Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1989, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1989, Page 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 1989. Fréttir Fjármálaráðuneytið kannar seinni samninga ríkisins: Metur hækkanir mun minni en DV og ASÍ Fjármálaráðuneytiö sendi frá sér í gær fréttatilkynningu þar sem út- reikningar DV á launahækkunum samkvæmt samningum ýmissa laun- þegasamtaka, sem birtust í DV fyrir um tveimur vikum, eru sagðir „væg- ast sagt mjög viilandi", í þeim séu „fjölmargar rangfærslur", þeir séu ekki „í neinu sambandi við raun- veruleikann", í þeim séu „flestar samanburðartölur alrangar" og að í raun sé það „ótrúlegt að svo villandi útreikningar skub vera birtir og ályktanir síðan dregnar af þeim“. Þessum lýsingum á útreikningum DV fylgja síðan útreikringar fjár- málaráðuneytisins og útskýringar á þeim. Svipaðar niður-. stöður DV og ASÍ Eins og sjá má af súluriti, sem fylg- ir þessari grein, ber nokkuð á milb niðurstöðu fjármálaráðuneytisins og DV. Til samanburðar er einnig birt í súluritinu yfirbt yfir niðurstöður hagdeildar Alþýðusambandsins á fjórum af þessum samningum. Hagdebd ASÍ og DV fá nánast sömu niðurstöðu úr samningum Banda- lags háskólamanna og Hins íslenska kennarafélags. Fjármálaráðuneytið metur þessa samninga hins vegar til mun minni hækkana og munar þar í báðum tiifebum um 2 prósentum. Ástæða þess bggur sjálfsagt meðal annars í því sem ritað er neðanmáls í fréttatilkynningu fjármálaráðu- neytisins að sérstök ákvæði kjara- samninga eru undanskibn í mati ráðuneytisins. í tilkynningu ráðuneytisins er því harðlega mótmælt að reikna tíl launa svokabaðar „stríðsskaðabætur“ sem háskólamenn í verkfalb fengu. Ráðu- neytið vib allt eins draga tekjutap vegna verkfallsins frá launahækk- unum. DV reiknaði ekki með tekju- tapinu þar sem fyrir því er engin hefð. DV reiknaði hins vegar „stríðsskaðabæturnar" með þar sem engin hefð er fyrir sbku í öðrum samningum og því ekki hægt að bta á þær sem annað en sérstaka launa- greiðslu án vinnuframlags. Ráðuneytið metur ASÍ- samninginn hátt DV og fjármálaráðuneytið eru sammála um samning opinberra starfsmanna en hagdebd ASÍ metur hann örlítið hærri. Fjármálaráðuneytiö telur samning Alþýðusambandsins gefa meiri hækkun en hagdeUd þeirra samtaka. Ástæðan fyrir því að DV er með um 0,7 prósent lægra mat á þeim samn- ingi er rangar upplýsingar sem feng- ust frá ASÍ þegar útreUcningarnir voru unnir. Hins vegar bggur ástæð- an fyrir háu mati fjármálaráðuneyt- isins sjálfsagt í því að það tekur iðn- aðarmenn ekki með í útreikning sinn. Þeir hafa hvað hæst laun félaga í Alþýðusambandinu og því verða prósentuhækkanirnar meiri ef þeim er sleppt þar sem fost krónutölu- hækkun vegur þyngra á lægri laun. HagdeUd ASÍ lagði ekki mat á samninga annarra samtaka launa- fólks. Mikiðberá milli DV og ráðuneytisins DV metur samninga Kennarasam- bandsins um 0,6 prösentum hærri en fjármálaráðuneytið og samning bankamanna um 2,3 prósent hærri. Þennan mun er sjálfsagt hægt að skýra á sama hátt og þann mun sem var á niðurstöðum varðandi samn- inga Hins íslenska kennarafélags og Bandalags háskólamanna; það er að ekki er reynt af hálfu