Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1989, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1989, Page 14
14 FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 1989. mpi Frjálst.óháÖ dagblaö Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarfornnaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, FAX: (1)27079, SlMI (1)27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF., ÞVERHOLTI 11 Prentun: ARVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 900 kr. Verð i lausasölu virka daga 85 kr. - Helgarblað 100 kr. Færíband á fullu Ráðherrar hafa á eigin spýtur ákveðið á síðustu Qór- um vikum tæpum að taka af fé skattgreiðenda einum milljarði króna meira en nýlega samþykkt íjárlög ríkis- ins leyfa. Þetta er jafnmikið af ólöglegum umfram- greiðslum til landbúnaðar og á öllu síðasta ári. Þannig er ríkisstjórnin að magna ósið og ólög, sem ekki ætti að vera unnt að gera í þingræðisríki. Ef svo fer, sem horfir, er tímabært að leggja formlega niður fjárveitingavald Alþingis og taka upp beinar ákvarðanir úr rentukammeri, svo sem og tíðkuðust fyrr á öldum. Sumar af þessum ákvörðunum ráðherra yrðu líklega samþykktar af Alþingi, ef það væri spurt, áður en það er orðið of seint. Það væri því hægt að gera þær lögleg- ar á þeim tíma ársins, er þing situr að störfum. í þing- hléi mætti leita samþykkis fjárveitinganefndar. Heyrst hefur, að Alþingi sé starfrækt þessa dagana og ræði ýmis smámál. Þess vegna hefðu ráðherrar getað farið hina löglegu leið að leggja fyrir þingið frumvörp um aukafjárveitingar upp á einn milljarð króna til loð- dýraeldis, jarðræktar og sölueflingar búvöru. Ráðherrar hafa sér til afsökunar, að sá aðih, sem samkvæmt stjórnarskrá lýðveldisins fer með fjárveit- ingavaldið, hefur ekki hreyft andmælum gégn hinni ólöglegu málsmeðferð. Þannig samþykkja alþingismenn í raun með þögninni, að ekki sé farið að lögum. Stundum er lögbrotið alvarlegra. í vöxt færist, að ráðherrar ákveði að verja fé skattgreiðenda til athafna, sem Alþingi hefur áður Qallað um og ekki treyst sér til að gera. Tahð hefur verið saman, að í fyrra greiddu ráðherrar 625 mihjónir króna gegn vilja Alþingis. Ráðherrar hafa hka afsökun í þeim tilvikum, þótt hún sé ekki eins haldgóð. Svo virðist nefnhega, að þingmenn geri sér ekki heldur rehu út af þeim greiðslum, sem Alþingi hafði áður hafnað. Þannig hafa þingmenn óbeint helgað hin verri brot á verkskiptingu stjórnvalda. Það eru engar smáupphæðir, sem hirtar eru af skatt- greiðendum, án þess að fjárveitingavaldið hafi gefið leyfi th þess. Það eru þúsund þúsundkahar í einni mhljón króna og þúsund mhljónkahar í einum mhljarði króna. Þetta er enginn smáþjófnaður framkvæmdavaldsins. Og þessi heili mhljarður er ekki samanlögð summa ólöglegra útgjalda ríkisstjómarinnar. Hann er ekki ann- að en tæplega úögurra vikna umframútgjöld ábyrgðar- hthla ráðherra th aðeins eins málaflokks, varðveizlu ofbeitar á landinu og úreltra atvinnuhátta í landbúnaði. Þegar hefur verið gefið í skyn, að vænar slummur þurfi th viðbótar, svo að unnt sé að gefa útlendingum matinn, sem ekki er unnt að troða ofan í þjóðina með verðlækkunum, sem skattgreiðendur eru látnir borga. í þessu gæti leynzt hálfur mhljarður til viðbótar. Áður en að því kemur, eru framlög skattgreiðenda th landbúnaðar komin upp í sjö milljarða króna á þessu ári. Það jafnghdir einni mhljón og sex hundmð sextíu og sjö þúsund krónum á hvern hinna 4.300 bænda í landinu. Og aht er þetta ákveðið á færibandi. Skynsamlegra væri, að allar ákvarðanir, sem kosta mhljónir, yrðu teknar af Alþingi eftir að hafa fengið þar eðhlega umræðu. Þá gæti fólkið í landinu fengið að heyra meira af röksemdunum að baki útgjaldanna og áttað sig betur á, hvaða þingmenn styðja ósómann. Brýnt er orðið, að Alþingi endurheimti Qárveitinga- valdið úr höndum hóflauss framkvæmdavalds og sanni þannig thvemrétt sinn, sem ella má draga