Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1989, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1989, Page 16
16 MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 1989. Íþróttír________________ Frétta- stúfar íslenska landsliðið í borðtennis vann ekki mikil afrek á heims- meistaramótinu í borðtennis sem lauk í Vestur-Þýskalandi í gær. íslenska liðið lék um 63. sætið á mótinu gegn Palestínu og vann, 5-0. Af þjóðum, sem voru ofar í sætaröðinni en það íslenska, má nefna Danmörku sem varð í 24. sæti, Pakistan sem varð í 30. sæti, Líbanon sem varð i 58. sæti, Sri Lanka sem varð í 59. sæti og Kólombíu sem varð i 61. sæti. Michigan háskólinn vann í æsispennandi leik Háskólinn í Michigan vann bandariska meistaratitilinn í keppni háskólaliöa í körfuknatt- leik en úrslitaleikurinn fór fram í gær. Michigan vann Seton Hall í úrslitum, 80-79, eftir framlengd- an leik. Þaö var Rumael Robinson sem tryggði Michigan sigurinn með tveimur stigum úr vítaskot- um þegar aðeins 3 sekúndur voru eftir af framlengingunni. Þetta er í fyrsta skipti sem Michigan há- skólanum tekst að sigra i þessari hörðu keppni og í fyrsta skipti sem Seton Hall kemst í úrslita- leikinn. Þjálfari Michiganliðsins, Steve Fischer, sem tók við liðinu skömmu fyrir keppnistímabilið, sagði eftir leikinn: „Á þessari stóru stundu er ég hamingju- samasti maður í heiminum." Fleiri sekir en Kanadamennirnir Það eru greinilega fleiri en Kanadamenn sem hafa notað ólögleg lyf í íþróttum eins og menn máttu raunar vita. Banda- ríska hlaupakonan, Eveiyn Ash- ford, sem vann til gullverðlauna í 100 m hlaupi á OL 1984 og gull- verðlauna með bandarísku sveit- inni í 4x100 m boöhlaupi í Seoul, sagði í fyrradag að í það minnsta tvær bandarískar íþróttakonur, sem unnu gullverðlaun í Seoul, hefðu notað ólögleg lyf fyrir leik- ana. Fyrrum þjálfari Ashford, Pat Connolly, tók enn dýpra í árinni og sagðist telja að um 20 bandarí- skar íþróttakonur hefðu notað ólögleg lyf fyrir leikana í Seoul. Þær bandarísku íþróttakonur, sem unnu til guUverðlauna í fijálsum íþróttum í Seoul, voru Florence Griffith Joyner, Jackie Joyner Kersee og Louise Ritter auk þriggja annarra stúlkna sem kepptu í 4x100 m boðhlaupinu. Tekst Lyle að verja titilinn? „Ég kem vel undirbúinn til leiks, hef krossað fingur og tær og er tilbúinn í slaginn," segir breski kylfingurinn Sandy Lyle sem eft- ir nokkra daga fær það erfiða verkefni að verja titil sinn frá í fyrra á hinu sterka golfmóti at- vinnumanna, US Masters. Lyle vann þetta mót í fyrra og því veröur að telja litlar líkur á því aö honum takist að vinna mótið aftur í ár. Á síöustu 10 árum hef- ur aðeins einum kylfingi tekist að vinna tvö ár í röö, Spánveijan- um Severiano Ballesteros. Og nyög oft hefur þeim kylfingi sem sigrað hefixr á mótinu reynst erf- itt að komast áfram í mótinu árið eftir en þeir 36 kylfingar, sem standa sig best eftir 36 holur, fá aö halda áfram en hinir eru úr leik. Valdimar var bestur í frásögn í DV á mánudaginn af leik Vals og KA í íslandsmótinu í handknattleik læddist prent- vfilupúkinn inn í greinina. Þar var sagt að Valdimar Grímsson hefði verið verstur Valsmanna