Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1989, Qupperneq 25
LAUGARDAGUR 13. MAÍ 1989.
25
DV
Ástralía:
Fimmburar
fæddust eftir
tæknifrjóvgun
Nýlega fæddust í Ástralíu fimm-
buraf sem getnir voru meö tækni-
frjóvgun. Foreldrunum, Cheryl og
Bob Pavlenko, hafði verið sagt frá
því löngu fyrir fæðingu þeirra en
engu að síður þótti þeim ótrúlegt að
horfa á fimm lítil kríli er þau voru
komin í heiminn. Það eru fjórar
stúlkur og einn drengur.
Foreldrarnir höfðu reynt lengi að
eignast barn en ekki tekist. Þá leit-
uðu þau aðstoðar við tæknifrjóvgun.
Reynd var ný tækni í sambandi við
glasafrjóvgunina sem felst í þvi að
eggin eru tekin úr konunni mun fyrr
en áður hefur tíðkast.
„Það var ekki fyrr en ég sá þau öll
fimm að ég trúði mínum eigin aug-
um,“ sagði móðirin, Cheryl, 32ja ára
gömul. Allt í einu flmm börn og við
búin að reyna að eiga eitt í mörg ár
sem útheimt hefur mikil vonbrigði."
Sett voru sex egg í Cheryl og fimm
þeirra frjóvguðust. Börnin, Sarah,
Aimee, Joshua, Jessica og Breeanna,
voru öll heilbrigð. Cheryl var ekki
komin nema sjö vikur á leið er henni
var sagt að líklegast væru börnin
þrjú. „Cheryl var svo spennt að hún
kom hlaupandi inn og sagði mér tíð-
Grace Jones
Grace Jones:
Elt af lögreglu og
krítarkortafyrirtæki
Söngkonan Grace Jones hefur
heldur betur lifað um efni fram að
undanfórnu. Krítarkortafyrirtækið
American Express hefur kært söng-
konuna fyrir yfirmáta eyðslusemi og
hún lætur það alveg vera að greiða
reikningana. Skuld hennar við
kortafyrirtækið er nú yfir þrjátiu
milljónir króna. Peningar sem hún
hefur eytt í lúxushótel, veitingastaði
og rándýran klæðnað um allan heim.
Allt eru þetta ferðalög sem söng-
konan hefur greitt með plastinu sínu.
Hitt er verra að söngkonan finnst
ekki né heldur kærasti hennar, Chri-
stopher Stanley. Vinir þeirra skötu-
hjúa vita ekkert um þau. American
Express hefur margoft sent fólk á
heimili söngkonunnar í New York
en þar svarar enginn.
- Við ætlum að fá peningana Okk-
ar, segir kortafyrirtækið, ella hefur
hún verra af. Grace Jones hefur í
gegnum tíðina, bæði sem fyrirsæta
og söngkona, lifað miklu lúxuslífi og
umgengst helst aðeins svokallað
þotufólk.
Síðast er vitað um Grace er hún var
með vini sínum um borð í flugi til
New York frá Barbados, þar sem þau
höfðu dvalið á lúxushóteli um tíma,
en svo mikil ólæti voru frá parinu
að þeim var vísað úr vélinni er hún
millilenti.
Menn eru farnir að efast um að
söngkonan geti nokkurn tíma greitt
skuld sína og varla heldur hún sínum
„finu“ vinum þegar hún hefur misst
plastkortið sitt.
Sviðsljós
Á stærri myndinni eru foreldrarnir, Cheryl og Bob Pavlenko, með eitt barnanna en á minni myndunum sjást litlu
krílin fimm þar sem þau liggja í hitakassa eftir fæðinguna.
indin," sagði maður hennar. Sjö vik-
um síðar var henni sagt að börnin
væri ekki þrjú heldur fimm. Cheryl
var viss um að þetta væru fimm
strákar en læknirinn gat ekki sagt
til um kyn þeirra. „Þetta var á vissan
hátt áfall fyrir okkur en það kom
ekki annað til greina en að eiga öll
börnin,“ sagði Cheryl.
Meðgangan var mjög erfið. Börnin
voru þung og tóku mikið pláss.
Cheryl segir að skinnið á maganum
hafi verið orðið svo þunnt að hún
hélt að allt myndi hreinlega opnast.
