Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1989, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1989, Blaðsíða 16
16 MÁNUDAGUR 19. JÚNl 1989. Spurriingin Hefurðu hlustað á útvarps- stöðina FM? Katrín Þráinsdóttir: Nei, og ég býst ekki viö aö hlusta á hana. Inga-Lill Gunnarsson: Nei, ég hef ekkert heyrt um hana. Guðrún Anna Frímannsdóttir: Nei, ég bý ekki á höfuðborgarsvæðinu. Kristinn Sigurmundsson: Nei, og ég veit ekki hvort ég hlusta á hana. Valgerður Runólfsdóttir: Nei, en það getur vel verið að ég hlusti á hana. Sesselja Jónsdóttir: Nei, hveraig út- varpsstöð er það? Lesendur_________________x>v Víti til varnaðar Katrin hringdi: Mig langar til að segja smá sögu ef ske kynni að hún gæti orðið öðr- um viti til varnaðar. Ég vildi gjarn- an geta sagt skemmtilegri sögu, en því miður get ég það ekki. Svo er mál með vexti að fyrir tveimur mánuðum var stolið veskj- um frá mér og öðrum starfsmanni í verslunni Álafoss. Töluðum við báðar við lögregluna og rannsókn- arlögregluna en lítið gerðist í mál- inu. Svo var það fyrir stuttu að það var hringt í hinn starfsmanninn og sagt að veskið hennar hefði fundist í Tunghnu. Þegar til kom var ekki um veski hennar að ræða, en í veskinu var þó hennar ökuskír- teini og var búið að skipta um mynd í því. Ein sem vinnur héma átti svo leið inn á Nýja Kökuhúsið og kom þá auga á stúlkuna, þá sem myndin var af í ökuskírteininu. Stúlkan sór og sárt við lagði að hún hefði fund- ið skírteinið á snyrtingunni í Tunglinu með annarri mynd, og hefði hún aldrei notað skírteinið. Kvaðst hún ekki tengjast málinu á neinn hátt, en samt hefur hún gengið um með fólsuð skilríki Hafði ég samband við rannsókn- arlögregluna, en fékk þau svör að hún hefði engan tíma til að sinna þessu. Það væri mikið um hálfupp- lýst mál sem aldrei kláruðust vegna þess að það vantaði mann- skap. Væri ástandið verra nú vegna sumarleyfa. Gætum við komið með veskið til þeirra, en það væri viðbúið að því yrði bara stungið ofan í skúffu og fengi að rykfalla þar. Fannst mér einnig að menn efuðust um það sem ég sagði og fékk það á tilfinninguna að ég væri bara eitthvert núll úti í bæ. Rétt fyrir helgi var svo hringt í okkur og sagt að málið væri leyst. Við vorum nokkuð vissar um hveijir þjófamir voru og kom það á daginn að grunur okkur reyndist á rökum reistur. Höfðu þeir selt ávísanaheftið mitt á 6.000 krónur. Það virðist ekki vera neitt sem maður getur gert til að leita réttar síns. Okkur finnst við vera svo vamarlausar gagnvart þeim sem brjóta gegn okkur. Á maður að hætta að fara með veskið í vinn- una? Þar er starf lögreglunnar að gæta okkar og vemda og þó að ríkisvald- ið þurfi að spara þá má það alls ekki bitna á löggæslunni. Við verð- um að hafa nógan mannskap í lög- reglunni svo að mál geti verið til lykta leidd. Það virðist vera hópur fólks sem stundar þjófnað því þeir sem stálu veskjunum virðast vera atvinnu- menn því þeir þurftu að vera svo eldsnöggir að þessu. Við þurfum meira eftirlit. Maður á ekki að þurfa að sofa á veskjunum. Það verður að gera eitthvað. Maður er réttlaus. Það er stohð frá manni og þá er ekki annað að gera en að bíta í það súra epli. Mér svíður þetta þó sérstaklega vegna þess að ég bjó 17 ár erlendis og það var aldrei stohð frá mér, svo kemur maður heim og þá gerist þetta. Það verður að herða aha lög- gæslu og einnig verður fólkið sjáift að vera á verði gegn svona löguðu. Það eru ekki aðeins karlmenn sem teknir eru undir áhrifum áfengis. Auglýsing mis- munar kynjunum Happdrættið ekki á vegum Landverndar Svanhildur Skaftadóttir hringdi: Að gefnu tilefni langar mig til að taka fram að happdrætti það sem minnst er á í lesendabréfi þann 13. júní er ekki á vegum Land- vemdar. Fólk hefur mikið hringt í okkur og spurst fyrir um þetta og höfum við oröið fyrir talsverðu ónæði vegna þessa. Því langar mig til að leggja áherslu á þaö aö við stöndum ekki fyrir happ- drættinu né auglýsingum fyrir þaö. Rautt barna- hjól fannst Hlíf hringdi: Ég bý í Frostaskjólinu og héma í botnlanganura er búið að hggja síðan á laugardag htið rautt Winter barnahjól. Hjóhð virðist frekar nýlegt en þó era stýrið og bjallan farin aö ryðga. Gulár, blá- ar og grænar kúlur em á teinun- um og sætið er svart Ég vil endilega koma hjóhnu í hendur eiganda síns þvi ég veit hversu sárt það getur verið aö tapa hjóh. Eigandinn getur hringt í mig i síma 16512 