Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1989, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1989, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 20. MAÍ 1989. Fréttir______________________________________________ Framhaldsskólarnir bregðast misjafelega við eftir verkfall: Nemendur og rektor MR deila hart um skólaslit - engin próf í Verslimarskólanum Guðni Guðmundsson, rektor Menntaskólans í Reykjavík, umkringdur 6. bekkjar nemendum sem vildu sveigja einarða afstöðu hans gagnvart skóla- DV-mynd KAE Mikill hiti var í nemendum Menntaskólans í Reykjavík í allan gærdag vegna tillagna kennara og rektors um hvemig staðið yrði að skólaslitum í vor. í gærkvöldi var enn óljóst hver niðurstaðan yrði en þá fundaöi Guðni Guðmundsson rektor með stúdentsefnum þar sem leitað var málamiðlunar. í fyrstu tillögum rektors var gert ráð fyrir að nemendur þyrftu að þreyta próf í öllum fögum eins og tíðkast hefur. Nemendur komu hins vegar með tvenns konar móttilboð. Annars vegar að námsmat kennara og jólapróf yrðu látin gilda. Ef þessar einkunnir næðu ekki ákveðnu lág- marki yrðu nemendur að þreyta próf í viðkomandi fögum. Hins vegar að námsmat yrði látið gilda í öllum fög- um nema meginfögum; það er eðlis- fræði og skyldar greinar á eðlis- fræðibraut og tungumál í máladeild. Þegar fundur rektors með nemend- um haföi staðið í rúman klukkutíma benti margt til þess að einhvers kon- ar málamiðlun yrði fyrir valinu. Nemendur skyldu þreyta fimm próf í stað tíu til tólf. Með þessum hætti gætu skólaslit orðið um 15. júní. slitum. Þaö er nokkuð misjafnt eftir skól- um hvemig staðið verður að skóla- slitum í vor. Meginreglan er sú að nemendur geta valið um hvort þeir þreyta próf nú í vor eða geyma það til haustsins. Það er hins vegar mis- jafnt milli skóla hvort nemendur geti sleppt prófum og látið námsmat eða einkunnir í jólaprófum gilda sem lokaeinkunn. 1 Verslunarskólanum þurfa fæstir nemendur að taka próf. Stúdentsefni hafa þegar tekið þrjú stúdentspróf. Einkunnir úr jólaprófum og náms- mat kennara verður látið gilda sem lokaeinkunn. Þeim nemendum sem vilja freista þess að bæta þessar ein- kunnir mun síðan hugsanlega verða boðið upp á að taka próf í haust. í Menntaskólanum við Sund verö- ur notuð svipuð aöferð og í Verslun- arskólanum. Ef nemendur ná hins vegar ekki 5 í einkunn úr jólaprófum og námsmati kennara verða þeir að taka próf i viðkomandi grein. Þeir mega velja hvort þeir þreyta prófin í vor/eða haust. í flestum íjölbrautaskólunum veröa próf þreytt í vor. í þessum skól- um eru nemendur einungis prófaöir úr námsefni vorannar. Flestir skól- amir munu reyna að ljúka prófum 3. júni og útskrifa nemendur daginn eftir. Á meðan á prófum stendur mun nemendum verða boöið upp á stuðn- ingskennslu. Kennarar munu hafa góð laun á meðan á prófunum stendur. Frá því að þeir mættu til vinnu í morgun og fram til 25. maí munu þeir fá greidd eftirvinnulaun fyrir alla vinnu. Eftir 25. maí munu þeir síðan fá greidda dagvinnu til viðbótar við eftirvinnu- launin. Þeir munu þá fá greidda átta tíma að lágmarki fyrir hvern hafinn vinnudag. Þeir munu fá sömu kjör fyrir stuðningskennslu og yfirsetu í prófum í haust. -gse Deila milli deilda Alþingis um vaxtabreytingar: Sfjórnarliðar köstuðu frumvarpinu á milli sín - semja þurfti viö stjómarandstöðuna til að fá meirihluta Frumvarp stjómarinnar um breyt- ingu á vaxtalögum varð að miklu ágreiningsmáli á milli deilda Al- þingis og þurfti því að koma til kasta sameinaðs þings í gærkvöldi til að afgreiða málið. Þá vakti ekki síður athygli að þaö virtust vera þing- flokksformenn tveggja sljórnar- flokka sem deildu þama. Frumvarpið var lagt fram í neðri deild og þar var gert ráð fyrir að taka út orðalagið...