Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1989, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1989, Blaðsíða 28
36 FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 1989. Andlát Erna Jónsdóttir, Háaleitisbraut 107, lést í Landspítalanum 13. maí. Ingemar Gustafsson lést í sjúkrahúsi í Kungsbacka 6. mai. Frú Guðríður Jóhannesson (áður Norðíjörð), lést í Borgarspítalanum mánudaginn 15. maí. Þóroddur Ólafsson frá Ekru lést í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja þriðju- daginn 16. maí. Jaröarfarir Magnús Vilhjálmsson frá Efsta-Bæ, Akranesi, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju fóstudaginn 19. maí kl. 11. Oddný V. Guðjónsdóttir, Furugerði 1, verður jarðsungin frá Fossvogs- kirkju fostudaginn 19. mai kl. 15. Útfor Theódórs A. Jónssonar for- stöðumanns, fyrrverandi formanns Sjálfsbjargar, verður gerð frá Hall- grímskirkju föstudaginn 19. maí kl. 13.30. Sigríður Brynjólfsdóttir frá Star- mýri, Álftafirði, síðast til heimilis á hjúkrunarheimilinu Skjóh, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fóstu- daginn 19. mai kl. 10.30. Útför Jóns Inga Guðmundssonar sundkennara fer fram frá Langholts- kirkju fóstudaginn 19. maí kl. 13.30. Gunnlaugur Stefánsson frá Akurseli, .Lönguhlið ld, Akureyri, verður jarð- Nauðungaruppboð- þriðja og síðasta á eftirtöldum fasteingum: Engihjalla 9,2. hæð D, þingl. eigendur Ólafur Ingimundarson og Helga fer fram á eigninni sjálfri mánud. 22. maí 1989. kl. 13.30. Uppboðsbeiðendur eru Veðdeild Landsbanka íslands og Fjár- heimtan hf. Hávegi 11, talinn eigandi Kristinn Stefánsson, fer fram á eigninni sjálfri mánudaginn 22. maí 1989 kl. 14.15. Uppboðsbeiðandi er Sveinn H. Valdi- marsson hrl. Lundarbrekku 4, íbúð 0205, þingl. eig- andi Guðlaug Helgadóttir, fer fram á eigninni sjálfri mánud. 22. maí 1989 kl. 15.45. Uppboðsbeiðandi er Ari ís- berg hdl. Reynigrund 37, þingl. eigandi Birgir Sumarhðason, fer fram á eigninni sjálfri mánud. 22. maí 1989 kl. 16.15. Úppboðsbeiðendur eru Búnaðarbanki íslands og Friðjón Öm Friðjónsson frdL______________________________ Víðihvammi 3, þingl. eigandi Kristján Ingimundarson, fer fram á eigninni sjálfri mánud. 22. maí 19$9 kl. 15.00. Uppboðsbeiðendur em Iðnlánasjóður, Einar S. Ingólfsson hdl.^Ólafur Axels- son hrl., Útvegsbanki Islands og Jó- hann Þórðarson hrl. Bæjarfógetinn í Kópavogi sunginn frá Skinnastaðakirkju í Öx- arflrði laugardaginn 20. maí kl. 14. Guðmundur Jóhannsson lést 7. maí sl. Hann fæddist í Reykjavík 16. ágúst 1907. Foreldrar hans voru hjónin Jóhann Þórðarson og Sigríður Guð- mundsdóttir. Guðmundur lauk prófi í blikksmíði 1931 og hlaut meistara- réttindi 1944. Hann starfaði hjá Nýju blikksmiðjunni 1928-47. Hann var formaður í Félagi bhkksmiða 1937-44. Hann fór að starfa árið 1947 sem verkstjóri hjá vélsmiðjunni Héðni og vann þar til 1954. Hann skipaði sæti í fulltrúaráði verkalýðs- félaga í Reykjavík 1935-44 og átti þátt í stofnun AA samtakanna 1954 og