Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1989, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1989, Page 18
18 LAUGARDAGUR 20. MAÍ 1989. Borgaraieg ferming Kirkjunnar menn brugöust ókvæða við fyrstu borgaralegu fermingunni. Segja hana blekkingu einbera og alls enga fermingu. Þessu svarar Hope Knútsson í Morgunblaðinu 11. maí. Hún sýnir fram á að sjónarhorn kirkjunnar er aðeins eitt af mörgum. Ferming sé ekki íslenskt orð heldur seinni hluti latneska orðsins „confirm- are“, sem hafi sjö mismunandi merkingar í alþjóðlegu orðabók Websters. Trúarlega skilgreiningin sé ekki einu sinni efst á blaði. Orð- ið þýði að styrkja eitthvað. Og Hope segir: „Maður getur styrkst í þeirri ákvörðun aö vera siðferðislega sterk manneskja og ábyrgur borg- ari. Þetta er einmitt það sem ungl- ingar er fermast borgaralega gera.“ Þá bendir Hope á að borgaraleg ferming sé framkvæmd í mörgum löndum og að allar athafnir í lífinu megi framkvæma á borgaralegan hátt. Ótti ástæðulaus Ótti kristinna manna við borg- aralega fermingu er ástæðulaus. Menn verða að skilja að henni er ekki stefnt gegn kristinni trú eða kirkju. Hún er aðeins valkostur fyrir þá sem ekki telja sig kristna eða trúaða. Að vera trúlaus er ekki það sama og að gera lítið úr trú annarra. Þennan sama dag var önnur grein í Morgunblaðinu: „Ferming- in, veislan og gjafimar“. Hana skrifaði Gunnlaugur Stefánsson, prestur í Heydölum. Þar sem við- horf hans hljóta að vera kristileg og hákirkjuleg skulum við athuga þau ögn nánar. Klerkur ber íjöl- miðlum á brýn „hroka“, „for- dóma“ og þekkingarleysi í árlegu „hneykslunarnöldri" um ferming- una. Næst rekur hann undirbúning hennar. Telur að börnin fermist „af fúsum og fijálsum vilja“ (sem er hæpin fullyrðing) en auðvitað í samráði við fiölskyldu sína. Og þetta sé kannski kjami málsins. Fermingin sé ein af fáum fiöl- skylduathöfnum er standist tímans tönn. Vegna þess hve hún sé mikil- vægur atburður í lífi fólks. Þá fiall- ar greinarhöfundur um veislumar í löngu máli. Kannast ekki við að um bmðl og sóun sé að ræða held- ur vitni þær um kærleika og gleði. Og hann undrast að í okkar veislu- glaða efnishyggjuþjóöfélagi skuli menn amast við þeim. Loks hvetur hann til að staöinn verði vörður um ferminguna og segir: „Ég veit að flestir eiga persónulegar minn- ingar tengdar fermingardeginum sínum, sem vekja gleði og þökk í huga“. Og bætir við síðar: „Borg- araleg útskriftarathöfn í lok fræðslunámskeiðs um þjóðfélagið á ekkert skylt við fermingu innan kirkjunnar og alls kostar rangt að leggja slíkt að jöfnu við fermingu. Ég vona aö fræðslan sem þetta borgaralega fræðslunámskeið veit- ir byggi ekki á slíkum blekkingum þegar málefni lífsins em til um- ræðu.“ Hér birtist mikil þröngsýni Auðvitað er borgaraleg ferming ekki sama og kirkjuleg ferming. Hún byggist á annarri afstööu til lífsins. Annarri lífsskoðun. En hún er ekki óæðri fyrir vikið. Sannleik- ur lífskoðana er ekki algildur held- ur afstæður. En í ummælum prestsins kemur fram sú algenga villa að telja endilega sína eighi lífs- skoðun (í þessu tilviki kristni) öðr- um lífsskoðunum betri. Ókristið fólk geti þvi ekki ætlast til að hug- myndir þess séu jafnmarktækar „um málefni lífsins" og skoðanir kristinna manna. Og vel að merkja: jafnvel fyrir hina trúlausu sjálfa! Þetta er hryggilegt óumburðar- lyndi. Ég tala nú ekki um þegar það er byggt á fáfræði. Presturinn „vonar“ að borgaralega fermingar- fræðslan sé ekki á blekkingu byggð. En þó hann þannig viður- kenni að þekkja hana ekki, þykist hann þess umkominn að gera htið úr henni. Það sé alrangt að leggja hana að jöfnu við kristilega upplýs- ingu. Það er ekki að furða þó hon- um blöskri „hroki“, „fordómar", „nöldur" og vanþekking fiölmiðla um ferminguna. Og harmi „yfir- borðslegar“ umræður um hana. En Gunnlaugur gerir allt of mikið úr þekkingarleysi fiölmiðla á ferming- unni. Flestir íslendingar eru fermdir. Fjölmiölafólk