Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1989, Síða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1989, Síða 22
22 LAUGARDAGUR 13. MAÍ 1989. LEIKFÉLAG AKUREYRAR Leikarar Leikfélag Akureyrar auglýsir eftir leikurum leikárið '89-90, bæði til fastráðningar og í einstök verkefni. Umsóknir berist formanni leikhúsráðs, Sunnu Borg, fyrir mánaðamót maí-júní. ------------------------------------. Útboð Klæðingar á Norðurlandi vestra 1989 V Vegagerð rikisms óskar eftir tilboðum i ofan- greint verk. Magntölur: F.fra burðarlag 20.500 m3 Klæðing 31 8.000 m2 Verki skal að fullu lokið 15. september 1989. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á Sauðárkróki og i Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 16. þ.m. Skila skal tilboðurri á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 29. maí 1989. Vegamálastjóri j KYNNING Á DEILISKIPULAGI Með vísun í skipulagsreglugerð frá 1. ágúst 1985, gr. 4.4., er hér með auglýst til kynningar deiliskipulag að nýju íbúðahverfi úr landi Skógarness sem nefnt er Furubyggð og Grenibyggó. Uppdrættir verða til sýnis á bæjarskrifstofu Mosfellsbæjar í Hlégarði frá 12. maí-9. júní 1989 á skrifstofutíma. Nánari uppl. um deiliskipulagið veittar á tæknideild virka daga milli kl. 10 og 12 fyrir hádegi. Athugasemdir við skipulagið skulu vera skriflegar og berist skrifstofu Mosfellsbæjar eigi síóar en 12. júní 1989. Mosfellsbæ 11. maí 1989 Bæjarstjórinn í Mosfellsbæ skrifstofa Hlégarði 270 Mosfellsbæ, sími 666218 og 666219 ATHUGIÐ! SMÁAUGLÝSINGADEILD verður opin um hvítasunnuhelgina sem hér segir: OPIÐ laugardag 13. maí frá kl. 9-14 mánudag 15. maí frá kl. 18-22 LOKAÐ sunnudag 14. maí, hvítasunnudag kemur út laugardaginn 13. maí og síðan þriðjudaginn 16. maí Síminn er 27022 Hinhliðin DV Bjarni Hafþór Helgason segist vera hrifinn af íslenskum landbúnaðarafuröum Langar að hitta Michael Jackson og apann - segir Bjarni Hafþór Helgason, sjónvarpsstjóri á Norðurlandi Bjarni Hafþór Helgason er sjón- varpsstjóri þeirra norðanmanna auk þess sem hann er aíkastamik- ill lagahöfundur eins og sást best á Landslaginu fyrir stuttu. Þar átti Bjarni Haíþór tvö lög og komst annað þeirra í vinningssæti. Bjarni Hafþór samdi lag í keppni sem haldin var fyrir tvö hundruð ára afmæli Reykjavíkurborgar og sigr- aði í þeirri keppni. Ekki hefur Bjarni ennþá átt lag í Eurovision en hver veit hvað framtíðin ber í skauti sér í þeim efnum. Sjónvarps- stjóri Akureyringa sýnir á sér hina hliðina aö þessu sinni. Fullt nafn: Bjarni Hafþór Helga- son. Fæðingardagur og ár: 22. ágúst 1957. Maki: Laufey Sigurðardóttir (Silla). Börn: Atli 11 ára, Anna 1 árs. Bifreið: Pajero jeppi árg. ’83 og Mazda árg ’86. Starf: Framkvæmdastjóri Samvers og Eyfirska sjónvarpsfélagsins. Laun: Ekkert til að skjóta upp flug- eldum fyrir en ágæt. Áhugamál: Tónlist, laxveiði og knattspyrna. Hvað hefur þú fengið margar réttar tölur í lottóinu? Ég fékk einu sinni eina tölu og hún var hárrétt. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Mér finnst skemmtilegast aö semja tónlist ef andinn er yfir mér. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Að semja tónlist ef andinn er ekki yfir mér. Uppáhaldsmatur. Ég er alæta og er mjög hrifinn af íslenskum land- búnaðarafurðum. Uppáhaldsdrykkur: Það er ískalt vatn, mjólk og auðvitað allir góðir áhrifavaldandi drykkir. Hvaða íþróttamaður stendur fremstur í dag? Maradona. Uppáhaldstímarit: Ég sé sjaldan tímarit og er því hlutlaus. Fallegasta kona sem þú hefur séð fyrir utan eiginkonuna? Linda Pét- ursdóttir og Anna Hafþórsdóttir. Hlynntur eða andvígur ríkisstjórn- inni: Ég gef henni séns ennþá. Hvaða persónu langar þig best að hitta? Ég held ég segi Michael Jack- son og apann hans. Uppáhaldsleikari: Margir en ég er hrifinn af Ladda. Uppáhaldsleikkona: Margar en ég er hrifinn af Eddu Björgvinsdóttur. Uppáhaldssöngvari: Ég er hlutlaus en ég syng vel í baði. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Steingrímur Hermannsson. Hlynntur eða andvígur hvalveiðum íslendinga: Ég er hlynntur þeim en við verðum að gæta þess að þær hafi ekki áhrif á aðra atvinnustarf- semi í landinu. Uppáhaldssjónvarpsefni: Allt ís- lenskt efni. Hlynntur eða andvígur veru varn- arliðsins hér á landi: Hlutlaus. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? Það er mjög sveiflukennt eftir eigin skapferli. Uppáhaldsútvarpsmaður: Margir góðir en ég held ég nefni Evu Ásr- únu Albertsdóttur. Hvort horfir þú meira á Stöð 2 eða Sjónvarpið? Ég horfi á íslensk efni á báðum stöðvunum. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Ég kem engum fyrir mig og er því hlut- laus. Uppáhaldsskemmtistaður: Samver og Eyfirska sjónvarpsfélagið. Uppáhaldsfélag í íþróttum: Þessi er erfiö. Ég var einu sinni í Þór, þar áöur í Völsungi og einu sinni var ég Víkingur en sonur minn er í KA. Ég segi því Akureyrarfélögin. Stefnir þú að einhverju sérstöku í framtíðinni? Engin smáspurning. Ég veit ekki hvaö ég á að láta hafa eftir mér í því en sennilega er það að minnka á þverveginn. Hvað ætlar þú að gera í sumarfri- inu? Hvaða sumarfríi? Ég vonast til að komast í laxveiöi og fara með fjölskylduna í útilegu ef ég fæ eitt- hvert frí sem ég reikna ekki með. -ELA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.