Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1989, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1989, Qupperneq 15
LAUGARDAGUR 8. APRÍL 1989. 15 Tjaldað til einnar nætur Þaö er auðvelt að hafa samúð með launabaráttunni. Kaupmáttur hefur rýmað á undanfómum miss- erum, beinar launahækkanir hafa ekki átt sér stað í rúmlega ár og hækkandi verðlag á öllum sviðum sverfur að heimilunum. Fólk á sí- fellt erfiðara með að láta enda ná saman frá einum mánuði til ann- ars. Við slíkar aðstæður vilja laun- þegar sækja sér betri kjör. En hvert á að sækja þau? At- vinnufyrirtækin era á sama báti og launþegamir. Kjör þeirra hafa dregist saman. Þjóðartekjur hafa minnkað, útflutningsatvinnuveg- imir era reknir með tapi, sömu- leiðis iðnaðurinn og þjónustugrein- amar. Hvert sem litið er blasa við gjaldþrot og greiðslustöðvanir. Tugir fyrirtækja era í gjörgæslu hjá bönkum eða opinberam sjóðum og allur rekstur hangir á bláþræði. Ekki er ástandið glæsilegra hjá ríki og sveitarfélögum. Nýlega héldu sveitarfélögin ráðstefnu þar sem harmagráturinn var hávær og örvæntingarfullur og ríkissjóður sjálfur er rekinn með bullandi tapi. Halli á fjárlögum síðasta árs nam sjö milljörðum. Viðskiptahalhnn er enn hærri. Á sama tíma hefur rík- isstjómin flutt tíu milljarða króna með handafli yfir til atvinnufyrir- tækja í formi lána eða styrkja og sjálfur hefur ríkissjóður lagt á þjóðina aðra tíu milljarða í formi nýrra skatta. En allt kemur fyrir ekki. Atvinnulífið er á heljarþröm, ríkissjóður prentar fleiri og fleiri seðla. Hvaðan skyldi ríkissjóður taka þá peninga sem samið var um í gær? Tregir í taumi Nú kann einhver að segja að þessi söngur hafi áður heyrst. Atvixmu- rekendur hafi það fyrir sið á hverju ári og á öllum tímum að spila þessa sömu plötu um tap og skuldir og umkomuleysi sitt í fjármálum. Launastéttimar hefðu aldrei fengið krónu í kauphækkun og aldrei get- að sótt fram til bættra lífskjara ef mark hefði verið tekið á grátkór vinnuveitenda. Eitthvað er sjálfsagt til í því að vinnuveitendur hafi verið tregir í taumi og sjaldnast séö ástæðu til kjarabóta nema nauðugir, vRjugir. Það sækir enginn fyrirhafnarlaust gull í greipar þeirra. Því verður hins vegar ekki á móti mælt að ástand atvinnuveganna um þessar mundir er bágstaddara en elstu menn muna. Enda er svo komið að annað hvert undirstöðufyrirtæki í landinu lifir upp á náð og miskunn banka og annarra lánastofnana. Fréttimar um gjaldþrot og greiðsluvandræði era ekki tilbún- ingur fjölmiðla. Spyijið þá atvinnu- rekendur sem ganga á milh kont- óra í leit að fyrirgreiðslu, spyijið þá vinnuveitendur sem hafa verið gerðir upp, spyijið bankastjóra, endurskoðendur, hagfræðinga og stjórnmálamenn. Já, stjómmála- mennimir sjálfir, hvar í flokki sem þeir standa, vita mætavel að at- vinnurekstur landsmanna hangjr á horriminni. Á árunum 1985 th 1987 ríkti mik- ið góðæri hér á landi. Þjóðartekjur jukust um þriðjung á örskömmum tíma, afli var mikih, verðlag gott og stöðugleiki innanlands jók kaupmátt launa og snarbætti lífs- kjörin. Eftirspum eftir vinnuafli var afar mikil og leiddi jafnframt th launaskriðs sem enn bætti kjör launafólks. Fyrsta fómarlambið En jafnhhða þessu góðæri og í kjölfar þess gerðist annað. Þáver- andi ríkisstjóm hélt genginu föstu langt fram yfir þann tima sem skynsamlegt var og á sama tíma vora vextir