Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1989, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1989, Side 12
12 LAUGARDAGUR 20. MAÍ 1989. Erlend bóksjá___________________________________________________________dv Hið ljúfa líf í landi Pulitzers Tolstoy yrkir um æskuár Merlins Ein af lífseigustu og hugljúfustu þjóðsögum Vesturlanda er kelt- neska goðsögnin um Artúr kon- ung og Gúínevere drottningu hans, um riddara hringborðsins og þá alveg sérstaklega hinn glæsta Sir Lancelot, og um galdrakarlinn Merlin sem lagði á ráðin um örlög konunga. Þessi þjóðsaga lifði í munn- mælum og frásögnum sagnaþula, ljóöasmiða og söngvara. Hún tók sífelldum breytingum í tímans rás. Útgáfan, sem einkum hefur verið byggt á síðustu aldimar, er sú sem Tómas Mallory setti á blaö - einkum upp úr frönskum bók- um - á meðan hann sat í fangelsi í Englandi á síðari hluta fimmt- ándu aldar. Á þeim grunni eru frásagnir síðari tíma, bæði í bók- um og kvikmyndum, reistar. Silfur hafsins Þaö þarf vafalaust nokkra dirfsku til að ráðast í að semja þessa vel þekktu sögu upp á nýtt. Það verkefni hefur þó breski rit- höfundurinn Nikolai Tolstoy, sem á ættir að rekja til hins mikla rússneska höfundar Stríðs og friðar, tekið sér fyrir hendur. Hann er sem sé að semja þriggja binda verk um galdramanninn Merlin og er fyrsta bindið þegar komið út. Þar er æskuámm Merhns lýst og atburðum sem þá gerast í velsku konungdæmunum. Merl- in fæðist hér altalandi, er settur í poka og varpað í hafið þar sem hann breytist í síld (það er engin lygi!) og syndir sem silfur hafsins um undirdjúpin í fjörutíu ár eða svo, en rekur þá að landi og er orðinn djúpviturt bam á ný. Eftir það er hann í fylgdarliði kónga- fólks og ævintýraþyrstra manna sem hyggja á landvinninga og stríðsafrek. Skæri, takk! Þessu fyrsta bindi hefur verið afar vel tekið af ýmsum gagnrýn- endum á Englandi. Miðað viö þær væntingar, sem slíkt lof hlýtur að vekja, veldur bókin vonbrigð- um. Vissulega er hér margt vel sagt, en guð minn, hvílík ósköp af orðum þarf höfundurinn ekM til þess ama! Hann týnir sjálfum sér hvað eftir annað í háfleygum og margorðum lýsingum. Þá verður ekki cinnað séö en Tolstoy fari ansi frjálslega með efnivið hinnar vinsælu þjóðsögu. Sú spuming hlýtur eiginlega aö vakna hvers vegna hann er yfir- leitt að tengja söguna við nafn Merlins í stað þess að gefa sögu- hetju sinni nýtt nafn. Tolstoy notar ahs staðar velsk nöfn í sögu sinni og veldur það nokkurri truflun við lesturinn tíl að byija með - í það minnsta á meðan lesendur em að venjast því að nota bókstafinn „w“ sem sérhijóða. Sumir hafa nefnt þessa bók í sömu andrá og Lord of the Rings eftir Tolkien. Sá samanburður er fráleitur að mínu mati. Hins veg- ar gæti þetta sennhega orðið hin læshegasta ævintýrasaga ef skærum væri beitt af hörku. THE COMING OF THE KING Höfundur: Nikolai Tolstoy. Gorgi, 1989. Kunnustu verðlaun fyrir bók- menntir og blaðamennsku í Ameríku eru kennd við gamla blaðakónginn Jósef Puhtzer. Hann gerði garðinn frægan þar vestra fyrir og eftir síð- ustu aldamót. Það mikla veldi, sem hana skapaði í blaðaheiminum, er hins vegar löngu fyrir bí. Synir hans höföu htt lag á að reka dagblöð með hagnaði. Pulitzermenn af yngri kyn- slóðinni koma almennt ekki nálægt blaðaútgáfu. En frægð og veraldleg auðlegð fylg- ir enn Puhtzemafninu. Herbert Pu- htzer, sonarsonur Jósefs gamla, er þannig vehauöugur og stundar margháttuð viöskipti. íslenskir feröamenn hafa sumir hveijir kom- ist í óbein kynni við Herbert þennan með því að dvelja á hóteh