Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1989, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1989, Blaðsíða 14
14 Frjálst.óháÖ dagblaö Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELiAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RViK.SlMI (1 >27022 - FAX: (1 )27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJOLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 900 kr. Verð i lausasölu virka daga 85 kr. - Helgarblað 100 kr. Kínversk ógnaröld Meðan íslendingar halda upp á þjóðhátíð og telja það helst til tíðinda að einn sendiherra segi starfi sínu lausu geisar ógnaröld í Kína. Ólíkt höfumst við að. Dægurmál- in hér heima kunna að þykja stórmál í íslenskum íjöl- miðlum. Alþýðubandalagsmenn í Reykjavík stofna nýtt flokksfélag, Jón Baldvin heldur sáttafund með sendi- herranum, framsóknarmenn gera athugasemdir við sölu Útvegsbankans. Stærsti flokkur þjóðarinnar, Sjálf- stæðisflokkurinn, heldur fundi um metnað og menningu og efnir til landgræðsluátaks í óbyggðum. Þetta eru stjórnmálaviðburðir vikunnar sem leið og satt að segja megum við íslendingar vera sáttir við tilveruna meðan vandamálin eru ekki annars og alvarlegra eðhs; meðan viðfangsefnin eru ekki ötuð grimmd og blóði. Allavega getum við þakkað fyrir okkar eigin vanda- mál, í samanburði við atburðarásina í Kína. Þar eru kröfur milljóna manna barðar niður af óhugnanlegu miskunnarleysi. Skriðdrekar eru látnir aka yfir fólk og kremja það til bana. Forystumenn námsmanna eru hundeltir sem eftirlýstir glæpamenn og dæmdir til dauða. Áróðursmasldna kommúnistaflokksins beitir alefli til að sverta svokölluð „gagnbyltingaröfT og út- húða æskufólki sem óvinum þjóðarinnar. Ættingjar eru píndir til sagna um ferðir bræðra og systra sem tóku þátt í mótmælunum á Torgi hins himneska friðar. Her- menn eru gráir fyrir járnum. Þúsundir manna, einkum ungt fólk, fara huldu höfði og verða jafnvel að flýja ættjörð sína undan refsivendi stjórnvalda sem er pynd- ing og dauði. Kínverska þjóðin er ofsótt í sínu eigin landi. Æskan er orðin að óvini í sínum eigin heimkynn- um. Hvað er það sem þetta unga fólk hefur til saka unn- ið? Sökin felst í þrá þess til meira frelsis, lýðræðis og mannréttinda. Eins og hendi væri veifað flykktust millj- ónir Kínverja á götur út og tóku undir með þeim tiltölu- legu saklausu kröfum námsmanna að samtök þeirra fengjust viðurkennd og kommúnistaflokkurinn virti ffétta- og fundafrelsi. Undirtektir almennings leyndu sér ekki, þjóðarviljinn fór ekki milli mála. Fólkið óskaði sér ffelsis og réttar og sú ósk var borin fram án vopna eða átaka. Gamlingjamir, sem fara með alræðið í Kína, sáu sitt óvænna. Þeir siguðu hermönnunum á fólkið, þeir berja mótmælin niður af ótrúlegri hörku og virðast ætla að ganga milli bols og höfuðs á æskunni í bókstaflegum skilningi. Daglegar fféttir vekja óhug og viðbjóð og er þó sjálfsagt ekki nema brot af þessari ógnaröld sem kemst til skila til Vesturlanda. Myrkraverkin eru unnin bak við lás og slá. Hinir píndu og auðmýktu og látnu eru ekki til frásagnar. Erfitt er að átta sig á hveijar afleiðingar af þessari ógnaröld verða. Um stundarsakir munu gamhngjamir hafa betur. Hvorki þeir né flokkurinn þola minnstu eftir- gjöf úr því sem komið er. Þjóðfélagið mun springa í loft upp og ekkert nema grimmar hefndir bíða valdamann- anna ef þeir