Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1989, Blaðsíða 17
MÁNUDAGURí 19. JÚNÍ 1989.
17
Lesendur
Friðsælt var þegar bilafloti lögreglunnar var fjarri
Friður á Þingvöllum
Lúðvíg Eggertsson skrifar:
íslendingar stóðu sig vel viö páfa-
messu á Þingvöllum. Hegðun gesta
við hélga athöfn á helgum stað var
til sóma. Það var mál manna að ekki
hefði þurft neina lögreglu á staðnum.
En það var líka friðsælt í Reykjavík
meðan bílafloti lögreglunnar var
fjarri. Þessi stanslausi þeytingur lög-
reglubíla og lögreglumótorhjóla um
götur og torg borgarmarka á milh
var þann dag úr sögunni. Svipmót
kyrrðar og rósemdar ríkti.
Mér hefur dottið í hug hvort ekki
væri vænlegt að láta lögreglumenn
læra að teíla svo að þeir geti tollað á
lögreglustöðinni, sem er þeirra
samastaður - reiðubúnir og til taks
þegar kallið kemur. Sem skattborg-
ari stend ég gegn óþarfri bensín-
eyðslu.
Grágæsin skaðvaldur
Bóndi hringdi:
Konráð Friðfinnsson skrifaði þann
14. júní í DV um gróðureyðingu, og
langar mig til að bæta við þá um-
ræðu.
Það er nú svo að þaö er afitaf verið
að ráðast á sauðkindina. Ég viður-
kenni að hún er ekki saklaus með
öliu, en mönnum láist að líta þó á
meginvandann, nefnilega grágæsina.
Henni hefur fjölgað margfalt á und-
anfömum árum og það er hún sem
bítur og rótar upp grasinu þar sem
sáð er. Gæsin er gífurlegur skaðvald-
ur bæði í byggð og á hálendinu og
er allt meira og minna bitið eftir
hana. Er það ekki ofsagt að hún er
meiri skaövaldur en sauðkindin.
Það ætti tvímælalaust að lengja
skotveiðitíma gæsarinnar og eins
ætti að skjóta álftina því henni hefur
einnig fjölgáð mjög mikið. Með að-
gerðaleysi í þessum málum höfum
við aðeins verið að ala gæsina fyrir
Bretann.
Bóndi telur grágæsina meiri skað-
vald í náttúrunni en sauðkindina.
Innkaupastjórar - .
verslunarstjórar
Einar Pétursson heildverslun
er flutt að
SUNDABORG9
NÝTT símanúmer 678020
Schwarzkopf ^ umboðið
Þegar þú vilt láta
ferskleikann njóta sín ...
Þegar kartöflu- og/eða grænmetissalat, kaldar sósur
eða ídýfur eru á matseðli dagsins er MS sýrði
rjóminn, 10%, betri en enginn. Sannaðu til
- fátt gefur meiri ferskleika.
Hitaeiningar MS sýrður rjómi Majónsósa
10% (Mayonnaise)
1 tsk (5 g) 5.7 37
1 msk (15 g) 17 112
100 g 116 753
AUK W k3d-76-727
Tvær góðar
í Regnboganum
Gunnar Sverrisson skrifar:
Fyrir nokkru byrjaði kvikmynda-
húsiö Regnboginn að sýna kvik-
myndina Dansmeistarann með Mik-
hail Baryshnikov í aðalhlutverki en
hann var í eina tíð einn af frægustu
ballettdönsurum Sovétríkjanna uns
hann byrjaði fyrir tólf árum að taka
að sér aðalhlutverk í leikritum er
fjölluðu að einhverju leyti um ballett.
Téð kvikmynd var gerð á síðasta
ári og er söguþráður hennar fremur
einfaldur en áhrifaríkur. Finnst mér
það meðmæli með henni aö hljóm-
verk allt er flutt af ekki lakari aðilum
en London Symphony Orchestra.
Önnur atriði ræði ég ekki um frekar
til að eiga ekki á hættu að spilla
ánægju annarra af að sjá myndina.
En í stuttu máh hvet ég hér með alla
góða listunnendur til að sjá þessa
kvikmynd þvi ég tel þá ekki verða
fyrir vonbrigðum sem berja hana
augum.
Undanfarna sex mánuði hefur svo
kvikmyndin Gestaboð Babettu verið
sýnd en hún byggist á samnefndri
sögu Karen Blixen. Þrátt fyrir að ég
hafi ekki uppgötvað þessa téðu kvik-
mynd fyrr en nú á síðari sýningar-
tíma hennar tel ég að höfundarnafnið
sé alhliða mælikvarði fyrir sérlega
góða og vandaða kvikmynd, þó ég
hafi ekki haft tækifæri til að sjá hana
að sinni. Vona ég að réttir aðilar sjái
sér fært að sýna hana aftur síðar svo
að ég og fleiri fáum litið meistara-
stykkið augum.
Mér finnst kvikmyndin Dansmeist-
arinn hafm yfir ailt sem ljótt er og
einhvern veginn hef ég það á tilfmn-
ingunni að hægt sé að segja það sama
um Gestaboðið, en það er meira en
hægt er að segja um sumar aðrar
kvikmyndir.
Höföabakkaútibú Landsbankans
Góð þjónusta
Viðskiptavinur hringdi:
Það er alltaf verið að segja eitthvað
neikvætt um alla hluti svo mig
langaði til að vera jákvæður og
hrósa þjónustu eins útibúsins hér
í borg, það er útibúi Landsbankans
að Höfðabakka.
Það er alveg sama hvenær eða á
hvaða tíma ég þarf á þjónustu
þeirra hjá útibúinu að halda, það
er alltaf tekið jafnhlýlega og elsku-
lega á móti manni. Mig langaði til
að benda öðrum á bankann því
þjónustan er alveg til fyrirmyndar.
Ert þú að leita að
góðum, notuðum bíl?
Þú finnur hann hjá okkur
VOLVO 244 GL árg. ’87, blór, ekinn 34.000 knti, sjálfsk. Verð 950.000. DAIHATSU CHARADE TX árg. ’86, sjálfskipt., ek- inn 61.000 km. Verð 420.000. VOLVO 740 GLE station, árg. '86, hvitur, eklnn 41.000 km, sjáltsk. Verö 1.290.00.
DAIHATSU CHARADE CS árg. ’88, svartur, eklnn 24.000 km. Verð 495.000. MAZDA 626 2,0 órg. '88, silturgrá, ekln 35.000 km, 5 gíra. Verö 8S0.000. TOYOTA TERCEL 4x4 st: árg. '87, grænn, ek. 33.000 km, 5 gira. Verð 725.000.
ii? iffilr X
VOLVO 240 GL árg. ’86, sill- urgrár, ekinn 67.000 km, 5 gíra. Verð 825.000. DAIHATSU CHARADE CX órg. '88, blár, mel., ek, 21.000 km, sjálfsk. Verð 580.000. TOYOTACARINA II árg. ’87, blár, ek. 30.000 km, sjálfsk., vökvast. Verð 660.000.
Brimborg hf. BÍLAGALLERÍ
Faxafeni 8, s. (91) 685870
"" '
n
D
D
D