sem hann setti á laggimar í Amsterdam og við hann er kennt: Hotel Puhtzer. Eiturlyf og lauslæti í Ameríku er Herbert Puhtzer þó líklega kunnari meðal almennings fyrir kvennamál sín og hjónabands- vandræði. Hann var þannig um nokkurra ára skeið kvæntur ungri og glæshegri stúlku, Roxanne að nafni. Þau eignuðust saman tvo syni, tvíburana MacLean og Zachary. Hjónabandið endaði hins vegar fyrir dómstólunum. Herbert fór fram á skilnað og krafðist umráða yfir böm- unum tveimur þar sem Roxanne væri óhæf móðir vegna lífemis sins: hún svæfi á daginn en djammaði á nóttinu og væri bæði lauslát og neytti eiturlyfja. Dómarinn var sammála Herbert og svipti Roxanne ekki aðeins umráða- réttinum yfir bömunum heldur hafnaði hann einnig kröfum hennar um vænan lífeyri frá eiginmannin- um fyrrverandi. Playboy-myndir og metsölu- bók Fjölmiðlar í Bandaríkjunum röktu réttarhöldin í smáatriðum enda voru frásagnir vitna af hinu ljúfa lífi Pu- htzer-hirðarinnar, og þá ekki síst Roxanne, afar skrautlegar. Frásagn- ir af glaumi og gleði hins ljúfa lífs, neyslu kókaíns og annarra eiturlyfja og kynsvalli ýmiss konar skemmtu mönnum í réttarsalnum og lesendum dagblaðanna vestra. Ekki dró það úr áhuga manna á málinu þegar Rox- anne lét birta af sér nektarmyndir í Playboy. Ekki fer á mhh mála að Roxanne fór hla út úr réttarhöldunum og al- menningsálitinu vestra. Til þess að reyna að bæta þar úr, og hressa upp á fjárhaginn í leiöinni, hefur hún, með aðstoð blaöamanns, samið bók um árin sín með Herbert Pulitzer, skilnaðarmáhð og afleiðingar þess fyrir líf sitt. Hún telur Herbert hafa haft sitt fram fyrir dómstólunum í krafti fjármagns og áhrifa og líkir örlögum sínum við meöferð Hinriks áttunda á Anne Boleyn. Hún hafi að vísu ekki týnt höfðinu eins og Anne, en hins vegar öllu öðru: eiginmanni, heimili, svoköhuðum vinum, mann- orði og börnum. Aht kann þetta að vera rétt hjá henni og fáir sem koma við sögu í bók hennar virðast dyggðum prýdd- ir. Það á auðvitað einnig við um hana sjálfa. Áhugi almennings á bókinni hefur hins vegar verið mikhl. Hún hefur verið á metsölulistum vestra lang- tímum saman. Roxanne ætti því ekki að þurfa að svelta. THE PRIZE PULITZER. Höfundur: Roxanne Puhtzer og Kat- hleen Maxa. Ballantine Books, 1989. Kóksmygl og morð Wheaton er smábær í Massa- chusettsríki í Bandaríkjunum. Þriðjungur íbúanna er hins vegar ættaður frá Kólumbíu í Suður- Ameríku - miðstöð kókaínsmygls th Bandaríkjanna. Það vekur grunsemdir. Blaðamaður er gerð- ur út af örkinni th þess að kynna sér hugsanlegt kókanínsmygl þessara kólumbísku innflytj- enda. Hann finnst fljótlega myrt- ur. Hvers vegna? Eigandi dag- blaðsins, sem sendi hann, vih fá svar við því og ræður th þess einkaspæjara. Spenser. Þannig hefst þessi nýja spennu- saga Robert B. Parkers um einka- spæjarann Spenser, sem fær óbhðar viðtökur í Wheaton en lætur hvorki löggur né skúrka hræða sig frá því að leysa málið. Og hann kemst að sjálfsögðu aö því að margt er rotið í Wheaton. Spenser-sögumar njóta veru- legra vinsælda í enskumælandi löndum, enda er þetta hugguleg og léttfljótandi afþreying. Sagan er spennandi aflestrar og áreynslulítil undir svefninn. PALE KINGS AND PRINCES. Höfundur: Robert B. Parker. Penguin Books, 1989. A WOMAN o OF PASSION 7/ic Life of E. Nesbit ISSS 1924 Óvenjulegt einkalíf Sumir rekja upphaf nútíma- legra barnabókmennta til enska rithöfundarins E. Nesbit. Hún samdi fjölda bóka um böm sem lentu í ævintýram, í senn skemmthegum og ógnvekjandi. Þar kvað við nýjan tón. Höfundurinn varð vel þekktur í heimalandi