Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1989, Qupperneq 33
LAUGARDAGUR 13. MAÍ 1989.
45
Bridge
Bridgesamband islands
Sumarbridge 1989:
Sumarbridge 1989 hefst næsta
þriöjudag, 9. maí, í Sigrúni 9 (húsi
Bridgesambandsins). Húsið opnað
kl. 17.30. Fimmtudagana 11. og 18.
maí verður spilað í sumarbridge að
Síðumúla 35, Drangey, húsi Skagfirð-
inga. Húsið opnað kl 18.30 þá daga.
Að þessum spiladögum loknum fær-
ist Sumarbridge alfarið í Sigtún 9.
Umsjónarmenn Sumarbridge eru:
Ólafur Lárusson, ísak Öm Sigurðs-
son, Hermann Lárusson og Jakob
Kristinsson.
Bikarkeppni Bridgesamband ís-
lands 1989 mun hefjast fljótlega í
sumar. Náðst hafa samningar við
Stöð 2 um að leikir í undanúrshtum
og úrsUtum keppninnar verði sýndir
í beinni útsendingu. Skráning í
keppnina er hafin í síma Bridgesam-
bandsins, 689360, og er mönnum bent
á að skrá sig svo fljótt sem auðið er.
Miðað er við að skráningu í bikar-
keppnina ljúki síðari hluta maímán-
aðar.
Alslemma ’89
BridgedeUd Skagfirðinga, Bridge-
samband Reykjavíkur og Ferðaskrif-
stofa íslands kynna í samvinnu við
Forskot sf. röð opinna stórmóta í
bridge sumarið 1989.
1. Reykjavík, 20.-21. maí, Gerðuberg.
2. Kirkjubæjarklaustur, 10.-11. júní,
Hótel Edda.
3. Hrafnagil v/Akureyri, 24.-25. júní,
Hótel Edda.
4. Reykholt í Borgarfirði, 8.-9. júU,
Hótel Edda.
5. ísaflörður, 22.-23. júlí, Hótel Edda.
6. HúnavaUaskóU, 12.-13. ágúst, Hót-
el Edda.
7. HaUormsstaður, 26.-27. ágúst,
Hótel Edda.
8. Kópavogur, 16.-17. sept., Félags-
heimiUð.
HeUdarverðlaun fyrir besta saman-
lagðan árangur í 4 mótum:
1. verðlaun: kr. 200 þús. á mann (sam-
tals kr. 400 þús.)
2. verðlaun: kr. 100 þús. á mann (sam-
tals kr. 200 þús.)
3. verðlaun: kr. 50 þús. á mann (sam-
tals kr. 100 þús.)
4. verðlaun: kr. 25 þús. á mann (sam-
tals kr. 50 þús.)
Með fyrirvara um lágmarksþátt-
töku.
Keppnisgjald á spUara er kr. 4.000.
í hveiju móti eru síðan sérstök verð-
laun fyrir 3 efstu sætin, að jafnaði
um 100 þús. kr. samtals. Að auki er
boðið upp á sérstök aukaverðlaun
fyrir hæstu skor í einni lotu í ein-
hveiju mótanna, utanlandsferð fyrir
tvo. Spilað verður um silfurstig í öll-
um mótunum.
Keppnisstjórar og útreikninga-
meistarar verða Ólafur Lárusson,
Jakob Kristinsson, Hermann Lárus-
son, Kristján Hauksson og Margrét
Þórðardóttir.
Skráning er hafin á skrifstofu For-
skots sf. í síma 91-623326.
Merming
áætluðum (og framreiknuðum )
byggingarkostnaði áranna 1983-1988
kr. 102.952.950,00. Á sama tíma lagði
ríkið kr. 42.400.000,00 til Listskreyt-
ingasjóðs. Þá á sjóðurinn inni kr.
60.552.950,00 hjá rikinu.
Með öðrum orðum hefur fjárveit-
ing ríkisins ekki numið nema sem
svarar 2/5 af þeirri upphæð sem lög
kveða á um.
Slæm nýting
Ekki er nema von að myndlistar-
menn telji sig nú hlunnfama og vilji
að ríkið standi við sitt, eins og komið
hefur fram í viðtölum í ýmsum fjöl-
miðlum.
Óneitanlega virðist það jaðra við
sýndarmennsku yfirvalda að setja
lög sem þau ætla sér aldrei að standa
við.
Skýrslur Listskreytingasjóðs leiða
einnig í ljós fremur slæma nýtingu á
þeim htlu peningum sem til skip-
tanna eru.
