Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1989, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1989, Síða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 1989. Viðskipti____________________________________________dv Sambandið og kaupfélögin töpuðu 2,2 miUjörðum: „Þurfum að tefla hraðskák ef takast á að leysa vandann“ - KRON heimtar aukinn markaðsbúskap Þungbúinn forstjóri, Guöjón B. Olafsson, á aðalfundi Sambandsins í gær. DV-mynd Hanna Um 2,2 milljarða tap Sambandsins og kaupfélaganna á síðasta ári og síminnkandi eigið fé hvíldi eins og vofa yfir einhverjum sögulegasta aðalafundi Sambandsins í áraraðir sem hófst í nýjum aðalstöðvum fyrir- tækisins við Kirkjusand í gær. Mörg stór orð voru látin falla. Fulltrúar KRON eru langflestir á aðalfundin- um og raunar atkvæöamiklir í ræð- upúlti hka. Þröstur Ólafsson, fram- kvæmdastjóri KRON, sagði að Sam- bandið og kaupfélögin þyrftu að tefla hraðskák á næstu misserum ef tak- ast ætti að leysa vandann. í ræðum KRON-manna kom krafa um aukinn markaðsbúskap Samvinnuhreyfing- arinnar. „Það er spurning hvort við eigum ekki að stíga skrefið til fulls og taka upp markaöskerfið,“ sagði Þröstur. Ljóst er líka að skoðanaá- greiningur er á mfili svonefndra neytendafélga og framleiðslufélaga. Aðalfundi Sambandsins lýkur í dag. Leggja niður deildir sem tapa Guðjón B. Ólafsson, forstjóri Sam- bandsins, sagði í ræðu sinni: „Greini- legt er að ekki gengur lengur að halda áfram starfsemi sem ekki hef- ur rekstrargrundvöll. Fjármagni fyr- irtækis verður ekki eytt nema einu sinni. Nú verður að koma til mark- vissari samstæðari barátta fyrir sanngjörnum starfsgrundvelli. Jafn- framt ber að herða aöhaldsaðgerðir í rekstri og minnka skuldir eins mik- ið og hratt og mögulegt er. Þess vegna komumst við ekki hjá því að selja eignir, jafnvel eignir sem eru okkur kærar og sem við gjarnan vildum hafa áfram í okkar eigu.En skuldim- ar verða að minnka og eina leiðin til þess er að selja þær eignir sem ekki skila nægilegum arði eða þær eignir sem gera það kleift að minnka fjár- magnskostnaðarbyröina að því marki að hún verði viðráöanleg.“ Sambandiö skili arði Guðjón sagði enn fremur: „Sam- vinnufélög heíðu ekki átt að taka þá áhættu að annast slátmn án þess að hafa tryggingu fyrir því að rekstrar- og fjárhagsgrundvöllur væri tryggð- ur. Einnig hefðu samvinnufélög ekki átt aö selja vöm og þjónustu tii fé- lagsmanna sinna undir kostnaðar- verði, eða halda áfram útgerð og fisk- vinnslu með fyrirsjáanlegum halla. Samvinnuhreyfmgin hefur það markmið að stuðla að velferð félags- manna á sem flestum sviöum. For- sendur þess aö slíkt sé mögulegt er að fyrirtæki samvinnumanna skili arði. Annars er verið að eyöa af eigin fé hreyfingar sem samvinnumenn í landinu hafa byggt upp á heilli öld.“ Tap Sambandsins af reglulegri starfsemi var rúmur milljarður á síð- asta ári. En auk þess var tap af óreglulegri starfsemi upp á um 134 milljónir. Þar er mesta tapið vegna afskrifaöra viðskiptakrafna. Niður- staðan er því tap upp á um 1.156 milljónir króna. Af þessu tapi nemur fjármagnskostnaður um 837 milljón- um króna. Verslunardeild tapaði 352 milljónum Af einstökum deildum Sambands- ins áttu verslunardeild, iðnaðardeild og skipadeild bágt, fyrir utan auövit- að fjárhagsdeildina. Tap verslunar- deildar var 