Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1989, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1989, Blaðsíða 23
LAUGARDAGUR 20. MAÍ 1989. 23 Maðurinn sem vildi verða Tyrki Bill Blower hét stærðfræðikennar- inn sem fékk allt í einu áhuga á því að læra tyrknesku. Hann leitaði því til eins nemenda sinna, Tyrkja, sem talaði máhð reiprennandi. Engan grunaði þá að tungumálanámið ætti eftir að hafa jafnalvarlegar afleiðing- ar og raun varð á. Hefur máhð vakið athygh bæði á Englandi og megin- landinu. Gullna homið hét veitingastaðurinn í Blackpool á Englandi sem ungi lögregluþjónninn kom að kalt febrúarkvöld fyrir tutt- ugu árum. Hann stóð um hríð fyrir framan gluggann og horfði inn og þá sá veitingamaðurinn, Tyrki, th hans. Hann fann th með unga lögreglu- þjóninum sem stóð þama úti í kuld- anum og bauð honum inn fyrir og gaf honum að borða. Enginn veit með vissu hvað fór um huga Bhls Blowers er hann sat þama í veitingahúsinu fyrir tveimur ára- tugum en telja má þó víst að hann hafi verið þakklátur því umhyggja var eitt af því sem hann hafði að mestu farið á mis við í lífinu. Hann var munaðarleysingi, ekki þó af því að hann hefði misst foreldra sína, heldur af því að hann haföi aldrei kynnst þeim, hvorki föðurnum né móðurinni. Hann fannst nefnhega í öskutunnu þegar hann var reifa- barn. Nám og nýtt starf Bhl Blower var þó ekki lengi í lög- reglunni. Eftir nokkur ár hafði hann fengið nóg af löggæslustörfunum og settist þá á skólabekk. Hann vhdi verða kennari og þar kom að hann fékk kennararéttindi og hóf kennslu í menntaskóla í Hackney, einu hverfa London. Var grein hans stærðfræði. Hann settist svo að í hverfinu. Lengi vel gekk aht vel. Að vísu vakti það athygh að Blower átti enga vini og ekki hafði neinn nokkru sinni séð hann í félagsskap kvenna. Það eina sem vitað var að hann gerði annað en vinna og hvhast var að fara stöku sinnum í leigubíl th vestur- borgarinnar en enginn spurði hvað hann aðhefðist þar og hann ræddi aldrei um það sjálfur. Tyrkneskunámið Þannig gekk allt vel þar til árið 1987 að Bill Blower fékk aht í einu áhuga á því að læra tyrknesku. Leit- aði hann th eins nemenda sinna, 16 ára gamals pilts, Ahmets Osmans, en hann var Tyrki og nemandi hjá Blower. Hófst nú tyrkneskunámið og fór það fram í frímínútum og þeg- ar báðir höfðu lausar stundir í skól- anum. Vakti það nokkra athygli nemenda og kennara að Blowers skyldi hafa haft hlutverkaskipti við Ahmet og var ahmikið um þetta tal- að. Þar kom að rektor, Kenneth Perk- ins, kahaði Bih Blower á sinn fund og sagði honum að hann yrði að hætta að læra tyrnesku hjá Ahmet Osman. Slíkt væri ekki viðeigandi og gæfi fólki thefni til ahs kyns um- ræðna. Haföi þó ekkert gerst sem gaf í raun neitt thefni th að gruna Blow- er um óeðlhega framkomu við Ah- met. Undarleg viðbrögð Blower hlustaði á rektor en lýsti því síðan yfir að hann neitaði með öhu að verða við tilmælum hans og kvaðst mundu halda áfram að læra tyrknesku hjá Ahmet. Reyndi rektor að snúa hug hans og benti honum á að hann gæti lært málið í kvöldskóla en Blower lét sér ekki segjast. Nokkrum dögum síðar, áður en Perkins rektor hafði fundið lausn á þessum vanda, gerðist það að Blower kom á kennarastofuna og thkynnti að hann hefði skipt um eftirnafn og væri nýja eftirnafnið sitt Osman. Lagði hann fram opinbera staðfest- ingu á nafnaskiptunum. Rektor og kennarar fóru nú að líta svo á að eitthvað væri að koma yfir Blower. Hann væri farinn að hegða Osman eldri. Ahmet Osman. sér þannig að ef th vih mætti búast við hverju sem væri af honum. Fékk rektor því th leiðar komið að Blower var sendur th kennslu í öðrum skóla, langt frá Ahmet Osman, en Osmans- fjölskyldunni var ekki farið að standa á sama um hegðan stærð- fræðikennarans. Til sálfræðings Er Bhl Osman hafði verið í nýja skólanum um hríð þótti nauðsynlegt að láta hann fara th sálfræðings því hegðan hans var ekki eins og eðlilegt gat talist. Sálfræðingurinn komst að þeirri niðurstöðu að Blower væri haldinn sjúklegri þráhyggju og sner- ist hugur hans allt of mikið um fjar- læg lönd og þá einkum og sér í lagi Tyrkland. Ekkert kom þó fram hjá sálfræðingnum sem henti th þess að Blower væri haldinn afhrigðhegri kynhneigð. Það næsta sem gerðist var að Bih Osman gerði thraun th að