Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1989, Page 24

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1989, Page 24
24 MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 1989. LífsstQI Margs þarf að gæta við val á gólfteppi „Þegar velja a golfteppi er margt sem hafa þarf í huga. Til grundvallar hggur þörf kaupandans og á hvernig flöt á að leggja teppið, s.s. barnaher- bergi eða stigagang. Þegar þær upp- lýsirtgar liggja fyrir er búið að '^nrengja þá valkosti sem í boði eru," sagöi Jón Karlsson, framkvæmda- stjóri í teppabúð, í samtali við DV. Á markaðnum eru teppi bæði úr gerviefnum, s.s. næloni, polvester og polyakrýl, sem og náttúruefnum, s.s. ull, kókos og sísal. Hvað hentar fer eftir smekk hvers og eins sem og hvaða kröfur kaupandinn gerir til vörunnar. Knippuð teppi vinsælust „Sú vefnaðaraðferð, sem kom til a síðustu árum, er kölluð límbundinn vefnaður. Þá er flosið ofið í gegnum uppistöðu og yfirleitt límdur neðan á annar botn, úr gúmmíkvoðu, svampi, striga eða strigalíki," sagði Jón. „Eldri teppi voru yfirleitt gegn- umofin, þ.e. flosinu er stungið í gegn- um botninn sem er uppistaða vefnað- arins." Knippuð teppi eru langvinsælust i dag og eru allt að 90 prósent teppa í notkun knippuð. Þau bjóða upp á fjölbreytt úrval mynstra og áferðar og eru að auki mun ódýrari í fram- leiðslu en „gömlu góðu" gegnumofnu teppin. Yfirborðsgarnið í knippuðum tepp- um er fest í tilbúna uppistöðu og síð- an er bakhliðin gúmmíborin. Knipp- uð teppi geta ýmist verið lykkjuð, uppúrklippt eða hvort tveggja. í framleiðslu eru þau lykkjuð en oft er klippt upp úr þeim til að veita slétta yfirborðsáferð. Þá er einnig veitt mishá áferð með því að hafa hluta lykkjanna uppúrklipptan. Hvar á að nota teppið? Meira mæðir á teppum í barnaher- bergjum en t.d. í stássstofum. I her- bergi yngri barna þarf yfirleitt snögg, þétt teppi sem auðvelt er að hreinsa. Nælonteppi henta þar vel. Þau eru sterk, halda lit og þola vel hreinsun. Teppi í stofu er yfirleitt höfð loðn- ari en á álagspunktum heimilisins, s.s. barnaherbergi, göngum og innri forstofu þar sem meiri umferð er. Leitið upplýsinga Þegar ráðist er í teppakaup er gott að hafa nokkrar hnitmiðaðar spum- ingar á takteinum til að tryggja góðar og hlutlausar upplýsingar. Jón Karlsson var DV innan handar í þeim málum. Margir vilja endingargóð teppi og því er slitþolið þeim mikilvægt. Mjög endingargóð teppi eru yfirleitt gegn- umofin og því dýrari í framleiðslu en límbundin teppi. En þeir sem skipta oftar um gólfteppi láta sér nægja 4-8 ára nýtingu. Gólfteppi í barnaherbergjum þurfa að vera slitsterk, þétt og þola vel mikla og tíða hreinsun. Þá vilja margir fá bletta- og óhrein- indavarin teppi en slík vörn fæst ekki í öllum gerðum gólfteppa. Einn- ig skiptir máli hvort teppið hleypur eða heldur stærð sinni. Ullarteppi halda illa raka, ullarþræðir drekka í sig allt að 16 prósent raka og þau eiga það til að hlaupa. Flest teppi á markaðnum eru afraf- mögnuð en gæta ber að hvort þau eru afrafmmögnuð til frambúðar eða aðeins skamman tíma. Botninn á teppinu skiptir einnig máli upp á endingargildi, mýkt og hlýju. Teppi eru dýr, vel unnin ullarteppi geta kostað allt upp í fimm þúsund krónur á fermetra. Því borgar sig ekki að flana að neinu við kaupin. Leitið ráða áður en þið takið ákvörð- un. -StB Holl ráð Flestum blettum er auðvelt aö ná úr gólfteppum sé brugðið skjótt við og á réttan hátt. Hér á eftír fara nokkur ráð sem hægt er að grípa til komi blettir í tepp- iö. Blóð: Náið blóðblettum strax úr raeð köldu vatni. Hafi bletturinn náð að þorna vætiö þá klút í köldu vatni og leggið á hann. Burstið síðan upp í köldu vatni. Blek: Berið óþynntan salmíaks- spíritus á blekbletti en það lýsir þá strax. Skolið vel með köldu vatni. Kúlupennablek er hægt að fjarlægja með því að væta bó- mullarhnoðra í spritti og nudda blettinn vel. Fitublettir (Olía, smjör, smjör- líki, súkkulaði o.