Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1989, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1989, Qupperneq 15
MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 1989. 15 Án baráttu náum við engu Greinarhöfundur hvetur fjármálaráðherra, Ólaf Ragnar Grímsson, og framkvæmdastjóra VSÍ, Þórarin V. Þórarinsson, til að ræða við konurn- ar í stórmörkuðunum um launin. „Atvinnurekendur eru ekki til viðtals um verðtryggingu launa,“ sögðu fulltrúar Alþýðusambands- ins eflir fyrsta samningafund með atvinnurekendum. Það þarf ekki að vekja undrun nokkurs manns. Atvinnurekendur hafa aldrei verið til viðtals um kröf- ur launafólks ótilneyddir, skiptir engu hve björgulegt hefur verið í búinu þeirra. Þegar við setjum fram kröfu um verðtryggða samn- inga erum við um leið að segja að við ætlum að knýja atvinnurekend- ur til slíkra samninga. Annað er hörmuleg sjálfsblekking ef ekki vísvituð blekking. Yfirlýsingar fulltrúa Alþýðusambandsins eru til þess eins að draga kjarkinn úr fólki og það var þá helst það sem vant- aði. Innan Alþýðusambandsins hefur verið tekin sú afstaða að félögin gangi sameinuð til samninga. Þær kröfur, sem forysta sambandsins hefur sett fram, voru í raun mótað- ar á þingi ASÍ síðasta haust: Endur- heimt kaupmáttar frá síðustu kjarasamningum, sérstaka hækk- un á lægstu laun, t.d. með því að skera neðstu taxta af, fulla verð- tryggingu launa og trygga atvinnu. Verðtryggða samninga Þessar kröfur eru mjög í svipuð- um anda og kröfur annarra sam- taka launafólks. Hjá öllum hefur krafan um verðtryggða samninga verið sett á oddinn enda samþykkt bæði á þingum ASÍ og BSRB. Æ ofan í æ hafa menn stigið á stokk og strengt þess heit að aldrei aftur verði samið án verðtryggingar launa. Við þessar heitstrengingar verður að standa og það verður ekki gert með því að væla undan viðbrögðum atvinnurekenda. Það verður aðeins gert með því að KjaUarinn Birna Þórðardóttir, blaðamaður og skrifstofumaður fylkja launafólki til haráttu fyrir kröfunum. Það er verkefni foryst- unnar. Verðtryggðir samningar fela það eitt í sér að umsamin laun haldi verðgildi sínu á samningstíma miö- að við verð á annarri vöru og þjón- ustu. Síðustu vikur, eftir að verð- stöðvun lauk, hefur berlega komið í ljós að óverðtryggðir samningar eru einskis virði. Það er einnig ör- uggt að verðtrygging launa næst ekki nema öll hreyfing launafólks standi þar á bak við, einfaldlega vegna þess að það verða aldrei við lýði margs konar kerfi um trygg- ingu samninga. í þessu er því að við tvíhöfða þurs VSÍ og ríkisvalds- ins að eiga. Það er einu sinni svo að kjara- samningar ákvarða lífsmöguleika launafólks. Það ræðst hvort launa- fólk hefur möguleika til þess að framfleyta sér með vinnu sinni þótt oft sé rætt um þá eins og þeir komi lifandi fólki ekkert við. Kjara- samningar eru ekkert reiknings- legt vandamál sem tölvuvæddir prinsar leysa. Reikningsmeistar- amir geta engu náð fram utan því sem styrkur hreyfingarinnar gefur tilefni Hl. Aðför ríkisvaldsins Hugmyndir, sem fram komu rétt fyrir páska, um launasáttmála rík- isvalds og verkalýðshreyfmgar eru stórhættulegar. Þær fela í sér að gengist er inn á áróður atvinnurek- enda um að þeir hafi ekkert að bjóða og ríkisvaldinu skuh nánast gefið sjálfdæmi um að ákvarða kaup og kjör. Maður spyr sig hvort eigi að endurtaka ísaijarðarævin- týrið frá síðasta ári, nota póhtísk ítök sem forsvarsmenn stjómar- flokkanna hafa inn í verkalýðs- hreyfinguna til að koma áfram- haldandi kjaraskerðingaráformum sínum fram. Þórarinn V. er löngu búinn að gefa yfirlýsingu um það að VSÍ ætii að bíða eftir samningum BSRB og ríkisins. Atvinnurekendur vfija láta ríkisvaldinu eftir að knésetja launafólk og ríkisstjórnin, með fiármálaráðherra í hroddi fylking- ar, virðist reiðubúin til verksins. Fjármálaráðherra segir skyn- samlegt að ganga til