Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1989, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1989, Blaðsíða 25
24 LAUGARDAGUR 20. MAÍ 1989. LAUGARDAGUR 20. MAÍ 1989. 41 Samstaðan kom mér á óvart - segir Wincie Jóhannsdóttir, formaður HÍK Wincie Jóhannsdóttir, formaður Hins íslenska kennarafélags, hefur veriö mikið í sviðsljósinu undan- farnar vikur, eða meðan á sex vikna verkfalli BHMR-manna stóð. Wincie hefur verið formaður HÍK frá haust- inu 1987 og er þetta í fyrsta skipti sem hún lendir í verkfallsbaráttu fyrir félagið. Þegar viðtalið við Wincie var tekið að kvöldi fimmtu- dags, þegar loks hafði verið samið, hafði hún verið í stöðugum fundar- höldum samfleytt í þrjátíu klukku- stundir. „Maður er oröinn þreyttur, það verð ég að viðurkenna. Þetta er reyndar fyrsta vökulotan okkar. Það hefur verið stefna okkar að fá einhverja hvíld á hverri nóttu,“ sagði Wincie er hún settist niður með tebolla í kaftistofu Menntaskól- ans við Hamrahlíð eftir erfiðan dag. , ,Þegar maður hélt aö allt væri geng- ið saman þá var eftir að ganga frá ótal endum. Ég hafði ekki gert mér grein fyrir því. Mér datt heldur aldr- ei í hug að verkfallið myndi standa svona lengi. Það hvarflaði ekki að mér að fjármála- og menntamála- ráðuneytin myndu leyfa sér svona langt verkfall. Þá get ég bent á að á fyrstu dögum verkfallsins fór samn- inganefnd ríkisins af fundi og ræddi ekki við okkur í níu daga eftir það,“ segir Wincie. Almenningur á móti Hún telur almenningsálitið hafa verið á móti kennurum allan þann tíma sem verkfallið stóð. „Það hefur verið mikill hávaði í þeim sem voru á móti okkur. Hins vegar finnst mér athyglisvert að yfir 30% þeirra, sem svöruöu skoðanakönnun um verk- fallið, voru okkur meðmælt.“ Wincie telur nemendur engan veginn undir það búna að fara f próf. „Ég þekki umræðu nemenda best frá mínu eigin heimili því sonur minn er í menntaskóla. Þegar ég kom heim af samningafundum voru venjulega nokkrir nemendur heima hjá mér og ég þekki vel þeirra til- finningar. Frá þeim fékk ég stuðn- ing og ég varð aldrei fyrir aðkasti frá nokkrum nemanda þennan tíma sem verkfallið stóö. Við buðum fjöl- mörgum nemendum í stærstu fram- haldsskólum landsins á fund með okkur sem var mjög málefnalegur. Þar kom upp mikil gagnrýni en einnig stuðningur. Ég tel, nú þegar verkfallið er leyst, að bæta verði nemendum upp þá kennslu sem þeir hcifa tapað." Ekki ánægð með samninginn Wincie segist ekkert allt of ánægð með þá samninga sem að lokum tók- ust. „Til þess að samningurinn skili því sem hann á að gera þarf fjár- málaráðuneytið að fylgja anda hans. Ég efast ekki um að mögulegt væri aö finna lagakróka eða orðhengils- hátt sem hægt yrði að nota til að draga úr áhrifum samningsins. Við erum orðin tortryggin vegna þeirra loforða sem ekki hafa verið efnd. Ég reyni þó að vera jákvæð því svona langtímasamningur með kerfisbreytingum og athugunum kallar á mikla samvinnu. Ég ætla mér því ekki að vera tortryggin heldur vakandi og bregðast við hverri vanefnd. Félagsmenn þurfa allir að vera vakandi og bregðast við hugsanlegum vanefndum skjótt. Ég held að sá trúnaðarbrestur, sem orðinn er milli ríkisins og starfs- manna þess, sé mjög skaðlegur. Þó að þeir æth sér að spara ein- hverjar krónur með lagakrókum þá tapa þeir þegar á hólminn er komið. Báðir aðilar verða að vinna að bættu andrúmslofti. í okkar samningi er ekki verið að tala um miklar pró- sentuhækkanir heldur verið að leið- rétta launakjör okkar, miðað við kjör þeirra sem starfa á almennum markaði með hhðstæða menntun og ábyrgð.“ Samningar í fyrra í fyrravetur stóð Wincie í samn- ingaviðræðum við ríkið án þess að til verkfalla kæmi. „Ég vann að því að útfæra samning fyrir kennara sem ríkisvaldið haföi sagt að myndi leiða til stórfelldra kjarabóta þegar samningurinn var gerður að loknu verkfalli 1987. Þegar til kom hafði þess ekki verið gætt að það stæði skýrum orðum í samningstextanum að til hækkana skyldi koma. Við vorum að vinna að ákveðnum kerf- isbreytingum sem áttu að færa okk- ur kjarabætur en þá voru viðbrögð ríkisins þau að benda á að ekkert stæði um .hækkanir í samningun- um. Það náðist aldrei samningur um þessar breytingar enda komu bráðabirgðalögin á okkur eins og marga aðra.