Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1989, Blaðsíða 18
18
MÁNUDAGUR 19. JÚNl 1989.
TIL SÖLU
RENAULT TRAFIC 1985, húsbíll, 4x4, rauður, ekinn
41.000, klæddur hjá Ragnari Vals, eldunaraðstaða,
svefnaðstaða fyrir 3. Verð 1.150.000.
ATH. skipti
Opið mánud.-föstud. kl. 10-19,
laugard. kl. 10-17.
HUSI FRAMTIÐAR - FAXAFENI 10
SÍMI 686611
ÁRSRIT
KVENRÉTTINDAFÉLAGS
ÍSLANDS 1989
ER KOMIÐ ÚT
Fæst í bókaverslunum, blaðsölustöð-
um og hjá kvenfélögum um land allt.
Kvenréttindafélag íslands
Fréttir
Ökuleiknin af
stað á ný
Þrír efstu menn í keppni fjölmiðlamanna. Sigurvegarinn, Árni Bjarnason
frá Timanum, er fyrir miðju. Til vinstri á myndinni er Valur Jónasson af
Morgunblaðinu sem varð númer tvö og til hægri er Jóhann A. Kristjánsson
af DV, sem varð þriðji í hjóireiðakeppninni. DV-mynd JAK
Bindindisfélag ökumanna og DV
eru að fara af stað með hina árlegu
ökuleikni. Þetta er 12. sumarið sem
þessi vinsæla keppni er haldin. í
sumar verður keppt á 35 stöðum víðs
vegar um landið og verður keppnin
bæði fyrir bílstjóra og hjólreiða-
menn. Keppnin er öllum opin.
Keppt verður í fyrsta sinn í þremur
rioium, karla- og kvennariðli, eins
og fyrr, og síðan bætist við riðill fyr-
ir 17 ára ökumenn.
Verðlaunin í keppninni eru vegleg.
Auk verðlaunapeninga í hverri
keppni fara sigurvegarar í úrslita-
keppni sem haldin verður í haust.
Verðlaunin í henni eru glæsileg ut-
anlaridsferðir frá Samvinnuferðum-
Landsýn, svo og Mazda bifreið fyrir
þann sem tekst að fara villulaust í
gegnum þrautaplanið í úrshtunum.
Reiðhjólakeppninni er skipt í tvo
riðla, 9-11 ára og 12 ára og eldri.
Keppendur þar fara ekki í úrslit eins
og í ökuleikninni. Þess í stað fá þeir
happdrættismiða og í haust mun
veröa dregið um tvö gullfalleg reið-
hjól sem Fálkinn hf. mun gefa til
keppninnar.
Keppninni var hrundið af stað síð-
astliðið miðvikudagskvöld. Fulltrúar
fjölmiðlanna öttu kappi í ökuleikni
og hjólreiðakeppni. Arni Bjarnason
frá Tímanum sigraði í báðum riðlum.
Valur Jónasson frá Morgunblaðinu
varð annar í báðum riðlum. Jónas
Tryggvason frá Ríkissjónvarpinu
varð þriðji í ökuleikninni. í þriðja
sæti í reiðhjólakeppninni varð Jó-
hann A. Kristjánsson frá DV.
Egilsstaðir:
Glæsibflar á sýnimju
Sigrún Björgvmsdóttir, DV, Egilsstöðum:
Glæsileg bílasýning var haldin í og
við íþróttahúsið á Egilsstöðum
10.—11. júní. í íþróttasalnum var
hveijum glæsivagninum eftir annan
raðað upp.
En utandyra voru fulltrúar eldri
árgerða sem sumir komu kunnug-
lega fyrir sjónir en aldursforseti
þeirra skrautfylkingar var Ford A
árgerð 1929. Sá á nú heima í Nes-
kaupstað en er kominn í endurhæf-
ingu upp á Hérað. Þetta er sá bíll sem
fyrst var ekið syðri leiðina milli
Reykjavíkur og Austíjarða. Sú ferð
mun hafa verið farin milli 1930 og
'35. Og hann hefur líka orðið svo
frægur að leika í kvikmynd, nánar
tiltekið í myndinni Börn í stríði.
Þessi gamli Fordbíll varð að láta sér
lynda að vera dreginn á sýningar-
svæðið. Þama var líka Willys '42 en
hann komst á staðinn fyrir eigin vél-
arafli. Það var íþróttafélagið Höttur
Elsti bíllinn og framkvæmdastjóri sýningarinnar Emil Björnsson.
DV-mynd Sigrún
sem stóð fyrir þessari bílasýningu á hennar var Emil Björnsson, íþrótta-
Egilsstöðum. Framkvæmdastjóri kennari á staðnum.
Selfoss:
Minna um kartöflurækt
Regina Thoiarensen, DV, SeHossi:
Þaö hefur verið venja flestra hjóna
á Selfossi að setja niður kartöflur í
smáhom á húslóðum sínum og oft
hefur fengist góð uppskera. Auðvitað
finnst fólki alltaf þær kartöflur best-
ar sem það ræktar sjálft þó útsæðið
sé það sama.
Nú heyrist mér á fólki að þó nokk-
uð margir álykti að sumarið verði
kalt og því sé til lítils að vera setja
niður kartöflur nú. Þaö verður því
minna um það hér en oftast áður.
Hins vegar eru allir búnir að slá
túnblettina en almennt eru sumar-
blóm ekki farin að sjást í görðum.
Tré og fjölær blóm skreyta þá.
Mundu efdr Ferðagetraun rm
Ef þú ert ekki þegar búinn að svara
Ferðagetraun DV I viljum við minna
á að skilafrestur er til laugardagsins
24. júní.
Ferðagetraunin birtist í Akureyrar-
blaði DV miðvikudaginn 14. júní.
FYLGSTU MEÐ
Misstu ekki af glæstum vinningi.
ítilefni 5ára afmælissínsætlarFramköllunsf., Lækjargötu 2 og Armúla 30, að
gefa 15 vinningshöfum ferðagetraunar I
Wizensa alsjálfvirka 35 mm myndavél að
verðgildi 3.500 kr.
Framköllun sf. hefur einnig í tilefni afmælis-
ins tekið upp nýja þjónustu: Stækkanir á
litfilmum í plakatstærð á 6 mínútum.