skammtíma- samninga núna en nota tímann fram tíl hausts tíl að undirbúa lang- tímasamning. Þetta er sami maður- inn og þumbaðist við allt frá því í nóvember að undirbúa samninga- viðræður við BHMR. Starfsmannafélag ríkisstofnana (SFR) hefur sett fram kröfu um 50 þúsund kr. lágmarkslaun og flata krónutöluhækkun 6.500 kr. þar fyr- ir ofan. Fiármálaráðherra segir kröfur SFR ekki í samræmi við það sem staðan í heUd leyfi! Hverra hagsmuna er fiármálaráðherra að gæta? Ekki hagsmuna láglauna- fólks, ekki hagsmuna þeirra sem hafa laun frá 37 þúsund kr. í dag, ekki hagsmuna þeirra sem þurfa að framfleyta sér á örorkubótum, ekki hagsmuna atvinnuleysingja. AUar þær greiðslur taka mið af lægstu töxtum. Yfirlýsingar fiármálaráðherra ganga einnig þvert á samþykktir sem gerðar hafa verið innan Al- þýðubandalagsins. Nægir í því sambandi að minna á samþykkt verkalýðsmálaráðs flokksins frá 26. febrúar sl. þar sem m.a. var hvatt til baráttu fyrir því að engin laun yrðu undir 50 þús. kr. á mán- uði. Fjármálaráðherra finnst greini- lega ekki nóg að gert í árásum á launafólk og nú eru hótanimar ódulbúnar. Ef ekki verði gengið að kaupskerðingartilboði ríkisvalds- ins þá fáiði engin laun eftir 6. apríl! Ekki er nokkur leið að setja bönd á verðhækkanir sem dunið hafa yfir síðustu vikur. Ekki er nokkur leið að setja bönd á gjaldþrotagæj- ana sem vaða í ríkissjóð og fá jafn- vel forstjóralaun á fati eftir gjald- þrotið að stofna nýtt gjaldþrotafyr- irtæki næsta dag. Einu bönd sem þessi ríkisstjóm getur bundið em á laun og réttindi verkafólks - sér í lagi láglaunafólks. Að því leyti vinnur fiármálaráðherra vel fyrir yfirstéttina á íslandi. Ég hvet þá hræður, Ólaf Ragnar og Þórarinn V., tU að koma hreint fram, labba í stórmarkaðina og segja við konurnar á kössunum: Því miður, elskumar mínar, það er ekkert svigrúm tU að hækka launin ykkar! Þið verðið að láta ykkur nægja það sem þið hafið! Mér þætti gaman að sjá fiármála- ráðherra og Þórarin V. reka heim- ihn sín á launum undir 50 þúsund kr. á mánuði þótt þeir fengju barnabætur og barnabótaauka og þótt eiginkonumar ynnu líka úti og þyrftu þar með að borga hugsan- lega bamagæslu 15 tU 20 þúsund. Nei, strákar mínir, ef þið treystið ykkur ekki sjálfir tU að lifa á þeim kjörum sem þið æthð öðrum þá skuluð þið hætta öhum yfirdreps- skap og viðurkenna að þið tUheyrið yfirstéttinni í landinu sem leyfist annað og meira en óbreyttu launa- fólki. Birna Þórðardóttir „Fjármálaráðherra finnst greinilega ekki nóg að gert í árásum á launafólk og nú eru hótanirnar ódulbúnar.“ Eigum við að leggja íslenskuna niður? Um þessar mundir tíðkast það mjög að reikna aUa hluti tU pen- ingagUdis. Margt hefur verið ritað og rætt um það að leggja niður landbúnaðinn og t.a.m. að flytja inn egg, kjúklinga og kartöflur. Menn styðja málstað sinn með flóknum formúlum og línuritum og reikna út ómældan afrakstur af shkum viðskiptatöfmm. íslenskan ekki arðbær? Þessir frjálshyggjupostular eru nú að setja fram tUlögur um að leggja tilveragrundvöU minn niður á forsendum frjálsrar samkeppni og er ég alveg tU í að skoða það mál á alla kanta. En fyrst menn era að boða frelsi og fijálshyggju á ann- að borð því þá að vera svo tepraleg- ir og smámunasamir að ráðast af öUum krafti á bændur sem nú sem endranær á að kenna um aUar ófar- ir í þjóðfélaginu? Því snúa frjálshyggjumennimir sér ekki að því að það ríki frjáls samkeppni í stóra málunum, þeim sem varða framtíð og tílveru allrar þjóðarinnar? Ég vU nefna sjálft tungumáhð. Það er stórvafasamt að íslenskan sé arðbær lengur og standist sam- keppni við önnur tungumál heims- ins eins og t.d. ensku. Við höfum í þúsund ár notast við tungumál sem aðeins örfáir menn á þessari jarðarkringlu skUja. í nútímanum er þetta löngu orðið ónothæf og óarðbær aðferð til við- skiptatengsla. Því ekki að hefia innflutning á nothæfu tungumáh, t.a.m. ensku