þ.h.) Best er að nota hreinsað bensín til að fjar- lægja fitubletti. Notið lítið í einu og nuddið vel með bómullar- hnoðra eða tusku þar til blettur- inn er þurr. Kaffi og te: Þurrkið kaffi- og te- bletti strax upp með svampi eða klút. Burstið síðan blettinn með mjúkum naglabursta sem dýft hefur verið í volgt súlfó-vatn. Hafi bletturinn þornað er best að bera á hann gly serín og láta liggja yfir nótt áður en hreinsaö er. Mjólk: Þurrkið mjólkurbletti upp strax. Ef bletturinn sést enn eftir að hann hefur þornað vætið þá með volgu vatni og berið á þynnt- an salmíakspíritus. Skolið meö vatni. Rauðvín: Þurrkið rauövínsbletti upp með köldu vatni og strjúkið á eftir með þurrum kiút. Hafi bletturinn náð aö þorna er best að bera á hann glyserín og láta liggja í nokkrar klukkustundir. Þvoið síðan með teppahreinsi- efni. Sósa: Notið fyrst blettahreinsi- efni á sósubletti og skolið svo eða burstið upp með köldu vatni. Sætvim (Sérrí, púrtvín o.þ.h.) Þvoið vinbletti úr voigu vatni. Ef nauösyn ber til er gott aö setja teppahreinsilög út í vatniö. Teppaland hefur tekið saman bækling fyrir teppakaupendur. Stuðst var að hluta til við bækl- inginn við þessi greinaskrif. -StB Hvemig á að teppaleggja? I flestum tilfellum getur fólk teppa- lagt sjálft. Hér á eftir fara handhægar leiðbeiningar um hvernig á að bera sig að því að leggja teppi horn í horn. - m Ji Þau tól og tæki sem til þarf eru ekki margvísleg, góður teppahnífur, kvarði, teppalímband og teppatalk- úm nægja. Gætið þess að gólfið sé hreint, slétt samskeytum o.þ.h. Hafið teppið og engar ójöfnur á því. Þá er einnig a.m.k. 10 sentímetrum stærra á alla mikilvægt að teppið sé af réttri stærð vegu en flöturinn segir til um. og gert sé ráö fyrir dyraþrepum, Fjarlægið fyrst alla gólflista. Sé um breiða lista að ræða nægir að fjar- lægja eingöngu sóplistana. ':M/ Ef skeyta þarf saman renninga er límbandið fest á gólfið milli þeirra. Síðan eru kantar jafnaðir, felldir jafnt að og teppið sléttað. Sjáið til þess að mynst- ur standist á. Takið hlífðarbandið af límbandinu og pressið teppið á það. Eigi að festa teppið með límbandi við samskeyti, lista og þröskulda er það sett á áður en teppatalkúmi er stráð á gólfið. Aö öðrum kosti nær limband- ið ekki nægilegri festu. Hlífðarbandið á límbandinu, efra borðið, er ekki tekið af fyrr en öllum undirbúningi er lokið. Sniðið teppið til meðfram veggjum. Kvarðinn er notaður til að pressa tepp- ið fast að kverkum milli veggjar og gólfs, teppahnifurinn lagður að kvarðan- um og þrýst fast niður, inn að veggnum. Við útskot, karma o.þ.h. ber að skera hornrétt út frá veggjum og síðan umhverfis útskotið. Notið límbands- bút ef með þarf til að festa teppið á brúnunum. É88§ ■ '-í Breiöið teppið slétt og jafnt a golfið. Dreifið þvi sem umfram er upp með öllum veggjum. /!:;///!/,;/: ///■■ ■ ' Fjarlægið hlifðarborðann á límbandinu og pressið teppið fast. Festið síðan gólflistana aftur á.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.