Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1989, Blaðsíða 29
MÁNUDAGUR 19. JÚNÍ 1989.
29
Birna Petersen.
fFÉLAGSMÁLASTOFNUN
REYKJAVÍKURBORGAR
VISTUN
- STUÐNINGSFJÖLSKYLDA
Óskað er eftir vistun fyrir þroskaheftan 5 ára gamlan
dreng hjá góðri fjölskyldu í nokkur ár með það fyrir
augum að fjölskyldan geti fylgt drengnum eftir sem
stuðningsfjölskylda ef önnur úrræði taka við að þess-
um árum liðnum.
Upplýsingar gefur yfirfélagsráðgjafi í síma 75860 eða
• Verðlaunahafar í Dunlop-mótinu.
Hilmar
sigraði
í Leiru
Hilmar Björgvinsson, Golfklúbbi
Suöumesja, sigraöi í Dunlop-mótinu
í golfi sem fram fór á Hólmsvelli í
Leiru fyrir skömmu. Hilmar lék á 156
höggum og fékk að launum, auk far-
andgrips, Dunlop-golfsett frá Austur-
bakka hf. sem Ami Þ. Ámason for-
stjóri afhenti honum.
HARGREIÐSLUSTOFAN,
KLAPPARSTÍG - SÍML
Opið laugardaga
’ivær landsliðsstúlkur í badminton, Guðrún Júl-
íusdóttir og Birna Petersen, sem báðar eru úr TBR,
era faraar til Svxþjóðar og dvelja þar í sumar. Þær
munu æfa með sterkasta félagsliði Svía, BK Aura,
en það er þriðja besta félagslið í Bvrópu og hefur á
að skipa mörgum af þekktustu spilurum Svía.
-VS
75940.
Króksarar
sigruðu
ÞórhaHur Ásmundsson, DV, Sauöárkróki:
Kylfingar úr Golfklúbbi Sauðár-
króks sigruðu í hinni árlegu keppni
við kylfmga úr Slippstöðinni á Akur-
eyri, sem fram fór á Hlíðarenda fyrir
skömmu. Króksarar léku á 573 högg-
um en gestirnir á 626 höggum. Örn
Sölvi Halldórsson, GS, náði bestum
árangri, sló 80 högg án forgjafar.
Sjálfur forstjórinn í Slippnum, Sig-
urður Ringsted, kom fast á hæla hans
með 82 högg.
m m
Agæt
laun
hjá Van
Basten
og Gullit
Kristján Bemburg, DV, Belgíu:
Tvær af þremur hollensku
knattspyraustjöraunum hjá AC
MOan, ítölsku Bvrópumeistm'un-
um, Marco Van Basten og Ruud
Guílit, hafa nú skrifað undir nýja
þriggja ára samninga við félagið.
Á tímabili virtust horfur á að
Van Basten feeri til Barcelona á
Spáni en þar ræður ríkjum landi
hans, Johan Cruyff. Talið er að
stj óm AC Milan hafi lokað á þann
möguleika strax í byrjun með
glæsilegu boði um nýjan samn-
ing.
Samkvæmt því sem einn stjóm-
armanna AC Milan hefur látið
hafa eftir sér í blöðum á ítaliu,
fá Van Basten og Gulht svipuð
laun, um 70 milljónir íslenskra
króna á ári, eða 210 milljónir í
fóst laun á næstu þremur árum.
Þá eru ótaldar bónusgreiðslur og
auglýsingasamningar, en síðar-
nefnda atriöiö gefur knatt-
spyrnumönnum í fremstu röö
tækifæri til að auka tekjur sínar
verulega.
• Marco Van Basten og Ruud Gullit þuria ekki að hafa óhyggjur af fjárf-
málum á næstunni. Hvor um sig faer 210 milljónir i föst laun næstu 3 ár.
• Verðlaunahafar í keppninni Krókur-Slippur. Örn Sölvi er þriðji frá vinstri
og Sigurður Ringsted lengst til hægri. DV-mynd Þórhallur
AUGLÝSING
um umferóartakmarkanir vegna heræfinga
á varnarsvæðum á Reykjanesi.
Vegna heræfinga varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli,
sem fram fara dagana 20. júní til 28. júní nk., skv.
bókun þandarískra heryfirvalda til utanríkisráðuneyt-
isins, þann 30. ágúst 1988, er öll umferð og dvöl,
annarra en þátttakenda á herfæfingunum, bönnuð á
varnarsvæðum á Reykjanesi, skv. lögum nr. 33,1954,
sbr. lög nr. 110, 1951, lög nr. 60, 1943, lög nr. 34,
1964 og rlg. nr. 76, 1982, frá kl. 01.00, þann 20.
júní 1989 til kl. 24.00, þann 28. júní 1989.
Undanþegin banni þessu er:
a) Umferð starfsmanna til og frá vinnu á Keflavíkur-
flugvelli.
b) Umferð um þjóðvegi gegnum varnarsvæðin, þ.e.
leiðir til Hafna, Sandgerðis og flugstöðvar Leifs
Eiríkssonar, ásamt tengibrautum til Njarðvíkur og
Keflavíkur.
Mörk varnarsvæða eru sýnd á meðfylgjandi upp-
drætti. Sérstaklega skal athygli vakin á að varnar-
svæðin ná allt að stórstraumsfjöruborði frá Ósabotn-
um að Stafnesi.
Lögreglustjórinn á Keflavíkurflugvelli.