Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1989, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1989, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 20. MAÍ 1989. Fréttir Innflutningur á smjörlíki stöðvaöur: Ekki verndunarsjónar- mið, segir ráðuneytið - út í hött að mismuna aðilum, segir Jóhannes Gunnarsson íslenskt smjörlíki stenst ekki kröfur um merkingar neytendaumbúða frek- ar en innfiutt smjörliki. DV-mynd Hanna „Innflytjendur hafa ekki sótt um undanþágu frá reglum um aukefni og merkingar og flytja inn smjör- líki án alls samráðs við Hollustu- vemd ríkisins," sagði Ingimar Sig- urðsson, deildarstjóri í heilbrigðis- og tryggingaráðuneyti, í samtali viðDV. „Við fórum þess á leit við fjár- málaráöuneytið að frekari toÚaf- greiösla á innfluttu smjörlíki yrði ekki leyfð fyrr en gengið hefði ver- ið úr skugga um að varan uppfyllti ákvæði reglugerða," sagði Ingimar. Hollustuvemd ríkisins kannaði, að beiðni ráðuneytisins, hvort smjörliki, sem þegar hefur veriö flutt inn, stæðist ákvæði umræddr- ar reglugerðar. Svo reyndist ekki vera. „Hér em engin verndunarsjónar- miö á ferðinni,“ sagði Ingimar. „Við viljum að allir sitji við sama borð og fariö sé að lögum í þessu efni.“ Innlent smjörlíki stenst í sumum tilfellum ekki ströngustu ákvæði reglugerðarinnar. Heimiit er að veita undanþágu frá ákvæðum reglugerðarinnar út árið 1989 og hafa framleiðendur nýtt sér það. Ekkert innflutningseftirlit Samkvæmt lögum á Hollustu- vernd ríkisins að annast eftirlit með innfluttum matvælum. Slíkt eftirlit hefur fram til þessa ekki verið framkvæmt vegna þess að stofnunin er vegna fjárskorts og manneklu ekki í stakk búin til þess að framfylgja lögunum. „Framlag til Hollustuverndar í þessu skyni fékkst aukið og er gert ráð fyrir 3 milljónum á þessu ári til innflutningseftirlits. Það á aö vera komið á 1. ágúst í sumar,“ sagði Ingimar. Tii þess aö innflutningseftirlit veröi virkt þarf Hollustuvernd að fá heimild til að ráða sérstakan starfsmann og kaupa tölvukerfi sem veröur samtengt tölvukerfi Tollvörugeymslunnar. Leifur Ey- steinsson, framkvæmdastjóri Holl- ustuverndar, sagði í samtali við DV að eftirlitið kæmist á fót á þessu ári en ekki fyrir 1. ágúst. Þangað til veröur lítið eöa ekkert eftirht. Kerfiö sýnir klærnar „KRON hefur ekki enn fengið formlegt leyfi til innflutnings á smjörlíki. Mér finnast viðbrögð og mótrök ráðuneytisins í þessu máli mjög einkennOeg og býst viö að þama sé kerfið að sýna klæmar," sagði Þröstur Ólafsson, stjórnar- formaöur í KRON, í samtali við DV. Mismunun út í hött „Neytendasamtökin gera auðvit- að kröfu til þess að matvæli séu merkt í samræmi við gildandi reglugerðir. Þetta á bæði við um innlendar og erlendar vörur,“ sagði Jóhannes Gunnarsson, for- maður Neytendasamtakanna. „Það er hins vegar út í hött að mismuna aðilum og þegar veriö er að stöðva innflutning á þeim for- sendum að merkingum sé ábóta- vant á sama tíma og vitað er að innlend framleiðsla stenst engan veginn sömu kröfur þá læöist að manni sá grunur að verið sé að setja fótinn fyrir þennan innflutn- ing og þar með koma í veg fyrir að neytendur fái notið ódýrari vöm,“ sagöi Jóhannes. í fréttatilkynningu, sem Holl- ustuvernd hefur sent frá sér um þetta mál, segir: „Stofnunin vill taka fram að smjörlíki eins og aðr- ar matvörur á að fullnægja settum reglum og skiptir þá ekki máh hvort það er framleitt hérlendis eöa flutt inn.