Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1989, Side 23

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1989, Side 23
LAUGARDAGUR 8. APRÍL 1989. 23 Sérstæö sakamál Hún fékk hann ekki Michelle Beattie varð afar ástfangin af skólafélaga sínum, Steve Som- erville, en þrátt fyrir náin kynni þeirra vildi Steve ekki slíta þau bönd sem tengt höfðu hann og Joanne Tapping. Það fannst Michelle með öllu óviðunandi þótt samband Steves og Joanne væri jafnsaklaust og það hafði alltaf verið. Michelle ákvað því að grípa til sinna ráða. I Myndar legur piltur Steve Somerville var tvítugur er' sagan gerðist á síðasta ári. Hann bjó í borginni Dumfries í Skotlandi og ekki fór hjá því að ýmsir félaga hans öfunduðu hann þvi hann naut vin- sælda hjá kvenþjóðinni eins og kom greinilega fram í því að hann um- gekkst tvær laglegar ungar stúlkur. Joanne Tapping. Önnur þeirra var Michelle Beattie og hún var í háskólanum sem Steve gekk í en hann var að læra verk- fræði. Er þau höfðu kynnst fór Mic- helle að kunna ipjög vel við hann og þar kom að kynni þeirra urðu náin. Steve átti hins vegar vinkonu fyrir, Joanne Tapping. Hún var nítján ára og höfðu þau Steve þekkst vel í sex ár en sainband þeirra var af allt öðr- um toga spunnið en samband Steves og Michelle. Margir höfðu þó lengi talið að á endanum yrðu hjón úr Steve og Joanne. Michelle Beattie var tuttugu og eins árs eða tveim- ur árum eldri en Michelle. Er hún var orðin ástfangin af Steve ákvað hún að tryggja sér hann og ekki reyndist henni erfitt að styrkja tengslin við hann þegar hann komst að því að í sambandi viö stúlku gat fahst annað og meira en það sem hann hafði kynnst á þeim árum sem hann hafði þekkt Joannie. Þá ber og að hafa í huga að Michelle var bæði lagleg og vel gefm. En Michelle gat einnig verið af- brýðisöm og það kom fljótlega í ljós er Steve, sem var bæði saklaus og hrein og beinn, sagði Michelle frá því að hann þekkti Joanne vel og hitti hana reglulega. Um leið vaknaði af- brýðisemi Michelle og skipti engu þótt Steve fullvissaði hana um að samband hans og Joanne hefði aldrei verið náið. „Hættu að umgangast hana/' sagði Michelle. Fyrir það þvertók Steve og sagði ekki koma til greina að hann hætti að umgangast sína gömlu vinkonu Joanne. Þau hefðu þekkst í mörg ár og myndu halda áfram að þekkjast. Þar að auki, sagði Steve, hefði hann ekki í hyggju að láta neinn segja sér hvem hann mætti umgangast og hvern ekki. Michelle tók þessari afstöðu hans mjög illa og sagði að hann yrði að velja á milli þeirra Joanne. Steve sagðist ekki myndu íhuga slíkt og strunsaði frá henni. Þetta samtal fór fram á dansstað og það var auðvitað niðurlægjandi fyrir Michele Beattie, eða það fannst henni aö minnsta kosti, að vera skil- in ein eftir úti á gólfi meðal jafnaldra sem þekktu bæði hana og Steve. Hélt áfram að skemmta sér Steve Somerville lét þetta atvik þó ekki mikið aö sig fá, að minnsta kosti ekki svo séð yrði, því hann hélt áfram að dansa og skemmta sér eins og ekkert heföi í skorist. Er Michelle hafði fylgst með hon- um um stund náði afrbýðisemin og reiðin enn sterkari tökum á henni en fyrr og eftir nokkra íhugun komst hún að því að á þessum vanda væri aðeins tíl ein lausn. Skilja yrði Jo- anne Tapping frá Steve á einn eða annan hátt. Spurningin var bara hvernig það skyldi gert. Michelle var þá þegar ljóst að þýð- ingarlaust væri að biðja Joanne að halda sig frá Steve því hún hafði sjálf rætt við Joanne og sagt henni að hún elskaði Steve og vildi fá að hafa hann ein og út af fyrir sig. Er Joanne hafði heyrt hana lýsa yfir þessu hafði hún farið að hlæja og gengið frá Michelle. Morgunblað í Dumfries færði Michelle Beattíe hugmyndina um hvernig leysa mætti þann vanda sem hún stóð frammi fyrir. í blaðinu sagði frá þvi að ung stúlka, fjórtán ára, heföi verið myrt í nágrenninu. Hún hafði heitið Claire Ponsonby og fundist kyrkt við fáfar- inn sveitaveg. Vitni höföu séð bíl aka frá staðnum á miklum hraða og nú stóð yfir leit að moröingjanum um allt Skotíand. (Hann náðist skömmu síðar.) Er Michelle hafði lesið fréttína var hún hugsi um stund en síðan reis hún á fætur ákveðin á svip. Hún var nú staðráðin í því að láta Joanne Tapping hverfa. Michelle Beattie ætl- aði með öðrum orðum að svipta