Fyrst um sinn dvöldu litlu fimm-
burarnir á sjúkrahúsi en foreldr-
arnir heimsóttu þau daglega og biðu
auðvitað spenntir eftir að fá þau
heim. Einu sinni áður hafa glasa-
fimmburar fæðst. Það var í London
árið 1986 og voru það fimm drengir.
Hins vegar eru fimmburarnir í Ástr-
alíu þeir fyrstu er fæðast með nýju
tæknifrjóvguninni.
Eiginmaðurinn
var kona
- hið sanna kom í ljós eftir dauða hans
Fyrir átján árum kvæntist tónlistar-
niaðurinn Billy Tipton. Það sem er
merkilegt við það er að hann leyndi
brúðinni því að hann var kona.
Hvernig fór Billy að því? Jú, hann
svaf ekki í sama herbergi og eigin-
konan, hann afklæddi sig aldrei fyrir
framan hana né ættleidda syni sína
og hann fór aldrei til læknis.
Tríó Billy Tipton var vinsæl djass-
grúppa sem spilaði á skemmtistöðum
í Las Vegas fyrir þrjátíu árum. Engan
grunaði að hann væri á nokkurn
hátt öðruvísi en aðrir strákar.
„Ég get alls ekki trúað þessu. Billy
verður alltaf karlmaður í mínum
augum,“ sagði Kitty, fyrrverandi eig-
inkona hans, er henni var tjáð þessi
staðreynd eftir dauða Billys í janúar
sl.
„Ég elskaði Billy þó ýmislegt vant-
aði á í okkar sambandi. Billy gat
ekki fullkomnað hjónabandið. Hann
sagði mér að hann hefði lent í hræði-
legu bílslysi og gæti því ekki lifað
kynlífi. Billy sagði að best væri fyrir
okkur að sofa í sitt hvoru herberginu
vegna þess. Hann sagðist vonast til
að ég skildi það en mér fannst við
vel geta sofið saman þrátt fyrir að
við lifðum ekki kynlífi. En ég sagði
að best væri að hann réði því sjálfur.
Samband okkar var mjög gott í alla
staði og kynlíf virtist ekki nauðsyn-
legt.
Billy gekk alltaf mjög snyrtilega til
fara. Hann valdi sér smekklegan og
karlmannlegan klæðnað. Ég sá hann
aldrei nakinn og ég hélt að hann
væri feiminn vegna slyssins og talaði
aldrei um það.“
Billy og Kitty ættleiddu þrjá pilta,
William, 19 ára, Jon, 25 ára, og Scott.
25 ára. „Þeir stóðu í þeirri meiningu
líkt og ég að faðir þeirra væri bara
venjulegur karlmaður."
Scott segir að það sé satt að foreldr-
ar þeirra hafi haft sitt hvort svefn-
herbergið. „Mamma svaf niðri en
pabbi uppi. Þannig var þetta svo
lengi sem ég man eftir. Mér finnst
alveg óhugsandi að pabbi hafi verið
kona. Hann hagaði sér á allan hátt
eins og feður gera. Hann hjálpaði
okkur að byggja upp íþróttavelli,
hjálpaði mér meö bílinn og þess hátt-
ar. Hann starfaði mikið með skátun-
um. Hann fór með okkur í útilegur
og á veiðar. Reyndar fór hann aldrei
á sundskýlu og synti með okkur en
ég hélt að það væri vegna feimni.
Mér er sama um kynferði hans, pabbi
var sá besti faðir sem við hefðum
getað eignast."
Jon og Scott yfirgáfu heimih sitt
fimmtán ára gamlir. Tveimur mán-
uðum síðar yfirgaf faðir þeirra einn-
ig heimilið og flutti á gistiheimili
ásamt William. Það var einmitt hann
sem fann fóður sinn meðvitundar-
lausan í janúar. William fór með föð-
ur sinn á skyndi á sjúkrahús en hann
lést á leiðinni. Það var þá sem hið
sanna kom í ljós - Billy Tinton var
kona. Þegar farið var í skýrslur kom
í Ijós að á fæðingarvottorðinu stóð
,,female“ undir kynferði eða kven-
kyns.
Eiginkonan fyrrverandi sagði að
þetta væri eins og martröð - eins og
langur, vondur draumur. „Billy var
séntilmaður."
Billy Tinton ásamt djasstríóinu sinu. Eftir dauða hans kom í Ijós að hann
var kona. Engu að síður hafði hann verið kvæntur i átján ár. Billy er lengst
til vinstri.