missa tökin. En enginn lifir endalaust og lögmál lífs og dauða fá þeir ekki umflúið, gamlingjarnir, sem nú em að leiða sína eigin framtíð á höggstokkinn. Von Kínverja, von lýðræðisins, felst í því að tíminn vinni með æskunni og frelsinu. Á meðan getur umheimurinn ekki annað gert en lýst hryggð sinni og dáðst að hugrekki þess unga fólks sem hefur svipt hulunni af hinu rétta and- hti kommúnismans. Ehert B. Schram MÁKUDAGUR JÚNÍ 1989. „Þá ætlum við að byggja margar tónlistarhallir, ráðhús, kringlur og annað í þeim dúr.“ Uppgjöf gömlu flokkanna Ástandið eftir kosningamar 1987 er átakanleg saga þjóðar, þar sem hver ógæfan hefur rekið aðra vegna rangrar stefnu og rangra ákvarðana stjórnvalda. í tíð ríkis- stjómar Þorsteins Pálssonar var lagður grandvöllur að þeirri stjómarstefnu sem nú er langt komin með að koma öllum at- vinnufyrirtækjum landsmanna í frumvinnslu- og framleiðslugrein- um fyrir kattamef, einkum útflutn- ingsfyrirtækjunum. Fastgengis- stefna, ofsatrú á verðbréfa- og pen- ingamörkuöum, sem virðast eiga að skapa fjármuni eins og líf sem kviknar af sjálfu sér, er á góðum vegi með að útrýma undirstöðu- þáttum atvinnulífsins sem þjóðin hefur byggt afkomu sína á um alda- raðir. Er nema von að fólk spyrji: Er þá ekki rétt að hætta þessu baksi í sjávarútvegi? Leggja niður land- búnaöinn og flytja alla landsmenn á höfuðborgarsvæðið? Láfa á því að selja hver öörum verðbréf og flytja peninga á milii bankabóka í takt við vaxtabreytingar? Hvaðan allir peningamir eiga að koma virðist skipta minna máh. Miðstýring og ofstjórnun Mikil miðstýring í þjóðfélaginu og rándýr þjónustukerfi em að shga fólkið í landinu. í tíð gömlu flokkanna, sem hafa skipst á að fara með völdin eftir stríö, hefur þjóðfélagið sífeht orðið flóknara og ómanneskjulegra. Hjarðir hag- fræðinga og annarra sérfræðinga sitja kófsveittar við að reikna út ahs kyns efnahagsstærðir og fá botn í það hvernig fiskvinnslan og útgerðin geta borið sig, hvemig eigi að fjármagna óseðjandi ríkishítina. Máttvana og ráölaus stjómvöld, hvort sem er undir forsæti Þor- steins Pálssonar eða Steingríms Hermannssonar, vita ekki sitt rjúk- andi ráð. Fjármálaráðherra talar nú um aö það þurfi að leggja á nýja skatta til aö rétta af ríkissjóðs- halla upp á eina 4 mihjarða króna, sem að mestu em komnir til vegna kjarasamninga sem hann hefur gert sjálfur við launþega. Hann tal- ar um að það sé veijandi að auka skattheimtu ríkisins af því að frú Thatcher og Kohl kanslari hafi hærra skatthlutfah af þjóðartekj- um en við íslendingar, svo ekki sé talað um hinar Norðurlandaþjóð- imar. Hann gleymir hins vegar þeirri augljósu staðreynd að fólkið í þessum löndum hefur efni á því að borða. Þaö hafa íslendingar ekki, að minnsta kosti ekki lág- tekjufólkið. Hæsta matvælaverð í heimi Almenningur á íslandi stynur undan hinu geipiháa matvæla- verði, sem er hæst í heimi, hvar sem leitað er. Hvernig á almenn- ingur að hafa efni á því að borga meiri skatta þegar t.d. ein htil skinkusneið, svona rétt ofan á eina KjaUarínn Júlíus Sólnes formaður Borgaraflokksins brauðsneið, kostar einn Banda- ríkjadollar? Æth yrði ekki borgara- styijöld í Bandarikjunum ef verð- lag á matvöm væri eins og á ís- landi. Reiði aimennings við mikl- um verðhækkunum á matvöm í kjölfar kjarasamninganna er því eðlileg. Hins vegar er holur tónn í mótmælaaðgerðum