Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1989, Síða 8
8
LAUGARDAGUR 13. MAÍ 1989.
Lifsbjörg í norðurhöfum heitir
eins konar fræðslumynd fyrir önn-
ur lönd og aðrar þjóðir um það að
á íslandi búi fákæn eskimóaþjóð
sem ekki gæti lifað fjögur hvalfrið-
unarár af fyrir kjötskorti ef hún
léti beita sig því gjörræði að veiða
ekki hvali í fjögur ár, sem sjálft hiö
háa Alþingi samþykkti meö einu
atkvæði yfir. Samþykkti að leggja
niöur allar hvalveiðar þann tíma
eftir ósk Alþjóöa hvalveiðiráðsins.
Kvikmyndinni virðist vera ætlað
að sannfæra aðrar þjóðir um það
að hér sé verið að gera út af við
fámenna eskimóaþjóð á graslausu
útskeri við norðurheimskauts-
baug.
Aðrirtrúa
Ég tók eftir því fljótlega að næst
eftir að mynd kom frá íslandi og
íslenskt tal þá birtist rétt um leið,
án skýringa, mynd af eskimóa! Ég
hefði ekki áttað mig á því sem út-
lendingur að myndin væri ekki af
íslendingi. Fyrst þegar þessi maður
birtist á „Oddagleri" sjónvarpsins
þá sá ég að þetta var veðraður
maður af útivist.
Ég var að reyna að gjöra mér
grein fyrir því hvort þetta væri ís-
lenskur bóndi eða íslenskur sjó-
maður en kom ekki manninum vel
fyrir mig sem einum af þeim. Þá
skýröist myndin allt í einu og mér
varð ljóst að maðurinn var esk-
imói, „á milli Grænlands köldu
kletta". Landslagið gat veriö frá
hvoru landinu sem var, íslandi eða
Grænlandi. En maöurinn sýndi það
glöggt að hann var eskimói.
Enginn útlendingur, sem hvorki
þekkir ísland né Grænland, gat átt-
að sig á því að þessi eskimói væri
ekki íslendingur, því engin til-
kynning í tali né texta kom um það
að kvikmyndin væri komin með
Grænlands mynd. Það hlýtur því
að vera aðalerindi kvikmyndarinn-
ar aö sannfæra aðrar þjóðir um aö
íslenska þjóðin sé frumstæð esk-
Eskimóakvikmynd
um íslendinga
Kjallariim
Rósa B. Blöndals
rithöfundur og kennari
svelta vesalings íslensku eskimó-
ana í hel. Og tilgangur íslendinga
sá stoltlausi vesalingsháttur að Is-
land veröi tekið með, ef fákænustu
veiðimönnum veraldar skyldi
verða leyft að stunda hvalveiðar,
ekki til sölu heldur í eigin þágu,
vegna kjötleysis. En í reynd lætur
íslands stolta þjóð náttúríega ekki
banna sér að selja sitt eigið hval-
kjöt til Japans.
Þjóðerni afsalaö
fyrir hvalskurð
Á þeim dögum, sem handritadeil-
an stóð sem hæst, held ég að ís-
lenskir ráðherrar og íslendingar í
heild hefðu oröið heiftarlega reiðir
ef Danir hefðu gjört fræðslumynd
sem verið hefði nákvæmlega eins
og þessi, um íslenska eskimóa,
„Yfirlýst ánægja margra Islendinga
yfir þessari fræðslumynd sýnir best
hvernig ráðamönnum vorum hefur
tekist að blinda þjóð sína í sambandi
við alþjóðlega friðun hvalastofna.“
Kvikmyndinni virðist vera ætlað að sannfæra aðrar þjóðir um það að
hér sé verið að gera út af við fámenna eskimóaþjóð á graslausu út-
skeri við norðurheimskautsbaug.
imóaþjóð.
Til hvers hafa ráðamenn íslands
áhuga á þeirri blekkingakúnst?
Vegna þess að þeir eru komnir í svo
mikla sjálfheldu í sinni fomaldar-
afstöðu til friðunar á sjóspendýram
í útrýmingarhættu að flestir vorir
efstu ráðamenn vilja leggjast svo
lágt að beita kvikmyndablekkingu,
þannig að umheimurinn trúi því
að íslenska þjóðin sé nákvæmlega
á sama stigi eins og eskimóar á
Hellulandi og á öllum ystu út-
ströndum veraldar, sem engir aðrir
menn geta raunverulega byggt.
Og þær þjóðir, sem ekki hafa
hugmynd um hlýjan straum, sem
umlykur strendur íslands, trúa því
eins og nýju netinu að verið sé að
brugðið ýmist upp parti af íslandi
eða Grænlandi með greinilegri
nærmynd af eskimóa og svo af veið-
um úti á Grænlands ís, án allra
skýringa á því hvað væri græn-
lenskt og hvað íslenskt.
Yfirlýst ánægja margra íslend-
inga yfir þessari fræðslumynd sýn-
ir best hvernig ráðamönnum vor-
um hefur tekist að blinda þjóð sína
í sambandi við alþjóðlega friðun
hvalastofna. Það háskalegasta er
að þeir telja fólki trú um að þetta
sé einhver sjálfstæðisvörn íslend-
inga gagnvart gjörræöi Banda-
ríkjamanna.
Ég þakka Magnúsi Guðmunds-
syni ekki þessa sundurlausu, lélega
unnu blekkingamynd. Ég þakka
honum ekki fyrir eskimóastimpil-
inn.
Eftirtektarvert að Norðmenn
koma þarna hvergi nærri. En
kynnu að vilja njóta góðs af.
Stór-Danir hlæja
Svíar skemmta sér yfir fræðslu-
mynd frá íslendingum sjálfum.
