Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1989, Síða 17
LAUGARDAGUR 13. MAÍ 1989.
17
Nýjar plötur
Langi Seli og Skuggamir: Breiðholtsbúgí og fleiri
Hljómsveit með sérstöðu
Langi Seli og Skuggarnir er að
mörgu leyti eftirtektarverð hljóm-
sveit. Liðsmenn hennar eru til
dæmis í show business og hefðu
þar af leiðandi kannski átt meira
erindi í Eurovisionkeppnina en
sumir aðrir. Keppnin snýst nú einu
sinni um show business. Ég nefni
þetta bara ef einhver hefur ef til
vill ekki veitt því athygli. Og hljóm-
sveitin markar sér sérstöðu á inn-
anlandsmarkaðinum að öðru leyti.
Grundvallartónlistarstefnan er
rockabilly. Stefna sém hljómsveitir
hér hafa að mestu leyti látið í friði,
að minnsta kosti hin síðari ár.
Langi Seli og Skuggarnir voru á
dögunum að senda frá sér íjögurra
laga plötu, aðra í röðinni. Sú fyrsta
kom út í fyrra og var tveggja laga.
Nýja platan er fjögurra laga og
hljómsveitin hefur gefið fyrirheit
um að sú næsta verði í fullri lengd.
Bráðsmelliö lag af fyrri plötunni
hefur aðallega haldið nafni Langa
Sela og Skuiganna á lofti hingaö
til. Kontinentalinn sem bæði hefur
verið leikinn í útvarpi og sjón-
varpi. Og nú er Breiðholtsbúgi af
nýju plötunni að taka við. Þokka-
legasti smellur þótt ekki slái hann
Kontinentalnum við. Stíllinn er
skemmtilega letilegur hálf lan-
deyðulegur og textinn ekta borgar-
rómantík. Þó svo að lagið Kane
grípi undirvitundina ekki jafnfljótt
og Breiðholtsbúgí er útsetningin á
laginu hugvitsamlegri og meira í
það lagt. Sögumaður er á flótta
undan Morgan Kane. Yfirbragðið
er westrænt og ákveðin dramatík
í uppbyggingunni. Forspilið er þó
fulllangt fyrir minn smekk. Hin
lögin tvö á plötunni standa Kane
og Breiðholtsbúgí nokkuð að baki.
Haldið suður er leikinn lagstúfur
og Hálfur heimur byggir á kunnug-
legu stefi sem Falcon frá Bíldudal
notaði hér um árið. Langi Seli og
Skuggarnir háfa sýnt á sér
skemmtilegar hhðar á sínum
tveimur fyrstu plötum. Þeir eru
mátulega hráir og kæruleysislegir.
Ætli þeir sér að vinna með upp-
tökustjóra á næstu plötu þeirri
stóru vona ég bara að þeir sneiði
hjá öllum þeim piltum sem vilja
fága og fullkomna alla skapaða
hluti. Rockabillýið á að vera dálítið
hráttogafslappað. ÁT.
J
LATTU SOLARORKUN
, ‘V.
VINNA FYRIR ÞIG!
O c
Fáðu þér sólarrafhlöðu í:
SUMARBÚSTAÐINN,
SKEMMTIBÁTINN
OG FL. OG FL.
Auðveldar í uppsetningu
og algjörlega viðhaldsfríar.
HLEÐSLA: 50 wött. ° "V
Við bjóðum óhemju orkumiklar sólarrafhlöður.
Tengdu þær við rafgeymi og þú hefur ávallt næga orku
fyrir ljós, sjónvarp, vatnsdælu, ísskáp og fleira.
♦ Orkumestu sólarrafhlöOurnar.
* Ödýrustu sólarrafhlööurnar. (mv.orku.)
# Besti fáanlegi stjórnbúnaöurinn.
BÍLDSHÖFDA 12 — SÍMI 91 - 68 00 10
DAGVIST BARNA
FORSTÖÐUMAÐUR
Dagheimilið Laugaborg óskar eftir forstöðumanni frá
og með 1. ágúst nk.
Fóstrumenntun áskilin.
Umsóknarfrestur er til 5. júní.
Nánari upplýsingar gefur framkvæmdastjóri Dagvist-
ar barna í síma 27277.
Betra verð!
Megrunar og hollustupanna
Einkaumboð á Islandi:
BELIS-heilsuvörur hf.
Pósthólf 94, 270 Mosfellsbæ
Pöntunarsími: 667580
Póstverslun
Opið virka daga kl. 9-18.
S'msvari tekur við pöntunum
allan sólarhringinn
Pöntunarsími 667580
Samkort
Fáanlegt í 15 litum
Fæst í málningar- og byggingavöruverslunum
um land allt.
HÚMÁ UKKA
YFIR RYBIB