Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1989, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1989, Blaðsíða 42
.tim (WDl,.« HIJOAU UM l MÁNUDAGUR 19. JÚNÍ 1989. Afmæli Baldur Bárður Bragason Baldur Báröur Bragason tann- læknir, Raftahlíö 77, Sauðárkróki, varð fimmtugur í gær. Baldur Bárö- ur er fæddur í Reykjavík og ólst upp á Egilsstöðum. Hann lauk stúdents- prófi frá MA1959 og prófi í tann- lækningum í HÍ1971. Baldur var skólatannlæknir hjá Reykjavíkur- borg og aðstoöartannlæknir hjá Birgi Jóhannssyni 1971-1975. Hann var tannlæknir í Bolungarvík 1975- 1976 og aðstoöartannlæknir hjá Magnúsi Gíslasyni 1976-1977. Bald- ur var tannlæknir i Ólafsvík 1977- 1981 og í Hveragerði 1981-1982. Hann var skólatannlæknir í Laugarnes- skóla í Rvík 1982-1983 og hefur rek- ið eigin tannlæknastofu á Sauðár- króki frá 1983. Baldur tók Baháítrú 1966 og hefur unnið að þeim málum síðan. Hann kvæntist 9. desember 1975, Elínu Esmat Paimani, f. 6. mars 1940. Foreldrar Elínar eru Fazl’u’lláh Paimani kaupmaður og kona hans, Nosrat Paimani. Sonur Baldurs og Elínar er Róbert Badí, f. 16. september 1976. Synir Baldurs af fyrra hjónabandi eru Páll, f. 9. .ágúst 1963, nemi, Lárus, f. 1. október 1964 og Bragi Óskar, f. 17. júlí 1972. Systkini Baldurs eru Grímhildur, f. 10. október 1937, gift Hauki Guð- laugssyni, Halldór, f. 16. apríl 1941, Steingrímur Lárus, f. 8. október 1942, Kormákur, f. 27. mars 1944, Matthías, f. 8. ágúst 1945, Þorvaldur, f. 1. janúar 1948, og Kristín, f. 16. desember 1949. Foreldrar Baldurs eru Bragi Matt- hías Steingrímsson, dýralæknir í Rvík, og kona hans, Sigurbjörg Lár- usdóttir. Bragi var sonur Stein- gríms læknis á Akureyri, Matthías- sonar, prests og skálds á Akureyri Jochumssonar. Móðir Matthísar var Þóra Einarsdóttir, systir Guð- mundar, afa Muggs. Móðir Stein- gríms var Guðrún, systir Þórðar, móður Björns forsætisráöherra, föður Þórðar, fyrrv. ríkissaksókn- ara. Guðrún var dóttir Runólfs, b. í Saurbæ á Kjalamesi, Þórðarsonar og konu hans, Halldóru Ólafsdóttur, b. á Blikastöðum, Guðmundssonar, bróður Ragnheiðar, langömmu Guðlaugar, ömmu Péturs Sigur- geirssonar biskups. Móðir Braga var Kristín Þórðardóttir Thorodd- sen læknis, alþingismanns og stór- templars, Jónssonar Thoroddsen, sýslumanns og skálds á Leirá, Þórð- arsonar. Móðir Þórðar var Ólína Þorvaldsdóttir Sívertsen, umboðs- manns og alþingismanns í Hrapps- ey, bróður Ólafs, langafa Muggs. Móðir Kristínar var Anna Guðjohn- sen Pétursdóttir, söngkennara í Rvík, Guðjónssonar, ættfóður Guðjohnsenættarinnar. Móðir Önnu var Guðrún Lauritzdóttir Knudsen, kaupmanns í Rvík, ætt- föður Knudsenættarinnar, og konu hans, Margrethe Lauritzdóttur Hölter, beykis í Rvík, bróður Dið- riks, langafa Magnúsar Stephen- sens landshöfðingja, langafa Guð- rúnar Agnarsdóttur alþingismanns. Sigurbjörg er dóttir Lárusar, prests á Breiðabólsstað á Skógar- strönd, Halldórssonar, b. í Mið- hrauni í Miklaholtshreppi, Guð- mundssonar. Móðir Lámsar var Elín Bárðardóttir, b. á Flesjustööum í Kolbeinsstaðahreppi, Sigurðsson- ar, b. á Heggsstöðum, Bárðarsonar, bróður Katrínar, langömmu Magn- úsar, fóður