gefnir fijálsir ofan í verðtryggingu lána. Kostnaður framleiðslunnar og rekstursins hljóp upp en tekjumar stóðu í stað eða féhu með rýmandi gengi er- lends gjaldeyris. Hér hefur því líka verið haldið fram að atvinnufyrir- tækin hafi efnt th fjárfestingarfyh- irís, byggt og braðlað og slegið lán sem leiddi th óhóflegs íjármagns- kostnaðar. Þessum fuhyrðingum hefur að vísu verið mótmælt í at- hyghsverðri ræðu Víglimdar Þor- steinssonar á ársþingi iðnrekenda en þar upplýsir Víglundur að fjár- festing hafi dregist saman ahan þennan áratug og hafi verið komin niður í 17% á árinu 1988. Framhjá því verður þó ekki htið aö fjármagnskostnaður, sem er af- leiðing vaxtahækkana, er eitt helsta böl fyrirtækjanna og er or- sök margra gjaldþrotanna. Auðvit- að verður ekki allri skuld skeht á stjórnvöld í þessu efni. Vaxtaokið er að hluta th afleiöing veröbólg- unnar og ákvarðana fyrirtækjanna sjálfra sem lánin taka. En stjóm- völd og stjómmálamenn bera engu að síður mikla ábyrgð á því hvem- ig komið er. Það var ákvörðun stjómmálamannanna að einblína á fastgengisstefnu og það var ákvörðun stjómmálamannanna að gefa vextina fijálsa í miðri þensl- unni. Enda fór svo að fráfarandi ríkisstjóm hrökklaðist frá völdum á miðju síðasta ári eftir að hafa komist í þrot með úrræði og að- gerðir th lausnar á vanda atvinnu- lífsins. Hún varð fyrsta fómarlamb sinnar eigin stefnu. Að þessu leyti verður núverandi ríkisstjóm ekki sökuð um kreppu- ástand dagsins í dag. Framsóknar- flokkur og Alþýðuflokkur sátu hins vegar báðir í fyrri stjóm og þessir tveir flokkar sprengdu stjómar- samstarfið við Sjálfstæðisflokkinn því þeir töldu sig geta gert betur í samstarfi við Alþýðubandalagið. Látum þá póhtík hggja mihi hluta. Aðalatriðið er að saman vildu þess- ir þrír flokkar troða nýja slóð og hafa nú haft th þess sex mánuði. Árangurinn lætur enn á sér standa þrátt fyrir hvers kyns sjóði og opin- bera fyrirgreiðslu. Eins og áður segir hafa tíu mihjarðar króna ver- ið fluttir th atvinnufyrirtækjanna í formi styrkja og lána fyrir tilstihi- stjómvalda. En aht kemur fyrir ekki og gjaldþrotin halda sínu striki. Atlaga að lífskjörum Þessa atburðarás leyfi ég mér að rekja til að vekja athygh á þeirri staðreynd að staða atvinnuveg- anna er ekki ímyndun eða thbún- ingur vinnuveitenda einna. Hún er kaldur veruleiki sem hefur splundrað einni ríkisstjóm og búið th aðra. Alþýðubandalagið væri ekki að taka þátt í meiri háttar fjár- magnstilflutningi og ráðstöfunum í þágu atvinnulífsins nema vegna þess að þörfin er brýn. Alþýðusam- band íslands héldi ekki að sér höndum í yfirstandandi kjarabar- áttu nema vegna þess að forystu- mönnum launþegasamtakanna er Ijóst að atvinnuleysið er framund- an og svigrúmið er htið sem ekkert th að sækja bætt kjör í hendur dauðvona fyrirtækja. Tölurnar tala sínu máh. Þjóðartekjumar hafa dregist saman, atvinnuleysingjum flölgar, fjármagnskostnaðurinn hækkar og hækkar. Vandi ríkisstjómarinnar er sá að hún hikar og bíður og heldur bæði fólki og fyrirtækjum uppi á snakki. Ráðstafanir hennar hafa ekki stöðvað tapreksturinn. Samkomu- lag hefur ekki náðst um að lækka fjármagnskostnaðinn. Útflutnings- greinamar búa enn við of hátt gengi. Hjóhn eru enn ekki farin að snúast á ný. Það er skiljanlegt að Steingrímur forsætisráöherra hafi hafnað kröfu BSRB um fast gengi. í ljósi þeirrar