Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1989, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1989, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 20. MAÍ 1989. 47 LífsstOI Frá Mílanó til Lugano og St. Moritz Þaö eru mýmargir ferðamöguleik- ar sem bjóðast þeim sem fer til Mílanó og verður hér fjallað um einn þeirra: ferðalag frá Mílanó til Sviss. Frá íslandi er hægt að komast í beinu áætlunarflugi með Amarflugi til Mílanó. Við borgina eru tveir al- þjóðlegir flugvellir, Lineate og Mal- pensa, en þar hefur Amarflug bæki- stöð. Jámbrautarstöðin í Mílanó er ein sú stærsta í Evrópu, ef ekki sú stærsta, og þaðan er hægt að ferðast með lestum allt til Atlantshafsins í vestri og til landamæra Evrópu og Asíu í austri, svo og til Norðurland- anna. Hægt er að taka áætlunarbíl rak- leiðis frá Malpensaflugvelh til jám- brautarstöðvarinnar. Á fyrstu hæð hennar er miðasalan. Hyggilegast er að hafa tiltæka mynt í þarlendum gjaldeyri en einnig er hægt að greiða fyrir lestarmiðana með greiðslukort- um. Á annarri hæð járnbrautarstöðv- arinnar er hægt að fá upplýsingar um brottfarartíma lestanna en þar eru allar brottfarir auglýstar á stóm auglýsingaskilti. e Frá Mílanó fara lestir á hálftíma til klukkutíma fresti til allra ná- grannalandanna, svo sem til Sviss, Austurríkis, Frakklands og Þýska- lands. En ferð okkar er heitið til Sviss. Fyrsti viðkomustaður er Lugano og síðar ætlum við að halda til St. Mor- itz. Farmiði frá Mílanó til Lugano, fram og til baka, fyrir tvo á öðru far- rými, kostar 40 franka eða um 1320 krónur íslenskar. í flestum alþjóðalestum í Evrópu er öll aðstaða á öðm farrými orðin prýðileg. Vagnar em loftkældir og sætin em ekki lengur klædd með plasti heldur eru þar stólar með tauá- klæði. Munurinn á fyrsta og öðru farrými felst helst í því að sætin á fyrsta farrými em heldur breiðari og lengra á milli þeirra. LystilegLugano Leiðin frá Mílanó til Lugano hggur fram hjá ítalska bænum Como, en hann stendur við samnefnt stöðu- vatn, og gegnum landamæraborgina Chiasso áður en komið er inn til Sviss. Síðan er haldið í gegnum fleiri bæi og þorp, svo sem Mendrisio sem er langstærsti bærinn áður en komið er yfir svissnesku landamærin, allt þar til komið er að vatninu Lago di Lugano sem borgin dregur nafn sitt af. Löng jarðgöng era á leiðinni og brú ein mildl þaðan sem mikilfenglegt útsýni er th Lugano og bæjarins Gandira sem einnig stendur við vatn- ið. Á brautarstöðinni í Lugano er sér- stök skrifstofa þar sem fólk getur fengið upplýsingar um hvaða hótel eru í borginni og hvar sé að finna laus herbergi á þeim tíma sem maöur er þar staddur. Verð er einnig th- um hótel og dvöldum þá á þriggja stjömu hóteh, Victoria au Lac. Þar kostaði sólarhringurinn í tveggja manna herbergi 115 sv. franka og innifalið var morgunmatur og kvöld- verður. Það er yfirleitt mun hagkvæmara fyrir ferðalanga að kaupa hálft fæði á svissneskum hótelum og því völd- um við þá leið. Það er margt sem gaman er að Götumynd (rá Lugano. greint og líka hversu lengi herbergin eru laus. í Sviss fá allir ferðalangar inni því þar er mikið framboð af hótelher- bergjum og þar þykir sjálfsögð þjón- usta við ferðamenn, sem koma inn á fuhbókuð hótel, að aðstoða gestinn við að finna gistingu við hæfi. Verð á hótelum er mismunandi en við ákváðum að gista á Hotel Inter- national au Lac og kostaði tveggja manna herbergi þar með morgunmat og kvöldverði 160 sv. franka, sem eru 5.280 íslenskar krónur, á sólarhring. Síðar ákváðum við svo að skipta