352 milljónir króna, iðn- aðardeildar um 228 milljónir, skipa- deildar um 140 milljónir og fjárhags- deildar um 435 mfiljónir króna. Sjáv- arafurðadeild var rekin með 4 millj- óna króna hagnaði og búvörudeildin með 9 milljóna króna hagnaði. Staðan er ekki síður slæm hjá kaupfélögunum. Þar nam tapið um 1.057 miUjónum króna. Rekstur þeirra skUaði 343 mUljóna króna hagnaði fyrir fjármagnskostnað sem nam um 1.405 mUljónum króna og því fór sem fór. Það fer ekki á miUi mála að mörg kaupfélög beriast nú heiftarlega upp á líf og dauða. KEA og KRON ósammála Eftir hádegið í gær fóru fram fjör- ugar umræður um skýrslu stjórnar- formanns og stjómar. Þessar um- ræður báru líka vott um misjafnt hugarfar fuUtrúa kaupfélaganna til Sambandsins og hvað gera ætti í stöðunni. Ljóst er að KRON er orðiö stærsta kaupfélagið eftir sameining- una við Kaupfélag Hafnfirðinga. KRON er því meö flesta fuUtrúa á aðalfundinum. En KRON er neyt- endakaupfélag. Félag sem þarf að beriast hatrammri baráttu á mat- vælamarkaðnum á höfuðborgar- svæðinu við aörar verslanir, sérstak- lega þó matvælarisann Hagkaup. Þvi er raunar haldið fram að hvergi sé baráttan eins hörö í samkeppni hér- lendis og á matvælamarkaðnum á höfuðborgarsvæðinu. KRON-veriar, eins og Þröstur Ólafsson fram- kvæmdastjóri KRON nefndi þá KRON-menn i gær, leggja því alla áherslu á að gera hagstæð innkaup tíl að geta lækkað vöruverðið, dregið tU sín viðskipti og haft hagnaö þegar upp er staðið. KRON við meira frelsi Athyghsvert var aö heyra á fundin- um í gær hvað fuUtrúar KRON börð- ust hart fyrir markaðsbúskapnum og eins hvað sumir þeirra lofuðu Guðjón B. Ólafsson, núverandi for- stjóra, sem foringja. Óneitanlega varð það til þess að sögumar í við- skiptalífmu að undafömu um að Þröstur Ólafsson, framkvæmdastjóri KRON, verði kjörinn nýr stjómar- formaður á aðalfundinum í dag, fengu byr undir báða vængi. Það verður spennandi sfjómarformanns- kjörið en Ólafur Sverrisson, fyrmm kaupfélagsstjóri í Borgamesi, gegnir nú stjómarformennsku. Ólafur tók við af Val Arnþórssyni síðastliðinn vetur. í umræðunum eftir hádegið í gær tók Sigurður Kristjánsson, kaupfé- lagsstjóri Kaupfélags Ámesinga, fyrstur tU máls. Hann kvað skulda- bagga margra kaupfélaga vera þann- ig að hann teldi mjög óvíst að þau næðu landi í rekstrinum og lifðu af. Sigurður var harðorður og kvað sum kaupfélög hafa gleymt félagslegum skyldum sínum og stefndu þess í stað að stundargróða. Hér má skjóta því inn í að Þröstur Ólafsson, stjórnar- formaður KRON, tók þessi orö Sig- urðar tU sín og svaraði Sigurði síðar. Fréttaljós Jón G. Hauksson „Samvinnuviðrini“ Sigurður sagði enn fremur að besta hjálpin fyrir kaupfélögin væri að eiga aðild að sterku Sambandi. Kvað Sig- urður aö bUið á milii Sambandsins og kaupfélaganna væri að breikka. Þetta kæmi vel fram í því að dóttur- fyrirtæki Sambandsins væru úr sambandi við kaupfélögin. Hann nefndi sem dæmi aö Kaupfélag Ár- nesinga, sem tekið hefði viö kaup- félaginu í Vestmannaeyjum, heföi ekki fengið til sín umboðsmennsku fyrir Samvinnutryggingar og Essó og hefði hann heimildir fyrir því að það væri talið miöur af þessum fyrir- tækjum aö kaupfélagið hefði það. Loks fjaUaði Sigurður um. Alafoss hf. og Váttryggingafélag íslands hf. „Þessi fyrirtæki eru samvinnuviðr- ini. Það versta við þessi fyrirtæki er að samvinnumenn hafa ekki lengur á þeim vald. Undrast ég að slíkir hlutir skulu hafa getað gerst.