í efa. Jónas Kristjánsson „Ástkæra yl- hýra málið“ Oft er um varðveislu tungunnar talað og tvímælalaust er það frum- skylda okkar sem þjóðar að tala og rita sem réttast og vandaðast mál og færa það þannig ómengað áfram á æviveg kynslóðanna. Það sem athygli vekur umfram annað er sú staðreynd að alltof mörgu vel menntuðu fólki verður alvarlegur „fótaskortur“ í meðferð máls og máske ekki síður hitt, hversu erfitt margt af því á um ein- falda tjáningu á hugsun sinni, oft svo að blöskrunarverður virðist sá andlegi tómleiki er sýnist þar búa að baki. Tæknihyggja tölvualdar Löngu hefur það heyrst frá hinni miklu fyrirmynd margra - henni Ameríku - að þar sé sérmenntun og sérhæfing orðin slík að utan þeirrar sérgreinar, sem menn iðka, séu menn vart mælandi svo vel sé. Ekki veit ég sönnur þessa en undrast þó ákveðinn enduróm þessa í máli alltof margra sem koma fram í fjölmiðlum og eiga að greina á venjulegu mæltu máh frá því sem þeir eru að aðhafast eða þá frá skoðun sinni á málefnum líðandi stundar. Mér þykir þetta sérstakt áhyggjuefni ef tækni- hyggja tölvualdar og sífellt sér- hæfðari menntun leggjast á eitt ujn að gera fólk meira og minna óhæft til almennrar tjáningar hugsunar sinnar svo allt venjulegt fólk megi skilja. Menn fjargviðrast gjarnan um fjölmiðlana og ekki skal því leynt að þá sjaldan ég hlusta á t.d. hinar frjálsu útvarpsstöðvar þá óma í eyrum slíkar ambögur og röng orðanotkun, að viðbættum hrak- legum hugtakaruglíngi að hreinum undrum sætir: En sumir segja líka að eitt markmiða þessara stöðva sé forheimskandi heilaþvottur svo auglýsendurnir sem öllu ráða eigi greiðari leið að fólki með allar gerviþarfaupphrópanirnar. Ekki vil ég trúa því, svo margt ágætra kvenna og karla sem koma þar að verki einnig og hljóta aö hafa annað og göfugra markmið, þó Mammon sé harður húsbóndi og eflaust ýmislegu fyrir hann fómandi. Hugtaka- og orðtakarugl- ingur er víða hreint yfirþyrmandi og gömul og góð orðtök hafa allt í einu öðlast spánnýja merkingu - út í bláinn nær undantekninga- laust. Þetta viögengst alls staðar og síð- ast á dögunum sagði ágætur fyrr- verandi starfsbróðir við mig í beinu framhaldi af fullyrðingu eins ráð- herrans: „Hann stóð á þvi fjórum fótum.“ Mismæli var þetta ekki því ég hváði og vitleysan var endurtek- in svo greinilegt var að vinur minn stóð á þessu fastara en fótunum - og er þá langt til jafnað. Skin og skúrir Nú er eflaust rangt að alhæfa nokkuö út frá einstökum viðtölum, kynningu í útvarpsstöðvum, spjalli á fómum vegi eða fyrirlestrum lærðustu manna en ég hygg þó að við ættum öll að hafa ákveðinn vara á þegar móðurmálið á í hlut og ekki sakar að benda á það se'm augljóslega fer á verri veg, þó ekki megi þaö hljóma eins og neikvætt nöldur. Útlendingar undrast a.m.k. oft hversu margir íslendingar taka sér penna í hönd og skrifa um hin margvíslegustu efni af mikilli íþrótt oft og tíðum. Oft hefi ég líka undrast þaö á ó- teljandi fundaferðum mínum um dagana hversu margt fólk tjáir hug sinn ljósum qrðum og skýrum og KjaUarinn Helgi Seljan félagsmálafulltrúi Öryrkjabandalags íslands máske aldrei betur en þegar því hitnar í hamsi, þó undirritaður hafi oft goldið þess og eflaust með réttu. Ég man t.d. eftir fundi þar sem margir trillukarlar voru og ræddu sín mál og önnur, hversu málhagir margir þeirra voru og vönduðu málfar sitt þó ekki væru mönnum vandaðar kveðjurnar í máh þeirra. Þannig má fmna bæði skil og skúri í veðrabrigðum móðurmálsnotk- unar og ekki ber síður að halda hinu á loft sem lofsvert má telja. Á fundi einum í sveit austanlands kom kona í ræðustól og var með blað fyrir framan sig. Athygli vakti hversu lítt hún leit á blaðið, en flutti þó mál sitt þannig að svo var sem um skrifaö mál væri að ræða og það ekki af lakari endanum. Blaðið varð svo eftir í ræðustóln- umog ég sá síðar að á því stóðu aðeins tvö til þrjú minnisatriði. Þessi ágæta kona hafði nokkurra