Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1989, Qupperneq 24
24
LAUGARDAGUR 13. MAÍ 1989.
Sérstæð sakamál
Maðurinn með
skyggnigáfuna
Miölar og fólk með skyggnigáfu
koma oft viö sögu lögreglumála er-
lendis og því hlustaöi Vernon Hyatt.
kanadíski rannsóknarlögreglumaö-
urinn, með athygli á sögu Cliffs Bai-
leys. Hann var á efri árum og kvart-
aöi undan því að hálfum mánuöi
áöur en kona ein var myrt hefði hann
varað viö því aö hún yröi ráðin af
dögum en sagði aö enginn hjá lög-
reglunni hefði viljað hlýöa á sig.
Þetta var upphafiö að máli sem vakti
mikla athygli í Kanada.
Minta Kyle
varö aðeins þrjátíu og fjögurra ára.
Kvöld eitt var komið að henni látinni
undir stýri á bílnum sínum. Hún
hafði verið skotin þrisvar. Tvær
kúlnanna höfðu hæft hana í brjóstið
en ein í háisinn. Engin merki var
þess að sjá að morðinginn hefði ætlað
að ræna hana. í veski hennar, sem
lá í aftursætinu, voru flörutíu og
tveir dollarar. Lögreglan, sem kom
von bráðar á vettvang, reyndi að
finna einhverja vísbendingu um
hvers vegna Minta Kyle hefði verið
myrt en fann enga. Það eina sem
gefið gat til kynna hver morðinginn
var var að hann hafði setið viö hlið
ungu konunnar er hann skaut hana
til bana. Enginn hafði þó séð til hans.
Lögreglan
í Toronto
þar sem glæpurinn var framinn
varð því fljótlega að viðurkenna að
flest benti til þess að ekki yrði haft
uppi á morðingjanum. Rannsóknin
hafði ekki leitt í ljós neina óvini sem
Minta Kyle hafði átt og ekki var
hægt að leiða neinar líkur að því
hvers vegna einhver hefði viljað
hana feiga.
Þannig stóð rannsóknin er síminn
á skrifstofu Vemons Hyatts rann-
sóknarlögreglumanns hringdi
nokkrum dögum síöar. Sá sem
hringdi var sextíu og tveggja ára
maður að nafni Cliff Bailey.
Saga Baileys
var á þann veg að hann gæti gefið
mikilvægar upplýsingar sem orðið
gætu til þess að varpa ljósi á morðið
á Mintu Kyle. Kvaðst Bailey hafa
vitað undanfarnar vikur að hún yrði
myrt. í fyrstu hélt Hyatt rannsóknar-
lögreglumaður að hann væri að ræða
við andlega vanheilan mann og það
væri tímasóun að halda áfram aö
ræða við hann. Hann vissi hins vegar
að það var skylda hans að gera það
sem hann gat til að upplýsa morðiö
og því ákvað hann að heyra sögu
Baileys til enda. Er hann hafði gert
það bað hann Bailey um að gefa sér
upp heimilisfang hans og var þaö
auðfengið.
Bailey
heimsóttur
Síðdegis sama dag settist Vernon
Hyatt upp í einn af bílum lögreglunn-
ar og ók heim til Cliffs Baileys. Er
þeir höfðu ræöst við um stund vakn-
aði forvitm Hyatts á þessum óvenju-
lega manni á sjötugsaldri. Hann
kvaðst vera skyggn og geta séö fyrir
atburði. Hyatt sagði nú viö sjálfan
sig að væri maðurinn í raun skyggn,
eins og hann héldi fram, gæti hann
ef til vill greint frá ýmsum atriðum
um morðiö sem enginn en morðing-
inn ætti í raun og veru að vita um.