“ „Viðbrenndur samvinnu- vellingur“ Enn var heitt í Siguröi og sagði hann að samvinnuhreyfingin yrði að vera sterk og samstæð en ekki ein- hvers konar vellingur sem væri bæði viðbrenndur og útþynntur. „Sam- bandið verður að vera með kaup- félögunum en ekki á móti þeim,“ sagði Sigurður. Þröstur Ólafsson, stjómarformað- ur KRON, kom í pontu á eftir Sig- urði. Þröstur sagði að þessi aðalfund- ur Sambandsins væri sögulegur og mikilvægur og að með honum væri mjög vel fylgst af hálfu almennings. Þurfum að tefla hraðskák „Almenningur fylgist með því hvort við höfum skynjað timans kall og stokkað spilin upp. Við höfum ekki mikinn tíma aflögu. Við þurfum að tefla hraðskák nærstu misseri ef takast á að leysa vandann,“ sagði Þröstur. Og áfram: „Annars óttast ég meira skelfdegan halla kaupfélaganna fremur en Sambandsins. Ef kaup- félögin hverfa þá hverfur Sambandið af sjálfu sér.“ Þröstur sagði síðan að nú dygðu engin töfrabrögð í stöðunni. Aðeins markvissar aðgerðir og þrotlaus vinna dygðu til að leysa vandann. „Og umfram allt þarf stefnan að vera skýr sem menn vinna eftir.“ Þröstur minntist næst á verslunar- deild Sambandsins, stærstu heild- sölu landsins, en öll stærstu kaup- félögin kaupa talsvert framhjá þess- ari deild af öðrum heildsölum sem bjóða lægra verö. Hann var ómyrkur í máh. „Það er þrýstingur á að kaup- félögin skipti við verslunardeildina þó það sé ekki hagkvæmt. En þeir sem beijast í verslunarrkestri telja það ekki skammtímagróða þó að skipt sé við aðra en verslunardeild- ina til að ná hagstæðari innkaup- um.“ Verslunardeildin lögð niður? Næstu orð Þrastar voru athyghs- verð og gætu bent til róttækra að- gerða samvinnumanna en svo virðist sem þeim finnist flestum sjálfum að deildin sé léleg. Þröstm- spurði fund- inn nefnilega hvort ekki væri rétt að leggja verslunardeildina niður og stofna félag stærstu kaupfélaganna sem setti hagkvæm innkaup á odd- inn til að ná niöur vöruverði í sam- vinnuverslunum og myndu minni kaupfélög njóta góðs af þessum inn- kaupum. Fleiri ræðumenn, eins og KEÁ-maöurinn Jóhannes Geir, voru sammála þessari hugmynd. Loks ræddi Þröstur efnahagsvanda ríkisstjómarinnar og sagði stefnu þessarar ríkisstjórnar komna í blind- götu og að almenningur væri óán- ægður. Hann taldi ímynd Sambands- ins slæma og aö of margir settu samasemmerki á milh Sambandsins og efnahagsvandans. „Þess vegna þarf Sambandið að hlusta á fólkið. Samvinnuhreyfingin getur ekki ver- ið án fólksins en fólkið getur verið án Sambandsins." Áróður gegnlandbúnaði hættulegri en áður Jóhannes Geir Sigurgeirsson, fuh- trúi KEA, ræddi nokkuð skipulags- breytingar innan Sambandsins og kvað nauðsynlegt að rekstrareining- amar yrðu sjálfstæðar með sér- stakan fjárhag og bæru fulla ábyrgð á rekstrinum. Þá vék hann að harðn- andi áróðri fyrir fijálsum innflutn- ingi á landbúnaðarvörum. „Þetta er spuming um það hvort leggja eigi innlenda framleiöslu niður,“ sagöi Jóhannes og taldi áróðurinn fyrir frjálsum innflutningi landbúnaðar- vara verða oröinn hættulegri en áð- ur. Því má skjóta hér inn í að KRON er eitt þeirra félaga sem flutt hefur inn ódýrt smjörhki að undanfömu. Haukur Helgason, fulltrúi KRON, kom næstur upp á eftir Jóhannesi