Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1989, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1989, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 20. MAÍ 1989. Frjálst.óháÖ dagblaö Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjóm, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, FAX: (1 )27079, SlMI (1)27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 900 kr. Verð í lausasölu virka daga 85 kr. - Helgarblað 100 kr. Mokum sjálfir flórinn Aðmírállinn á Keflavíkurvelli varaði íslendinga við hermangi í frægri ræðu, sem hann flutti á þriðjudag- inn, þegar hann kvaddi embætti sitt. Hann sagði, að viðskipti varnarhðsins yrðu að standast endurskoðun þingnefnda og rannsóknarnefnda í heimalandi sínu. Aðmírálhnn var raunar óbeint að tala um íslenzka aðalverktaka. Það félag stundar með miklum hagnaði áhættulausar framkvæmdir fyrir varnarhðið í skjóli einkaleyfis, sem það hefur fengið hjá valdamiklum þjófaflokkum, er kalla sig stjórnmálaflokka. Hér er orðið þjófaflokkar notað yfir stjórnmála- flokka, sem leggja áherzlu á að dreifa fríðindum til sér- hagsmunahópa og gæludýra af ýmsu tagi, aht á kostnað skattgreiðenda og neytenda, það er að segja almennings í landinu. Aðalverktakar eru eitt gæludýrið af mörgum. Raunar hefur lengi verið grunur um, að fyrirtækið væri notað th að kosta rekstur stjórnmálaflokka í miklu meiri mæh en stjórnendur fyrirtækisins hafa hingað til viljað játa. Þar að auki hefur það safnað miklu lausafé, sem gefur því gífurlegt stjórnmálavald í landinu. Oft hefur verið hvatt til, bæði hér í blaðinu og ann- ars staðar, að afnumið verði hermang íslenzkra aðal- verktaka. Það er krabbamein í þjóðlífmu, sem við eigum að losa okkur við sjálf, áður en bandarískir þingmenn hneykslast nógu mikið th að gera það fyrir okkur. Ýmsar thlögur hafa komið fram. Flestar eiga það sameiginlegt að vhja halda við hermanginu, en færa það yfir á aðrar herðar. Er þá annaðhvort talað um, að rík- ið taki að sér hermangið eða að íslenzkum aðalverktök- um verði breytt í almenningshlutafélag um hermang. Báðar útgáfurnar gera ráð fyrir, að áfram verði hið óeðhlega ástand, að einn aðhi raki saman fé í skjóli opinbers einkaréttar á arðbærum og áhættulausum framkvæmdum á vegum varnarliðsins. Þær gera þvi bara ráð fyrir skárra ástandi, en ekki miklu skárra. Hugmyndir af þessu tagi munu gera forsætisráðherra áfram kleift að njóta ávaxta hermangsins með því að láta stjórnendur íslenzkra aðalverktaka bjóða sér í lax- veiði í Víðidalsá. Slík atriði skipta miklu í hinu spillta hugarfari margra islenzkra stjórnmálamanna. Einni viku áður en Steingrímur Hermannsson fór síðast í laxveiði á vegum íslenzkra aðalverktaka, kom inn á borð til hans skýrsla um einokun fyrirtækisins á varnarliðsframkvæmdum, þar sem fjallað var um, hve erfitt væri að veija spihinguna fyrir umheiminum. Þetta var auðvitað ósvífið laxveiðiboð, sem dapurlegt var, að ráðherrann skyldi þiggja. Einnig er ósvífið af íslenzkum aðalverktökum að greiða stjórnarformanni sínum rúmlega 700 þúsund krónur í mánaðarlaun, auk risnu, ferðakostnaðar, bhakostnaðar og símakostnaðar. Þegar við þetta bætast beinar greiðslur íslenzkra aðalverktaka th stjórnmálaflokka, má öllum vera ljóst, að fyrirtækið er orðið að hlkynja æxli, sem spillir flestu, er það snertir. Ný og breytt útgáfa sams konar einokun- ar verður ekki til að breyta rotnunareðli hermangsins. Hehbrigða thlagan i málinu er Þorsteins Pálssonar. Hann hefur lagt th, að almennt verði framkvæmdir varnarliðsins boðnar út. Þannig yrði máhnu í heild