Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1989, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1989, Page 22
22 LAUGARDAGUR 20. MAÍ 1989. TIL SÖLU Ertu að leita að íbúð miðsvæðis? Talaðu þá við mig. Ég er með mjög fallega 3ja herb. íbúð við Engi- hjalla. Laus 1. nóvember. Uppl. í síma 43052. Aðalfundur Styrktarfélags Vogs verður haldinn í Risinu, Hverfis- götu 105, 4 hæð, þriðjudaginn 30. maí kl. 17.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Lagabreytingar Stjórnin Iðnskólinn i Reykjavík Til að Ijúka þeirri kennslu sem féll niður í verkfalli HÍK hefst kennsla samkv. stundaskrá mánudaginn 22. maí. Kennt verður í 2 vikur. Þriðjudaginn 23. maí hefjast vorannarpróf samkv. nýrri próftöflu. Þeim nemendum sem þess óska verð- ur gefinn kostur á að Ijúka vorönn í ágústmánuði með þátttöku í námskeiði og/eða prófum til að Ijúka námi á vorönn. Fundur verður með nemendum kl. 18 á mánudag. Iðnskólinn í Reykjavík MATREIÐSLUMENN Aðalfundur Félags matreiðslumanna verður haldinn mánudaginn 29. maí kl. 15.00 að Óðinsgötu 7, Reykjavík. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Tillaga um breytingar á lögum sjúkrasjóðs 3. Önnur mál Endurskoðaðir reikningar félagsins liggja frammi frá og með 23. maí. Listi uppstillingarnefndar liggur frammi á sama tíma. Aðrir listar þurfa að berast fyrir setningu aðalfundar. Félagar, fjölmennið. Stjórn Félags matreiðslumanna Rannsóknarstofur o.fl. Ármúla 1A Tilboö óskast i innanhússfrágang fyrir rannsóknarstofur o.fl. að Ármúla 1A i Reykjavík. Verkið felst í breytingum og innréttingum ásamt öllum kerfum fyrir rannsókn- ar- og skrifstofur á 2., 3. og 4. hæð, ásamt geymslum í kjallara (alls um 1750 m2) og ioftræstingu fyrir matsal á 1. hæð. Húsið Ármúli 1A var áóur notað sem verslunarhúsnæði (Vörumarkaðurinn). Verkinu skal aó fullu lokið 15. desember 1989. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Borgartúni 7, Reykjavík, til og með föstudegi 2. júní 1989 gegn 10.000 kr. skilatryggingu. Tilboð veróa opnuð á sama stað þriðjudaginn 13. júní 1989 kl. 11.30. IIMNKAUPASTOFNUN RIKISINS _________Borgartúni 7 simi 26844 KENNARAR - KENNARAR Grunnskólinn í Grundarfirði auglýsir eftir áhugasöm- um og hressum kennurum í almenna bekkjarkennslu, sem og hinar ýmsu sérgreinar, svo sem dönsku, ensku, handmennt, raungreinar, samfélagsgreinar, stuðnings- og sérkennslu. Grundarfjörður er liðlega 800 manna sjávarþorp á Snæfellsnesi, um 240 km frá Reykjavík. Hingað eru daglegar ferðir áætlunar- bíla frá Reykjavík og áætlunarflug. Ef þió hafið áhuga á útivist og fögru umhverfi eru möguleikarnir ótæm- andi og héðan er stutt til þekktra ferðamannastaða, svo sem að Búðum og Arnarstapa. Húsnæðisfríðindi í boði. Upplýsingar gefa skólastjóri, Gunnar, í síma 93-86802 og yfirkennari, Ragnheiður, í síma 93-86772. Skólanefnd Hinhliöin Hjálmar Jónsson, sóknarprestur og prófastur, segir að vatn sé hans uppáhaldsdrykkur. Vil stuðla að sáttum og lífshamingju - segir séra Hjálmar Jónsson Hjálmar Jónsson, prestur og pró- fastur á Sauöárkróki, er löngu landsþekktur fyrir texta þá er hann hefur samið fyrir Geirmund Val- týsson og landsmenn hafa fengiö að hlýða á þau fjögur skipti sem forkeppni Eurovision hefur verið haldin hér á landi. Ekki alls fyrir löngu sótti séra Hjálmar um starf dómkirkjuprests í Reykjavík en dró svo umsókn sína til baka. Enda segir hann að starf hans sem prestur og prófastur í Skagafirði hefði átt meiri ítök í honum en hann hafi gert sér grein fyrir, því heföi hann ekki verið reiðubúinn að flytja frá Sauðár- króki þar sem hann hefur starfað á annan tug ára. Fullt nafn: Hjálmar Jónsson. Fæðingardagurogár: 17. apríl 1950. Maki: Signý Bjamadóttir líffræð- ingur. Bifreið: Subam árgerð 1988. Starf: Sóknarprestur og prófastur. Laun: Samkvæmt kjarasamning- um opinberra starfsmanna. Áhugamál: Lífið og starfið. Hvað hefur þú ferigið margar tölur réttar i Lottóinu? Ég spila aldrei í Lottóinu, en börnin mín hafa einu sinni fengið íjórar tölur réttar. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Vera með glöðu og góðu fólki við störf og jafnvel leik. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Að þvo bílinn minn. Skrýtið hvað svona smáviðvik verða manni mikil raun. Uppáhaldsmatur: Allur matur er góöur. Uppáhaldsdrykkur: Vatn. Hvaða íþróttamaður stendur fremstur í dag? Á erfitt með að svara því. Uppáhaldstímarit: Kirkjuritið. Fallegasta kona sem þú hefur séð: Ég minnist þess ekki að hafa séð ljótar konur. Hlynntur eða andvígur ríkisstjórn- inni: Ég hef vitað þær betri. Hvaða persónu langar þig mest að hitta? Jesú Krist. Uppáhaldsleikari: Helgi Skúlason. Uppáhaldsleikkona: Guðrún Helgadóttir alþingismaður. Uppáhaldssöngvari: Pavarotti. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Gor- batsjov. Uppáhaldssj ónvarpsefni: Féttir, íþróttir og viðtalsþættir. Hlynntur eða andvígur hvalveiðum íslendinga: Skynsamleg nýting allra fiskistofna er blátt áfram nauðsynleg. Hlynntur eða andvígur veru varn- aríiðsins hér á landi: Ég er hlynntur veru varnarliöis svo framarlega sem það heldur sig innan girðingar. Hver útvarpsrásanna fmnst þér best: Rás 1. Uppáhaldsútvarpsmaður: Ævar Kjartansson. Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið eða Stöð 2? Sjónvarpið. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Helgi H. Jónsson og Ómar Ragnarsson. Uppáhaldsskemmtistaður: Breyti- legt. Uppáhaldsfélag í íþróttum: Tinda- stóll. Stefnir þú að einhveiju sérstöku í framtiðinni? Stuðla að sáttum, friði og lífshamingju með starfi innan kirkjunnar og í samfélaginu. Hvað ætlar þú að gera í sumarfrí- inu? Ég ætla að ferðast innanlands í sumarfríinu mínu. -J.Mar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.