Sigurðar blaðafulitrúa. Önnur systir Sigurðar var Halidóra, langamma Þorsteins, afa Árna Sig- fússonar borgarfulltrúa. Móðir Elínar var Solveig Árnadóttir, systir Ragnheiðar, ömmu Jóhanns Gunn- Baldur Bárður Bragason. ars Sigurðssonar skálds. Önnur systir Solveigar var Guðríður, lang- amma Björgvins, föður Ellerts Schram ritstjóra. Solveig var dóttir Árna, b. á Borg í Miklaholtshreppi, Jónssonar. Móðir Áma var Guðríð- ur Egilsdóttir, systir EUnar, langömmu Kristjáns, afa Kristjáns Eldjám forseta. Móðir Sigurbjargar var Arnbjörg Einarsdóttir, b. í Garðabæ á Hvalsnesi, Árnasonar. Anna Mikkalína Guðmundsdóttir Anna Mikkalína Guðmundsdóttir varð áttræð í gær. Anna Mikkalína fæddist í Álftafirði og ólst upp í Hnífsdal og á ísafirði. Hún fór um tvítugt til Reykjavíkur og réð sig í vist hjá hjónunum Guömundi Guð- mundssyni skipstjóra og Guðlaugu Grímsdóttur. Fyrri maður Önnu var Ragnar Þ. Guðmundsson, f. 1908, d. 1969, skipstjóri og útgerðarmaður frá ísafirði. Þau skildu 1944. Böm Önnu og Ragnars em Kristjana, f. 24. október 1930, gift Stefáni Guð- mundssyni leigubílstjóra og eiga þau tíu böm, Guðmundur, f. 6. des- ember 1932, veiðieftirhtsmaður, kvæntur Sigríði Jóhannesdóttur, afgreiðslustjóra hjá Gjaldheimtunni í Rvík, og eiga þau eina fósturdótt- ur, Ragnar Asgeir, f. 21. júní 1936, fulltrúi í Skattstofu Reykjavíkur, kvæntur Sigurlaugu Helgadóttur hjúkrunarfræðingi og eiga þau tvö börn, og Sveinjón Ingvar, f. 1. febrú- ar 1944, aðstoðarhótelstjóri á Hótel Holti, kvæntur Valdísi Hansdóttur og eiga þau fjögur börn. Anna vann í Fiskiöjuverinu á Grandagarði í allmörg ár eftir 1944 og kynntist þar seinni manni sínum, Hafliða Jóns- syni, f. 28. október 1904, d. 3. apríl 1983, trésmið frá Grindavík. Systk- ini Önnu eru Andrea, f. 10. október 1906, fiskvinnslukona í Rvík, gift Sveinjóni Ingvarssyni, d. 1943, og Jón,f. 1911,erlátinn,skipaverk- fræðingur í Danmörku. Bróðir Önnu samfeðra var Guðbjartur, f. 1901. Systir Önnu sammæðra var MargrétPálsdóttir. Foreldrar Önnu voru Guðmundur Jón Guðbjartsson, bakari og sjó- maður á ísafirði, og kona hans, Sig- ríður Símonardóttir. Guðmundur var sonur Guöbjarts skipstjóra, hafnsögumanns og bæjarfulltrúa á ísafirði, bróður Friöriks, langafa Guðmundar J. Guðmundssonar, formanns Dagsbrúnar. Guðbjartur var sonur Jóns, prests á Hrafns- eyri, Ásgeirssonar, prófasts í Holti í Önundarfirði, Jónssonar, bróður Þórdísar, móður Jóns forseta. Móðir Jóns var Rannveig Matthíasdóttir, stúdents á Eyri í Seyðisfirði, Þórðar- sonar, stúdents í Vigur, Ólafssonar, lögsagnara á Eyri, Jónssonar, ætt- foður Eyrarættarinnar. Móðir Guð- mundar Jóns var Andrea Andrés- dóttir, formanns í Arnardal, Eyjólfs- sonar, prests á Eyri í Skutulsfirði, Kolbeinssonar, prests og skálds í Miðdal, Þorsteinssonar. Sigríður var dóttir Símonar, b. á Stað í Grunnavík, Eldjárnssonar, b. í Hlöðuvík í Sléttuhreppi, Sig- Anna Mikkalína Guðmundsdóttir. urðssonar. Móðir Eldjáms var Anna Barna-Snorradóttir, b. á Höfn í Sléttuhreppi, Einarssonar. Móðir Sigríðar var Sigríður, systir Þóru, langömmu Jóns Baldvins Hanni- balssonar. Sigríður var dóttir Rósin- krans, b. á