“ Wincie telur að í þessari kjarabar- áttu nú hafi ríkt óvenju góð sam- staða mihi félagsmanna. „Þetta hef- ur verið ótrúleg samstaða. Það hafa ahir lagst mjög mikið á eitt. Þó að við vildum trúa að þetta gæti gengið áttu alhr von á að einhvers staöar yrðu brestir. Við vorum undir það búin að leggja þyrfti vinnu í að halda öhum saman, að einhverjir yrðu að gera málamiðlun eða gerast sátta- semjarar. Á þetta reyndi aldrei. Sum félögin eru lítil og hafa lítiö fé. Tvö félög innan BHMR eru fjöl- mennust, Hið íslenska kennarafélag og Félag náttúrufræðinga, þess vegna bar meira á þessum tveimur félögum en öðrum á meðan verk- falhð stóð yfir. Auk þess koma þessi félög víða við á viðkvæmum stööum í þjóðfélaginu, eins og við t.d. með nemendurna." Ekki áhugamálið Wincie segist ekki hafa haft gam- an af allri þessari fjölmiðlaathygli sem hún hefur fengið undanfarið. „Vissulega hafa verið margar góðar stundir í þessari kjarabaráttu eins og er þegar margir vinna saman. Hins vegar er þetta ekki mitt áhuga- mál. Það er pólitík í þessu og ýmsar ógeðfehdar hliðar á svona máli.“ Eins og gefur að skilja hefur Wincie lítið dvalið á heimili sínu síðustu vikur. Hún segist vera hepp- in með að heimilið er ekki stórt. „Við erum bara tvö, ég og sonur minn. Hann og kærastan hafa séð um heimilið fyrir mig, létt af mér öhum heimihsstörfum og verið mér góð.“ Wincie hefur starfað sem kennari við Menntaskólann í Hamrahhð frá árinu 1974. Hún er fædd í Kaliforníu og bjó þar að mestu til sextán ára aldurs. Móðir hennar er amerísk en faðir hennar var íslenskur. „Faðir minn, Jóhann S. Hannesson, var skólameistari á Laugarvatni í tíu ár, kenndi hér í MH um tíma og vann síðan að stóru ensk-íslensku orða- bókinni." Skildi ekki íslensku Wincie kom heim til íslands sext- án ára og hóf þá nám í Menntaskól- anum í Reykjavík þrátt fyrir að hún talaði ekki eitt orð í íslensku. „For- eldrar mínir komu heim einu og hálfu ári síðar og þá fór ég með þeim á Laugarvatn þar sem ég kláraði skólann. Það var dálítið ævintýra- legt að byrja í MR þar sem kennar- inn sat bara við sitt borð upp á I gamla móðinn, talaði látlaust og tók I mann upp án þess að ég skildi orð af því sem hann sagði. Það var bara í enskutímum hjá Guðna sem ég gat fylgst með. Þetta tókst einhvern veg- inn og ég náði öllu nema stafsetn- ingu um vorið. Reyndar mátti mað- ur fá ofsalega lágt í sumum fógum. Ég fékk 2,2 í íslandssögu,“ segir Wincie og skellihlær. Eftir stúdentspróf fór Wincie til Skotlands og hóf nám i frönsku og spænsku til að byrja með en breytti síðan yfir í enskar bókmenntir. „Aftur breytti ég og fór í heim- speki. Þegar allt leggst saman heitir það að ég sé með próf í ensku og heimspeki." Ellefu ár í Bretlandi Wincie bjó um ehefu ára skeið í Bretlandi, fyrst í Edinborg, síðan í Wales og svo aftur í Edinborg. Eftir háskólapróf giftist hún Englendingi og flutti meö honum til Wales þar sem hún eignaðist soninn. Upp úr """"' "y^r''aT. w • i W&itfi vt«r mawp [ j Törninni er lokið hjá Wincie Jóhannsdóttur að þessu sinni. Hún segist ekki allt of ánægð með samningana en ætlar að reyna að vera jákvæð. DV-mynd Kristján Ari hjónabandinu slitnaði nokkrum árum síðar. Wincie flutti aftur til Edinborgar og fór í kennaraháskóla. Eftir að hún lauk prófi kenndi hún í tvö ár áður en haldið var heim th íslands. „Æth ég hafi ekki komið heim vegna þess að sonur minn átti að hefja skólagöngu. Ég mat það svo að betra væri fyrir bam að alast upp á íslandi en í stórborg í Bretlandi. Ég tel að það sé gott fyrir börn að alast upp á íslandi. Hér eru meiri líkur á að einstakhngurinn sé virtur sem slíkur og börn öðlist meira