i leiknum en þar átti auðvitað að standa bestur. Þetta leiðréttist hér með og er Valdimar beðinn velvirðingar á mistökunum. UrnQöllmi blaða í N-Noregi: „íslensk inn- rás í Bodö“ „íslensk innrás í Bodö!" Þetta er inntakið í mikilli umfiöllun tveggja stærstu blaða Norður-Noregs um væntanlega íslenska þjálfara og leik- menn með handknattleiksliðum hinnar norðlægu borgar Bodö á næsta vetri. Eins og fram hefur komið í DV, hefur 2. deildar lið Bodö HK gert Hermundi Sigmundssyni, fyrrum leikmanni með Stjörnunni, tilboð um að þjálfa liðið næsta vetur og leika með því. Hermundur sagði í spjalli við DV að hann væri enn að íhuga málið en boð félagsins væri freist- andi. Hitt handknattleiksfélagið í borg- inni, Junkerens, er með kvennalið í 2. deild og flest bendir til þess að Sveinbjörn Sigurðsson, fyrrum þjálf- ari hjá yngri flokkum FH, þjálfi það næsta vetur. Sveinbjörn hefur stund- að nám í sjúkraþjálfun í Vestur- Þýskalandi síðustu tvö árin og er nú við starfsþjálfun í Bodö. Þá segir annað blaðið frá því að sennilega komi systir Sveinbjörns, Helga Sigurðardóttir, og leiki með Junkerens næsta vetur. Helga er 19 ára gömul, efnileg handknattleiks- stúlka úr FH, og hefur leikið með íslenska stúlknalandsliðinu. _ys Globetrotters á leiðinni til íslands - sala aögöngumiöa hefst 12. apríl Eins og fram hefur komiö i fréttum er ákveðið að körfuknattleikslið Harlem Globetrotters komi til ís- lands. Liðið mun leika tvo leiki í Laugardalshöllinni dagana 22. og 23. apríl næstkomandi og hefiast leikirn- ir kl. 15.00 báða dagana. Forsala aðgöngumiða verður í Laugardalshöllinni og í Keflavík miðvikudaginn 12. apríl og fimmtu- daginn 13. apríl. Miðasalan stendur frá kl. 16.00 til 20.00 báða dagana. Verði miðanna er stillt í hóf og kost- ar kr. 500 fyrir börn og fyrir full- orðna kr. 800 í stæði og kr. 1000 í sæti. Þess má geta að síðast er Harl- em Globetrotters komu til landsins seldust allir miðar í forsölu. ísland verður fyrsti viðkomustaður liðsins en á næstu vikum mun liðið leika víðs vegar um Evrópu. AUt frá því að liðið var stofnað 1927 hefur liðið unnið 16.550 leiki en tapað að- eins í 331 viðureign. Á síðasta ári var tekin sú ákvörðun að taka kvenmann í liöið en fram að þeim tíma höfðu karlmenn eingöngu prýtt liðið. Stúlkan sem hér um ræðir heitir Sandra Hodge og er 26 ára gömul. Hún hefur vakið verðskuldaða at- hygli þann tíma sem hún hefur leik- ið. Harlem Globetrotters kemur hing- að til lands með allar sínar stjörnur innanborðs. Koma liðsins er hvalreki á fiörur körfuknattleikssambandsins og einnig tilvalin skemmtun fyrir allafiölskylduna. -JKS • Harlem Globetrotters eins og það er skipað í dag. Liðið er á leið hingað til lands og leikur tvo sýningarleiki í Laugardalshöllinni 22. og 23. apríl. „Á bara eftir að fara í markið“ - segir Atli Eðvaldsson hjá Turu Diisseldorf „Þetta hafa verið fastir liðir eins og venjulega, ég hef spilað flestar stöður á vellinum og fyllt í skarðiö þar sem einhvern hefur vantað. Ég er búinn að spila í sókn, á miðju og í vörn á þessum stutta tíma sem ég hef leikið með liðinu. Nú á ég bara eftir að fara í markið!