þróunar, sem hér hefur verið rak- in, er það óðs manns æði að lýsa því yfir að gengi verði ekki feht, hvemig svo sem launakjöram er háttað, hvernig svo sem afkoma fyrirtækjanna er. Slík yfirlýsing jafngildir dauðadómi yfir fyrir- tækjum jafnt sem launafólki og er vísasti vegurinn th kjaraskerðing- ar. Alveg á sama hátt og ég leyfi mér að fuhyrða að fastgengisstefna síðustu ára hefur verið bein ögrun við undirstöðuatvinnuvegina og skipulögð atlaga að lífskjörum landsmanna. Hún býður hættunni heim. Hún er orsökin fyrir núver- andi ástandi. Lögmál buddunnar Bandalag háskólamenntaðra rík- isstarfsmanna efnir th verkfahs. Bandalag ríkisstarfsmanna heimt- ar nokkur þúsund krónur í sumar- bónus og kaupbæti. Ögmundur krefst fasts gengis. Kennarar lýsa aumum launum sínum og reiðast yfir því að fá ekki skhning og stuðning annars staðar frá. Allt er þetta sjálfsagt að reyna að skhja og umbera. Kennarar era ekki of- haldnir af launum sínum frekar en margt annað láglaunafóUi. En hvers virði er verkfalhð og tíu þús- und kallinn sem út úr þessu fæst meðan áfram ríkir kreppa í landinu og afleiðingarnar verða veröbólga og atvinnuleysi? Sjá það ekki allir og skhja að forsenda bættra lifs- kjara er að atvinnulífið blómstri á ný og þjóðfélaginu öUu séu sköpuð eðlheg og hehbrigð rekstrarskh- yfði? Ef fiskvinnslan er á hausnum era alhr á hausnum. Ef tekjur þjóð- arbúsins minnka þá minnka pen- ingarnir sem era th skiptanna. Spyijið verslanimar sem hafa þuift að leggja upp laupana, spyijið veitingahúsin sem hafa þurft að loka, spyijið fólkið sem gengur um atvinnulaust í byggðarlögum landsbyggðarinnar. AUs staðar blasir við samdráttur og vonleysi vegna þess að það er sama hvað menn hamast og spara og leggja oft saman. Útkoman er aUtaf í mhi- us. Fyrir þremur árum var vöxtur í þjóðfélaginu. Hjóhn snerast. Enda jókst kaupmátturinn meira á því tímabih en nokkra sinni fyrr í ís- landssögunni. Og þó vora engin verkfoU, ekki einu sinni kjara- samningar. Kjörin bötnuðu af sjálfu sér, með launaskriði, stöðug- leika, arði og eftirspurn eftir dug- andi .fólki. Lífskjörin á íslandi standa og faUa með hag fyrirtækj- anna, þeirra tækja sem skapa fram- leiðsluna og hagnaðinn, með vinn- andi fólki sem nýtur um leið góðs af framlagi sínu. Því miður era kjarasamningar við þessar aðstæður afar skamm- vinnur sigur. Þar er tjaldað til einn- ar nætur og tíu þúsund krónurnar, sem fást í launabónus, \'erða rokn- ar út í veður og vind áður en árið er aUt. Verðbólgan mun sjá fyrir því. Mestu og bestu kjarabætumar era fólgnar í því að þessi ríkisstjórn eöa hveijir þeir menn, sem veljast th forystu í þjóðfélaginu, skapi at- vinnuvegunum svigrúm th að skha hagnaði. Skapi þeim skhyrði th að borga betri laun. AUt annað er hjóm og marklaust hjal. Þetta verða íslendingar að skUja, hvar í stétt sem þeir standa, hversu óá- nægðir sem þeir era með lífskjör sín, hvort sem þeim líkar betur eða verr. Ekki vegna þess aö þetta sé einhver flokkspóhtísk skoðun, ekki vegna þess að sá sem hér heldur á penna sé einhver málsvari at- vinnurekenda. Heldur vegna þess að þetta er lögmál buddunnar, lög- mál þeirrar reikningsformúlu að mínus er tap en plús þýðir gróöi. Þjóðarbúið getur al(h:ei borgað meira en það aflar. Það tekur eng- inn af því sem ekki er th. Ellert B. Schram

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.