mánaöa forskólamenntun að baki en gerði mörgum velmenntum mikla skömm til. Þannig mætti margt til tína. Ég tel mig a.m.k. hafa lært mál og málfar ekki síður af samtölum við alþýðufólk en af læröum bókum, hvað þá lærðum mönnum. En lærðir menn tala líka oft af- bragösmál og rita ekki síðra. Orðtök Bibbu Ég hefi e.t.v. langmestar áhyggjur í dag af orðtökunum okkar, sem mjög eru á undanhaldi og valda meiri málfátækt en annars yrði eða eru rangnotuð svo að þau verða merkingarlaus smekkleysa eða annað þaðan af verra. Hún Bibba á Brávallagötunni gerir á listilegan hátt gamanefni hið besta úr rangri orðtakanotkun, oft hræðilega nærri hinu sanna þó, en sannarlega er meö ólíkindum hversu orðtakafrjó hún er og ætti að vekja fólk til ærinnar umhugs- unar um leið og gamanmálanna góðu er notið. En viti menn: Öðru hvoru er ég að hitta fólk sem notar orðtök Bibbu, ekki til að hafa af þeim ósvikna ánægju heldur í römmustu alvöru, vitandi ekki betur greini- lega. Fá dæmi að vísu og meira af yngri kynslóöinni en ljós dæmi samt og full ástæða til að hugsa sinn gang. Ekki vil ég að Bibba hætti, þó ég hlusti of sjaldan á hennar hjal, sem raunar minnir mig átakanlega á ýmsar persónur sem ég hefi hitt á lífsleiðinni - ekki síður hvað varð- ar þau sérkennilegu sjónarmið er Bibba setur fram. En viðbrögðin viö þáttum hennar kalla á alla til andsvara, og ég heyr- i fyrir mér að margir muni hrópa á skólann, sem allt á ævinlega að leysa, m.a. og sér í lagi uppeldism- istök foreldra. Og mikil ósköp, þá hlýtur skólinn að koma þama inn í, en máhð er auðvitað okkar allra, og engan hægt að kalla til alls- herjar ábyrgöar í þessu grundvall- armáli. Og mætti þá biöja í leiðinni ýmsa svokallaða andans menn að hafa ekki staðlaða sérfræðinga í huga er þeir ávarpa fólk eða ræð- ast við frammi fyrir alþjóð og ekki síður ættu þeir að vanda vel til í öllum skrifum sínum. Af illri nauðsyn þurfti ég að lesa greinargerð langlærðs manns til vamar sinni stétt fyrir nokkru og erfiðari lestri man ég vart effir, og niðurstaðan í raun rétt við núll- markið eftir alla ofurfræðilegu út- listunina á illskýranlegu sérfræði- rugh - og ég segi því miður mgU. Þjóðin taki sér tak Nú, þegar minnst er á sérfræð- ina, í hvaða mynd sem er þá hefur hver grein hennar sín sérstöku orð og ekki er þetta sagt til aö kasta neinni rýrð á sérfræðiþekkingu af nokkru tagi, en aðeins benda á að mál hennar og þeirra sem hana hafa numið aðlagist sem allra best okkar alþýðlega móðurmáU, sem fólkið í þessu landi, alþýða landsins til sjávar og sveita hefu'r varðveitt svo vel sem raun ber vitni. í lok þessarar Utlu hugleiðingar er rétt að hafa í minni að nú er verið að minnast þess að nú væri málsnilUngurinn Þórbergur Þórð- arson aldargamaU, ef hann hefði mátt lifa svo lengi. HoUt er okkur ævinlega að hafa í huga málvöndun hans og áherslu alla á alþýðlegan, einfaldan og auð- skiUnn stíl, sem þó var bæði kjarn- yrtur og kryddaður orðtökum sem og ýmsum þeim orðum og orða- samböndum sem sjaldgæf eru i dag. Mætti ekki setjá bæði fjöl- miðlafólk og sérfræðinga t.d. á námskeið í Þórbergi og Halldór Laxness sakapi ekki sem ábæfir á allt saman? Ég varpa þessu fram bæði í gamni og alvöru - alvöru þó meir því alvaran er hafin yfir efa - alvara þess að halda máUnu okkar hreinu og tæru - þessu „ást- kæra og ylhýra“ eða er ekki svo? Og svona til áherðingar að allra síðustu þá er skylt og ljúft að þakka frumkvæði og aðgerðir mennta- málaráðherra nú, því samræmt átak sem allra flestra, lifandi og vakandi umræða sem aUra víðast til varnar og sóknar, er þjóðar- nauðsyn sem þakka ber. En við öll, þjóðin sem heild þarf sannar- lega að taka sér tak, því íslenskan, það er máUð. Helgi Seljan „En viti menn: Öðru hvoru er ég að hitta fólk sem notar orðtök Bibbu, ekki til að hafa af þeim ósvikna ánægju held- ur 1 römmustu alvöru,... “

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.