Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1989, Page 26

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1989, Page 26
26 LAUGARDAGUR 13. MAÍ 1989. Markvisst unniö að alheimstitli Jónsson sem reif upp Fegurð- íslands með góðum árangri - segir Baldvin arsamkeppni Baldvin Jónsson, auglýsinga- stjóri Morgunblaðsins, hefur haft veg og vanda af Fegurðarsam- keppni íslands frá árinu 1982. Einar heitinn Jónsson hafði í nokkur ár haldið uppi merki keppninnar eftir að ýmsir aðilar hættu afskiptum af henni. Það var svo Einar sem óskaði eftir því að Baldvin tæki aö sér keppnina. Baldvin hafði lengi haft áhuga á fegurðarsamkeppn- inni og meðal annars starfaði hann í gamla tívólíinu þegar þar fór fram keppni um fegurð á sínum tíma. BaJdvin hefur rifið upp keppnina á örfáum árum og hefur nú að mestu látið rekstur hennar í hendur ann- arra aðila. „Gróa Ásgeirsdóttir er fram- kvæmdastjóri og sér um alla fram- kvæmd fegurðarsamkeppninnar og starfsmenn Hótel íslands um reksturinn. Nú er keppnin komin í fastan farveg en það tók reyndar ekki lítinn tíma. Frumvinnan er oröin rútína sem vinnst miklu bet- ur en áður en þó með ákveðnum breytingum," sagði Baldvin. Keppnin verður haldin nk. mánu- dagskvöld með pomp og prakt eins og undanfarin ár. „Ég er eins konar ráögjafi, legg á ráðin með starfsfólkinu og nýti mér þá reynslu sem ég hef áunnið mér. Þegar ég tók við keppninni árið 1982 var ég í nokkrum vafa. Ég vildi taka við henni árið 1963 en úr þvi varð ekki. Ætli mín fyrstu kynni af fegurðarsamkeppninni hafi ekki verið árið 1960 þegar ég vann í tív- ólíinu. Ég tók mér nokkum um- hugsunarfrest er Einar Jónsson bað mig að taka við þessu og ég prófaði síðan að halda keppni árið 1982. Raunar varð ég fyrir miklum vonbrigðum því enginn áhugi var á þessari keppni og örfáir mættu til að horfa á hana. Eg hafði hugsað þetta sem nokkurs konar markaðs- rannsókn í auglýsingamálum eins og ég hafði gert með íþróttakapp- leiki. í nokkur ár starfaði ég við að koma knattspyrnuleikjum og landsleikjum á framfæri og mér fannst feguröarsamkeppnin góð til að kynna mér hverjir kæmu og horfðu á og hverjir hefðu áhuga. En þegar ég hélt fyrstu keppnina mættu sjötíu manns fyrra kvöldið og um hundrað manns á lokakvöld- ið. Þetta var vægast sagt hroða- legt,“ sagði Baldvin. Tekið þátt til að sigra Síðan hefur mikiö vatn runnið til sjávar. Þegar Baldvin hélt fyrstu keppnina voru margir á móti feg- urðarsamkeppni og hann hafði al- menningsáhtið ekki með sér. „Við- horfið var alltaf það að við næðum hvort eð er engum árangri erlendis og til hvers þá að taka þátt í þessu? Ég hef aldrei séð neina ástæöu til að taka þátt í keppni erlendis nema til að sigra, hvort sem það er í íþróttum, söngvakeppni eða feg- urðarsamkeppni. Með það í huga sór ég að hætta ekki með keppnina fyrr en við værum búin að ná að minnsta kosti einum alheimstitli. Ég fór til London og skoðaði Miss World keppnina, síðan til Miami og fylgdist með Miss Universe. Ég sá strax að við ættum mikla mögu- leika, ekki síður en aðrar þjóðir, en við yrðum að undirbúa okkur miklu betur. Ég heföi aldrei verið ánægður með að halda keppni sem einskorð- aðist við að velja einungis fall- egustu stúlku íslands. Mér fannst þetta vera ágætis tækifæri til að koma íslandi á framfæri í erlendri keppni á jafnréttisgrundvelli og helst að sigra í keppninni. Tii að þetta væri hægt varð að búa til góða keppni hér á landi þar sem væru valdir góðir þátttakendur. Þeir yrðu að taka þátt í miklum undirbúningi sem vandað yrði til. Stúlkurnar ættu að koma óskad- daðar úr keppninni sem átti að hafa menningarlegt yflrbragð. Ég vildi að stúlkurnar yrðu stoltar af að hafa fengið tækifæri til að vera með í keppninni. Með öllu þessu ættum við að vinna heimsmeist- aratitil í fegurö og það reyndist vera rétt. Það skipti mjög miklu máli hvernig stúlkur voru valdar í keppnina. Þær urðu að hafa kar- akter eins og leitað var eftir í Miss World, útlit og framkomu. Þetta tókst ekki bara einu sinni heldur tvisvar og nú erum við komin á það stig