stóm laun- þegasamtakanna gegn hækkun landbúnaðarafuröa vegna eðlilegr- ar launahækkunar til bænda. Af hverju lögðu forystumenn laun- þegasamtakanna ekki meiri áherslu á matvælaverðið við gerð kjarasamninganna? Niðurfelling á matarskattinum hefði komið launafólki, einkum lágtekjuhópum og bamafjölskyldum, mun betur en umsarudar krónutöluhækkanir. Vissulega tökum við þingmenn Borgaraflokksins imdir mótmæh almennings gegn þeim miklu verð- hækkunum á vömm og þjónustu sem nú dynja yfir þjóðina. Þær em hins vegar afleiðing rangrar efna- hagsstjórnar gömlu flokkanna og þess óraunsæis sem öll þjóðin er sek um. Flottræfilsháttur Þessi 250 þúsund manna þjóð er að burðast við að reka menntakerfi sem hún hefur engin efni á. Nú er t.d. talað um að koma upp einum 10-20 háskólum víðs vegar um landið. Áætlanir um svokallaða sjávarútvegsbraut við nýstofnaðan háskóla á Akureyri gera ráð fyrir 150 milljóna kr. stofnkostnaði og árlegum rekstrarkostnaði um 100 mihjónir króna. Gert er ráð fyrir einum 16 prófessomm og dósentum og 23 lektorum og öðrum starfs- mönnum við brautina en aðeins 55 nemendum. Öll sú kennsla og þær rannsóknir, sem verið er að tala um, fara þegar fram við Háskóla íslands. Þá á að stofna tónlistar- háskóla, myndlistar- og leiklistar- háskóla, háskóla hér og háskóla þar. í raun höfum við íslendingar vart efni á því að reka meira en einn alvöraháskóla. Háskóh ís- lands er t.d. vart meira en vísir að háskóla. Land eins og Lúxemborg, með yfir 300 þúsund íbúa, telur sig ekki hafa efni á því að reka há- skóla. Aragrúi framhaldsskóla og grunnskóla er um aht land og oft ekki nema nokkrir khómetrar á milli dýrra og fullkominna skóla- bygginga með fjölda kennara th að kenna nemendum sem ekki em th. Við ætlum okkur að byggja og reka ein 10-20 hátæknisjúkrahús um aht land. í Reykjavík einni em nú þijú hátæknisjúkrahús sem samanlagt hafa yfir meiri og fuh- komnari tækjabúnaði að ráða en öh sjúkrahúsin í stórborginni Los Angeles, þar sem íbúar em yfir 15 mihjónir. Þá ætlum við að byggja margar tónhstarhahir, ráðhús, kringlur og annað í þeim dúr. Fjár- festingar, bæði opinberra aðila, einkafyrirtækja og einstakhnga, hafa algerlega keyrt úr hófi fram. Við höfum ekki þolað góðærið. Við gerum þvi miklar kröfur bæði um þjónustustig af hálfu hins opinbera og kaupmátt. Ahir em hins vegar æfir út af of háum sköttum. Því höfum við leiðst út á þá hálu braut að reka velferðarkerfi okkar að hluta th með erlendum lánum. Við erum öh samsek um að lifa um efni fram. Uppgjöf Gömlu flokkamir hafa gefist upp við að finna leiö út úr ógörigunum. Það viröist ekki skipta neinu máh hvaða stjóm situr viö völd. Það breytir engu hvort nokkrum ráð- hermm Sjálfstæðisflokksins er skipt út fyrir nokkra ráðherra Al- þýðubandalagsins. Rughð er þaö sama. Meðan aðrar og nýjar stjóm- málahreyfingar ná ekki ömggri fótfestu breyta alþingiskosningar engu hér um - eða halda menn að ástandið lagist eitthvað þótt Sjálf- stæðisflokkurinn undir forystu Þorsteins Pálssonar komist aftur th valda. Það vantar nýja menn og nýjar hugmyndir. Þær er ekki að finna hjá gömlu flokkunum. Júlíus Sólnes „Hvernig á almenningur að hafa efni á því að borga meiri skatta þegar t.d. ein lítil skinkusneið, svona rett ofan á eina brauðsneið, kostar einn Bandaríkja- dollar?“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.