eftir hádegi en sé hjólsins ekki vitjað innan viku mun ég fara með það til lögregl- unnar. Sparifjáreig- endur taki út peningana Sparsamur hringdi: Nú, þegar stöðugar hækkanir á öhum hlutum dynja yfir okkur, fyrirskipar forsætisráðherra lækkun á vöxtum af sparifé með handafli. Hvers vegna er nokkur svo vitlaus að spara og eiga pen- inga í banka? Viö eigum öil aö steinhætta slíkri heimsku. Samtök spariijár- eigenda eiga nú að láta til sín heyra og skipuleggja aðgerðir. T.d. ættu allir sparifiáreigendur að taka út peninga sína i tvo daga, viku eöa hvaö sem er. Setja þá síðan í annan banka eða hreint og beint eyða þeim. Forsætisráðherra hlýtur að geta fengið nóg af erlendum lán- um með neikvæðum vöxtum til að bjarga SÍS. Einn pirraður hringdi: Ein er sú auglýsing Umferðarráðs sem er farin að pirra mig alveg hroðalega. í auglýsingunni er talað um aö vera „fullur og vitlaus" og virðist hún því eingöngu eiga að höfða til karlmanna. Einn án ættarnafns hringdi: Eftir áralangar umræður á Alþingi og utan fengu bjórstuðningsmenn sitt fram og bjórinn var innleiddur. Ársíj órðungsreynsla kennir okkur að þetta var nú kannski ekki svo slæmt. „Bjórinn er nú einu sinni leyfður meðal annarra þjóða og hví ættum við að skera okkur úr?“ Þetta voru góð rök. Bjórandstæðingum má síð- an þakka að landinn var' ef til vih ekki undir það búinn að taka við honum fyrr. Mega því allir vel við una. Nú, þegar bjóramræðunni er lokið og þessi árlega gúrkutíð umræðu- leysins hefst, langar mig aö minnast á einn hlut sem oft hefur verið í umræðu en legið niðri um langa hríð; ættaraöfn. íslendingar hafa haft þá sérstöðu meðal þjóða að kenna sig við föður Á þessum tímum jafnréttis hefði vel mátt orða auglýsinguna á annan hátt þannig að verið væri að höfða til beggja kynja, ekki eingöngu karl- kynsins. Mér vitanlega hefur kven- fólk líka verið gripið akandi um göt- ur bæjarins undir áhrifum áfengis. að viöbættri endingunni -son eða -dóttir. Alkunna er þó aö fjöldi ís- lendinga tók á árum áöur fjölskyldu- nöfn og hefur haldiö þeim síðan. Nú finnst mér vera kominn tími til að gera bragarbót og taka upp betri siði. Ættamöfn eru við lýði-alls staðar þar sem ég veit til, því eigum viö að halda í þennan rughngslega sið? Hann er, ásamt því að skylda útlend- inga sem fá íslenskt ríkisfang til að taka upp nýtt nafn, okkur til vansa frekar en hdtt. Legg ég til að hið háa Alþingi taki þetta fyrir á nýjan leik og efast ég ekki um að alþingi götunnar lætur í sér heyra. Skipa mætti nefnd til að huga að þessum málum, til að kanna hugi fólks og athuga með hvaða hætti mætti koma þessu á. í öllu falh; leyfa þeim er vilja taka upp fjölskyldu- nöfn. Nafnlaus stytta á Austurvelli Ásgeir skrifar: Þessa dagana fyha glaöværir, framandi gestir stræti og torg miðborgarinnar og skotra gjara- an gagnrýnum augum á mann- virki og heimamenn. Nýlega var hér á ferð víðkunn- ur bandarískúr skipulagsfröm- uður á sviði borga og bæja frá stórborginni Boston, John Black- weh, ásamt konu sinni. Þaö féh í minn hlut aö greiöa götu hans varðandi ýmsar veitustofnanir höfuðborgarinnar. Áhugi þessa ágæta fræðimanns á landi, lýð og tungu var með ólíkindum, og átti ég oft í vök að verjast með svör. Þau hjónin bjuggu á Hótel Borg og líkaði þeim ágætlega ahur aö- búnaöur og umhverfi. Oft varö þeim reikað um næsta nágrenni hótelsins og eitt síðdegi vakti Blackweh athygli mína á því aö ekkert skilti væri á fótstalh sty ttu einnar á miðjum Austurvelh, sem gæfi th kynna hver sá vörpu- legl brautryðjandi væri sem bylti björgum. Sér fyndist vanta skilti í augnhæð sem gæfi th kynna nafn, fæðingar- og dánardag. Einnig væri vel við hæfi að geta höfundar verksins, þó með smærra letri væri. Glöggt er gests augað en vafa- laust raá víða bæta merkingar öllum í hag, en ekki síst útlend- ingum sera fá þá enn meira út úr dvöl sinni hér. Góðir gestir mega ekki yfirgefa landið án þess að kunna skil á nafni mannsins sem var sómi íslands, sverð þess og sKjöldur. Af hverjum er styttan? Meira um Andrés önd Jens ívar Albertsson skrifar: Varðandi grein sem birtist í DV þann 12. þessa mánaðar, þar sem móðir kveður kaupverð á Andrési önd vera hátt, þ.e. 10.452 krónur á ári, langar mig til að benda á að ég er áskrifandi að sama tímariti og ársáskrift kostar 4.500 krónur. Að bjórnum fengnum; ættarnöfn?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.