fjármálaráðu- neytisins aö meta sérstök ákvæði samninganna. Þannig er ekki tekið tiUit tíl afturvirkni samninga banka- manna og sérstakra lífaldurshækk- ana hjá kennurum sem samkvæmt upplýsingum ráöuneytisins snerta um 15 prósent félagsmanna. Mestur munur er á mati DV og fjár- málaráöuneytisins á samningi Meinatæknafélags íslands. Ráðu- neytið telur hann fela í sér 10,9 pró- sent hækkun en DV um 23,7 prósent. Þessi samningur felur í sér mun meiri og flóknari flokka- og þrepatU- færslur en hinir samningarnir. Sam- ið var um nýjan launastiga en þetta er fyrsti samningur meinatækna eft- ir aö þeir yfirgáfu BSRB. DV byggði sitt mat á upplýsingum frá Meina- tæknafélagi Islands og öðrum sem til eiga að þekkja. Ef mat fjármálaráðu- neytisins er nærri sannleikanum hafa meinatæknar stórlega ofmetið þennan fyrsta samning sinn. Það mun hins vegar ekki koma endan- lega í ljós fyrr en í byrjun næsta árs hvað þessi samningur gefur meina- tæknum í raun. Sjóðurinn gefur meira en allar hækkanir BSRB Fyrir utan að fjármálaráðuneytið telji útreikninga DV ranga að flestu leyti segir ráðuneytið þær ályktanir, sem dregnar voru af þeim, btið betri. Þær fólust í því að sá rammi, sem ASÍ og BSRB sömdu eftir, hefði koll- varpast í þeim samningum sem ríkið stóð að síðar. Niðurstöður hagdeUdar ASÍ, sem birtust um viku eftir frétt DV, falla að mestu við niðurstöður útreikn- inga DV. Flestir þeir sem hafa tjáð sig um samningana eftir að frétt DV birtist eru sammála blaðinu um að áherslan hafi verið flutt frá meiri hækkunum til handa þeim lægst launuðu. Þess í stað tók ríkið til við að semja um prósentuhækkanir sem gefa hinum hærra launuðu fleiri krónur, um meiri flokkahækkanir til tekjuhærri heUdarsamtaka, um ýmis sérákvæði og breikkaði bUið milli lægra launaðra og þeirra sem hærri hafa launin; eins og til dæmis í samn- ingi meinatækna. Þar fengu yfir- meinatæknar tvo flokka umfram venjulega hækkun til annarra. TU að gefa hugmynd um vægi sér- ákvæða benti Sigurður Snævarr, hagfræðingur hjá Þjóðhagsstofnun, á það í blaðagrein fyrir skömmu að ákvæði í samningum háskólakenn- ara um sérstakan rannsóknarsjóð gæfi hveijum félagsmanni um 50 þúsund á ári að meðaltah í beina launahækkun. Þetta eitt er meiri hækkun en venjulegur opinber starfsmaður fær út úr samningi BSRB út þetta ár. -gse Skipt um hjarta 1 ungum Grmdvíkingi í London: Aðgerðin virðist hafa heppnast - sagði Hörður Helgason, faðir piltsins, í morgun „Láðan Helga virðist vera í nokk- uö góðu lagi en hann var reyndar ekki vaknaöur í morgun eftir aö- gerðina," sagði Hörður Helgason, rafvirki úr Grindavík, sem dvelst nú ásamt konu sinni, Sigurborgu Ásgeirsdóttur, í London. Þar gekkst 16 ára sonur þeirra, Helgi Einar Harðarson, undir hjarta- skurðaðgerð aðfaranótt mánudags- ins. Helgi er annar íslenski hjartaþeg- inn en sem kunnugt er gekkst HaUdór Habdórsson undir sams konar aðgerð í upphafi síðasta árs. Það var sami læknir, prófessor Magdi Yacoub, sem framkvæmdi aðgerðina. Hún var gerð á Bromp- ton sjúkrahúsinu 1 London. Eftir nokkra daga er síöan gert ráö fyrir ir er um margt flóknari en sú sem aðHelgtfariáHarefieldsjúkrahús- gerð var á Habdóri sem fékk ný ið til endurhæfingar en