að eftir okkur er tekið,“ sagöi Baldvin. I úrslit á hverju ári Hann nefndi sem dæmi að árin 1982 og 1983 fór hann þess á leit í Englandi að íslenska stúlkan fengi að vera með á frægri skandinav- ískri mynd sem venjulega var tekin fyrir Miss World. Því var hafnað. „Nú hefur þessu verið snúið við, þeir biðja um íslensku stúlkuna og viljum að við skipuleggjum fyrir þá en ég hafnaði því. Samstarf við Skandinava hefur verið þannig að þeir nota okkur sér tii framdráttar en ýta okkur til hliðar ef það hent- ar. Við gerðum okkar eigið átak án samstarfs við aðra með því að tala við alla blaðamenn, sem við hitt- um, og töluðum um ísland og sér- stöðu þess. Þetta vakti mikla at- hygli. Árið 1983 urðum við í fjórða sæti í Miss World, 1984 áttum við sjötta sætið, 1985 áttum við Hófi í fyrsta sæti, 1987 áttum við þriðja sætið og í fyrra sigruðum við í ann- að sinn. Nú er tekið eftir okkur. Viö þekkjum orðið alla þá sem standa að Miss World. Fulltrúar Miss World-keppninnar hafa kom- ið hingaö og fylgst með því hvernig við stöndum að okkar keppni.“ Sex vikur í æfingar Fyrir stuttu var Baldyin dómari í fegurðarsamkeppni á írlandi þar sem þrjátíu og sex stúlkur voru þátttakendur. „Það var prýöilega vel aö þeirri keppni staðiö en æf- ingatíminn hjá stúlkunum var að- eins einn og hálfur dagur. Hjá okk- ur er æfingatíminn sex vikur. Við erum með dómnefnd sem veit ná- kvæmlega hvernig stúlkur það eru sem ná árangri á erlendum vett- vangi. Það er til dæmis enginn sam- nefnari milli feguröardrottningar og fyrirsætu. Við sendum ekki sömu stúlkuna í keppni í London og í Japan eöa Ameríku. Maöur verður að vita hverju verið er að leita aö áöur en haldið er af stað og það sama á við um Eurovision. Við semjum ágæt lög fyrir okkar þjóð sem falla ekki að smekk ann- arra þjóða. Spurningin er hvort við ætlum að taka þátt í keppni bara til að vera með eða til að sigra. Við hljótum að taka þátt til að sigra - það er mitt mat,“ sagði Baldvin ennfremur. ísland áhugavert fyrir útlendinga í gegnum áhuga sinn á að koma íslenskri fegurð á framfæri erlend- is hefur Baldvin ekki síður kynnt landið og það sem það hefur upp á aö bjóða. Hann hefur til dæmis haldið fyrirlestra í útlöndum um fegurð. „Ég hef lagt upp með 'nvaða möguleika ísland hefur í land- kynningu. Við búum í litlu landi og fátæku og höfum ekki efni á að kaupa okkur auglýsingar. Hins vegar getum við fundið hér ýmis- legt sem er áhugavert og við fáum ókeypis auglýsingu út á. í því sam- bandi get ég nefnt fegurðarsam- keppnina og Eurovison ef hún er notuð rétt. íþróttaviðburðir geta vakið athygli á okkur, leiðtoga- fundurinn, bjórinn, skákin og nú páfinn. Við héldum, þegar leiö- togafundinum lauk, aö hér myndi allt fyllast af útlendingum sem gerðist ekki. Fyrst þurfum viö að setja okkur markmið í kynningu en samstaða hefur ekki myndast um það. Við þurfum að koma okkur og afurðum okkar á framfæri í út- löndum með einhverjum hætti. Sterk þjóðerniskennd Fólk í hinum stóra heimi verður að vita af okkur, hvort sem mönn- um er illa viö fegurðarsamkeppni, handbolta eða skák, að við séum áhugaverð þjóð og að hér sé eitt- hvað að gerast. Við höfum verið að velta fyrir okkur þeirri sérstöðu sem við höfum, eins og því að við tölum eitt elsta tungumálið, höfum hreint land, hreint haf, litla hljóðmengun og fleira. Þeir útlend- ingar, sem hingaö koma, snúa flest- ir ánægðir heim. Hins vegar eru íslendingar of miklir einstaklings- hyggjumenn til að ná samstöðu um markmiö. Viö erum að leita of víða að allt of mörgum mörkuðum fyrir allt of lítið vöruúrval.“ Baldvin hefur unnið mikið í land- kynningarmálum og hefur frá því í janúar setið í nefnd á vegum ríkis- stjórnarinnar sem fjallar um slík málefni. Hann segist vera ríkur af þjóðerniskennd. „Árið 1985 gafst mér tækifæri til að ferðast mjög víða með Hólmfríði Karlsdóttur. Ég skoðaði margs konar kynningar erlendis á ýmsum varningi og sjálf- ur hef ég verið viðloðandi mark- aðs- og auglýsingamál í tuttugu og þrjú ár.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.