Cliff Bailey.
um, að Cliff Bailey skyldi hafa getað
sagt svo nákvæmlega fyrir um morð-
ið á Amöndu Darcy. Hann gæti því
verið að ljúga er hann segðist skyggn
en hvort sem hann var að segja satt
eða ekki mátti búast við þriðja morð-
inu og því yröi að reyna að hafa
hendur í hári morðingjans sem allra
fyrst.
Hyatt varð sér nú úti um heimild
til að gera leit á heimili Baileys. Er
hann og fiórir aðrir rannsóknarlög-
reglumenn höfðu leitað hátt og lágt
í íbúðinni í tvo tíma urðu þeir að
viðurkenna ósigur sinn. Ekkert hafði
fundist þar sem benti á neinn hátt
til þess að Cliff BaOey bæri ábyrgð á
morðunum.
Er Hyatt var í þann veginn að fara
bað Bailey hann um að ræða við sig.
Vernon Hyatt.
Amanda Darcy.
Hann tók því að leggja spurningar
fyrir Bailey.
„Hvernig dó hún?“ var sú fyrsta.
„Hún var skotin," svaraði Bailey.
„Hve oft var hún skotin?“
„Hún var skotin þremur skotum.
Tveimur í brjóstið og einu sinni í
hálsinn," svaraði Bailey.
„En ég
varaði ykkur við"
Þannig gekk samtalið í nokkrar
mínútur en þar kom að Bailey fannst
Hyatt vera farinn að þrengja að sér
með spurningum. „En ég varaöi ykk-
ur við,“ sagði hann þá. „Ég hringdi
til lögreglunnar hálfum mánuði áöur
en Minta Kyle var myrt og sagði
ykkur hvaö gerast myndi. Það vildi
bara enginn hlusta á mig.“
Vernon Hyatt afsakaði sig með því
að það væri ekki á hverjum degi sem
hringt væri til lögreglunnar vegna
morðs 'sem hefði enn ekki verið fram-
ið. Við þessi orö jafnaði Bailey sig
og sagðist geta gefið lýsingu á mann-
inum sem hefði framiö moröið og
hvers vegna hann hefði gert það.
„Þetta var ungur maður með
skegg,“ sagði hann, „og hann geröi
það til að leika á ykkur.“
Baileyboðar
annað morð
Cliff Bailey hélt nú áfram að tala
og sagöist vonast til þess að í þetta
sinn yrði hlustað betur á sig en í
fyrra sinnið þyí hann vissi að ekki
liði á löngu þar til ungi maðurinn
fremdi annað morð. Það yrði sömu-
leiðis kona sem yrði myrt og að þessu
sinni yrði hún ung, sennilega innan
við tvítugt. „Og hún verður skotin,"
sagöi Bailey. „Meira get ég ekki
sagt.“
Hyatt vissi varla hvað hann átti aö
halda þegar hann kvaddi Bailey. Var
hann í raun skyggn eða gat veriö að
hann væri morðinginn? Það var að-
eins ein leið til að komast aö því og
hún var sú að láta fylgjast með
hverju fótspori Baileys.
Morðið framið
Næstu þrjár vikur voru leynilög-
reglumenn á hælum Cliffs Baileys
hvert sem hann fór en þeir uröu ekki
varir við neitt óeðlilegt í fari hans
og þar kom því aö Hyatt varö að
hætta að láta fylgjast með honum.
Nokkrum dögum siðar fannst líkið
af Amöndu Darcy, átján ára stúlku,
í skemmtigarði. Hún hafði einnig
verið skotin þremur skotum. Tvö
þeirra höfðu hæft hana í brjóstið en
það þriðja í höfuðiö. Enginn hafði séð
til morðingjans en allmargir höfðu
heyrt skothvellina. Spádómur Bai-
leys hafði ræst. Er tæknimenn rann-
sóknarlögreglunnar höfðu skoðað
kúlurnar sem orðið höfðu Amöndu
Darcy að bana gátu þeir greint frá
því að þeim hefði verið skotið úr
sömu byssu og notuð hafði verið þeg-
ar Minta Kyle var myrt.
