Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1989, Blaðsíða 43
MÁNUDAGUR 19. JÚNÍ 1989.
43
Merming
Ferskt ljóðasafn
Það hefðu sannarlega þótt tíðindi
fyrir fáeinum árum að unnt yrði
að gefa út safn þýddra ljóða. Þetta
er ein af þeim merkilegu fram-
förum sem orðið hafa við tilkomu
þýðingarsjóðs og birtast nú árlega
jafnvel tvö eða þrjú. Og ég gæti
best trúað að þessi bók ætti eftir
að seljast vel, þótt hægt fari. Enda
á hún það sannarlega skihð, þetta
eh mjög fjölbreytt og fallegt safn.
Aðalbálkurinn er eftir tuttugu ljóð-
skáld, yfirleitt fimm til sjö ljóð eftir
hvert þeirra. En á undan fara sjö
brautryðjendur, eitt tii tvö ljóð eftir
hvem þeirra.
Það segir sig sjálft að valið er eft-
ir einstaklingsbundnum smekk og
engum gæti dottið í hug að úrval
af þessu tagi gæfi óumdeilanlega
mynd af þýskri ljóðagerö sam-
tímans væri slík mynd yfirleitt
hugsanleg. Hitt skiptir mestu að
hér birtist mjög fjölbreytt safn.
Ljóðin höfða auðvitað mismikið til
mín eins og annarra lesenda en ég
vænti að hver finni eitthvað við
sitt hæfi, ekkert fannst mér bein-
línis slakt. Ég reyndi að hafa uppi
á frumtextum til samanburðar, en
tókst það ekki að neinu ráði. Af því
má væntanlega álykta að þetta
ljóðasafn sé verulega ferskt, ekki
enn búið að síast gegnum úrvalsrit
og þýskar menningarstofnanir.
Þjóðveiji valdi ljóðin, en Franz
Gíslason fékk til þýðendur sem eru
tíu að honum meðtöldum, flestir
kunn skáld. Stórvirkastir em, auk
Franz og Arthúrs Bollasonar, þeir
Hannes Pétursson, Guðbergur
Bergsson og Sigurður A. Magnús-
son.
Opin Ijóð
Mikið ber á opnum ljóðum í þessu
safni og getum við tekið dæmi eftir
fræga skáldkonu, sem bjó um hríð
á íslandi og á þar afkomendur,
Helga Novak. Þótt ljóðið sé röklega
framsett á einföldu máli þá hefur
það þéttleika og þrótt, m.a. af því
að það gerir hálfsértækt hugtak
nærtækt og áþreifanlegt á óvæntan
hátt með því að setja það fram í
samtali móður og barns, þar sem
hvort hefur sín eðlilegu sérkenni í
málfari og hugsun. Stríð má skynja
á ýmsa vegu en hér er mengun
túlkuð sem styrjöld, þ.e. afleiðing
miskunnarlausrar baráttu fyrir
sérhagsmunum. Og allt hið nær-
tækasta, sem höfðar til barnsins,
er eitrað.
Það er stríð
ávarp til bams á forskólaaldri
í húsinu okkar vætlar regnið í gegn
drekktu ekki regnvatnið
borðaðu ekki snjóinn
framan við húsið okkar
vætlar regnið í gegn
ljúktu ekki vörum um grasið
bragðaöu ekki á beijunum
en kýrin étur grasið
en geitin étur berin
á ég þá ekki að drekka mjólk
á ég ekki að borða kjöt
á ég að deyja
þegar alls ekki geisar stríð
það er stríð
af háalofti himinsins
rignir stríði
Hið nærtæka og heimilis-
lega
Guntram Vesper nær mjög
Frá vinnufundi nokkurra höfunda og þýðenda bókarinnar Og trén brunnu: F.v. Rolf Hauss, Ursula Krechel, Jurgen Becker, Friedrike Roth, Arthúr
Björgvin Boliason, Jóhann P. Tammen, Eysteinn Þorvaldsson, Franz Gíslason og Wolfgang Schiffer.
Ljósm. Anita Schiffer-Fuchs
Bókmermtir
Örn Ólafsson
sterkri mynd með ljóðinu í smábæ.
Þar byggir hann á andstæðum,
annars vegar er kyrrlátt líf sam-
hentra hjóna og granna, þar sem
athyglin beinist fyrst að hinu nær-
tæka og heimilislega, dagstofa, kál-
garöur. Þessi kyrrðarmynd styrk-
ist af því hve langt líður á milh
umtalsverðra atburða, fimm ár.
