Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1989, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1989, Page 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNf 1989. Utlönd Mannleg mistök Margir vagnar járnbrautarlestanna, sem urðu eldi að bráð i lestarslys- inu mikla í Úralijöllum um helgina, eru illa útleiknir eins og sjá má á þessari mynd. Sfmamynd Reuter Pekingbúar standa andspænis kínverskum hermönnum nálægt Torgi hins himneska friðar i morgun þar sem þúsundir mótmælenda eru sagðar hafa verið myrtar um helgina. Simamynd Reuter Sovésk yfirvöld sögöu í gær aö 462 hefðu ýmist látist eða væri saknað eftir hiö hörmulega lestarslys í Úralfjöllum um helgina. Samkvæmt upp- lýsingum stjómvalda era um 700 enn á sjúkrahúsi. Þetta era fyrstu opin- beru tölumar um fjölda fórnarlamba þessa slyss sem talið er annað versta lestarslys í heiminum. Læknar telja að fjöldi látinna muni ná hátt í átta hundruð. Orsök lestarslyssins, sem átti sér staö um 275 kílómetra vestur af borg- inni Chelyabinsk, er talin vera gasleki í leiðslu nálægt brautarteinunum. Álitið er að gas hafi lekiö úr leiðslunni og neistar frá lestunum tveimur valdiö gífurlega öflugri sprengingu. Taliö er að milli 1.200 og 1.300 far- þegar hafi veriö í lestunum, þar af fjöldi barna á leið í sumarbúöir. Gorbatsjov Sovétforseti gaf í skyn aö mannleg mistök og gáleysi væru orsök slyssins. Óttast að hátt í 300 hafi farist Björgunarmenn á Sri Lanka grófu upp í morgun fleiri lik fómarlamba verstu flóða og aurskriða í landinu í fióra áratugi. Samkvæmt upplýsing- um stjómvalda er talið að 265 hafi látist og óttast er að fjöldi látinna muni ná 300. Yfirvöld segja að tæplega eitt þúsund hafi særst og þijú þúsund misst heimili sín. Þúsundir Sri Lanka-búa hafast nú við í flóttamannabúðum i kjölfar viövarana sfjómvalda um frekari flóð. Hérað i suðvesturhluta landsins, sem og miðsvæðis, urðu verst úti þegar gifurleg flóð og aurskriður ruddu sér braut yfir landiö eftir fjögurra daga monsún-rigningar. Flóðin skemmdu rafmagns- og símalínur og eyðilögðu brýr og mannvirki. Fjármagnsskortur í Argentínu Fjármálalíf í Argentínu hefúr svo til stöðvast að sögn bankamanna vegna mikils skorts á reiðúfé. Aðalbanki landsins hefúr takmarkað mjög úttektir. Hagfræðingar segja að meö þvi að selja hámarksúttekt á dag upp á 115 doliara sé Raúl Alfons- ín forseti að reyna að draga úr verðbólguhraðanum en búist er við aö veröbólgan muni mælast 70 prósent í maí. Margir óttast að fjármagnsskorturinn og háir vextir, 170 prósent á mánuði, muni leiöa til upplausnar í efnahagskerfinu. Krefjast framsals sonar Stroessners Yflrvöld í Paraguay hafa hafið undirbúning framsalskrafna til aö fá Gustavo Stroessner, son Alfredos Stroessner, fyrrum einræðisherra, framseldan til Paraguay til að svara til saka fyrir ásakanir um svik og fjárkúgun. Gustavo Stroessner fór til Brasilíu ásamt fóður sínum í febrúar síðast- liönum þegar hinum síðarnefnda var steypt af stóli. í síðustu viku var Alfredo Stroessner veitt pólitískt hæli í Brasilíu. Engar ákærur hafa ver- ið lagðar fram á hendur einræðisherranum fyrrverandi. Páfi f Finnlandi Jóhannes Páll péfi II. velfir konu bleasun sina i Helsinki I Finnlandi. Sfmamynd Reuter í ávarpi sínu fyrir hóp stjómmálamanna og menntamanna í Finn- landi í gær lofaði Jóhaimes Páll páfi II. Helsinki-sáttmálann, sem undirrit- aður var af 35 þjóöum, og kvað hann tímamótaverk. En páfi minnti sam- kunduna einnig á aö í mörgum austantjaldslöndum væri trúfrelsi ekki iðkaö. Áður en ávarp páfa hófst flutti hann messu í höfúöborginni. Norður- landaferð páfa er nú hálfiiuð og mim hann koma til Danmerkur fyrir hádegi í dag. Átök innan hersins