Norðmenn hirða heiðurinn af öll-
um fornhandritum íslendinga. AU-
ar menntaðar þjóðir vita að esk-
imóar á ritöld íslendinga skildu
hvergi eftir nein handrit.
Segja má að íslenska þjóðin sé
langt komin að afsala sér sínu eigin
þjóðerni fyrir hvalskurð.
Ég þakka Guðrúnu Helgadóttur
alþingismanni fyrir ágæta frammi-
stöðu í viðtalinu á eftir. Magnús
varð heldur lágreistur þegar hún
fór að spyrja hann út í sum atriði
myndarinnar. Það var hárrétt sem
hún sagði um myndina. Einnig að
Alþingi hefði átt að standa við sam-
þykki sitt. Engar hvalveiðar í íjög-
ur ár.
Ég þakka mjög rökfasta frammi-
stöðu Þorleifs Einarssonar jarð-
fræðings. Hvernig hann skýrði fyr-
ir dr. Jakob Jakobssyni blekkingu
vísindaveiðanna til þess að smjúga
núllið. Þakka einnig hógvær rök
Þórs Jakobssonar.
Hafi þau öll þakkir fyrir að skýra
fyrir þjóð vorri sannleikann í þessu
máli.
Myndin er óheiðarleg gagnvart
grænfriðungum. En ef íslenskir
ráðamenn hafa nokkurn skyn-
samlegan þjóðarmetnað þá létu
þeir stöðva þessa mynd þegar í stað
vegna vorrar eigin þjóðar.
Rósa B. Blöndals
Hugleiðing um meðferð
og sjálfsstjórn
„í umræðum um vlmuefnamál tyggur
þetta fólk allt upp sömu klisjurnar og
frasana og vottar þar ekki fyrir miklum
fjölbreytileika 1 málflutningi.“
Það er kunnara en frá þurfi að segja
að sumu fólki gengur brösulega að
stjóma lífi sínu. Hefur í því sam-
bandi einkum verið bent á fólk sem
orðið hefur fótaskortur í umgengni
sinni við áfengi og aðra vímugjafa.
Er þó vitað mál að hægt er að
hafa góða stjórn á áfengisneyslu,
sem og öðrum viðfangsefnum í líf-
inu, sé fólk í góðu andlegu og lík-
amlegu jafnvægi og hafi ræktað
með sér sjálfsstjórn og viljastyrk.
IIInauðsyn
í sumum tilvikum hafa vankant-
ar í sambandi við áfengisneyslu
fólks orðið það miklir að það hefur
kosið aö leggja hana alveg á hill-
una.
Hafa sumir framfylgt slíkri
ákvörðun sjálfir en aðrir hafa tekið
þann kostinn að fara inn á þar til
gerðar meðferðarstofnanir og gera
þar aðra að sínum andlegu ljós-
mæðrum. Telja margir sig hafa
fengið góðan „bata“ á þennan hátt.
Hins vegar ber þaö ekki vott um
mikið sjálfstæði eða viljastyrk að
KjaUariim
Guðmundur Sigurður
Jóhannsson
æviskrárritari
þurfa að leita sér meðferðar inni á
stofnunum til þess aö koma jafn-
vægi á eigið lif, enda flokkast sá
vafasami heiður undir það sem
kallaö er ill nauðsyn.
Einnig virðist mér aö „bati“ sá,
sem menn fá á svokölluðum með-
feröarstofnunum, sé í ófáum tilvik-
um ærið dýru verði keyptur á
kostnað sjálfstæðis einstaklingsins
í hugsun og skoöanamyndun og er
ekki flarri lagi að tala megi um
heilaþvott í því sambandi.
Sumir þeirra, sem verið hafa í
meðferð, snúa gersamlega bakinu
við sínu fyrra vinafólki vegna þess
eins að „það er enn í ruglinu“ og
eiga ákaflega bágt með að láta
vímugjafana og neytendur þeirra
njóta sannmælis.
í umræðum um vímuefnamál
tyggur þetta fólk allt upp sömu
klisjurnar og frasana og vottar þar
ekki fyrir miklum fjölbreytileika í
málflutningi. Má oft hafa nokkra
skemmtan af því að skeggræða við
þetta fólk um áfengismál og heyra
hvað yfirþvottameistararnir á
meðferðarstofnununum hafa lesið
inn á símsvarann. Er það nánast
undravert hve textinn brenglast
lítið í meðfórum margra einstakl-
inga.
Skuldinni skellt á
vímugjafann
Það hefur skapast hefð fyrir því
í umræðu um vímuefnamál að
skella allri skuldinni á vímugjaf-
ann þegar neytandanum verður
fótaskortur í umgengni sinni við
hann (eins og það er nú drengilegt
og viturlegt að gera dauða hluti
ábyrga fyrir mannlegum mistök-
um!). En þeirrar spurningar heyr-
ist aldrei spurt hvernig stendur á
því í velferðarþjóðfélagi að skóla-
kerfið skuli ekki skila fólki þannig
út í lífið að það sé andlega sjálf-
bjarga og fært um að takast á við
almennustu viðfangsefni, svo sem
það að stjórna lífi sínu sjálft.
Væri lögð nægilega mikil áhersla
á mannræktaruppfræðslu í skóla-
kerfinu og fjallað rækilega um
þætti eins og mannleg samskipti,
mannlegt tilfinningalíf og sjálfs-
stjórn myndi í fyllingu tímans létta
mjög á meðferðarstofnunum, því
þá væri vaxin úr grasi kynslóð sem
væri þess umkomin aö bjarga sér
sjálf.
Guðmundur Sigurður Jóhannsson