Svarthamri, bróður Sig- urðar, afa Jóns Baldvinssonar, fyrsta formanns Alþýðuflokksins, og langafa Ingigerðar, móður Þor- steins Pálssonar. Sigurður var son- ur Hafliða, b. í Kálfavík, bróður Jó- hannesar, langafa Hannibals Valdi- marsonar. Hafliði var sonur Guð- mundar sterka Sigurðssonar, for- fóður Ólafs Þ. Þórðarsonar og Sverris Hermannssonar. Til hamingju með daginn 80 ára Hermina Sigvaldadóttir, Kringlu, Torfalækjarhreppi. Kristmundur Guðbrandssos, Gunnarsbraut 8, Búöardal. Svavmundur Jónsson, Eyrarvegi 24, Selfossi. Karl Andrésson, Hagalandi 4, Mosfellsbæ. Siguijón Illugason, Höfðagmnd 9, Akranesi. 70 ára Helga Björnsdóttir, Vatnshömrum, Andakílshreppi. 60 ára Ingólfur Konráðsson, Njörvasundi 31, Reykjavík. Pétur Pétursson, Krummahólum 2, Reykjavík. Jón Björnsson, Hamrabergi 7, Reykiavik. 50 ára Hildur Kristín Hermannsdóttir, Hábæ 42, Reykjavík. Ingibjörg Hauksdóttir, Túngötu 25, Bessastaðahreppi. Minny Bóasdóttir, Mávanesi 21, Garðabæ. Marey Björgvinsdóttir, Selnesi 32, Breiðdalshreppi. Helga Sigurrós Björnsdóttir, Sólbrekku 10, Húsavík. Halldór B. Halldórsson, Skipasundi 21, Reykjavík. Hafsteinn Sigmundsson, Núpabakka 21, Reykjavík. Brynja Unnur Magnósdóttir, Hjallavegi 7, Suðureyrarhreppi. 40 ára Katla Nielsen Eiriksdóttir, Skildinganesi 4, Reykjavik. Júliana Kristín Gestsdóttir, Höfðagötu 25, Stykkishólmi. Júlíus Snorrason, Fálkagötu 11, Reykjavík. Heiga Benediktsdóttir, Ægissíðu 64, Reykjavík. Kristín Ólafsdóttir, Rekagranda 8, Reykjavík. Ingólfur F. Geirdal, Esjubraut 22, Akranesi. 75 ára Andlát Jakob Jónsson Jakob Jónsson, prestur og rithöf- undur, lést á laugardaginn. Hans Jakob var fæddur 20. janúar 1904 á Hofi í Álftafirði i Suður-Múlasýslu og ólst upp á Djúpavogi. Hann varð stúdent utanskóla frá MR1924 og lauk guðfræðiprófi frá HÍ1928. Jak- ob var í framhaldsnámi í háskólan- um í Winnipeg 1934-1935 og i námi í kennimannlegri guðfræöi og Nýja testamentis-fræði í háskólanum í Lundi 1959-1960. Hann tók licentiat- próf í guðfræði í Lundi 1961 og varð doktor í guðfræði frá HÍ1965 fyrir bók sína um kímni og skop í Nýja testamentinu. Jakob vígðist aðstoð- arprestur foður síns á Djúpavogi 22. j úlí 1928 og var prestur á Norðfirði 1929-1935. Hann var prestur ís- lenskra safnaða vestanhafs 1935- 1940 og í Hallgrímsprestakalli í Rvík 1941-1974. Jakob hefur verið kenn- ari í barnaskóla, menntaskóla, guð- fræðideild háskólans og með nám- skeið í hjúkrunarskólanum. Hann var skólastjóri gagnfræðaskólans í Neskaupstað 1931-1934 og í bæjar- stjóm Neskaupstaðar 1934. Jakob var í stjóm Prestafélags Austfjarða, Prestafélags íslands og formaður þess 1954-1964. Hann var formaöur slysavamadeildarinnar Ingólfs í Rvík 1942-1953, í Skálholtshátíðar- nefnd og í sálmabókarnefnd 1940 og 1961. Jakob var fulltrúi íslensku kirkjunnar á stofnfundi alkirkju- ráðsins í Amsterdam 1948 og er fé- lagi í hinu kunna vísindafélagi Studiorum Novi Testamenti Societ- as (SNTS). Hann hefur samið fjölda rita, m.a. leikrit, tvær ljóðabækur og bækur um Nýja testamentis- fræði. Jakob kvæntist 17. júlí 1928 Þóru Einarsdóttur, f. 12. desember 1901. Foreldrar hennar voru Einar