Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1989, Side 5

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1989, Side 5
LAUGARDAGUR 20. MAÍ 1989. 5 Fréttir Kaupa Isf irðingar úti- bú Útvegsbankans? Siguijón J. Sigurösson, DV, Isafiröi: „Þaö hefur mikið veriö rætt í Reykjavík aö Verslunarbankinn og Iönaöarbankinn sameinist um Út- vegsbankann. Ég held það hljóti að vera umhugsunarvert fyrir sveitar- félög á landsbyggðinni, þá sérstak- lega þau sem byggja á sjávarútvegi, hvort verslunar- og iönaöarmenn eigi að fara að stýra Útvegsbankan- um,“ sagði Haraldur L. Haraldsson, bæjarstjóri á ísafirði, þegár DV spurði hann hvers vegna nefnd um stofnun sparisjóðs á ísafirði kom til fundar á ný eftir árshlé. Rætt var um hvort möguleiki væri á kaupum á útibúi Utvegsbanka íslands á ísafirði. Haraldur á sæti í nefndinni ásamt Bjarna Sólbergssyni, fjármálastjóra ísafjarðarkaupstaðar, og þeim Einari Garðari Hjaltasyni og Kristjáni Jón- assyni. Tveimur þeim síðasttöldu var fahð að ræða við bankamálaráðherra um þá hugmynd að stofna sparisjóð á ísafirði. „Haft var eftir bankamálaráðherra að verði ekki af fyrrgreindri yfirtöku verði skoðað hvort Landsbankinn eða Búnaðarbankinn yfirtaki Út- vegsbankann. Ef Landsbankinn gerði það stæði aðeins einn ríkis- banki eftir hér. Það eru verulegir pármunir í veltu í þessum banka frá ísafirði og öðrum útgerðarstöðum á landsbyggðinni, til dæmis Vest- mannaeyjum, og því spurning hvort aðilar frá þessum byggðarlögum eigi ekki að hafa einhver áhrif á hvað verður um Útvegsbankann fremur en að stefnan sé mörkuð fyrir sunn- an. Það er þetta sem við viljum fyrst og fremst koma að með hugmyndinni um kaup á útibúinu hér,“ sagði Har- aldur bæjarstjóri. Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri. Vísitala byggingarkostnaðar hækkar um 1,9 prósent í júní. Þessi hækkun er byggö á útreikn- ingum Hagstofunar á hækkun á byggingarvömm frá apríl til maí. Hækkunin jafngildir 24,9 prósent árshækkun. Hækkun undanfarinna þriggja mánaða jafhgildir 30,4 prósent árshækkun. Síðastliðnatólfraán- aði hefur byggingarvísitalan hækkað um 26,5 prósent. Verðbólguhraðinn á milli mán- aðanna apríl og maí er 26,2 pró- sent samkvæmt gamla grundvelli lánskjaravísitölunnar. -gse Málaferlin á Súðavík: Tíunda hver króna fer í máls- kostnað „Okkur hafa borist hótanir.frá fólki um að það ætli að fara héð- an. Fólkið segist ætla að selja allt sitt og fara. Við urðum að fara með þetta mál fyrir dómstólana. Það var krafa á okkur að gera það. Eftir að Hæstiréttur dæmdi í málinu hafa okkur borist þessar hótanir,“ sagði Sigríöur Hrönn Elíasdóttir, oddviti Súðavíkur- hrepps, í samtali við DV. Sigríður Hrönn sagöi að þegar væri Ijóst að kostnaður hreppsins vegna málaferlanna, sem spunn- ust af kaupum Togs hf. á meiri- hluta í Frosta hf„ yrði nokkuð á aðra milljón. Útsvarstekjur Súða: víkurhrepps eru áætlaðar um 13 milljónir á þessu ári. Það stefiiir í að meira en tíunda hver króna, sem fæst meö útsvarsgreiðslum til sveitarsjóös, fari í málskostn- aðinn. Hluti málskostnaðarins, tæp sjö hundruð þúsund, var greiddur í fyrra. Heildarrekstrar- tekjur Súöavíkurhrepps á þessu ári eru áætlaðar rúm 21 milljón króna. Fyrsta desember síðastlið- inn voru íbúar á Súðavík 257. -sme Humarinn á frjálsu verði Verðlagsráð sjávarútvegsins hefur ákveöið að verölagrúng á humri verði ftjáls á komandi humarvertíð. -sme MICRA ENNOKKRI H Pd H H BILASYNING LAUGARDAG OG SUNNUDAG FRÁ KL. 14-17. ifTUte • 1000 cc 4ra strokka vél • Beínskíptur, 5 gira • Framhjóladrifínn, að sjálfsögðu @ Eyðslugrannur með afbrígðum ® SóIIúga @ Samlitir stuðarar © 3ja ára áfayrgð . oa mújm- mm: hebiíí: >s£&~ * H — 01 SPECIAL VERSION BILLINN I EVROPU Ingvar | Helgason Sævarhöfða 2, slmi 67-4000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.