Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1989, Side 31
P.m .ím<TA ft STTnAíTffADTTÁ.T
LAUGARDAGUR 8. APRÍL 1989.
47
Lífsstíll
Hönmm
Chanel
of þung
- en Montana glæsilegur að vanda
Vonbrigða gætti hjá áhorfendum
Chanel-sýningarinnar, of mikið af
aukahlutum, of litaglöð sýning og
aUt of mikið skraut.
Þrátt fyrir að aðalhönnuður húss-
ins, Karl Lagerfeld, hafi fengið já-
kvæða umsögn um sína eigin sýn-
ingu fyrr í vikunni vantaði eitthvað
upp á Chanelsýninguna. Að vísu lék
hann á svipuðum nótum en náði ekki
til áhorfenda í þetta sinn. Sígildu
mittiskeðjumar, sem Chanel varö
fræg fyrir á sínum tíma, voru notað-
ar með öllum flíkum þannig að ýms-
um þótti nóg um. Sömu sögu var að
segja um litlu handtöskuna og vasa-
lokin sem ætíð hafa sett glæsilegan
svip á hönnun Chanel.
Pilsin voru öll um miðja kálfa og
litaval drungalegt, grænt og grátt.
Sýning Chanel þótti drungateg og
þung. Of mikið af skrauti og auka-
hlutum einkenndi sýninguna. Gull-
keðjurnar, sem Chanel gerði víð-
frægar á sínum fíma, voru notaðar
með öllum flíkum.
Myndir og texti: Reuter
Claude Montana er stundum líkt við myndhöggvara því linur hans eru allar einfaldar. Þrátt fyrir það hefur hönn-
un hans glæsilegt yfirbragð eins og þessi „kóngulóarkjóll" sýnir.
Jean-Paul Gaultier á heiðurinn af þessari flík sem vart fellur fjöldanum í geð.
Brúðarkjóll Montana er einfaldur en
glæsilegur.
Fremstur meðal jafningja er Yves
Saint Laurent en hann er hinn
ókrýndi konungur tískuheimsins.
Þessi fallega rúskinnsdragt í mjúk-
um haustlitum er eftir hann.
Hönnun Pierre Balmain þykir henta flestum. Hér er sama grunnsniðið á
jökkunum með mismunandi útfærslum.
Tíska
Yfirbragðið var of þungt og lítið
spennandi.
Claude Montana er stundum líkt
við myndhöggvara frekar en hönn-
uð. Línur í hönnun hans eru ná-
kvæmar og einfaldar án þess að vera
þreytandi. Falleg efhi og mjúkir htir
einkenndu sýningu hans. Flíkurnar
voru viðar og lausar, eitthvað sem
öllum líður vel í. Hér var ekki of
mikið af neinu heldur allt nákvæm-
lega úthugsaö. Meira að segja brúð-
arkjóllinn var glæsilegur, þrátt fyrir
einfaldleika.
-JJ