Geir, bónda og KEA-manni að norð- an. Haukur kvað samvinnuhreyfing- una verða að nota markaðsbúskap th að ná árangri og vinna sig út úr vandanum. „Krafa almennings er ódýr matur." Þá sagði Haukur með miklum tilþrifum að hann styddi Guðjón B. Olafsson ahra manna best tíl að stýra Sambandinu út úr núver- andi fjárhagserfiðleikum. Virðulegir, hálaunaðir og veiða stórlaxa KRON-fulltrúi steig næst í pontu. Það var Þórunn Klemensdóttir. Þess má geta að hún er eiginkona Þrastar Ólafssonar. Hún tók á innanhúss- vanda Sambandsins og minntist á valdabaráttu virðulegra karla. Allir skyldu sneiðina. „Þetta em virðuleg- ir karlar, hálaunaðir og sem aka um á tvíbreiðum hmosínum, veiða stór- laxa, karpa um há laun sem þeir hafa samið um og talast aðallega við í gegnum bréfalúgur." Þetta er greinhega spennandi aðal- fundur. -JGH Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóðsbækurób. 14-16 Vb.Sp Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 14-18 Vb 6 mán. uppsögn 15-20 Vb 12mán. uppsögn 16-16,5 Ab 18mán. uppsögn 32 Ib Tékkareikningar, alm. 3-9 Sp Sértékkareikningar 4-16 Vb.Ab,- Innlán verðtryggð Sp Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 1-2 Vb 6mán. uppsögn 2-3 Allir Innlán meðsérkjörum 27-35 nema Úb Ab Innlán gengistryggð Bandarikjadalir 8,25-9 Ab Sterlingspund 11,5-12 Sb.Ab Vestur-þýsk mörk 5,25-6 Sb Danskar krónur 7.5-8 Ib.Bb,- ÚTLÁNSVEXTIR (%) Sp lægst Útlán óverðtryggð Almennir víxlar(forv.) 28-30,5 Lb.Úb Viðskiptavixlar(forv.)(1) kaupgengi Almennskuldabréf 27,5-33 Lb Viöskiptaskuldabréf (1) kaupgengi Allir . Hlaupareikningar(yfirdr.) 31,5-35 Lb Utlán verðtryggö . Skuldabréf 7.25-9.25 Lb.Bb Utlán til framleiðslu Isl. krónur 27.5-33 Lb.Úb SDR 10-10,25 Allir Bandaríkjadalir 11,25-11,5 nema Úb Allir Sterlingspund 14,5 nema Úb Allir Vestur-þýsk mork 8,25-8,5 Úb Húsnæðislán 3.5 Lífeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 38,4 MEÐALVEXTIR óverðtr. maí 89 27,6 Verðtr. maí 89 7.9 VÍSITÖLUR Lánskjaravisitala júni 2475 stig Byggingavísitala júni 453stig Byggingavísitalajúni 141.6stig Húsaleiguvísitala 1,25%hækkun l.aprll VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóöa Einingabréf 1 3,858 Einingabréf 2 2.145 Einingabréf 3 2,537 Skammtímabréf 1,330 Lífeyrisbréf 1,940 Gengisbréf 1,741 Kjarabréf 3,870 Markbréf 2.054 Tekjubréf 1.711 Skyndibréf 1,176 Fjölþjóðabréf 1.268 Sjóðsbréf 1 1.857 Sjóðsbréf 2 1.528 Sjóðsbréf 3 1,314 Sjóðsbréf 4 1.095 Vaxtasjóðsbréf 1.3140 HLUTABREF Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv Sjóvá-Almennar hf. 278 kr. Eimskip 348 kr. Flugleiðir 171 kr. Hampiöjan 154 kr. Hlutabréfasjóður 127 kr. Iðnaðarbankinn 156 kr. Skagstrendingur hf. 200 kr. Útvegsbankinn hf. 135 kr. Verslunarbankinn 143 kr. Tollvörugeymslan hf. 106 kr. (1) Við kaup á viðskiptavixlum og við-skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaup- gengi, kge. Búnaðarbanki og Samvinnu- banki kaupa viðskiptavíxla gegn 31% ársvöxtum og nokkrir sparisj. 30,5%. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb= Búnaðarbankinn, lb = lðnaðar- bankinn, Lb= Landsbankinn, Sb = Samvinnubankinn, Úb= Útvegsbankinn, Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð- irnir. Nánari upplýsingar um peningamarkað- inn birtast i DV á fimmtudögum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.