komið á eðlilegan viðskiptagrundvöll. Bezt væri, að út- boðin yrðu alþjóðleg eins og útboð við virkjanir. Mikhvægt er, að við tökum mark á aðvörun aðmíráls- ins og gerum strax hreint fyrir okkar dyrum, áður en bandarískar þingnefndir moka fyrir okkur flórinn. Jónas Kristjánsson Fjöldinn llykkist til liðs við kínverska námsmenn Án valdbeitingar, án óspekta, hvað þá heldur blóðsúthellinga, hefur baráttuhreyfing kínverskra náms- manna fyrir stjórnarfarslegum umbótum á einum mánuði náð að minnsta kosti jafntefli við forustu Kommúnistaflokks Kína og ríkis- stjórn hennar. Það sem af er vik- unni, þegar þetta er ritað, hefur höfuðborgin Peking verið á valdi námsmanna og fjöldans af ýmsum stigum og starfsgreinum, sem hyll- ir málstað þeirra og þá sjálfa. Lög- regla hefur dregið sig í hié og hvergi sést vopnaður hermaður á almannafæri. Verðir námsmanna- hreyfmganna sjá um að halda uppi reglu. Sögulegur atburður, sáttafundur Mikhails Gorbatsjov sovétleiðtoga og Deng Hsiaopings, yfirleiðtoga kínversku flokksforustunnar, hvarf í skuggann fyrir mannsöfn- uðinum á Torgi hins himneska friðar og í aðliggjandi götum. Sov- étleiðtogann varð að leiða um hhð- ardyr í HöU alþýðunnar þar við torgið til að flytja aðalræðu sína. Á Torgi hins himneska friðar hvíldu, þegar síðast fréttist, náms- menn svo einhverjum þúsundum skipti í hungurverkfalli með hvíta boröa um höfuð til merkis um að þeir séu reiðubúnir að fóma lífinu fyrir málstaðinn. Sumir neita bæði mat og drykk og hafa af þeim sök- um einhverjir verið fluttir í sjúkra- hús. Þessara aðframkomnu hungur- verkfallsmanna vitjuðu á fimmtu- dagsmorgun Shao Sijang flokks- formaður og Li Peng forsætisráð- herra. Erindi þeirra var að lýsa yfir að grundvallarhagsmunir flokksins og námsmannahreyfing- arinnar stönguðust hvergi á, tjá aðdáun sína á föðurlandsást kín- verskrar menntaæsku og votta virðingu lýðræðisástríöu hungur- verkfallsmanna. Fréttamenn í Peking segja ljóst að bæði stjórnvöld og stúdentaleið- togar hafi af því miklar áhyggjur að hungurverkfalhð dragi ein- hvern eða einhverja þátttakenda til dauða eða valdi lífshættulegum veikindum. Fregnir af shku píslar- vætti gætu hæglega orðið til að hita mönnum svo í hamsi að til ofbeldis- verka kæmi, með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Mikil aðdáun kemur fram í Erlend tídindi Magnús Torfi Ólafsson fréttaskeytum á skipulagshæflleik- um og hugkvæmni leiðtoga náms- mannahreyfingarinnar. Þeir hafa nákvæma stjórn á hópgöngum og fjöldafundum manngrúa og beita ísmeygilegmn aðferðum til að forð- ast árekstra. í aðgerðum upp úr síðustu mánaðamótum höfðu stjórnvöld lýst Torg hins himneska friðar lokað almenningi. Margfald- ur lögregluvörður lokaöi aðhggj- andi götum. Þegar námsmanna- fylkingarnar nálguðust lögreglu- raðirnar kyrjuðu göngumenn: „Al- þýðunni þykir vænt um alþýðulög- regluna af því alþýöulögreglunni þykir vænt um alþýðuna." Þegar svo lögreglufylkingarnar viku úr vegi námu göngumenn staðar um stund til að margtaka í kór: „Við þökkum ykkur, lögreglumenn.