Bláa bandsins 1955. Eftirlifandi eiginkona hans er Gíslína Þórðar- dóttir. Þau hjónin eignuðust fjögur börn og eru þrjú á lífi. Útför Guð- mundar verður gerð frá Dómkirkj- unni í dag kl. 13.30. Tónleikar The Grinders meö tónleika íTunglinu Blues-hljómsveitin The Grinders, sem skipuð er gítarleikaranum og söngvaran- um Kristjáni Kristjánssyni, bassaleikar- anum Þorleifi Guðjónssyni og tveimur Bandaríkjamönnum, heldur tónleika í Tunglinu í kvöld, ftmmtudag, fóstudag og laugardag. The Grinders hafa bækistöð í Sviðþjóð og hafa leikið þar og víðs vegar um Evrópu við góðar undirtektir. Hljóm- sveitin leikur einkum blöndu af Miss- isippi-blús og bluesgrass tónlist en einnig Chicagó-blús. Auk Kristjáns og Þorleifs eru í hljómsveitinni munnhörpuleikari að nafni Derrick Big Walker og Scott Alexander sem leikur á þvottabretti og önnur ásláttarhljóðfæri. Gestir The Grinders á tónleÚumum verða Megas, sem kemur fram í kvöld, og Ellen Kristj- ánsdóttir, Magnús Eiríksson og Eyþór Gunnarsson sem koma fram á laugar- dagskvöld. Ljóða- og tónlistar- fagnaður í Nýhöfn Smnarið er að koma og verður haldinn ljóða- og tónlistarfagnaður í Listasal Ný- hafnar, Hafnarstræti 18, af því tilefni í kvöld, fimmtudagskvöld. í Nýhöfn stend- ur nú yfir sýning Hafsteins Austmanns. Þau skáld sem fagna sumarkomu eru: Einar Már Guðmundsson, Valgarður Egilsson, Margrét Lóa Jónsdóttir, Kristj- án Þórður Hrafnsson, Stefán Snævarr. Ragnhildur Pála Ófeigsdóttir les úr bók sinni „Stjömumar í hendi Maríu“ sem kemur út á næstunni í tilefni af heimsókn páfa. Karl Guðmundsson leikari les úr bókinni „Utari vegar" eftir Steinunni Eyjólfsdóttur og mun Karl einnig lesa úr enskri þýðingu bókarinnar. Guðmundur R. Lúðvíksson mun leika tvö lög á gítar og syngja með. Lag sem hann tileinkar Ása i Bæ og svo lag sem hann tileinkar skáldum. Óttar Proppé mun svo frum- flytja upplestrar- og tjáningarverk eftir sjálfan sig. Kynnir verður Ari Gísli Bragason. Upplesturinn hefst kl. 21 og verða kaffiveitingar í hléi. Mætið timan- lega. Vortónleikar Vortónleikar Tónlistarskólans í Reykja- vík verða að Kjarvalsstöðum í dag, 18. maí, og hefiast kl. 18. Leikin verða píanó- verk eftir Rachmaninoff, Debussy, Chop- in, J.S. Bach og Kabalevsky, Sónata fyrir selló og píanó eför Sjostakovits, Sónata fyrir hom og píanó eftir Beethoven, verk fyrir einleiksflautu eftir Debussy, Preludium og Allegro fyrir fiðlu og píanó eför Pugnam-Kreisler og fleira. Aðgang- ur að tónleikunum er ókeypis og öllum heimill. LOKAÐ Vegna jarðarfarar Theódórs A. Jónssonar verður skrifstofa Sjálfsbjargar, dagvistun, sjúkraþjálfun og heilsuræktin Stjá lokuð föstudaginn 19. maí 1989. Framkvæmdastjórn. Frá Grunnskólunum í Mosfellsbæ Innritun nýrra nemenda fyrir næsta vetur fer fram í skólunum 19. og 22. maí frá kl. 9-12. Áríðandi er að tilkynna nýja nemendur vegna deildaskiptinga næsta skólaár. 6-12 ára (0-6. bekkur) í síma 666154. 13-15 ára (7.