AUt of oft veitir sjóðurinn styrki til
kaupa á htlum grafíkmyndum eða
einstökum málverkum (stundum eft-
ir áhugamenn) fyrir skrifstofur hins
opinbera, þar sem þær eru eins og
krækiber í helvíti og óaðgengilegar
öðmm en starfsmönnum, í stað þess
að styrkja nýsköpun sem bæði gerir
miklar kröfur til listamanna og setur
mark sitt á alfaraleiðir.
Því má segja að klásúlan um heim-
Ud til kaupa á „áður unnum hsta-
verkum og listskreytingum" hafi
verið heldur til óþurftar.
Maður hefði til dæmis haldið að
sjálft fjármálaráöuneytið ætti að geta
fjármagnað kaup á hstaverkum í
húsakynni sín, í stað þess að seUast
eftir framlögum úr Listskreytinga-
sjóði, eins og gerst hefur í nokkur
skipti.
Og hví ætti hið háa utanríkisráðu-
neyti aö fá sem svarar 560.000 krón-
um (á núvirði) úr þessum sjóði tU að
kaupa málverk eftir Jón Stefánsson ?
Eru ekki kaup á slíkum málverk-
um fremur í verkahring Listasafns
íslands?
Réttir aðUar ættu að vinda bráðan
bug að því að bæta þetta ástand.
Annars er eins víst að listamenn
láti sig vanta, næst þegar ríkisvaldið
telur sig þurfa á þeim að halda.
-ai
öm Þorsteinsson - myndskreyting í sundlaugarbyggingu endurhæfingar-
deildar Borgarspítalans.
Framlög ríkisins til Listskreytingasjóðs framreiknuð til núgjldandi
verðlags (skv. uppl. Seðlab. ísl. mars 1989)
Ár Áætl. bygg- ingarkostn. þús. kr. 1 % áætlaðs byggkostn. kr. Framlag til Listskrsj. kr. Mismunur áætlunar ogframl. kr.
1983 1.538.765 15.387.650 6.200.000 9.187.650
1984 1.634.515 16.345.150 10.800.000 5.545.150
1985 1.529.316 15.293.160 7.400.000 7.893.160
1986 1.368.798 13.687.980 6.400.000 7.287.980
1987 1.892.643 18.926,430 5.600.000 13.326.430 !
1988 2.331.258 23.312.580 6.000.000 17.312.580
Samtals 102.952.950 42.400.000 60.652.960 |
(Útreikningur: Myndhöggvarafélag islands)
íþróttapistiU
Fótboltinn að
hefjast fyrir
fullri alvöru
íslandsmótið í knattspymu hefst
um næstu helgi. Margir knatt-
spyrnuáhugamenn bíöa óþreyju-
fuúir eftir að flautað verði til leiks.
Með setningu íslandsmótsins má
segja að sumarið sé gengið í garð.
Knattspymumenn hafa síðustu
mánuði undirbúið sig af kappi fyrir
átökin í sumar og em margir kunn-
ugir á þeirri skoðun að knattspym-
an verði ef til vill aldrei eins jöfn
og spennandi. Á Reykjavíkursvæð-
inu og norður á Akureyri hafa stað-
ið yfir mót og verður ekki annað
sagt en félögin komi nokkuð spr æk
undan vetri. Það. er mikið í húfi
fyrir íslenska knattspyrnumenn að
standa sig þvi knattspyman hefur
eignast harðan keppinaut þar sem
handknattleikurinn er.
Stórtfyrirtæki
að reka
knattspymudeild
Það er ekkert launungarmál aö
það er stórt fyrirtæki að reka knatt-
spyrnudeild á íslandi í dag. Fjár-
hagur knattspyrnudeildar er háður
aðsókn áhorfenda. í vikunni lauk
Reykjavíkurmótinu og í máli for-
manns knattspyrnuráðs Reykja-
víkur í mótslok kom fram að að-
sóknin hefði alls ekki verið nógu
góð. Fyrir nokkrum árum þótti
Reykjavíkurmótið með meiri hátt-
ar viðburöum. Fjölda fólks dreif að
og sérstök stemning var á mótinu.
Reykjavíkurmótið
er upphitunarmót?
í dag er þessi stemning ekki ríkj-
andi nema kannski fyrir úrslita-
leiknum eins og glögglega kom
fram í leik Fram og KR á dögunum.
Hin síðari ár hefur komið fram í
máli þjálfara Reykjavíkurfélag-
anna að þeir hti á mótið sem æf-
ingu fyrir stærri átök sumarsins
og þar eiga þeir líklega við íslands-
mótið. Þegar þessi hugsunarháttur
ríkir er ekki von að áhorfendur
komi á leikina. Hvers vegna þjálf-
arar hta á Reykjavíkurmótið nú
sem æfingu er mér hulin ráðgáta
en hún býður aðeins hættunni
heim.