fá foreldra Ahmets Osman th að ganga sér í for- eldra stað. Vhdi hann að þau tækju hann í fjölskylduna og var þar að hluta th fengin skýring á nafnskipt- unum. Enn var Bill sendur til sálfræðings og þótti nú ekki horfa vel um framtíð hans. Jafnhliða meðferðinni sem bar ekki árangur fór Bill að hafa í hótun- um við Osmansfjölskylduna og Perk- ins rektor. Voru sumar hótanirnar svo alvarlegar að leitað var til lög- reglunnar sem aðhafðist þó ekkert. Bill Osman hverfur Nokkru fyrir jólin 1987 gerðist það að Bhl Osman hvarf. Vissi síðan eng- inn hvað orðið hafði um hann fyrr en 7. mars 1988 en að kvöldi þess dags réðst hann inn á heimili Os- mansfjölskyldunnar í Clapton. Var hann þá í svörtum leðurfotum og með öryggishjálm á höfði. Við belti hans hékk japanskt stríðssverð en í annarri hendinni hafði hann öxi en tvíhleypta haglabyssu í hinni. Áður en nokkur gat kahað á hjálp neyddi Bhl frú Osman og dótturina á heimhinu th að fara upp á efri hæðina en síðan rak hann Osman og soninn, Ahmet, inn í eldhúsið. Neyddi hann þá th að leggjast á hnén en síöan skaut hann á þá báða. Faðirinn lést samstundis en Ah- met, sem fengið hafði skot í magann, var fluttur á sjúkrahús þegar Bih var farinn og tókst læknum aö bjarga lífi hans. Sérstæð sakamál Bill Blower. Kenneth Perkins. Áfundrektors Bill ók nú á fleygiferð í bh sínum frá húsi Osmansfjölskyldunna og var ætlun hans nú að hefna sína á Kenn- eth Perkins, rektor menntaskólans í Hackney. Er Bill kom að húsi fjölskyldunnar, eftir að hafa ekið hundrað og fimm- tíu kílómetra á thtölulega skömmum tíma, voru frú Perkins, fimmtán ára dóttir þeirra hjóna, Sue, og sautján ára sonur, Gareth, þegar háttuð. Perkins rektor sat hins vegar í stof- unni og hlustaöi á sígild lög. Allt í einu heyrðist gler brotna og svo brothljóð í hurð. Bill Osman hafði beitt öxinni á útihurðina og skyndilega kom hann æöandi inn í setustofuna. Hélt hann þá á öxinni í annari hendinni en haglabyssunni í hinni. Átök Bill Osman miðaði haglabyssunni á Kenneth rektor en rektor stökk þá á fætur og náði að grípa um byssu- hlaupin. Hófust nú átök en þeim lauk með þvi að skot hljóp úr byssunni. Særðist Perkins alvarlega á hægri síðu. Þrátt fyrir mikinn sársauka tókst honum þó að reka Bill út úr húsinu og að loka útidyrunum þótt hurðin væri stórskemmd. En Bih Osman kom aftur. Hann braut á ný niður huröina og lyfti haglabyssunni því hann ætlaði sér að ráða Perkins af dögum. En þá kom sonur Perkinshjónanna, Gareth, nið- ur stigann til að hjálpa fóður sínum. Skotið hæfði hann og hann dó nær samstundis. Þá féh Perkins yfir son sinn yfirkominn af harmi. Leitin mikla Er ódæðismaðurinn hafði virt fyrir sér feðgana um hríð mun honum hafa fundist nóg komið. Hann hvarf svartklæddur út í nóttina með öxina, haglabyssuna og japanska stríðs- sverðið. Ekki leið á löngu þar th lögreglan var tekin að leita að Bill Osman. Var þá kominn á kreik orörómur um að hann ætlaði sér að ráðast th inn- göngu í Buckinhgham Palace, kon- ungshöhina. Enginn þorði að full- yrða að það væri ekki ætlan manns- ins morðóða og var því höfð sérstök öryggisgæsla við höllina. Það reynd- ist þörf ráðstöfun því einmitt í ná- grenni við hana var Bih Osman handtekinn. Á sérkennilegu ferðalagi En hvar hafði BiU Osman verið þá mánuði sem enginn hafði vitað af honum? Rannsókn á því leiddi í ljós að hann hafði verið á ferðalagi um England en viðkomustaðirnir höfðu verið nokkuð óvenjulegir. Hann hafði farið miIU nær allra tyrkneskra veitingahúsa í landinu og borðað í nær hverju einasta þeirra. Þá hafði hann sótt tyrkneska skemmtistaði. Ljóst var nú að vonbrigðin yfir að vera ekki tekinn í Osmansfjölskyld- una og vera rekinn úr kennslustarfi við menntaskólann í Hackney höfðu orðið til þess að BiU Osman fylltist sjúklegu hatri og loks hafði hann tek- ið þá ákvörðun að hefna sín á þeim sem hann taldi bera ábyrgðina á vanda sínum. Samtímis því aö hann lagði á ráðin um að svipta fólkið sem hann hataði lífi hafði hann látið sig dreyma um að flytjast til Tyrklands og búa þar tíl æviloka. Þangað fer Bill Osman aldrei. Hann kom fyrir Old Baileysakamálarétt- inn í London og þar var hann dæmd- ur til ævUangrar vistar á hæli fyrir geðsjúka sem eiga sér enga batavon.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.