“ sagði Atli Eðvaldsson, fyrirhði íslenska lands- liðsins í knattspyrnu, í samtali við DV. Atli hefur leikið frá áramótum með Turu Dusseldorf í 2. deild áhuga- manna í Vestur-Þýskalandi, sem samsvarar 4. deild. Hann gerði ekki samning við félagið og er laus þegar honum hentar og hann hættir að leika með því mánuði áður en ís- landsmótiö hefst til þess að verða löglegur með Val í fyrstu umferð- inni. Atli á því aðeins eftir að leika örfáa leiki til viðbótar með Turu. „Þeir hafa beðið mig um að spila með þeim út keppnistímabilið en þaö kemur ekki til greina, Valur er núm- er eitt hjá mér,“ sagði Atli. Hann kemur til móts við Valsmenn þegar þeir fara í æfingaferð til Sviss seint í þessum mánuði og er síðan væntan- legur til landsins nokkrum dögum áður en Valur mætir Keflavík í fyrsta leik 1. deildarinnar þann 21. maí. -VS • John Salley fellur f gólfið eftir árekstur vlð félaga sinn í Detroit Plstons, Denn Bulls fylgist með gangi mála. Detroit Pistons sigraði í leiknum, 107-94, sem fra Detroit Pist forystuhlutv \ - senn dregur að úrslitakeppni í NBA Lið Íletroit Pistons, sem lék gegn Los Dallas - Miami Heat.98-96 Angeles Lakers til úrslita í NBA-deild- Detroit - LA Clippers...117-101 inni í körfuknattleík í fyrra, er það lið LA Lakers - Milwaukee.118-117 sem náö hefur bestum árangri til þessa • Staðan í NBA-deildinni eftir síöustu i NBA-deildinni. Cleveland Cavaliers, leiki er þannig (Fyrst leikjafiökli, þá sem í nokkurn tíma var með besta unnir leikir, tapaðir leikir og loks árangurinn í deildinni, hefur gefið vinningshlutfáll: töluvert eftir í baráttunni en er þó í dag með annan besta árangur liðanna í deildinni. Los Angeles Lakers er ofar- AUSTURSTRÖNDIN legaáblaðisemfyrrenárangurliðsins Atlanshafsdeild hefur þó ofl verið betri. NY Knicks ....72 47 25 65,3% ÍlllliilÍIÍÍÍlllÍilÉÍÍíililÍiiÍIli 76ers ....71 40 31 56,3% Um helgina tapaði Lakers fyrir Den- Boston... ....71 37 34 52,1% ver Nuggets en Lakers vann síðan nau- Washington ....71 34 37 47,8% man sigur gegn Milwaukee Bucks á NJNets ....73 24 49 32,8% sunnudag. Þá uröu úrslit þessi í NBA- Charlotte ....71 17 54 23,9% deildinni: Miðdeild Detroit ....70 53 17 75,7% 76ers - Houston Rockets 108-99 Cleveland ....72 52 20 72,2% Chicago-NJNets 106-95 Milwaukee ....70 44 26 62,8% Cleveland-Boston .117-100 Chicago ....71 44 27 61,9% Atlanta - Indiana 132-109 Aflnnta ....71 43 28 60,5% Washington - Golden State... 120-103 Indiana 71 22 49 30Í9% Fimm leikir í handboltai \ Fimm leikir eru á dagskrá í l. deild íslandsmótsins í handknattleik 1 kvöld. Úrslit á mótinu eru þegar kunn en Valsmenn hafa tryggt sér sigurinn á mótinu. Botnbaráttan er hins vegar mjög spennandi og eftir leikina í kvöld kunna línur að skýrast á þeim vett- vangi. Valur tekur á móti KR aö Hlíðarenda kl. 18.15. Þessi félög hafa skoriö sig nokkuö úr í deildinni og má því ætla að um spennandi leik verði um að ræða. KR-ingar hafa þegar tryggt sæti í Evrópukeppni félagsliða. KA leikur gegn Gróttu sem hefur komið einna mest á óvart í vetur. Leikurinn verður á Akureyri og hefst kl. 20.30. Stjarnan og Víkingur leika í Digranesi kl. 20.00.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.