Ólafsson, múrari í Rvík, og kona hans, Guðrún Jónasdóttir. Börn Jakobs og Þóru eru Guðrún Sigríð- ur, f. 5. júlí 1929, hjúkrunarfræðing- ur og íransfræðingur í Kaupmanna- höfn, gift Hans W. Rothenborg, sér- fræðingi í húðlækningum; Svava, f. 4. október 1930 bókmenntafræðing- ur, rithöfundur og fyrrv. alþingis- maður, gift Jóni Hnefli Aðalsteins- syni, doktor og dósent í HÍ; Jökull, f. 14. september 1933, d. 25. apríl 1978, rithöfundur, fyrri kona hans var Jóhanna Kristjónsdóttir, seinni kona hans var Ása Beck: Þór, f. 5. október 1936, doktor, deildarstjóri á Veðurstofu íslands, kvæntur Jó- hönnu Jóhannesdóttur, rannsókn- armanni og tæknifræðingi, og Jón Einar, f. 16. desember 1937, héraðs- dómslögmaður, kvæntur Guðrúnu Jakobsson. Bræður Jakobs: Finnur, f. 1901, lést þriggja vikna, og Ey- steinn, f. 13. nóvember 1906, fyrrv. ráðnerra. Fóstursystur Jakobs vora Elísabet Beck, hálfsystir móður hans, og Guðrún Sveinbjarnardótt- ir, systurdóttir móður hans. Foreldrar Jakobs voru Jón Finns- son, prestur á Djúpavogi, og kona hans, Sigríður Hansdóttir. Jón var sonur Finns prests á Klyppsstað, bróður Jóhönnu, móður Sigfúsar Sigfússonar þjóðsagnasafnara. Finnur var sonur Þorsteins, skálds í Mjóanesi, Mikaelssonar, skipstjóra Mathiesen, eða Mathias, sem var sænsk-norskur í fóðurætt en enskur í móðurætt. Móðir Finns var Kristín Jónsdóttir, prests í Vallanesi, Stef- ánssonar, b. á Þverhamri í Breið- dal, bróður Sigríðar, langömmu Önnu, langömmu Þórbergs Þórðar- ' sonar. Sigriður var einnig lang- amma Þorbjargar, ömmu Davíðs Ólafssonar, fyrrv. seðlabankastjóra. Foreldrar Stefáns voru Magnús Guðmundsson, prestur á Hallorms- stað, og kona hans, Kristín Páls- dóttir, prófasts á Valþjófsstað, Högnasonar. Móðir Kristínar var Þóra Stefánsdóttir, prófasts og skálds í Vallanesi, Olafssonar, próf- asts og skálds í Kirkjubæ í Tungu, Einarssonar, prófasts og skálds í Eydölum, Sigurðssonar. Móðir Kristínar Jónsdóttur var Margrét Gísladóttir, systir Halldórs, langafa Gísla, afa Jóhannesar Gunnarsson- ar, formanns Neytendasamtakanna. Annar bróöir Margrétar var Árni, langafi Guðmundar, afa Emils Björnssonar, fyrrv. fréttastjóra. Móðir Jóns Finnssonar var Ólöf Einarsdóttir, b. í Helhsfirði, Er- lendssonar, b. í Hellisfirði, Árnason- ar, ættföður Hellisfjarðarættarinn- ar, föður Þórarins, langafa Guðnýj- ar, móður Vals Arnþórssonar, og langafa Odds, fóður Davíðs borgar- stjóra. Móðir Ólafar var Þuríður Hávarösdóttir, b. á Hólum, Jónsson- ar og konu hans, Guönýjar Þor- steinsdóttur, systur Jóns, afa Stein- unnar, ömmu Svavars Guðnasonar JakobJónsson. hstmálara og langafa Heimis Steins- sonar þjóðgarðsvarðar. Sigríöur var dóttir Hans Becks, b. og hreppstjóra á Sómastöðum í Reyðarfirði, Christianssonar Beck, verslunarmanns á Eskifirði, frá Vejle á Jótlandi. Móðir Hans var María, systir Þórarins, afa Finns listmálara og Ríkharös myndskera Jónssona. María var dóttir Richards Longs, verslunarstjóra á Eskifirði, af enskum borgaraættum. Móðir Sigríðar var Steinunn Pálsdóttir, systir Guönýjar, langömmu Bergs Jónssonar rafmagnseftirlitsstjóra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.