Sjúkraflutningur. Námsmaður þessi var skotinn af kínverskum hermanni nálægt Torgi hins himneska friðar í gær. Kínverskir hermenn, sem hikað hafa við að fara' eftir herlögunum, hafa lent í átökum við hermenn hliðholla yfirvöldum, aö því er vestrænir stjómarerindrekar í Peking sögðu í morgun. Kváðust stjórnarerindrekar ekki geta greint í smáatriðum frá því hversu margir uppreisnarhermenn- irnir væru en bardagarnir ættu sér stað umhverfis hersafnið, um átta kfiómetra fyrir vestan Torg hins himneska friðar. Á sunnudaginn sást lest hundrað herbfia og brynvarinna bíla brenna fyrir vestan þann stað þar sem átök- in í morgun áttu sér stað. Að sögn kínverskra heimildarmanna höfðu hermenn yfirgefið farartækin og skilið dyr þeirra eftir opnar. Þar með gátu reiöir borgarar kveikt í herbíl- unum. Tuttugu mannlausir herbílar sáust við vegarkant í vesturhluta borgar- innar og óstaðfestar fréttir herma að átök milli herdefida hafi átt sér stað nálægt Nanyuan flugvellinum í suð- urhluta borgarinnar í gær. Um tuttugu og fimm skriðdrekar og brynvarðir bílar vora tfibúnir til átaka í austurhluta Peking í morgun. Hermenn kölluðu í gegnum hátalara tfi útlendinga á nálægum húsþökum að ef þeir tækju myndir yrðu þeir skotnir. í morgun virtist sem dregið hefði úr átökum milli óbreyttra borgara og hermanna á strætum Peking en í nótt mátti heyra skothríö víðsvegar um borgina. Þúsundir hermanna gættu enn Torgs hins himneska frið- ar í morgun og voru það miklu íleiri hermenn en þurfti tfi að hrinda árás- um óvopnaðra borgara. Segja stjóm- arerindrekar að möguleg skýring á því sé sú að að harölínumennimir, sem fyrirskipuðu árásina á mótmæl- endur á laugardaginn, óttist árásir frá öðram herdeildum. Orðrómur hefur verið á kreiki um að Deng leiðtogi sé annaðhvort alvar- lega veikur eða látinn en embætt- ismenn hafa ekki vfijað tjá sig um þær sögusagnir. Útlendingar í Peking reyna nú að komast úr borginni og hafa mörg sendiráð flutt starfsfólk sitt til öragg- ari staða. Ókyrrðin úti á landsbyggðinni fór vaxandi í morgun þegar fréttir fóra að berast af fjöldamorðunum í Pek- ing og í sumum borgum bjuggu menn sig undir að veijast nýjum árásum hersins. Shanghai, sem er næst- stærsta borg landsins, var enn lömuð í morgim vegna vegartálma mótmæl- enda en ekki sáust nein merki þess aö herinn væri á leið til árásar. Yfir- völd lýstu því hins vegar yfir í gær að námsmenn gætu átt von á harðri refsingu. Viðbrögð erlendis hafa verið hörð og viða hefur verið efnt til mótmæla viö kínversk sendiráð. Á Kúbu var hins vegar gagnbyltingarsinnum kennt um blóðbaðið á Torgi hins himneska friðar. Bush Bandaríkjaforseti lýsti því yfir í gær að hætt yrði vopnasölu tfi Kína vegna fjöldamoröanna. Hafa bæði bandarískir þingmenn og kín- verskir námsmenn lýst yfir ánægju sinni með þessa ákvörðun forsetans. Bush sagöi einnig að heimsóknir bandarískra og kínverskra hemað- arleiðtoga yrðu lagðar niður um tíma. Hins vegar lagði forsetinn ekki til að efnahagslegum refsiaðgerðum yrði beitt gegn Kína þar sem hann vfidi ekki skaða kínverskan almenn- ing. Hann útilokaði þó ekki að gripið yrði til slíkra aðgerða. Sovéska þingið fordæmdi í morgun allar tilraunir utan frá til þess að þrýsta á Peking vegna blóðbaðsins í Peking. Sagði þingið að um innan- landsmálefni Kína væri að ræöa. En í ályktun, sem meirihluti þingmanna samþykkti, var sú von látin í ljós að kínverskum yfirvöldum tækist að halda áfram á braut póhtískra og efnahagslegra breytinga. Reuter Símamynd Reuter Fyrir utan kínverska sendiráðiö i Canberra i Ástralíu baö þessi grát- andi námsmaður yfirvöld í Kina um að hætta morðunum á almenningi. Simamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.