Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1989, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1989, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 20. MAÍ 1989. 15 Landið sjálft er mikilvæg auðlind engu síður en fiskurinn í sjónum, heita vatnið í iðrum jarðar eða kraftur fallvatnanna. Auður jarðar er efnahagsleg und- irstaða mannlífs í landinu. Það er auðvelt að nýta ranglega þessi gæði sem núlifandi kynslóðir hafa fengið í arf. Dæmi um slík mistök eru allt í kringum okkur í sögunni og sam- tímanum. Það tjón, sem unnið er á náttúru lands og lagar, er stundum hægt að bæta fyrir á löngum tíma. Oft eru skemmdarverkin þó þess eðhs að fyrir þau verður ekki bætt. Skiptir þá engu máh hvort þau voru unnin af vanþekkingu, að- gæsluleysi eða ásetningi. í samtímanum verður stundum að gera aðrar og meiri kröfur til landsins en þá einu, sem oft skiptir mestu máh, að nýting þess skih landsmönnum peningalegum arði í nútíð og framtíð. Til eru ýmis þau gæði sem ekki er svo auðvelt að meta í krónum og aurum: Hreint loft. Fjölbreytt jurta- og dýralíf. Fegurð náttúrunnar - náttúru sem almenningur hefur frjálsan aðgang að sér til hvíldar og hressingar, já, til andlegrar og líkamlegrar endur- næringar í þeirri streitu sem fylgir daglegri lífsbaráttu 1 hraðasam- félagi nútímans. Þessi gæði, sem ekki verða svo vogsdalurinn nýttur? Þeirri spum- ingu er enn ósvarað. Vafalaust hefur mörgum brugðið í brún þegar allt í einu birtist í fjöl- miðlum ákvörðun bæjaryfirvalda í Kópavogi um að afhenda íþróttafé- lagi í bænum mikilvægan hluta Fossvogsdals undir íþróttamann- virki fyrir félagið. Þetta var röng ákvörðun. Sá vissulega takmarkaði hluti Fossvogsdalsins, sem enn er óbyggður, á að vera fyrir almenn- ing til frjálsra afnota. Þar á ekki að reisa mannvirki fyrir einstök íþróttafélög. Dalurinn er kjöriö útivistarsvæði fyrir höfuðborgarbúa jafnt sumar sem vetur. Með tiltölulega htlum tilkostnaði er hægt að gera dalinn mun fjölbreyttari og gróðurríkari en hann er nú: sannkallaða vin í öllu malbikinu og steinsteypunni. Þar á allur almenningur, ekki að- eins þeir sem stunda skipulagða íþróttaiðkun, að hafa frjálsan að- gang til margvíslegrar líkamsrækt- ar og leikja, gönguferða, skíðaferða og annarrar heilnæmrar útivistar. Fótbolta- og tennisvelhr eiga þar fyllilega rétt á sér ef þeir eru sam- eign almennings og þar með öllum opnir. Meira og minna lokuð íþróttasvæði einstakra félaga í Fossvogsdal eru einfaldlega tíma- skekkja. auðveldlega metin til fjár, geta stundum verið mun verðmætari fyrir íslenskt mannlíf en fram- kvæmdir sem reikna má út að skili fjárhagslegum arði. Dauð hugmynd Skiptar skoðanir hafa veriö um nýtingu Fossvogsdalsins mörg undanfarin ár. Líklega eru hátt í tveir áratugir síðan fyrstu kröfur komu fram um friðun dalsins. Þeim kröfum var að sjálfsögðu stefnt gegn hugmyndum um lagn- ingu hraðbrautar eftir endhöngum Fossvogsdalnum - hugmyndum sem htu vel út á teikniborði verk- fræðinga. Með árunum hefur það sjónar- mið orðið ríkjandi meðal Kópa- vogsbúa, og reyndar haft hljóm- grunn miklu víðar, að lagning Fossvogsbrautar hlyti að teljast mikið umhverfisslys. Bæjaryfir- völd í Kópavogi tóku í reynd undir þau sjónarmið fyrir mörgum árum. Þeir eru því fáir sem hafa í alvöru gert ráð fyrir því hin síðari ár að Fossvogsbraut yrði að malbikuð- um veruleika. Á hana hefur ein- faldlega verið htið sem gamla dauða hugmynd. Hvers vegna nú? Það kom því mörgum á óvart að bæjaryfirvöld í Kópavogi skyldu sjá sérstaka ástæðu til þess nú að lýsa því yfir að samningsákvæði um Fossvogsbraut væru úr ghdi fallin af hálfu bæjarfélagsins. Th- finningarík viðbrögð borgarstjór- ans í Reykjavík vöktu ekki minni undrun. Hvers vegna þessi aðgerð .nú? Hvaða hagsmunir knúðu á um yfir- lýsingu af þessu tagi? Th hvers að vekja upp hatrammar dehur um hraðbraut sem flestir trúa að aldrei verðilögð? Stjómmálamenn fá vald frá al- menningi th að fara með málefni borgaranna. Gera verður þá