Gegn þessu setur hann svo inntak
þessarar samhendni smábæjarins,
en það er að taka upp hjá sér að
fylgja stefnu stjórnvalda með því
að níðast á varnarlausum. Þetta
kemur æ betur fram er hður á ljóð-
ið og hámarkið er að setja andstæð-
urnar saman í lokahnuparið: dag-
stofugluggi - gálgnár. Það magnar
og ljóðið að talað er um þessa sví-
virðu sem sjálfsagðan hlut, lesend-
ur verða sjálfir að leggja til skýr-
ingu á meðferðinni á t.d. stúlk-
unni, sem væntanlega hefur lagst
með gyðingi.
I smábæ
Þau bjuggu i húsunum við torgið
niðri verslun og uppi
íbúðin
að baki kálgarður niðrað fljótinu
Þannig hafði lífið byrjað og þannig
gekk það sinn gang.
ÞÞrjátíu og átta leiddu þau
stúlkuna úr pósthúsinu
með skjöld um hálsinn eftir götun-
um
og fimm árum seinna var hjálpast
að
við aö hyssa upp
pólska þrælkunarfangann
tvo daga hékk hann
jafnhátt dagstofuglugganum
Svartur Orfeifur
Góð þóttu mér ljóð Wolfgang
Báchler, og lítum að lokum á eitt
þeirra. Það er fullt af vísunum til
annarra bókmenntaverka. Frægast
er auðvitað það sem kemur fram í
tith ljóösins, dæmisaga Jesú um
glataða soninn. Þegar hann sneri
allslaus heim frá drabbinu, þar sem
hann haföi legið með svínum í stíu,
slátraði faðir hans ahkálfmum tii
að fagna honum. En einnig er hér
vísað til forngrísku sögunnar um
söngvarann Orfeif, sem gat heiml
konu sína úr helju með fögrum
söng. Loks er þess að minnast að
fyrir um þijátíu árum birtist á
þýsku úrval ljóða eftir negra,
Svartur Orfeifur, og varð mjög
frægt. Þar varð fyrst kunn ljóöa-
gerð fólks sem haföi verið lítilsmet-
ið, þeir sem áhtnir voru menning-
arlaus náttúrubörn, reyndust eiga
fingerða menningu. í eftirfarandi
ljóði er þessum sögum afneitaö til
að gera stöðu skáldsins skýrari,
engin veisla bíður hans, engar vof-
ur getur hann vakið til lífsins og
vonlaust að hann breyti umhverfi
sínu. En söngur hans, þ.e. ljóðlist-
in, kemur í stað þessa alls, hún er
sjálf sinn eiginn tilgangur. Það er
sterkt hvernig fyrra erindið lýsir
núverandi ástandi, skáldið situr
meðal skepnanna, aht er svart, en
undir lokin rofar til. Og nú mætti
ætla að seinna erindiö yrði við-
brögð við því fyrra, breytti ástand-
inu lið fyrir liö. En það gerist þá
einmitt ekki á ytra borðinu, eins
og best kemur fram í lok þess er-
indis. Frelsunin birtist þeim mun
skarpar, þótt hún verði einungis í
hstsköpumnni.
Glataði sonurinn
Glataði sonurinn,
svartur Orfeifur,
sphar á mandólín
og rekur heimferð sína í söng
fyrir svörtum gyltum og hundum.
Vofur fljúga til hans, svartar,
svartur fugl,
svartur fiskur.
Og gráminn og bláminn
og grænkan.
En ekki er neinn faðir,
sem bíður hans,
ekkert hlið sem opnast,
enginn gluggi, ekkert hús.
Ljóð hans er heimferðin,
fugl hans, fiskur hans.
Hann rekur hana í söng, hann spil-
ar hana
af munni fram, hann spilar hana
til sjálfs sín,
umsetinn gyltum,
vofum og hundum.
Og trén brunnu
Þýskar Ijóðaþýðingar
Mál og menning 1989, 160 bls.
öó
HEILDSOLUMARKAÐUR
Útsala á barna- og herrafatnaði er
að Bíldshöfða 16 (gamla Saab-húsinu).
Opið er frá kl. 14-18 virka daga
og kl. 10-16 laugardaga.
KOMIÐ, GERIÐ GÓÐ KAUP. Upplýsingasími 675070.
Kodak
Express
Quality control service