“ Oft urðu ýtingar í þrengslunum en aldrei sást högg greitt. Sérstakir verðir með námsmannagöngunum höfðu það hlutverk að tína upp skó sem menn misstu af sér í þrengsl- unum og koma þeim til skila, jafnt til göngufólks og lögreglu. í þessum anda eru fjöldaaðgerð- irnar sem staðið hafa í mánuð í Peking og höfðu þegar síðast frétt- ist breiðst út til allra héraðshöfuð- staða Kína. Meginkrafa námsmannahreyf- ingarinnar í Peking, sem grípur yfir 30 æðri menntastofnanir, er að stjórnkerfinu verði breytt til lýð- ræðislegra horfs. Þar eru settar á oddinn kröfur um lögbundið stjórnkerfi í stað geöþóttastjórnar einstakra manna og frjálsan frétta- flutning og skoðanaskipti í stað rit- skoðaðra fjölmiðla. Krafist er aðgerða gegn fjármála- spihingu og ættmennapoti í valda- stöður. Krafist er aö aftur sé tekin árás á námsmannahreyfinguna í yfirlýsingu stjórnvalda frá 26. apríl, þar sem hún var köhuð „skipiflagt samsæri“ og kennt um óspektir. Og loks er það úrshta- krafa námsmannaforustunnar sem stendur, að stefnumið þeirra og kröfur fáist rædd við forustumenn flokksins á jafnréttisgrundvelh og frá þeim viðræðum verði sjón- varpaö beint, svo kínverska þjóðin geti fylgst mihihðalaust með því sem fram kemur. Yflrlýsingin frá 26. apríl er tahn runnin undan rifjum Dengs Hsia- opings yfirleiðtoga. Hann er nú á 85. aldursári, sinnir lítt daglegum störfum en er veitt úrshtaatkvæði um helstu mál sem að höndum ber. Vanhæfni Dengs í ellinni til heildaryfirsýnar samfara íhlutun hans um úrslitaákvarðanir er að verulegu leyti kennt um að ekki hefur verið tekið að gagni á aðkah- andi vandamálum í framkvæmd efnahagsstefnu og stjómarfari. Þá er alkunna að Deng er því andvígur að linað sé á valdaeinokun flokksins. í þessari viku hefur tekið að bera á kröfu um að Deng víki á spjöldum og borðum í manngrúanum á Torgi hins himneska friðar. En þá vakn- ar spurningin, hver eigi að taka viö á tímum sem gera í rauninni ofur- mannlegar kröfur til þess sem fara skal með æðsta vald í málefnum fjölmennasta ríkis jarðar. Þegar yfirlýsingin frá 26. apríl birtist var Shao Sijang flokksfor- maöur staddur í Norður-Kóreu. Hann beið ekki boðanna eftir heim- komuna að afturkalla hana í raun, með ummælum þar sem markmið- um námsmannahreyfmgarinnar var hrósað. Frá þeim var nánar skýrt í þessum dálkum fyrir hálf- um mánuði. Haft er fyrir satt að Shao sé hlynntur stjórnarfarsleg- um umbótum og auknum lýðrétt- indum en dregið í efa að hann sé nógu mikih fyrir sér til að.standa fyrir því að sópa gömlu dragbítun- um út úr flokksforustunni, yfir- buga íhaldssemi skrifræðissinna eins og Li Peng forsætisráðherra og koma fjármagninu, sem aflögu er í kínversku hagkerfi, í gagnið á vanræktum sviðum eins og menntakerfmu í stað þess að það streymi í vasa og óhófseyðslu sér- gæðinga í áhrifastöðum hjá flokki og ríki. Með úrræðaleysi og hiki hefur forusta Kommúnistaflokks Kína misst allt frumkvæði í hendur námsmannahreyfmgar sem safnar ört um sig fylgi fólks af öhum stig- um í borgum landsins. Því lengur sem það dregst að fulltrúar valda- kerflsins og fulltrúar fjöldans ræð- ist við þeim mun meiri er hættan á ótíðindum. Námsmannaforingjar hafa eftir yfirforingjum í herstöðv- um við Peking að herinn muni ekki hafast að meðan allt fari fram með ró og spekt. Sagnfræðingur benti á það í breska útvarpinu BBC að Kína væri nú í fyrsta skipti frá því um 1830 í þeirri stöðu að ekki vofði yfir minnsti háski af ásælni eða yfirgangi erlendra ríkja. Því gætu Kínverjar einbeitt sér betur en um langa hríð að því að leysa innan- landsvanda. Gorbatsjov rak smiðshöggið á að gera Kínverja óhulta með tihögu sinni í Peking um að herir rými frá endilöngum 7300 km landamærum ríkjanna og-skilji landamæraverði eina eftir. Kínverjum þykir þetta of stór biti en hernefnd beggja ríkja leggur á ráð um grisjun hersveita meðfram landamærunum á báða bóga. Kínverskur námsmaður með hvitt höfuðband sem táknar sjálfsfórn í hungurverkfalli á Torgi hins himneska friðar. Áletrunin þýðir: „Alþýðan óttast ekki dauðann."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.