Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1989, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1989, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 20. MAÍ 1989. Kvikmyndir Þaö er Harrison Ford sem leikur Jones að venju. Bráðlega fá kvikmyndahúsagestir að sjá Indiana Jones að nýju á hvíta tjaldinu. Er það í myndinni Indiana Jones and the Last Crusade og að venju er það Steven Spielberg sem er leikstjóri. Nú eru liöin um átta ár síöan þeir félagar Spielberg og George Lucas gerðu ævintýramyndina Raiders of the Lost Ark sem festi nafnið Indiana Jones í huga aUra þeirra sem sáu myndina. Það sem færri vissu var að þeir félagar ákváðu einnig að gera þrjár myndir um Indiana Jones og mynda þannig þríhyrning. Indiana Jones and the Temple of Doom var frumsýnd 1984. Spielberg var ekki yfir sig hrifinn af myndinni þótt hún sé ein af vinsælustu mynd- um allra tíma og dró þvi lappirnar varðandi framhaldið. „Handritið einkenndist af of mikilli svartsýni og var of fjarlægt raun- veruleikanum og svo var allt of mik- iö af ofbeldis- og hryllingsatriðum," var nýlega haft eftir Spielberg í við- tah við tímaritið Premiere. „Ég hafði það á tilfinningunni að myndin slægi jafnvel Poltergeist út. Ég held því fram að það sé ekki vottur af mínum eigin tilfinningum í Temple of the Doom.“ Loforð Spielberg telur tvær ástæður þess valdandi að hann ákvað að gera þriðju myndina um Indiana Jones. í fyrsta lagi til að standa við loforð sitt við Lucas og í öðru lagi „til að afsaka mig fyrir síðari myndina". Eins og oft vill verða reyndist erfitt að fá gott handrit. Það vorú ráðnir fjölmargir handritahöfunðar en án árangurs. Spielberg vaf npög kröfu- harður og vildi fá manneskiúegri mynd en áður. Það var svo ekki fyrr en Lucas sjálfur settist niður með handritshöfundinum Jeffrey Boam að hlutirnir fóru að ganga. Grunnur- inn að handriti þeirra var að draga fram í sviðsljósið Dr. Henry Jones, fóður Indiana Jones. í myndinni er hann virtur fomleifafræðingur sem líkt og sonurinn er haldinn mikilli ævintýraþrá. Þeir feðgar hittast síð- an þegar þeir báðir hefja leit að fom- minjum frá upphafi kristinsdóms". Þótt handritið sé hlaöið spennu þá hafa þau Lucas og Boam ekki gleymt mannlega þættinum og em mörg at- riðin sem lýsa sambandi íoður og sonar í myndinni mjög hjartnæm auk þess aö vera bráðfyndin á köfl- um. Þannig hefur Spielberg tekist aö færa þessa mynd í manneskjulegri búning en fyrri myndir um Indiana Jones. Faðirinn En nú vom góð ráð dýr. Hver átti að leika'Henry Jones? „Þegar ég fór að velta þessu fyrir mér komst ég aö þeirri niðurstöðu að aðeins einn að- ili í heiminum gæti leikið Henry Jo- nes og það er Sean Connery. Hverj- um færi þaö betur úr garði en hinum upphaflega James Bond að blása lífi í þennan ævintýrasjúka fornleifa- fræðing," var haft eftir Spielberg. Ætlunin er að fmmsýna myndina nú í sumar. Allir sem starfa við gerö myndarinnar em bundnir þagnaða- reið inn aö láta ekkert opbinskátt um efni hennar við íjölmiðla. Því er lítið vitað um efnisþráðinn fyrir utan það sem áður hefur veriö sagt nema aö áhorfendur þurfa ekki að kvíða fyrir því að spennuna muni vanta. í einu atriði myndarinnar bjargar Indiana Jones foður sínum og Brody úr þýsk- um skriödreka frá síðari heimsstyij- öldinni. Hann notar hest til verksins og tók tvær vikur að kvikmynda þetta atriði svo Spielberg yrði án- ægður þótt sýningartínpnn sé aöeins 10 mínútur. Minnir þetta atriði aö mörgu leyti á bílaeltingaleikinn í Indiana Jones and the Temple of Doom. Einnig má geta þess að fyrstu 16 mínútur myndarinnar eru notað- ar til aö kynna Indiana Jones sem Indiana Jones snýr aftur barn. Hann er leikinn af River Pho- enix og útskýrir þessi kaíli myndar- innar atriöi eins og hvers vegna Indi- ana Jones sé svona illa við slöngur, eins og fram kom í fyrri myndunum. , t Kvikmyndaver En hvers vegna hefur Spielberg leikstýrt svo fáum myndum á undan- fómum árum. í fyrsta lagi hafa tvær síðustu myndir hans ekkert gengið of vel en báöar höfðu alvarlegan undirtón og geta varla talist gaman- myndir. Þaö