Yfirbyggöir
vellir eru lausnin
Knattspymutímabil íslenskra
knattspyrnumanna er mjög stutt
ef við miðum okkur við knatt-
spyrnu annars staðar í Evrópu.
Þetta gerir knattspyrnumönnum
hér á landi erfitt um vik að standa
jafnfætis stahbræðrum sínum í
Evrópu. Veðurfar á íslandi stjórnar
þessum málum alfarið. Sumarið er
stutt og fyrr en varir ér haustið
skollið á. Menn hafa í mörg ár velt
fyrir sér hvað sé til ráða í þessum
efnum. Frændur okkar á Norður-
löndum hafa fundið lausn á málun-
um. Sú lausn á ekki síður heima
hér á landi.
Svíar riðu á vaðið í byggingu á
yfirbyggðum knattspyrnuvöhum
sem gerir það að verkum að þeir
geta iðkað knattspymu aht áriö.
Svíar em, eins og flestir vita, í
fremstu röð knattspymumanna og
ber árangur félagsliða og landshðs-
ins þess glöggt vitni. Danir og
Norðmenn hafa hin síðari ár farið
að dæmi Svía í þessum efnum.
Danskir og norskir knattspymu-
menn hafa fagnað komu þessara
húsa. Þeir segja að árangurinn af
þessum yfirbyggðu húsum muni
koma í ljós þegar fram hða stundir.
Yfirbyggðir knattspyrnuvellir em
einnig víöa í Sovétríkjunum.
Not fyrir yfirbyggða knatt-
spyrnuvehi eru hvergi eins mikil
og á íslandi. Þetta eru hús sem
verða aö rísa og það fyrr en seinna.
Gervigrasvöllurinn í Laugardal
hefur komið í góðar þarfir en í hl-
viðri er enginn öfundsverður af að
leika þar knattspyrnu. Knatt-
spyrnumenn af landsbyggðinni
hafa horft öfundaraugum th knatt-
spyrnumanna í Reykjavík vegna
gervigrasvaharins í Laugardaln-
um. Háværar raddir eru nú uppi í
stærri byggðum á landsbyggðinni
að leggja gervigrasvehi en áður en
farið verður út í þær framkvæmdir
ætti að hafa yfirbyggingu í huga.
Við íslendingar náum aldrei ár-
angri á heimsmælikvarða nema við
iðkum knattspyrnu meginhluta
ársins og th þess að það megi verða
þarf kippa þeim málum strax í lið-
inn.
íslandsmótið
aó hefjast
íslandsmótið hefst 21. maí. Marg-
ir ungir og efnhegir knattspyrnu-
menn munu prýða flest liðin þó
innan um verði gamlir jaxlar sem
gert hafa garðinn frægan í gegnum
árin. Ýmis félög hafa dvalið í æf-
ingabúðum erlendis við ákjósan-
legar aðstæöur en önnur hafa valiö
þann kostinn að æfa hér. Víst er
að hart verður barist í deildinni,
bæði á toppnum og á botninum.
Knattspyrnan er vinsælasta
íþróttagreinin og er vonandi að
áhorfendur láti ekki sitt eftir liggja
og fjölmenni á leiki sumarins.
íslenska landsliðið
stendur í ströngu
íslenska landsliðið stendur í
ströngu á næstunni. Englendingar
leika á Laugardalsvellinum 19. mai
vináttulandsleik gegn íslending-
um. Englendingar koma hingað til
lands með B-lið sitt en Samt eru
innan um margir kunnir kappar
sem marga knattspyrnuáhuga-
menn fýsir að sjá. íslendingar
mæta síöan Sovétmönnum í
Moskvu i lok mánaðarins í for-
keppni heimsmeistarakeppninnar.
Sovétmenn hafa forystu í riðlun-
um og tryggja sér örugglega sigur.
Annað sætið gefur einnig sæti í
úrslitakeppninni á Ítalíu og eins og
staðan er nú eru allir möguleikar
opnir í þeim efnum. Tyrkir, Aust-
urríkismenn, Austur-Þjóðverjar og
íslendingar eiga möguleika á því
sæti. Við íslendingar erum alltaf
bjartsýnir og við skulum halda því
áfram.
Jón Kristján Sigurðsson
• Þessi mynd er úr leik Frqm og KR í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins
i siðustu viku. KR-ingar báru sigur úr býtum og hrepptu titilinn. Þessum
félögum er spáð góðu gengi á íslandsmótinu sem hefst eftir viku.
DV-mynd Brynjar Gauti