Vandi Hyatts var nú orðinn mikill.
Málið var í senn skelfilegt og furðu-
legt. Það var nánast með ólíkindum,
fannst rannsóknarlögreglumannin-
„Ég séfyrir
þriðja morðið"
sagði Bailey. „Ég sé fyrir mér líkið
af eldri konu í bílageymsluhúsi."
„Þú getur ef til vill sagt mér i hvaða
borg þessi bílageymsla er?“ sagði
Hyatt. „Eða þá hver hún er þessi
kona sem er í lífshættu?" Bailey
sagðist hvorugt svariö geta gefiö
honum.
Þegar Hyatt var kominn á lögreglu-
stöðina sótti aftur að honum sterkur
grunur um að Cliff Bailey væri sá
seki. En hvernig gat hann sannað
það?
Þar eð um óvenjulegt mál var að
ræða fékk hann leyfi til að koma fyr-
ir stefnuvísandi sendi í bíl Baileys
og gat lögreglan nú fylgst með öllum
ferðum hans án þess aö hann hefði
um það minnstu hugmynd. Næstu
þrjár vikurnar gerðist þó ekkert sem
benti til þess að Bailey hefði neitt
misjafnt í huga.
Þungur róður
Vernon Hyatt var nú að því kominn
Minta Kyle.
að gefast upp. En allt í einu varð
breyting á ferðum Baileys sem höfðu
verið mjög vanabundnar þann tíma
sem fylgst hafði verið með honum.
Tvívegis í sömu vikunni fór hann í
sömu bílageymsluna en steig þó ekki
út úr bílnum. Nú þóttist Hyatt viss
um að þar ætti að fremja þriðja
morðið.
Þegar Cliff Bailey fór í bílageymsl-
una í þriöja sinn fylgdu honum tveir
lögreglumenn í sendiferðabíl og Hy-
att lét aka sér á eftir Bailey í ómerkt-
um lögreglubíl og lá á gólfinu í hon-
um svo ekki sæist til hans. Allir voru
lögreglumennirnir reiðubúnir að
láta til skarar skríða með augnabhks
fyrirvara.
Bailey stígur út
Er nokkur stund hafði liðið kom
kona nokkur gangandi og var greini-
legt að hún átti sér einskis ills von.
Er hún var í um hundrað metra fiar-
lægð frá Bailey steig hann út úr bíln-
um sínum og stakk annarri hendinni
inn á sig eins og hann væri að fálma
eftir einhverju. Hyatt vissi að hann
var að taka fram skammbyssunna
og allt í einu lét hann aka bíllnum
sem hann var í á miklum hraða að
kvennamorðingjanum en í sendi-
ferðabílnum sátu hinir lögreglu-
mennirnir tveir, reiðubúnir til að
skjóta Bailey gerðist þess þörf til að
koma í veg fyrir að hann myrti kon-
una.
Augnabliki síðar handtók Vernon
Hyatt Cliff Bailey án þess að hann
gerði minnstu tilraun til að verjast.
Á honum fannst skammbyssa.
Málalok
Rannsókn tæknimanna sýndi að
skammbyssan í fórum Baileys var
sú sama sem notuð hafði verið er
Minta Hyle og Amanda Darcy höfðu
verið myrtar. Err hvers vegna hafði
þessi sextíu og tveggja ára gamli
maður gerst kvennamorðingi? Hann
hafði hvoruga konuna þekkt og ekki
heldur þá sem hann hugðist myrða
í bílageymslunni.
Skýringin fékkst í réttinum. Bailey
fannst hann vera orðinn gamall og
félítill og framtíðin því ekki lofa
góðu. Yrði hann hins vegar þekktur
víða um lönd fyrir skyggnigáfu sína
yrði hann ríkur og frægur.
Ríkur varð hann ekki en þekktur.
Hann komst í fréttirnar fyrir morðin
tvö og fékk lífstíðarfangelsisdóm.