á óréttmætan hátt“ sem fyrir var í vaxtalögunum. Þetta orðalag átti að vera til áréttingar þar sem flallaö er um ólöglega hagnýt- ingu á fólki í fjárþröng. Mörgum þótti þetta vera óþarfa árétting en þegar frumvarpiö kom til efri deildar var þessu bætt inn aftur og var það með- al annars að frumkvæði Eiðs Guðna- sonar, þingflokksformanns Alþýðu- flokksins og formanns fjárhags- og viöskiptanefndar efri deildar. Var breytingin rökstudd með því að dóm- stólamir þyrftu að hafa þetta ákvæði inni til að geta dæmt eftir frum- varpinu. Hefur reyndar aldrei veriö dæmt eftir því. Vegna breytingarinnar fór málið aftur til neðri deildar. Þar var þessu orðalagi kippt út eftir meðferð í fjár- hags- og viðskiptanefnd en þar er þingflokksformaður framsóknar- manna, Páll Pétursson, formaður. Nú haföi málið fengið 8 umræður og greinilegt að ágreiningur var á milli deilda Alþingis. Samkvæmt þingsköpum fór málið til sameinaðs þings en þar verður fmmvarpið að fá 2/3 hluta atkvæða til að hljóta sam- þykki. Breytingartillögur eru hins vegar felldar eða samþykktar á ein- földum mkrihluta. Fyrir sameinað þing kom breyting- artillaga frá Kristínu Halldórsdóttur og Stefáni Valgeirssyni um að fram- angreint orðalag yrði fellt brott. Nýtt frumvarp samið en dregið til baka Vegna óvissu um það hvort tækist að semja við stjómarandstöðuna, sem var nauðsynlegt, ákváðu stjóm- arhðar að semja nýtt fmmvarp og leggja það fram. Var þar hinu um- deilda orðalagi sleppt og var fmm- varpið lagt fyrir efri deild. Áður en umræða hófst um málið var það dregið til baka enda haföi þá tekist samkomulag við Sjálfstæð- isflokkinn um stuðning við málið. Var því búist viö að frumvarpið yrði samþykkt án hins umdeilda oröa- lags. -SMJ Alþingi slitið í dag: Umhverfis- ráðuneytið fékk grænt Ijós Alþingi verður slitið í dag kl. 14 fmmvarp um Þjóðarbókhlöðu, en í gær vom fjölmörg mál afgreidd frumvarp um rannsóknir í þágu sem lög frá Alþingi. Reyndar þarf atvinnuvega, frumvarp um tekju- að funda í dag tál að Ijúka nokkrum og eignarskatt, frumvarp um málum sem stjómin leggur áherslu námslán og námsstyrki. á. Þá var samiö við stjómarand- Meðal þeirra mála, sem urðu að stöðuna um aö afgreiöa frumvarp lögum í gær, má nefna fmmvarp um umhverfisráðuneyti gegn því forsætisráðherra um launavísitölu að milliþinganefnd yrði skipuö í og húsbréfafrumvarp félagsmála- sumar. Verður þetta nýja ráðu- ráðherra. Einnig varð frumvarp neyti tekið inn á fjárlög næsta vet- um aðskilnaö dómsvalds og um- ur. Nokkurrar óánægju gætti með- boðsvalds aö lögum. Þá má nefna al stjómarandstööunnar með að frumvörp um mál eins og; verka- ákveðiö var á síöustu stundu að skiptingu ríkis og sveitarfélaga, afgreiða þetta nýja ráöuneyti. frumvarp um almannatryggingar, -SMJ „Eg bað fyrir kveðju“ - segir Helena Albertsdóttir „Þetta bar nú þannig til að eg bað Ásgeir Hannes að senda kveðju mína til fólksins á fundinum. Það var allt og sumt sem ég gerði. Það var Ásgeir sem hringdi í mig enda tölum við reglulega saman. Það virðist hafa komið upp einhver misskilningur á því hvemig þetta var túlkað úr því að þetta varð að svo miklu máli,“ sagði Helena Albertsdóttir en á fundi Borgaraflokksins í Þórskaffl á fimmtudagskvöldiö var lesin upp yfirlýsing frá Helenu sem tekin var sem stuöningsyfirlýsing. Undmöust það margir því þar með heföi Helena tekiö afstöðu gegn fjölskyldu sinni sem styður Frjálslynda hægrimenn. Helena sagðist ekki hafa tekið af- stöðu í þessari deilu sem komið heföi upp í Borgaraflokknum. „Það væri ákaflega erfitt fyrir mig því annars vegar em bræður mínir og hins veg- ar er margt fólk sem ég hef þekkt að góðu einu í fjölmörg ár.