-9. bekkur) í síma 666186. Skólastjórar. Fréttir Höfðavík frá Akranesi á grálúðuveiði í siðustu viku. DV-mynd Reynir Mokveiði í grálúðu: Togarar hafa fengið 100 tonn á sólarhring Reynir Trauslason, DV, Flateyri: Grálúöuveiði stendur nú sem hæst og hefur veiöi verið mjög góð hjá mörgum. Dæmi eru um allt að 100 tonnum á sólarhring hjá einstökum skipum. Vestfjarðatogaramir hafa verið að fylla sig á 4-6 dögum og eru flestir búnir með grálúðukvóta sína enda er um að ræða gífurlega skerð- ingu frá fyrri árum hjá flestum. G^álúðan stendur nú dýpra en undanfarin ár og skipin verið að veiðum allt niður á 600 faðma dýpi um 30 sjómílur frá miðlínunni milb íslands og Grænlands. Ekki eru nema örfá ár síðan hefðbundnar grá- lúðuveiðar voru aöeins stundaðar frá 300 og niöur á 450 faðma dýpi en við aukna sókn í grálúöustofninn hafa togararnir í auknum mæli leitað út fyrir heföbundna slóð með góðum árangri. Á síðasta ári voru veidd tæp 50 þúsund tonn af grálúðu og er það álit margra að veiðin verði svipuð í ár þrátt fyrir áform stjómvalda um verulegan samdrátt. Stangaveiðifélag Reykjavíkur: Glæsileg afmælisveisla „Ég vil þakka öllum þeim fjölda veiðimanna sem mættu og allar þær góðu gjafir sem félaginu vom gefnar á þessum tímamótum, afmælið tókst feiknavel,“ sagði JónG. Baldvinsson, formaöur Stangaveiðifélags Reykja- víkur, er afmælishófi félagsins var að ljúka í gærdag. En á milli fjögur og fimm hundmð félagsmenn á öll- um aldri mættu í fimmtíu ára af- mælið sem heppnaðist vel. Stangaveiöifélagi Reykjavíkur var gefinn fjöldi glæsilegra gjafa eins og myndir, bækur, hikar og blóm. Veitt vom heiðursmerki og fyrstu félagarnir, sem ennþá eru á lífi, feng- u gullmerki, þeir Valur Gíslason leikari og Gísli Friörik Petersen. Hinn sanni veiðiandi ríkti í sölum í gærdag enda stutt í að fyrstu veið- iárnar verði opnaðar eða eins og einn félagsmaðurinn sagði „þessi fráþæra afmælisveisla er gott forskot að veiðitímaþilið framundan“. G.Bender Þeim var greinilega skemmt, Stefáni Guðjohnsen framkvæmdastjóra og Hannesi Pálssyni bankastjóra, i afmælinu. DV-myndir G.Bender Húsbréfin á skrið í efri deild Jóhanna Siguröardóttir félags- málaráðherra mælti fyrir húsbréfa- frumvarpinu í efri deild Alþingis í fyrradag. í máli ráðherra kom meðal annars fram að hún taldi að f]ár- magnsflutningur til húsbréfakerfis- ins drægi ekki fjármagn frá atvinnu- lífinu. Þá sagði Jóhanna að villandi væri aö segja aö húsbréfakerfi leiddi til hækkandi greiðslubyrði. Þvert á móti stuðlaði það að því að húskaup- endur þyrftu ekki að taka dýr skammtímalán í bankakerfinu. Júlíus Sólnes gerði að umræöuefni sínu tölur um biðröð hjá Húsnæðis- stofnun. Sagðist han draga mjög í efa þær tölur sem birtar heföu verið hjá stofnuninni um að 9000 til 10.000 manns væru á biðlista. Þær tölur væru birtar til að tortryggja núver- andi kerfi og stuðla að framgangi húsbréfafrumvarpsins. Taldi Júiius að í biðröðin væru í reynd um 4000 til 5000 umsóknir. -SMJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.