Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1989, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1989, Blaðsíða 48
 F R ■ E "1 l r a s i oc K O T 1 Ð • 25 Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 þá í síma 62-25-25. Fyrir hverf fréttaskot, sem birt- krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Simi 27022 LAUGARDAGUR 20. MAÍ 1989. Reykjavík: Fógetaskrif- ~ stofan á nauð- ungaruppboð Gjaldheimtan hefur krafist þess aö húseignin aö Skógarhlíð 6 í Reykja- vík veröi seld á nauðungaruppboði. Húsiö er í eigu Sölufélags garðyrkju- manna sem nú á í talsverðum rekstr- arerfiðleikum. Borgarfógetaembætt- ið leigir tvær efstu hæðir hússins. Fyrsta nauðungarsala hefur þegar farið fram. Önnur sala átti að vera fyrir fáum dögum en Sölufélagið fékk frest þar til 4. september. Bjargi Sölufélag garðyrkjumanna ,m ekki húsinu undan hamrinum verð- ur fógeti að bjóða upp húsnæði emb- ættisins. Gjaldheimtan í Reykjavík er eini uppboðsbeiðandinn. -sme Sameinast Iðnaðar-, Verslunar- og Alþýðubanki næstu daga? Leyniviðræður um sam- einingu á lokastigi Leyniviðræður Iðnaöarbanka, Verslunarbanka og Alþýðubanka um að sameinast eru nú á mjög viðkvæmu stigi og Ijóst er að úrslit ráðast á næstu dögum um það hvort af sameiningu þessara banka verður eða ekki, samkvæmt áreiö- anlegum heimildum DV í gær. Það eru fyrst og fremst banka- ráðsformenn þessara þriggja banka sem taka þátt í þessum leynUegu viðræðum sem staðið hafa að undanförnu og eru mjög viðkvæmar. Það sem rekur öðru fremur á eflár bönkunum núna að sameinast er salan á Útvegsbank- anum. Komi einkabankarnir ekki með tilboð í hann á næstunni getur svo farið að hann verði sameinaður ríkisbönkunum en það er viiji Steingríms Hermannssonar for- sætisráðherra. Hugmyndir um sameiningu þess- ara þriggja banka eru ekki nýjar af náliimi Lengi vel hefur Al- þýðubankinn haft það sem skilyrði að sameinast á jafnréttisgrundvelli að hann eigi helminginn í nýja bankanum. Heimildir DV segja að Alþýðubankinn sé að hvika frá þessari reglu sinni þar sem hún kreflist þess að hann auki hlutafé sitt um hundruð milljóna. Mjög aivarleg snurða hljóp á þráðinn í þessum viðræöum þegar Iðnaðarbankinn keypti hlutabréf í Verslunarbankanum á dögunum. Verslunarbankamenn tóku þvi illa og reiddust. Nú fer hins vegar vel á með full- trúura bankanna og er mikil alvara í viðræöunum. Ríkissjóður er lang- stærsti hluthafi í Útvegsbankan- um. Ljóst er að það kemur sér mun betur fyrir flárhagsstöðu ríkissjóðs að hlutabréfm í bankanum verði seld í stað þess.að bankinn verði sameinaður ríkisbönkunum. Bins næst þá fram langþráð takmark um fækkun banka og hagræðingu í bankakerfinu. -JGH Beðið eftir bensín- hækkun Beiðni ohufélagaima um hækkun á bensínverði hefur ekki enn verið lögð fyrir Verðlagsráð en fundur þess er væntanlegur næstu daga. Farið var fram á leyfi til 8% hækkun- ar á bensíni. Fjármálaráðuneytið hefur heimild til þess að hækka bensíngjald í sam- ræmi við hækkun á vísitölu. Ef ráðu- neytið notfærir sér þá heimild og verði tekið tillit til gengisbreytinga má reikna með að hækkunin verði á bilinu 10-11%. -Pá BÍIALEIGA v/Flugvallarveg 91-61-44-00 LOKI Fær maður fógeta ekki fyrir slikk á uppboðinu? Þessi glæsilega skúta kom í Ijós þegar kofakumbaldi var rifinn á Tangarhöfða í gær. Fleyið er 45 feta langt, full- búið öllum nýtískuþægindum og ber nafnið Nanný. Eigendur og innréttingasmiðir eru íslenskir en skrokkurinn er sænskur. Sjósetning var áætluð nú um helgina. Framvegis mun þessi fríði farkostur kljúfa öldur heimshafanna sjö. DV-mynd KAE Grandi tapaði 145 milljónum Grandi hf. tapaði 145,2 milljónum í fyrra. Tap fyrirtækisins af reglulegri starfsemi varð 74 milljónir. Við þaö bætist gengistap upp á 123,4 milljón- ir. Með sölu eigna var tapið minnkað niður í 145,2 milljónir. Heildarvelta Granda og dótturfyr- irtækisins, Síldar- og fiskimjölsverk- smiðjunar, var í fyrra rúmlega 1,7 milljarðar. Eigið fé Granda var um áramót 666,6 milljónir. Miðað við lánskjaravísitölu rýrnaði það um 85,3 milljónir frá fyrra ári. Á aðalfundi fyrirtækisins voru eft- irtaldir kosnir í stjórn: Árni Vil- hjálmsson prófessor, Jón Ingvars- son, stjórnarformaður Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna, Benedikt Sveinsson, stjórnarformaður Sjóvá- Almennra, Gunnar Svavarsson, for- stjóri Hampiðjunnar, og Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf. -gse Veðrið um helgina: Rigning sunnanlands Á sunnudag verður sunnan- og suðvestangola eða kaldi. Skúrir verða sunnan- og suðvestanlands en úrkomulaust annars staðar. Á mánudag verður rigning með allhvassri suðaustanátt sunnan- og vestanlands en hægari sunnanátt og að mestu úrkomulaust í öðrum landshlutum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.