,47 9,9
IB1986/1 161,22 9,6
LB1986/1 133,95 9.0
LB1987/1 129,79 9.1
LB1987/3 122,45 9,0
LB1987/5 117,40 8,7
LB1987/6 138,21 10,7
LB:SIS85/2B 163,11 17,2
LÝSING1987/1 124,22 11,2
SIS1987/1 142,92 17,6
SP1975/1 13476,18 8,4
SP1975/2 10061,88 8,4
SP1976/1 9309,33 8,4
SP1976/2 7351,44 8,4
SP1977/1 6567,11 8,4
SP1977/2 5659,73 8,4
SP1978/1 4452,65. 8,4
SP1978/2 3615,69 8,4
SP1979/1 3009,46 8,4
SP1979/2 2348,54 8,4
SP1980/1 2079,09 8,4
SP1980/2 1588,39 8,4
SP1981/1 1306,92 8,4
SP1981/2 994,38 8,4
SP1982/1 909,65 8,4
SP1982/2 693,87 8,4
SP1983/1 528,51 8,4
SP1983/2 363,00 8,4
SP1984/1 360,53 8.4
SP1984/2 367,84 8,4
SP1984/3 356,10 8,4
SP1985/1A 314,62 8,4
SP1985/1SDR 249,80 8,4
SP1985/2A 243,66 8,4
SP1985/2SDR 220177 8,4
SP1986/1A3AR 216,87 8,4
SP1986/1A4AR 227,80 8,4
SP1986/1A6AR 234,60 8,4
SP1986/2A4AR 196,97 8,4
SP1986/2A6AR 199,36 8,4
SP1987/1A2AR 174,59 8,4
SP1987/2A6AR 146,34 8,3
SP1987/2D2AR 156,45 8,4
SP1988/1D2AR 138,36 8,4
SP1988/1D3AR 138,49 8.4
SP1988/2D3AR 112,42 8,4
SP1988/2Ó5AR 109,46 8.3
SP1988/2D8AR 104,39 8,1
SP1988/3D3AR 105,98 8,4
SP1988/3D5AR 104,33 8,3
SP1988/3D8AR 100,56 8,1
SP1989/1 D5AR 99,04 8,4
Taflan sýnir verð pr. 100 kr. nafnverðs
og hagstæðustu raunávöxtun kaupenda
I % á ári miðað við viðskipti 3.4. '89.
Ekki ertekið tillittil þóknunar.
Viðskipti á Verðbréfaþingi fara fram hjá
eftirtöldum þingaðilum: Fjárfestingarfé-
lagi Islands hf„ Kaupþingi hf„ Lands-
banka Islands, Samvinnubanka Islands
hf„ Sparisjóði Hafnarfjarðar, Sparisjóði
Reykjavíkur og nágrennis, Útvegsbanka
Islands hf„ Verðbréfamarkaði Iðnaðar-
bankans hf. og Verslunarbanka Islands
hf.