“ í sömu tilkynningu segir að það sé misskilningur að Holl- ustuvemd hafi skoðað umrætt smjörlíki strax á frumstigi málsins. Um ekkert slíkt hafi verið aö ræöa. Ekki náðist í Jón Ásbergsson, for- stjóra Hagkaups, vegna þessa máls. -Pá Frá stofnfundi Hestaíþróttasambands Islands. Jgj 1 » p ■». mÍ&M sád&Æ1 '¥|1 'W Æm Hpl Hestamenn qanga í ÍSÍ Hestamenn stigu stórt framfara- spor þriðjudaginn 16. maí síðastUð- inn er Hestaíþróttasamband íslands (HÍS) var stofnað. SamhUöa gekk HÍS í íþróttasamband íslands (ÍSÍ) og varð þar með 20. sérsamband ÍSÍ. A stofnfundinum voru samankomnir fuUtrúar íþróttadeilda hestamanna- félaga, ungmennasambanda og hér- aðssambanda víðs vegar um landið, auk fuUtrúa ÍSÍ. Lögð voru fram drög aö lögum sambandsins, þau rædd, þeim breytt og samþykkt. Kosin var stjórn HÍS og er formaöur hennar Pétur Jökull Hákonarson sem jafnframt er for- maður íþróttaráðs Landsambands hestamannafélaga. Aðrir í stjóm HÍS eru: Hákon Bjamason, Lisbeth Sæ- mundsson, HrafnkeU Guönason og Þorsteinn Hólm Stefánsson. Mikiö starf Uggur fyrir næstu mán- uðina við að gera sambandið starf- hæft. Ársþing verða haldin í október ár hvert, hið fyrsta í október 1990. íþróttaráð LH lýkur þeim verkefnum sem það hefur tekiö að sér svo sem íslandsmóti í hestaíþróttum og Evr- ópumótinu í Danmörku, en HIS tek- ur við störfum íþróttaráðsins jafnt og þétt þar til HÍS er oröiö æðsti að- Ui um hestaíþróttir innan vébanda ÍSÍ. Ekki er hægt að leggja íþróttaráö LH niður, nema aö tillaga þar aö lút- andi sé samþykkt á ársþingi LH. 25 íþróttadeildir hafa gengið í íþróttaráö LH og eru aö ganga í eða hafa þegar gengið í héraðssambönd. Það má því búast við mikiUi aukn- ingu félaga í HÍS á næstu mánuðun- um. Meö því að hestaíþróttir eru orðnar almenningaeign, iðkaðar um allt land, má búast við að HÍS verði meðal íjölmennari sérsambanda inn- an ÍSÍ. -EJ Akureyri: Hundasýning í Höllinni Gyffi Kristjánsson, DV, Akureyri: Hundaræktarfélag íslands gengst fyrir sýningu á hundum í íþróttahöU- inni á Akureyri, sýningin verður haldin í dag og hefst kl. 12.30. Þetta er fyrsta hundasýningin sem haldin er innanhúss á Akureyri og eru 48 hundar skráöir á sýninguna. Þeir koma víðs vegar af Norður- landi, en sýndar veröa 6 tegundir hreinræktaðra hunda, íslenski hundurinn, labrador, poodle, schaf- er, irish setter og golden retriever. Keppt verður um verðlaun í hinum ýmsu flokkum og einnig kosnir bestu hundar sýningarinnar. Tilnefning vígslubiskups og dómprófasts: O • o © • o'í Niðurstoður liggi fyrir um miðjan júní „Það væri æskfiegt að niðurstöður varðandi tilnefningu vígslubiskups í Skálholtsbiskupsdæmi og tilnefn- ingu dómprófasts í Reykjavík lægju fyrir um miðjan júní,“ sagði Magnús Guðjónsson biskupsritari í samtali viö DV. Séra Ólafur Skúlason gegnir þess- um embættum nú en þau losna þegar hann tekur við embætti biskups í lok júní. Því'þarf að tilnefna nýja menn í stöðumar. Er verið að undirbúa sendingu gagna tU presta og kenni- manna vegna tUnefninganna. Vígslubiskup í Skálholtsbiskups- dæmi tilnefna prestar og kennimenn í biskupsdæminu sem nær frá Hrúta- firði, suður um og austur, að Langa- nesi. Dómprófastur er tilnefndur af sóknarprestum í Reykjavíkurpró- fastsdæmi. Tilnefning er í raun lítt frábrugöin biskupskjöri. Allir sem tUnefna eru í „kjöri“ og er tilnefningin leynileg. En hveijir þykja koma tU greina? Samkvæmt heimildarmönnum DV hafa þrír verið orðaðir við embætti vígslubiskups. Það eru: Sigurður Sig- urðarson, Selfossi, Jónas Gíslason, dósent í guðfræðideild Háskólans, og Sváfnir Sveinbjarnarson, Breiða- bólsstaö. Jónas er þeirra elstur, 62 ára, Sváfnir er 60 ára og Sigurður yngstur, 45 ára. Guðmundur Þorsteinsson í Árbæj- arprestakaUi mun samkæmt heim- ildum blaðsins þykja líklegur sem dómprófastur. Hann er tæplega sex- tugur. -hlh Deila um Hringbraut 119 1 Hæstarétti: Steintak greiði fimm milljónir auk vaxta Hæstiréttur hefur dæmt bygg- ingafyrirtækið Steintak til að greiða Hraöfrystihúsinu í Innri- Njarðvík sf. tæpar fimm milljónir króna auk dráttarvaxta frá janúar 1986. Steintak keypti hluta hússins, númer 119 viö Hringbraut í Reykja- vfic, af Hraðfrystihúsinu. Kaupverð átti að greiðast með íbúðum eftir að búið var að breyta húsinu í íbúð- arhús. Hluta eignarmnar afhenti selj- andi, það er Hraöfrystihúsiö, ekki á réttum tíma og þáði leigugreiðsl- ur af leigjanda eftir umsaminn af- hendingartíma. Steintak telur að dráttur sá sem varð á afhendingu hafi skaðaö sig verulega. Meðal annars hafi fýrirtækið þurft að slá af söluveröi 7 íbúða, þar sem ekki reyndist unnt að skUa þeim á tU- settum tíma. Eins telur Steintak að drátturinn hafi leftt tíl hærri bygg- ingarkostnaðar og einnig leitt tíl vaxtataps. Hraöfrystihúsiö féllst ekki á rök Steintaks. Þar sem Steintak haföi ekki staö- iö í skUum með kaupverðiö gerði lögmaður Hraðfrystihússins til- raunir tíl aö fá Steintak tíl aö ganga frá kaupunum en án árangurs. Hann óskaöi eftir að löghald yrði sett á hluta hússins. Við því varð fógetaréttur í Reykjavik. Hæstí- réttur sagði að tafir þær sem urðu á afhendingu dygðu ekki til að tefja greiðslur. Hæstiréttur dæmdi Steintak tU að greiða Hraðfrystihúsinu 5,7 miUjónir. Hraðfrystihúsið var dæmt tU að greiöa Steintaki 734 þúsund krónur. Mismunurinn er þvi tæpar fimm mUIjónir Hrað- frystihúsinu í vil. Mál þetta dæmdu hæstaréttar- dómararnir Guömundur Jónsson, Benedikt Blöndal, Guörún Er- lendsdóttir, Haraldur Henrýsson og Hrafn Bragason. -sme

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.