sjálfstraust." Þegar Wincie kom aftur th lands- ins fékk hún tímabundna afleys- ingastöðu í MH. Kennarinn, sem hún leysti af, kom ekki aftur þannig að hún ílengdist í starfmu. „Ég starfaði hér í þrjú ár og ætlaði þá að hætta kennslu fyrir fuht og allt. Ég fór að vinna við annað starf en hafði ekki verið lengi frá skólanum er ég bað um starf við öldungadeild- ina. Þar með var ég byrjuð aftur að kenna á fuhu og hef gert síðan, utan eitt ár er ég fór í framhaldsnám til Bandaríkjanna. Nú er ég í hálfri stöðu með formennskunni í HÍK." Wincie kennir ensku við skólann og almenna málfræði. Hún segir að það hafi verið slys að hafa lent í formennsku HÍK. „Ég hef ekki tekið mjög virkan þátt í félagsstörfum en er ein af þeim sem hættir til að opna ahtaf munninn á öllum fundum. Ég lendi þess vegna í hinum og þessum nefndum án þess að ætla það. Mann- eskja í uppstihingarnefndinni hjá HÍk fór fram á að ég gæfi kost á mér th formennsku. Vegna þess að það var þessi manneskja á þessum tíma gat ég ekki neitað henni af ýmsum ástæðum. Þetta var Dan- fríöur Skarphéðinsdóttir sem var óvænt á leið á þing fyrir Kvennalist- ann.“ Sigraði íyo karlmenn Wincie segist ekki vita af hverju hún var kjörin formaður. Með henni í framboði voru tveir karlmenn. „Núna er í fyrsta skipti kvenna- stjórn hjá HÍK, íjórar konur af sjö í stjóm. Kannski vildu félagsmenn stokka upp eða menn vissu að ég var ekki pólitísk í skóla og félags- málum og hlynnt því að kennarafé- lögin sameinist, án blóðugrar bylt- ingar þó. Ég hef velt þessu kjöri fyr- ir mér vegna þess að ég var hissa á sigri mínum,“ segir Wincie enn- fremur. Þó að Wincie hafi ekki haft mikinn tíma undanfarið th að sinna áhuga- málum þá eru þau margvísleg. „Á meðan ég stend í streði eins og und- anfarið get ég eiginlega ekkert utan vinnutíma, nema kannski helst að lesa afþreyingarreyfara eða sofa. Svona vanalega sinni ég kórstörf- um. Ég er í tónleikakór Dómkirkj- unnar. Þetta er ungur kór og ein- beitir sér að tónleikaprógrömmum þótt við æfum í kirkjunni og syngj- um oft yið messur." Tónleikaferð í sumar Wincie segisf.hafa áhuga á allri tónlist og oft komi fyrir að hún rauli með sjálfri sér. „Það er heilmikið félagsstarf í kringum kórinn og mjög náið samband milli okkar kór- félaganna. Það má líkja kórnum við bekk í heimavistarskóla þó að félag- ar séu frá sextán ára og upp í fimm- tugt. Við æfum tvisvar í viku og í ágúst ætlum við að fara í tónleika- ferðalag til Tékkóslóvakíu og A- Þýskalands. í tengslum við það æf- um við m.a. nokkur erfið nútíma- verk.“ Wincie segist ætla að nota sum- arfríið, ef eitthvert fri verður, th að fara á námskeið í Englandi. „Þetta er námskeið um nýjungar í ensku- kennslu. Einnig er alþjóðlegt þing kennarasambanda í sumar sem ég veit ekki enn hvort ég mun sækja. Ætli sumarið fari ekki að miklu leyti í gerð stundataflna fyrir næsta vet- ur. Undanfarnar vikur hef ég ekki htið í hólfið mitt hér í skólanum þannig að ég veit ekki hvort nem- endur hafa skilað inn ritgerðum. Ef þeir hafa gert það bíður mín tals- verð vinna. Nemendur í efsta áfanga í ensku hefðu átt, ef verkfalhð hefði ekki komið th, að skila aðalritgerö vetrarins. Það er erfitt að vita hvað bíður manns núna. Ég hefði gjarnan þegið hvíld í smátíma.“ Fengu tvisvar bætur Wincie segir að flestir kennarar hafi farið hla út úr verkfallinu pen- ingalega en þó hafi þeir fengið tvisv- ar sinnum úr sjóði félagsins. „Við greiddum í fyrra skiptið úr eigin sjóði, síðan fengum við glæsilegar gjafir bæði frá KÍ og erlendum félög- um. Gjafirnar námu sömu upphæð og fór út úr sjóðnum þannig að við gátum greitt það sama aftur. Lægsta úthlutun, sem fór th einstakhngs, var átján þúsund og upphæðin gat farið upp í þrjátíu þúsund eftir heimhisstærð og aðstæðum,“ sagði Wincie Jóhannsdóttir og bætti því við í lokin að hún væri vægast sagt afar fegin að þessi samningalota væri á enda. -ELA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.