Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1989, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1989, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUR 20. MAÍ 1989. 7 EINIMIG ERU VÖRUR OKKAR TIL SÖLU í FERÐAMARKAÐINUM, BÍLDSHÖFÐA 12, SÍMI 674100 f dv Fréttir Skagafiörður: Léleg grá- sleppuvertíð Þórhallur Ásmundsson, DV, Sauðárkróld; „Þetta hefur verið mjög slakt und- anfarið, bókstaflega ekkert. Nú er grásleppan víða komin upp undir fjörur og menn ekkert rosalega spenntir að leggja þar og eiga á hættu að allt fylhst af þara“ sagði Sævar Einarsson á Sauðárkróki aðspurður um grásleppuvertíðina. Grásleppuveiðar hafa gengið mjög treglega á Skagafirði í vor en þó er talið að .vertíðin verði heldur betri en sú síðasta sem var mjög döpur. Hins vegar hafa veiðar hjá Fljóta- mönnum og Siglfirðinguni gengið vel og eru sumir bátar þar að draga upp netin þessa dagana þar sem þeir eru þegar búnir að veiða upp í þann kvóta sem þeim var skammtaður. Kvótinn var einmitt settur vegna slæmra söluhorfa og þeim tilmælum var beint til grásleppuveiðimanna áður en vertíðin hófst að veiða ekki meira en tryggð hefði verið sala á. Hvammstangi: Sláturhúsið slegið spari- sjóðnum Þórhallur Ásmundsson, DV, Norðurl. vestra: Þriðja og síöasta uppboðið i þrotabú Verslunar Sigurðar Pálma- sonar á Hvammstanga fór fram sl. miðvikudag. Sláturhús og frysti- geymslur að Brekkugötu 4 var slegið Sparisjóði Vestur-Húnavatnssýslu á 3,5 milljónir króna. Sparisjóðurinn var stærsti kröfuhafmn. Áður hefur verið skýrt frá í DV að verslunar- húsið hafi verið slegið Olís á 7,5 millj- ónir króna. Skagaströnd: Breskir kíktu á rækjuna Þórhallur Ásmundsson, DV, Noröurl. vestra: Mikif atvinna hefur verið hjá Hóla- nesi á Skagaströnd síðustu vikur og hafa virku dagarnir ekki dugað til að vinna upp hráefnið. Togarinn Arnar hefur verið á grálúðu að und- anfórnu og aflað vel. Rækjubátamir hafa lokið veiðum á innfjarðarrækju , og eru nú að búast til úthafsrækju- veiöa. Breskur fáni blakti við hún hjá i Hólanesi nýlega. Þá voru í heimsókn menn frá breskri hótelkeðju að kanna kaup á rækju, kynna sér fram- leiðsluna. Ekki eru miklar líkur á að Hólanes geti sinnt þeim, slíkt magn ’ sem um væri að ræða. Þess má geta að rækjuvinnslan á Skagaströnd hef- ur í nokkur ár selt rækju til Marks og Spencer og að sögn Kristins Guð- mundssonar hjá Hólanesi hefur ekki dregið úr þeim viðskiptum. Keflavík - Amsterdam - KAIRÓ Auðvelt og þœgilegt með Arnarflugl og KLM ■ Og ódýrara en þú heldur FURUSETT með púða, hægt að btjóta saman Kr. 21.508, stgr. 20.432 Eínníg FURUSETT 2 stólar, borð + bekkur með púðum. Kr. 16.566, stgr. 15.737 REIAX-stóU Verð frá kr. 3.326, stgr. 3.159 Vorum að fá ný plast húsgögn, ftirtthúsgögn. Aldreí meíra úrval. SENDUM í PÓSTKRÖFU Alla leíð frá Costa Ríca. Glæsíleg plasthúsgögn NÝ« í Evróptt og á ís- með púðttm sem mega *anc*í- standa útí allt áríð. Opíð um helgína Laugardag 11-16 Sunnudag 12-16 SEGLAGERÐIN________ ÆGIR EYJARSLÓÐ 7 - SÍMI 621780 SEGLAGERÐIN ÆGIR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.