hana lífinu. Nú var aðeins eftír að skipu- leggja morðið. Óvæntur fundur var það sem gerði Michelle kleift Steve Somerville. að leggja á ráðin um morðið á Joanne Tapping í einstökum atriðum. Fyrir hreina tilviljun komst Michelle að því að þann 26. ágúst ætlaði Joanne að heimsækja vinkonu sína, Rachel Maplin, en hún bó einnig í Dumfries. Ætlaði Joanne að vera komin til hennar klukkan hálfníu. Á þeim tíma eru fáir á ferli á ýmsum götum í borginni. Michelle Beattie hikaði ekki er leið að þeirri stund er hún ætlaði að fremja morðið. Hún klæddist kápu, stakk á sig hníf og gekk af stað í átt- ina að húsi Rachel Maplin. Skammt frá þvi er horn þar sem hægt er að láta lítið á sér bera og koma þeim, sem fyrir það koma, á óvart. Að því gekk Michelle og var komin á fyrir- Frank Somerville. framákveðinn stað nokkru fyrir klukkan hálfníu og beið þar svo. Þurfti ekki að bíða lengi Rétt fyrir klukan hálfníu kom Joanne Tapping svo gangandi og áttí sér einskis ills von. Er hún átti skammt eftir ófarið að húsi vinkonu sinnar stökk Michelle allt í einu fram úr felustað sínum og hljóp að Joanne með hnífinn á lofti. Augnabliki síðar stakk Michelle hana í fyrsta sinn en þó ekki það síð- asta því hún stakk hana hvað eftir annað. Joanne rak í fyrstu upp óp en fékk engum vörnum við komiö og hneig brátt niður í blóði sínu. Er Michelle sá að fórnardýr hennar lá í götunni og myndi ekki lifa þurrk- aði hún í skyndi hnífsblaðið á kjól Michelle Beattie. Joanne, stakk vopijinu síðan í vas- ann og hljóp af staðnum. Tvö vitni voru að atburöinum því hrópin í Joanne höfðu vakið athygli tveggja vegfarenda sem vildu kanna hvað um væri að vera. Þeir sáu því er Michelle hélt áfram að stínga Joanne og síðan er hún hljóp burt af staðn- um. Annar mannanna sem að komu, Graham Bannister, tók á rás á eftir Michelle. Svo heppilega vildi til að er hann hafði hlaupið nokkurn spöl kom hann auga á lögreglubíl sem var á eftirlitsferð. Hann veifaði til lög- regluþjónanna, sem tóku hann tah, og gat hann þá sagt þeim hvaö gerst hafði. Stuttu seinna var Michelle Beattie i vörslu lögreglunnar. Hún var þegar tekin til yfirheyrslu en neitaði með öllu að hafa ráðist á Joanne sem þá var ljóst að var ekki lengur á lífi. Er kápa hennar var skoðuð kom þó í ljós að á henni voru blóðblettir og þegar hnífurinn fannst í kápuvas- anum þýddi ekki lengur fyrir Mic- helle að neita því að hafa ráðið Jo- anne Tapping af dögum. Ekki var sagan þó öll Er hér var komið hefði mátt halda að komið væri að sögulokum ef frá væru talin réttarhöldin yfir Michelle sem hafði orðið fórnardýr afbrýðisemi og reiði. En svo var þó ekki. Steve Somerville vissi að sjálfsögðu ekkert um fyrirætlan Michelle og þetta kvöld hafði hann farið í heim- sókn til uppáhaldsfrænda síns, Franks Somerville. Þeir voru nánir vinir og hittust oft á fóstudögum til að fá sér ölglas saman. Og í þetta sinn ætluðu þeir frændurnir sér að eiga saman góða kvöldstund. Þessi fundur þeirra, þann 26. ágúst í fyrra, átti þó eftir að verða þeirra síðasti og aðdragandinn að eftírmála þessa morðmáls svo það yrði enn eftirminnilegra en ella. Er Steve hafði setíð heima hjá Frank um stund ákváðu þeir að fara á krána og fá sér ölglas. Þeir gengu út að bíl Franks, settust upp í hann og óku af stað. En ekki höfðu þeir ekið langt er á móti þeim kom stór vörubíll og var hann á öfugri akrein. í örvæntingu sinni reyndi Frank Somerville að sveigja hjá vörubíln- um en allt kom fyrir ekltí. Bíll hans lenti framan á þungum vöruflutn- ingabílnum og áður en þeir frænd- urnir gátu komist út eða nokkur komiö þeim til hjálpar vað mikil spenging í bílnum og á augnabliki varð hann umlukinn eldi. í honum fórust frændurnir tveir. Það heföi því ekki orðið til neins fyrir Michelle Beattie að ráða Joanne Tapping af dögum þótt ekki hefði komist upp um hana. Hún hefði aldr- ei fengið Steve Somerville því hann dó sama kvöldið og imga stúlkan sem hún myrtí og hann hafði þekkt í sex ár og ekki viljað shta tengslin viö. Ýmsir hafa haft á orði eftir þessa atburði að rétt sé að hafa þau gömlu sannindi í huga aö enginn vití hvað örlögin ætla mönnum. í þessu tilviki hafi þau ætlað ungu fólki aö samein- ast ... efekkiíþessumheimiþá öðr- um.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.