Seglbátar á Silvaplanavatni. skoða í Lugano, th dæmis er mikh . upplifun að fara í bátsferð um vatn- ið, svo sem eina hringferð frá Lugano th hinna ýmsu þorpa sem eru á vatnsbakkanum. Einn dagur nægir th að fara með lest th Locamo sem stendur ásamt fleiri bæjum við vatnið Maggiore. Locamo er eins konar systurbær Lugano og einkum að því leyti að þar er geyshegur ferðamannaíjöldL Á laugardagskvöldum er mikh flugeldasýning í Lugano. Þessi ósköp byija kl. 22.00 og standa í heila klukkustund. Þetta á ágætlega við þegar fólk er almennt að ljúka við kvöldverðinn og flugeldasýningin er frábær með eftirréttinum. Leiðin til St. Moritz Frá Lugano th St. Moritz er einung- is hægt ferðast á tvo vegu í bíl. Ann- arsvegar er fariö frá Lugano til baka th Ítalíu til bæjarins Menaggio við Comovatn og meðfram því vatni allt th Chiavenna og þaðan th Sviss aftur gegnum landamæraþorpin Casta- segna og gegnum Malojaskarð til Shvaplana og í áfangastáð. Hins vegar er svo leiðin frá Lugano um Bellinzona hraðbrautina th Mesocco og gegnum San Bernadino- jarðgöngin sem em þau lengstu í Sviss. Þar er beygt í átt til Spltigen og í stað þess að fara í gegnum Splugenskarðið og aftur til ítahu er beygt áfram til Thasis og þá er enn beygt th hægri í átt th Tiefenkastel og upp í gegnum Julierskarðið til Silvaplana og til St. Moritz. Það er hægt að fara th St. Moritz með langferðabílum og kostar ferðin fram og til baka 55 franka á mann og tekur hún um fjórar klukkustund- ir hvora leið. Hvað er St. Moritz? Strax og komið er niður úr Julier- skaröi, sem er í 2.300 metra hæð, er komið til Silvaplana. Við Silvaplana- vatnið eru hundruð seglbáta sem sannarlega fá ekki að fúna í naustum heldur þekja vatnið í bókstaflegri merkingu. Vatnið htur út eins og það sé þakið hvítum trjám á iði. Það kem- ur manni gjörsamlega á óvart að sjá þennan aragrúa seglbáta þarna á vatni hæst uppi í fjalllendi Sviss áður en komið er tíl St. Moritz. St. Moritz er nær eingöngu feröa- mannabær. Fyrir 125 ámm voru 220 íbúar í grennd við þennan stað. Hann var því ekki eftirsóttur þá en það voru nágrannabæirnir Samedan og Pontresina. En í tímans rás hefur þessi bær orðið einn vinsælasti ferðamannabær Sviss. í dag eru um 6000 íbúar í St. Mor- itz og nær ahir em þeir á einn eða annan hátt tengdir ferðamannaþjón- ustu. í bænum em rúm fyrir 6000 hótel- gestí á um 50 hótelum, þar af em um 60 prósent þeirra fjögurra og fimm stjömu hótel. Verð á hótelum er mjög mismun- andi. Fimm stjömu hótel kosta 160-280 svissneska franka nóttin fyr- ir einn en gisting fyrir mann á fjög- urra stjörnu hóteh í sólarhring kost- ar 90-130 franka. Þriggja stjömu hót- elin eru svo miklu ódýrari því þar kostar gisting fyrir einn í sólarhring á bilinu 60-90 franka. Innifahð í ofan- greindu verði er morgunverður. í nágrenni St. Moritz eru margir áhugaverðir staðir. Má þar nefna Diavolezzaa, fallegan bæ sem stend- ur í 3100 metra hæð, og þangað er ekki nema um hálftíma akstur frá St. Moritz. Einnig má nefna Corviglia og Corvatsch sem báðir hafa upp á ýmislegt að bjóða fyrir ferðamenn. St. Moritz er ekki nema í 150 kíló- metra fjarlægð frá Mílanó en þá er ekki farin sú leið sem hér er lýst heldur er ekið ítahumegin til Chia- venna, þar inn tíl Sviss og gegnum Malojaskarð. Sú leið, sem hér hefur veriö lýst, er hins vegar miklu skemmtilegri, ekki síst þegar maður hefur í huga Luganovatniö, borgina Lugano og ferðina sjálfa um Sviss til St. Moritz. Geir R. Andersen

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.