sínu, en konan á bak við höfundarnafnið hins vegar ekki. Júlía Brigg hefur reynt að skyggnast á bak við lokaða glugga einkalífs hennar. Árang- urinn er forvitnheg ævisaga Ed- ith Bland, konu sem fór gjaman óhefðbundnar leiðir. Edith, sem fæddist árið 1858 og andaðist í fátækt árið 1924, var lengst af gift þekktum blaða- manni, Hubert Bland. Þau voru meðal stofnenda Fabian-félags enskra sósíahsta. Fjölskyldulíf þeirra var mjög óvenjulegt. Þau giftu sig þegar Edith átti aðeins tvo mánuði í að fæða barn þeirra. En á heimihnu bjó einnig önnur kona, ástmey Blands, en með henni átti hann tvö böm, Edith og Herbert ættleiddu bömin, sem htu þess vegna fram á unglingsár á Edith sem móður sína. Edith leyndi vel þessu óvenju- lega einkalífi sínu. Hún fékk svo útrás fyrir tilfinningar sínar og sköpunarþörf með því að semja ævintýralegar bamasögur sem enn em vinsælar. A WOMAN OF PASSION. Höfundur: Juha Briggs. Penguin Books, 1989. Metsölubækur Bretland Soluhœstu Mlfurnar: 1. Jllly Coopor: RIVALS. 2. Jackle Colllns: ROCK STAR. 3. Ben Elton: STARK. 4. Ruth Rendell: THE VEILED ONE. 5. Robert Ludlum: THE ICARUS AGENDA. 6. David Eddlngs: KING OF THE MURGOS. 7. Catherine Cookson: THE CULTURED HANDMAIDEN. 8. Dougias Reeman: IN DANGER'S HOUR. 9. Noel Barber: TANAMERA. 10. Tom Wolfe: THE BONFIRE OF THE VANITIES. Rlt almenns eólis: 1. PROMS '89. Z Ray Moore: TOMORROW IS TOO LATE. 3. Callan Pinckney: CALLANETICS. 4. Rosemary Conley: COMPLETE HIP & THIGH OIET. 5. Michael Jackson: MOONWALK. 6. Ben Wlcks: NO TIME TO WAVE GOODBYE 7. Barry Lynch: THE BBC DIET. 8. Elklngton & Halles: THE GREEN CONSUMER GUIDE. 9. G. Wrlght WISDEN CRICKETERS’ AL- MANACK 1989. 10. HISTORIC HOUSES, CASTLES AND GARDENS. (Byggt á The Sunday Times) Bandaríkin Metsöluklljur: 1. Stephen Klng: THE DRAWING OF THE THREE. Z Belva Plain: TAPESTRY. 3. Rosamunde Pllcher: THE SHELL SEEKERS. 4. Dean R. Koontz: UGHTNING. 5. Robert Ludlum: THE ICARUS AGENDA. 6. Barbara Taylor Bradford: TO BE THE BEST. 7. Gabriel Garcla Márquez: LOVE IN THE TIME OF CHOLERA. 8. Dominick Dunne: PEOPLE LIKE US. 8. Fern Mlchaels: TEXAS FURY. 10. Isaac Asimow: PRELUDE TO FOUNDATION. 11. Arthur C. Clarke: 2061: ODYSSEY THREE. 12. Dana Fuller Ross: OKLAHOMA! 13. Tom Wolle: BONFIRE OF THE VANITIES. 14. Etizabeth Gage: A GUMPSE OF STOCKING. 1$. Jude Deveraux: THE TAMING. RH almenns eðlis: 1. Jerry Bledsoe: BITTER BLOOD. Z M. Scott Peck: THE ROAD LESS TRAVELED. 3. Bemie S. Siegel: LOVE, MEDICINE & MIRACLES. 4. Joseph Campbell, Bill Moyers: THE POWER OF MYTH. 5. James Glelck: CHAOS. 6. Roxanne Pulltzer: THE PRI2E PULITZER. 7. Paul Theroux: RIDING THE IRON ROOSTER. 8. James M. McPherson: BATTLE CRY FOR FREEDOM. 9. Tom Petere: THRIVING ON CHAOS. 10. Joseph Campbell: THE HERO WITH A THOUSAND FACES. 11. D.J, Trump/T. Schwartz: TRUMP: THE ART OF THE DEAL. 12. Gwenda Blair: ALMOST GOLDEN. 13. Davld E. Scheim: CONTRACT ON AMERICA. (Byasl á Nsw York Tlmss Book Rsvlsw) Danmörk Metsöluklljur: 1. Ernest Hemíngway: OER ER INGEN ENDE PÁ PARIS. (-). Z Isabel Allende: ANDERNES HUS. (2). 3. Sue Townsend: ADRIAN MOLE HAR VOKSE- VÆRK. (1). 4. Jean M. Auel: HESTENES DAL. (4). 5. Jean M. Auel: HULEBJ0RNENS KLAN. (3). 6. Jean M. Auel: MAMMUTJÆGERENE. (5). 7. John Fowles: TROLDMANDEN. (9). 8. Helle Stangerup: CHRIST1NE. (6). 9. Pal Conroy: SAWANNAH. (7). 10. Isabelle Allende: KÆRUGHED OG M0RKE. (8). (Tölur Irman sviga tákna röð bókar vikuna á undan. Byggt á Polltiksn Sondag) Umsjóri: Ejias Snæland Jónsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.