em myndirnar The Colour Purple (1985) og svo Empire of the Sun (1987). Sérstaklega stakk The Colour Purple í stúf við fyrri myndir hans en hún fjallaði um lífsbaráttu þelþökkrar konu í afskekktum hluta Suöurríkja BandríKjanna. í dag við- urkennir Spielberg að hann hefði lík- lega farið öðmvísi að ef hann ætti að leikstýra þessum myndum núna. Hann leikstýrði þeim á sínum tíma „með lokuö augu“ eins og hann segir sjálfur og nýtti sér kunnáttu sína sem kvikmyndagerðarmaður án þess að reyna aö aga sjálfan sig að efni myndarinnar. Hin ástæöan er að fyr- ir fimm árum setti hann á fót kvik- myndaver sem hann skýrði Amblin. Spielberg langði til að stjórna kvik- myndaveri sem sérhæfði sig í fjölda- framleiðslu á myndum sem báru að- alsmerki Spielberg, þ.e. allar áttu þær að verða vinsælar. Þetta tók mikinn tima hjá Spielberg og hann átti ekki alltaf erindi sem erfiði. Þó má nefna nokkrar myndir sem svo sannarlega slógu í gegn eins og Gremlins, Back to the Future, og Who Framed Roger the Rabbit. Ýmsarfómir En ef við lítum á hinar myndimar má nefna Batteries Not Included, The Money Pit og svo sjónvarpsþáttaröð- ina Amazing Stories sem þegar er hætt að framleiða. „Það sem ég var að gera var að taka áíkvarðanir hvaða vini mínum ég ætti að bjóða að leik- stýra næstu mynd,“ hefur verið haft eftir Spielberg. Líkt og hershöfðingi, sem hefur verið settur of snemma á eftirlaun, saknaði Spielberg þeirra átaka sem fylgja leikstjórastöðunni. Núna er hann búinn að ráða staðgengil fyrir sig og getur því farið að einbeita sér að því sem honum þykir mest gaman að eða að leikstýra kvikmyndum. En Spielberg varð að fórna ýmsu til að uppfylla loforð sitt gagnvart Lucas um að leikstýra Indiana Jones and the Last Crusade. Hann var mjög sár yfir þvi að verða að neita að leikstýra tveimur myndum sem hann reglu- lega langaði til að vinna að vegna anna við gerðar Indiana Jones and the Last Crusade. Þetta voru myndimar The Big og sjálf óskarsverðlaunamyndin The Rainman. „Ég var mjög svekktur yfir þvi að missa af Rainman, aðallega vegna þess að eftir að ég sá The Graduate á sínum tíma hefur mig alltaf langað til að vinna með Bustin Hoffman," segir Spielberg. Hann hafði unnið að handriti myndarinnar í 5 mánuði og segir að þótt hann virði leikstjórn Barry Levinson finnist honum myndin of tilfinningalega köld og að hann hefði reynt að ná fram tári hér og þar frá áhorfendum. Næsta mynd Af kvikmyndaverinu er það að frétta að fjölmargar myndir verða framleiddar þar í sumar. Má þar nefna Back to the Future II og III en báðir hlutar verða kvikmyndaðir samtimis undir stjóm Robert Zemeckis. Handritahöfundurinn John Patrick Shanley, sem skrifaði Moonstmck, virðist hafa eitthvað í pokahorninu og er að hefja feril sinn sem leikstjóri með myndinni Joe Versus the Volcano með Tom Hanks i aðalhlutverki. Spielberg er þegar búinn að ákveða hvað hann ætlar aö taka sér næst fyrir hendur. Myndin heitir Always og er byggð á eldri mynd frá 1943 sem hét A Guy Named Jone með þeim Spencer Tracy og Irene Dunne í aðal- hlutverkum. í nýju útgáfunni eru þaö þau Richard Dreyfuss og Holly Hunter sem fara með aðalhlutverkin. „Þetta er eina myndin sem ég get hugsað mér að endurgera," segir Spielberg. „Þetta er mynd sem snerti mig djúpt þegar ég sá hana 14 ára gamall í sjónvarpi. Þetta var önnur myndin sem ég sá sem fékk mig til að gráta fyrir utan myndir þar sem dádýr komu við sögu. Þetta er einnig uppbyggjandi mynd. Hún fjallar um lífiö og tilveruna og segir að meðan þú lifir skaltu reyna að njóta þess.“ Gamla myndin fjallaði um flug- mann í seinni heimsstyrjöldinni sem er drepinn en snýr síöan aftur til jarðar ósýnilegur. Spielberg heim- færir þetta til nútímans og gerist myndin í Montana og Wyoming og fjallar um fólk sem berst við skógar- elda í þjóðgörðunum með öllum vopnum sem tiltæk eru. Þegar skóg- areldarnir blossuðu upp í Yellow Stone garðinum 1988 kvikmyndaði Spielberg mikið efni sem notað verð- ur í myndunum. B.H. Hclstu heimildir: Premiere

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.