KjaUaiiim Þorsteinn Sigmundsson bóndi sem meira en þúsund mihjónir manna um ahan heim tala og er auk þess það tungumál sem menn nota í nútíma viðskiptum. Okkar tungumál verði lagt niður og það kennt í sögutímum í framhalds- skólum, ásamt dönskunni sem hef- ur einnig sögulega þýðingu fyrir okkur þvi ekki megum við glata þjóðararfleifðinni. Reyndar mætti spyrja hvort grannskólar okkar séu ekki orðnir stórháskalegir bömum landsins og þeir tefii þroska þeirra, t.d. með ófullkominni tungumálakennslu á meðan stahstystkin þeirra í Lúx- emborg læra til fullnustu 4 tungu- mál fyrir 10 ára aldur. Fjárhagslegur ávinningur af slík- um innflutningi er óumdeilanlegur og varðar framtíð þjóðarinnar, sér í lagi þess unga fólks sem er að vaxa úr grasi og er að tileinka sér tækni nútímans. Þetta fólk þarf að taka við því upplýsingaþjóðfélagi sem við þeysum inn í á ógnarhraða og að notast við þetta afgamla „sanskrítarmál“, íslenskuna, er eins og ætla að nota fiaðrarpenn- ann og kálfshúðir fram á tuttug- ustu og fyrstu öldina. Ekki eins og í íran Við náum orðið þijátíu útlendum sjónvarpsstöðum, fáum dagblöð á ensku, hingað koma alhr leiðarvís- ar með öhum innfluttum vöram á ensku, ahar bestu námshækur sem völ er á í heiminum í .dag era ekki á íslensku, tölvur tengja nú heim- inn og það samskiptakerfi hyggir ekki á íslensku. Þannig er það orð- ið mjög bagalegt að ekki sé meira sagt þegar unga fólkið hefur ekki tækifæri til að fylgjast með vegna þess að það skilur ekki máhð. Hver heilvita maður sér að þessi tunguhöft og hömlun á samskipt- um við umheiminn bjóða ekki upp á að unga fólkið hafi 'sömu mögu- leika tíl þekkingaröflunar og ungt fólk í öðrum löndum. Ég vona að það fyrirfinnist ekki menn á íslandi sem vilji koma okk- ur íslendingum á sama stig og í íran þar sem fomöldin er dýrkuð og hfi fólks er stýrt samkvæmt ævafornum bókum sem era á óskiljanlegu máh og væru best geymdar á söfnum fyrir sögulegar miifiar. Hér hefur einungis verið rætt um innflutningshliðina en kostir en- skrar tungu fyrir útflutninginn eru einnig gífurlegir. Hugsið um hina mörgu ungu og efnilegu rithöf- unda, kvikmyndagerðarmenn og aðra hugarsmiði sem nú verða að láta sér nægja tungumál sem að- eins örfáir menn í heiminum skilja. Hugsið ykkur þann markað þús- unda mihjóna manna sem allt í einu færa að skilja okkur á nýju tungumáh og þá útflutningsmögu- leika sem það myndi skapa fyrir hugvitsmenn þjóðarinnar. Ég gæti hent talsmönnum fijáls- hyggjunnar á fleiri svið þar sem raunveruleg samkeppni kæmi til greina eins og t.d. verslunarhall- imar sem nú upp á síðkastið tíðk- ast að greiða niður með galdra- kúnstum erlendra lána. Þá ber að nefna stjórnmálaflokka og dagblöð þeirra sem styrkt eru með tugmihjóna framlagi úr vasa almennings án þess að merkjá megi teljandi afrakstur af starfi þessara aðha í þjóðarbúskapnum. Við lifum á tímum mikhla breyt- inga og þörf er á því að endurhugsa það hvemig við gerum þetta þjóð- félag samkeppnishæft við aðrar þjóðir.Bændur sem og aðrir verða að mæta þessum nýja tíma og standast samkeppnina á sinn hátt. Það er hins vegar óskynsamlegt og lúalegt að ráðast einangrað að þessari stétt manna þótt vinsælt sé. Það verður að skoða þjóðfélagið í hehd sinni og aha þá þætti sem endurskoða þarf og þá munum við hændur öragglega ekki standa í vegi fyrir framforum. Kannski verður nú niðurstaðan sú eftir aht saman að hvorki minn búskapur né þetta dagblað sem ég nú skrifa í standist hina frjálsu samkeppni. Þá gætum við Jónas ritstjóri kannski fengið okkur göngutúr í fiörunni og rætt saman í bróðemi um enn frekari útfærslu fijálshyggjunar. Who knows? Þorsteinn Sigmundsson „Við lifum á tímum mikilla breytinga og þörf er á því að endurhugsa það hvernig við gerum þetta þjóðfélag sam- keppnishæft við aðrar þjóðir.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.