kröfu til þeirra að ákvarðanir séu teknar með ljós markmið í huga. Einnig að raunhæft sé að gera ráð fyrir að þær aðgerðir, sem gripið er th, dugi til að ná takmarkinu. Þrátt fyrir það mikla orðaflóð, sem fylgt hefur í kjölfar þessarar ákvörðunar um einhhða riftun samningsákvæða, virðist mörgum enn sem sú leið hafi ekki verið næghega ígrunduð. Ekki vegna þess að stráksleg viðbrögð borgar- stjórans hafi komið svo á óvart að það raski máhnu. Nei, það hefur einfaldlega ekki tekist að færa fram fullnægjandi rök fyrir því að nauð- synlegt hafi veriö að grípa th slíkra ráða nú. Mætast þeir neðanjarðar? Ekki ætla ég að blanda mér í orð- margar og thfinningaríkar deilur forráðamanna Kópavogsbæjar og Reykjavíkurborgar. Sá nágranna- hasar hlýtur að jafna sig fyrr en síðar eins og aðrar pólitískar þræt- ur. Kannski sættast kapparnir neð- anjarðar í göngum undir Nýbýla- veginum? Laugardags- pistill Elías Snæland Jónsson aðstoðarritstjóri Hugmyndin um slík jarðgöng hefur skotið upp kolhnum hjá borgaryfirvöldum í Reykjavík. Þau eru hugsuð sem sárabót fyrir Foss- vogsbrautina. Gerð slíkra ganga er vafahtið miklu dýrara en þær lausnir aðrar á umferðarvandan- um sem þegar hefur verið bent á, svo sem að breikka Miklubraut og gera myndarlegan veg um Kópa- vogsdal. Jarðgöngin hljóta því að koma sterklega til greina á þessum flottræfilstímum. Ógnvænleg mengun Á fundi um Fossvogsdalinn vakti háskólarektor athygli á þeirri gif- urlegu mengun sem fylgir sívax- andi bhaumferð. Margvísleg efni í útblæstri bíla geta verið hættuleg hehsu manna. Dæmi um þetta er kolmónoxíð. Rektor reiknaðist svo til að á hverj- um einasta degi myndu bhar, sem færu um hina hugsuðu Fossvogs- braut, gefa frá sér eitt og hálft tonn af kolmónoxíði á dag. Það eru um fjörutíu og fimm tonn á mánuði. Um fimm hundruð tonn á ári! Auðvitað er það rétt hjá rektor að þessi mengun er langhættuleg- ust þar sem lítil hreyfing er á lofti vegna landfræðilegra aðstæðna *- eins og th dæmis í Fossvogsdaln- um. En þessar tölur gefa tilefni til að staldra við og huga að þeim kröfum sem gerðar eru hér á landi th mengunárvarna í bhum. Mun strangar er tekið á þeim málum sums staðar erlendis, svo sem í Bandaríkjunum, en hér á landi. Nú hefur bhaeign landsmanna hins vegar stórlega aukist undan- farin ár og þar með mengunin af þeirra völdum. Hvernig væri að opinberir aðilar sneru sér að því að draga úr mengun af völdum bha, þótt ekki væri nú nema af hálfum þeim krafti sem í það hefur farið hjá þeim að láta almenning kveikja á bílljósum um hábjartan daginn? Dalinn fyrir almenning En sem sagt: Fossvogsbrautin er löngu dauð eins og hún Grýla gamla. En hvernig verður Foss- Þessi ákvörðun er reyndar þeim mun furðulegri þar sem þegar er kominn visir að íþróttamiðstöð í Kópavogsdal og því eðlhegt að halda áfram uppbyggingu þar fyrir öll íþróttafélögin í bænum. Áhrif almennings Almenningur hefur á undanfórn- um árum leitast við að hafa aukin áhrif á ákvarðanir um nánasta umhverfi sitt. Ráðamenn kerfisins hafa þar oft verið tregir í taumi. Áuðvitað þarf að vera ákveöið jafnvægi milli sjónarmiða og hags- muna íbúa á ákveðnum svæðum og heildarhagsmuna bæjarfélags - í þeim tilvikum að þetta tvennt fer ekki saman. En fólkið sjálft á að hafa mun meiri áhrif á ákvarðanir um nánasta umhverfi sitt en al- mennt hefur verið til þessa. Alltof oft hefur óskum íbúanna verið hafnað: hagsmunir og vilji annarra hefur skipt meira máh. Ýmis dæm- in þar um frá síðustu árum þekkja allir. Nýting Fossvogsdalsins er dæmi- gert mál þar sem almenningur ætti að hafa áhrif á ákvarðanir þegar á undirbúningsstigi. Það á auðvitað sérstaklega við um íbúana í daln- um, og þá ekki síður Fossvogsbúa í Reykjavík en Kópavogi. Th þess að svo megi verða þarf að safna hugmyndum og leggja fram ýmsa fýshega kosti áður en ákvarðanir eru teknar, í stað þess að láta al- menning ætíð standa frammi fyrir orðnum hlut. Elías Snæland Jónsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.