er yfirleitt ungt að árum og til þess að gera nýfermt, auk þess fer það í fermingar hjá vinum eins og gengur. Það veit þvi ýmislegt um fermingar eins og annað fólk. Hitt er annaö mál að upplifun manna á sama fyrirbæri er oft mismunandi. Yfirgnæfandi hluti þeirra sem ég þekki, og þaö er bara venjulegt fólk af öllum stéttum, lét ferma sig af því að þaö var venjan. Gerði bara eins og aðr- ir án sérstakrar upphafningar. Og gjafimar spilltu ekki fyrir. En ég neita því auðvitað ekki að prestur, sem lifir og hrærist með söfnuði sínum, finni heilagan anda í ferm- ingarveislum. Og ömgglega verður hann lítið var við hina heitvantrú- uðu af þeirri einföldu ástæöu að þeir láta ekki fermast. En þeir kynnu aö vilja strengja þess hátíð- lega heit að lifa ábyrgu og siðferði- legu lífi. Borgaraleg ferming er fyrir þetta fólk Það er reyndar einkennilegt hve séra Gunnlaugur er fámáll um hið trúarlega inntak og gildi ferming- arjnnar. En leggur mikla áherslu á samheldni fjölskyldu-nnar. Og það er reyndar merkilegt og mikilvægt atriði. Skyldu fiölskyldu- og ættar- tengshn ekki einmitt fremur halda lífi í fermingunni hjá trúhtilli þjóð en trúarlegur áhugi? Þörf einstakl- inga og hópa, stórra og smárra, fyrir tengsl og samheldni er geysi- sterk. Án þess öryggis er fylgir því að vera hluti stærri heildar fær enginn þrifist. Og þetta stuðlar auðvitað að einingu þjóðfélagsins. Þess vegna er skiljanlegt að fólk haldi stórar veislur, sannkölluð ættarmót, þegar fólk fermist alveg eins og þegar það giftir sig og deyr. En allar þessar athafnir geta veriö borgaralegar. Samheldni fiöl- skyldu og ættar er því engin hætta búin við borgaralega fermingu. Það er hins vegar rétt að óhófið, er mörgum þykir loða við ferming- arveislur, er hvorki meira né minna en viðgengst í þjóðfélaginu yfirleitt. En á fleira er að líta í því sambandi. Þótt presturinn sjái að- eins gleði og kærleik í fermingar- veislum sjá ýmsir þar ekki aðeins bruðl heldur einnig ógeðfellda end- urspeglun stéttaskiptingar og stéttametings. Ekki má þá gleyma þeim fiárhagslega bagga sem þær leggja á efnaminni fiölskyldur. Reyndar finnst mér veikleiki hinnar borgaralegu fermingar fel- ast í sjálfu tilstandinu. Hugmynd- inni um borgaralega fermingu! Þarf einhveija athöfn til að veröa siðferðilega ábyrg fuhorðin mann- eskja? Gerist það ekki af sjálfu sér. Er ekki óþarfi aö apa serimóníu- og veislugleðina eftir öðrum? Þetta er enn eitt sjónarmið. Hvað sem því hður verða menn að skilja að borgaraleg ferming er jafnréttismál. o P En ríkjandi ójafnrétti þegnanna í trúariegum efnum á íslandi er ósamrýmanlegt hugmyndum nú- tímans um lýðræði og jafnan rétt. Það er þvi sanngimiskrafa að kirkja og ríkisvald verði sundur- skihn svo að allar trúar- og lífs- skoðanir sitji við sama borð. Sigurður Þór Guðjónsson Frá fyrstu borgaralegu fermingunni. Finnur þú fiirnn breytingar? 4 KKWffl (§HDg ©PIB COPENHAGEN Mig langaði ekkert sérsfaklega í pels en það (ór í taugarnar á mér aö fólk héldi að þú hefðir ekki efni á að gefa mér hann... Nafn:........ Heimilisfang: Myndimar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í ljós að á mynd- inni til hægri fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm at- riði skaltu merkja við þau meö krossi á hægri myndinni og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilsifangi. Að tveimur vikum hðnum birtum við réttu launsina ásamt nafni sigurvegarans. Tvenn verðlaun em veitt fyrir réttar lausnir: l: AIWA vasadiskó með útvarpi að verðmæti kr. 5.880,- 2: AIWA vasaútvarp að verðmæti kr. 4.050,- Yerðalaunin koma frá Radióbæ, Ármúla 38, Reykjavík. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 3 c/o DV, pósthólf 5380, 125 Reykjavík Sigurvegarar fyrir aðra get- raun reyndust vera: 1) .lónasElíasson, Safamýri 11,108 Reykjavik. 2) Jóhanna Óskarsdótt- ir, Knarrarbergi 1, 815 Þorláks- höfn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.