“ Helena seg- ist reyndar ekki ætla aö taka afstöðu í þessari deilu enda sé hún ekki á heimleið í bráö. Helena hringdi Ásgeir Hannes Eríksson, varaþing- maður Borgaraflokksins, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann seg- ir að þaö hafi verið Helena sem hringdi í Þórskaffi og lét kalla hann í símann. Segist Ásgeir hafa tekið þar niður kveöju frá Helenu til fundar- gesta og hafi Jón Gunnarsson, fram- kvæmdarstjóri flokksins, hlustað á samtaliö og rætt nokkur orð við He- lenu. Síðan segir Ásgeir að hann hafi lesið kveðju sem hljómaði svo: „Þó ég sé nú fjarri góðu gamni í kvöld þá er ég með ykkur í anda. Mér er ekki rótt nema kveðjur mínar berist á þennan fund. Borgaraflokks- fólk mun harðna við hverja raun. Kveöja, Helena Albertsdóttir." -SMJ Framkvæmda- stjóri Hreyfils rekinn Stjórn bifreiðastöövarinnar Hreyfils rak Einar Geir Þor- steinsson framkvæmdastjóra í gærmorgun. Hann lét síðan af störftun siðdegis. „Það er rétt að mér var sagt upp en ég vil ekkert tjá mig um það frekar,“ sagði Einar Geir í gær- kvöldi. Uppsögn Einars kemur í kjölfar deilna milli stjómar og fram- kvæmdasfjóra Hreyfils en fyrir- tækið haföi bága afkomu í fyrra. Eins og fram kom í DV fyrir skömmu stóðu deilumar meðal annars um hvort selja ætti hluta af húseign Hreyfils við Grensás- veg. Það var tillaga Einars Geirs en stjórnin lagðist gegn henni. -gse Eftirgjöf gjalda: Fjármálaráðu- neyti skortir heimild Ríkisendurskoöun segir aö fjár- málaráðuneyti skorti heimild til að fella niöur opinber gjöld ein- staklinga og fyrirtækja. I skýrslu Ríkisendurskoðunar til alþingismanna kemur fram að frá ársbyrjun 1987 hafi fjármála- ráöuneytið fellt niður opinber gjöld fyrir alls um 35 milfjónir króna. 33 einstaklingar áttu um 5 miHjónir af þeirri upphæð og 28 fyrirtæki um 30 milljónir kránie Akranes: Hjálmurinn í gegnum rúðuna Slys varö á Akran^si í gæ^er ungur .naður á vélhjoli ók í veg fyrir fólksbíl á mótum Sunnu- brautar ogMerkigerðis. Vélhjóla- maöurinn slasaöist og var fluttur á sjúkrahúsið á AkranesL Hann er ekki talinn vera alvarlega slas- aður. Maðurinn var með hjálm á höföinu og hefur hann ömgglega forðað manninum fr á alvarlegum meiðslum þar sem höfuð manns- ins skall á rúðu í bílnum. -sme Jón Baklvin skammar Banda- rikjamenn Jón Baldvin Hannibalsson ut- anríkisráðherra kaUaöi sendi- herra Bandaríkjanna hér á landi á sinn fund í gærmorgun. Ræddi Jón Baldvin þar ræðu Erics A. McVadon flotaforingja þegar hann lét af embætti um síöustu helgi. Vakti Jón Baldvin athygh á því að varnarliðsmönnum væri óheimilt aö hafa nokkur afskipti af íslenskum stjórnmálum. Sagði utanríkisráöherra að viss um- mæU flotaforingjans yröu ekki túlkuö öðmvísi en sem íhlutun í íslensk stjómmál. Mótmælti ut- anríkisráðherra því fyrir hönd íslensku stjórnarinnar. -SMJ EfHriýstur bílþjófur Lögreglan í Rangárvallasýslu lýsir eftir bUþjófi. Aðfaranótt laugardagsins 13. maí var grárri Fiat Pöndu stoUö á HeUu. Bílnum var stoUð á núlU klukkan tvö og fimm um nóttina. BÍUinn fannst mikið skemmdur, ef ekki ónýtur, á Suöurlandsvegi viö Ásmundar- staði. Lögreglan viU biöja þá sem urðu varir við ferðir bílsins á þessum slóðum eða hugsanlega tóku upp farþega aö hafa sam- band við lögregluna í Rangár- vallasýslu. Simi lögreglunar er 98-78434.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.