á því lungu um leið og skipt var um sjúkrahúsi dvaldist Habdór Hab- hjarta í honum. Þar eð aðeins var dórsson. skipt um hjarta í Helga þá þarf að „Þetta viröist hafa heppnast eða framkvæma flóknar tengingar við maöur vonar það að minnsta lungu. Þá hefur Helgi veriö mjög kosti," sagöi Hörður. Hann og Sig- veikur að undanfómu eftir að hafa urborg hafa dvabst í mánuð í Lon- fengiö flesnu og veirusýkitígu sem don en áður haföi Helgi legið síðan reyndi rpjög á hjartað. Helgi gat því rétt eftir páska á Landspítalanum. ekki beðið lengur eftir að heppbeg- „Læknir Helga þar var Magnús ur hjartagjafi gæfist en hann hefur Karl og hann hefur verið í fubu legiö meðvitundarlaus í öndunar- sambandi viö þá hér úti.“ og hjartavél síðustu daga fyrir að- Hörður sagöi aö þau Sigurborg gerö. Aðgerðin var gerð í tveim gerðu ráð fyrir aö dveljast um sinn áfóngum og tók hún sex tíma. útí enda má gera ráð fyrir aö end- -SMJ urhæfmgin taki nokkum tíma. Aðgerð sú sem Helgi gekkst und- Halldór Halldórsson hjarta- og lungnaþegi: Fer fljótlega út til London og hitti Helga „Eg frétti af þessu fyrir nokkmm vikum og hef fylgst með þessu í gegn- um séra Jón A. Baldvinsson úti í London. Ég hef nú ekki haft tækifæri til að hitta Helga en ég mun fljótlega setja mig í samband viö aöstandend- ur hans,“ sagði Habdór Halldórsson hjarta- og lungnaþegi þegar DV haföi samband við hann í morgun. „Mér skbst að Helgi hafi fengið vír- us í hjartað og það stækkað og það leitt tb þess að hann hafi orðið mbtið veikur. Þó að Helgi fái aðeins hjarta þá skbst mér að í aðgerðinni sé meiri tengingarvinna á milb hjarta og lungna,“ sagði Habdór en hann fer út tb London í næsta mánuði í eftir- bt og sagðist hann ætla að hebsa upp á Helga og fjölskyldu hans. - En hvemig skyldi Habdóri vera innanbrjósts þegar annar íslending- ur gengur í gegnum slíka aðgerð? „Eg er bara virkbega ánægður með að það skub hafa fundist þama líf- færi á ebeftu stundu og ég er virki- lega glaður yfir þessu. Þetta sannar enn einu sinni hvað læknavísindin Hér er verið að flytja Halldór Hall- dórsson yfir á Brompton-sjúkrahú- sið en þangað fer Helgi Einar Harö- arson eftir nokkra daga. em komin framalega í dag, að það skub vera hægt að bjarga þama mannsbíi,“ sagði Habdór en að- spurður sagðist hann sjálfur hafa þaðmjöggott. -SMJ Hvatt til mjólkurbindindis í þrjá daga „Mér finnst að nær hefði verið að fara í bensínverkfab og hætta að kaupa bensín í þrjá daga,“ sagði Að- alheiður Bjamfreðsdóttir í samtab viö DV um þá ákvörðun stjóma ASÍ og BSRB að hvetja almenning tb mjólkurbindindis í þrjá daga frá og með deginum í dag. Með því að sniðganga mjólk og mjólkurvörur vilja launþegasamtök- in hvetja fólk tb að mótmæla hækk- unum á búvömverði og verðhækk- unum almennt að undanfómu. Aðalheiður benti á að þetta kæmi niður á bændum sem væm ein launalægsta stétt í landinu og þeim væm skömmtuð laun af stjómvöld- um. „Ef neytendur sýna með þessu samstöðu er hér um þýðingarmikla aðgerð að ræða,“ sagði Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytenda- samtakanna, í samtah við DV. „Verð á matvörum er nú orðið hærra en góðuhófigegnir." .pá

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.