Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1989, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1989, Blaðsíða 28
44 LAUGARDAGUR 20. MAÍ 1989. Skák 13 V Alvöruskákmót í Svíþjóð - Ftacnik sigraði óvænt í Haninge Á skákmóti í Sviþjóð tefldi Ulf Andersson af gríöarlegu öryggi að vanda og varð taplaus ásamt sigurvegaran- um og van der Wiel, sem tefldi af talsverðum þrótti. Stundum er eins og upp- eöa nið- ursveifla í skákinni fylgi ekki ein- staklingnum heldur sé þjóöar- bundin. Gangi einum vel vilja land- ar hans gera betur en fatist einum snögglega flugiö er eins og hinir missi sjálfstraustið. Gróskan í íslensku skáklífi und- anfarin misseri hefur verið með þeim ólíkindum að varla hefur liðið mánuður án nýrra afreka. Skyldi nú loks vera komið ofurlítið hlé? Eftir páskana hafa íslenskir skák- menn verið á faraldsfæti og gengið misjafnlega en frammistaða þeirra hefur ekki þótt tíöindum sæta í fjöl- miðlum hér heima. Fyrsta er aö nefna Karl Þorsteins og Hannes Hlífar sem tefldu á opnu móti í Varsjá í lok apríl og fram í maí. Á mótinu tefldi tylft stórmeist- ara, þeirra þekktastir Romanishin og Tseshkovsky, en þeir máttu sín lítils - það voru óbreyttir Sovét- menn, af öllum stærðum og gerð- um sem einokuðu 10-15 efstu sætin. Sigurvegari varð Kalínitsjév með 8 v. af 9 mögulegum en í lokaum- ferðinni tókst honum að snúa á landa sinn Malanjúk og þótti þar hafa heppnina með sér. Magerr- amov fékk 7,5 v. og Glek, Zlotnik og Blatny (Tékkóslóvakíu!) fengu 7 v. íslendingarnir stóðu sig bæri- lega, Karl hlaut 5,5 v. og Hannes Hlífar 5 v og létu þeir vel af dvöl- inni í Varsjá. Á sama tíma sat Margeir Péturs- son að tafli í Múnchen, á Mephisto- mótinu þar sem Jóhann Hjartarson varð hlutskarpastur fyrir réttu ári. Margeiri gekk vel í byrjun mótsins, sem var af 10. styrkleikaflokki FIDE, og hafði hlotið 2,5 v. eftir þrjár umferðir. Þá tók hann upp á því að tapa fjórum skákum í röð og hefur þar sennilega verið að herma eftir meistara Jóhanni í Amsterdam á dögunum. Með sigri gegn Wahls í lokaumferðinni tókst honum að klóra í bakkann og hafn- aði að lokum með 5 v. Tveir Hollendingar stálu senunni í Múnchen, alþjóöameistaramir Jeroen Piket og Paul van der Sterr- en, sem deildu sigrinum meö 8 v. og stórmeistaraáfanga. Næstu menn fengu 6,5 v. Sigur Hollend- inganna er enn ein vísbendingin um mikil tíðindi í skáklífi þar í landi þessa dagana, í kjölfar brons- verðlauna hollensku ólympíusveit- arinnar í Þessalóniku. Önnur vís- bending er t.a.m. sigur Rene Kuijf á skákþingi Hollands, fyrir ofan marga kunna meistara. Breiddin er að aukast og stórmeisturunum fer fjölgandi. Margeir hélt rakleiðis frá Múnchen til Moskvu til liðs við Helga Ólafsson og Hannes Hlífar en þeir þremenningar taka nú þátt í opnu móti stórmeistarasam- bandsins, sem er með svipuðu sniði og opna mótið í Belgrad sl. haust. Stórt hundrað skákmanna tekur þátt í mótinu, liðlega helmingur stórmeistarar og flestir Sovét- menn. Hætt er viö aö róðurinn verði þungur en samkvæmt fyrstu fréttum er þó ástæða til bjartsýni. íslendingarnir höfðu alhr 1,5 v. að loknum tveimur umferðum og m.a. hafði Hannes Hlífar lagt Romanis- hin að velh og veit ég ekki betur en að þar hafi hann í fyrsta sinn náð höfuðleðri sovésks stórmeist- ara. Loks er að geta alþjóðamótsins í Haninge, sunnan við Stokkhólm, þar sem ritari þessara hna var meðal þátttakenda. Mótið var vel skipað, af 13. styrkleikaflokki FIDE og hefur aldrei fyrr verið teflt í svo háum flokki í Svíþjóð. Ekki var ég Skák Jón L. Árnason ánægður með frammistööuna en mér féh þó sá heiöur í hlut að fá að deila sæti með fyrrverandi heimsmeistara, Vassily Smyslov. Mótiö var jafnt og spennandi allan tímann en á endanum varð tékk- neski stórmeistarinn Lubomir Ftacnik einn efstur með 7 v. Svíar sækja í sig veðrið Svíar eru þekktir fyrir flest ann- að en að standa fyrir stórmeistara- mótum en í fyrra varð breyting þar á er yfirvöld í Haninge stóðu að fyrsta mótinu í röðinni. Vel þótti til takast og því var aftur farið af stað í ár og góð orð voru uppi um að framhald yrði á. Nú er einnig fyrirhugað heimsbikarmót í Sví- þjóð (í Skeheftea) í ágúst og vera má aö þá fari skriðan af stað. Svíar eiga fjölmarga snjalla skákmenn en þeir hafa fram að þessu fengið fá tækifæri til að æfa sig. Aðbúnaður var prýðilegur og að- stæður þótt þær virtust dálítið frumstæðar því að sviðinu var komið fyrir hominu á leikfimisal, í kjahara íþróttahallar. Áhorfend- ur voru heldur ekki margir en þó heldur fleiri að jafnaði en á Fjarka- mótinu í febrúar. Ftacnik vann Piu Cramling, Wed- berg og Polugajevsky og með því náði hann efsta sætinu einn - öðr- um skákum hans lauk með jafn- tefli. Það fór fremur lítið fyrir hon- um. Engar glæsiskákir tefldi hann og sigurinn kom á óvart. í síðustu umferð hafði hann svart gegn van der Wiel, sem lagði allt í sölurnar til að vinna, því að með því hefði hann orðið efstur. En niðurstaðan varð jafntefh. Ulf Andersson tefldi af gríðarlegu öryggi að vanda og varð taplaus ásamt sigurvegaranum og van der Wiel, sem tefldi af talsverðum þrótti. Jafn þeim í 2.-4. sæti varð Bandaríkjameistarinn Wilder, sem var efstur þar til í lokin er hann tapaði fyrir Júgóslavanum So- kolov. Þessir hlutu 6,5 v. Síðan komu Ungverjinn Sax og Ivan So- kolov með 6 v., Polugajevsky fékk 5,5 v., Jón L. og Smyslov 5 v., Wed- berg 4,5 v„ Hehers 4 v. og Pia Cramhng rak lestina með 3,5 v. Polugajevsky og Smyslov áttu lengi við ramman reip að draga og voru með neðstu mönnum. Polu barðist eins og ljón og með harð- fylgi náði hann 50% vinningshlut- falli - vann Sokolov í síðustu um- ferð. Smyslov vann sína fyrstu og einu skák í mótinu í þriðju síðustu umferð og getur varla verið ánægð- " ÚTBOÐ Ferðasalerni Svarfaðardalsvegur hjá Urðum Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í ofangreint verk. Lengd vegarkafla 3,2 km, magn 30.000 m3. Verki skal lokið 1. október 1989. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á Akureyri og í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 22. þ.m. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 5. júní 1989. Vegamálastjóri ________________________________________j ^IRARIK RAFMAGNSVEITUR RÍKISIN? SUMARHÚSAEIGENDUR ÁRNESSÝSLU Þeir sumarhúsaeigendur í Árnessýslu, sem óska eftir tengingu viö veitukerfi Rarik í sumar, eru beðnir að skila inn umsóknum sínum fyrir 1. júní nk. til skrif- stofu rafmagnsveitnanna, Gagnheiði 40,800 Selfoss. Nánari upplýsingar fást á skrifstofunni, símar 98- 21144/21882. Rafmagnsveitur ríkisins Kemísk vatnssalerni fyrir sumarbústaði hjólhýsi og báta. Atlas hf Bor«>arlúni 24 — Sími 62 II 55 Póslhóll' «460 - 128 Re\ kjatík Bridge Árlegt einvígi bresku þingdeildanna: Lávarða- deildin vann yfir- burðasigur Fimmtánda einvígi bresku þing- deildanna var spilað fyrir stuttu og sigraði lávarðadeildin með miklum yfirburðum. Spilaö hefir verið árlega í fimmtán ár og standa leikar 96 fyr- ir lávarðana. Það gekk ekki þrauta- laust fyrir alla spilarana að finna sér tíma til spilamennskunnar, mennta- málaráðherrann, Kenneth Baker, varð að stelast burt frá heimsókn Gorbatsjov sem einmitt kaus þennan dag til þess aö heimsækja Bretland. Ennfremur kom fyrrverandi neyt- endamálaráðherra, Oppenheim barónessa, beint úr þinginu þar sem hún hafði flutt jómfrúarræðu sína. Þaö er fyrir tilstilli hins kunna bridgemeistara, Rixi Markus, að þessi keppni komst á en að vonum hefur þessi árlegi viðburður verið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.