Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1989, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1989, Blaðsíða 48
R _ yy WLmmm ■ ■ Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstiórn - Auglýstrtgar - Áskrlft- Dreifing: Stmi 27022 Frjálst, óháð dagblað MÁNUDAGUR 19. JÚNÍ 1989. Fæddist í loftinu ^Sextán marka drengur fæddist í ' Uögur þúsund feta hæð rétt fyrir klukkan átta í gærmorgun. Sjúkra- flugvél frá Arnarflugi fór til Rifs á Snæfellsnesi til að sækja konu sem var að fæðingu komin. Með kon- unni, Þuríði Helgadóttur, var ljós- móöir, Hildur Sæmundsdóttir, og faðirinn, Sigurður Kristófersson. Þegar aðeins tólf mínútur voru í lendingu gat sá litli ekki beðið lengur eftir að komast í heiminn. Fæðingin gekk fljótt og vel og heilsast bæði móöur og syni vel. Flugstjórinn, Þó- rólfur Magnússon, reyndi að hraða fluginu þegar hann sá hvað verða vildi. Aöstoðarmaður flugstjórans, Sveinbjöm Ámason, sem einnig var J ferðinni, sagði í samtah við DV að -■ petta hefði verið furðuleg reynsla en ánægjuleg. Það má því segja með sanni að sá litli hafi fæðst í loftinu. Kannski það eigi eftir að hafa áhrif á framtíðarstarf hans. -ELA Akranes: íbúð ónýt Æftir eldsvoða Eldur kom upp í íbúð að Suðurgötu 108 á Akranesi um hálfþijú aöfara- nótt laugardagsins. íbúðin er í þriggja hæða steinhúsi og búa tvær fjölskyldur í húsinu. Enginn var heima er eldurinn kom upp. Slökkvi- liðinu á Akranesi gekk greiðlega að slökkva eldinn en íbúðin á fyrstu hæð, þar sem eldurinn kom upp, er talin ónýt. Mikill eldur var í íbúðinni þegar slökkvilið og lögregla komu á staðinn og munu eldsupptök þau að gleymst hafði að slökkva á eldavél áður en húsráðendur fóru út. -ELA Henry A. Hálfdansson: Tíáði í biiaða tarillu með einum manni Henry A. Hálfdansson, björgunar- skip Slysavarnafélags íslands, sótti í nótt bilaða trillu og dró hana til Reykjavíkur. Trilian, sem heitir Smári RE 155, fór Rifi í gærkvöld á leið til Reykjavíkur. Trillan fékk á sig sjó sem varð til þess að rafall bil- aði. Eftir það var erfitt að dæla sjó úr triilunni. Einn maður var um borð - hann sakaði ekki. Björgunarbáturinn kom að Smára, um 30 sjómílur frá Gróttu, um klukk- an þrjú í nótt. Þeir komu til Reykja- víkur um klukkan tíu í morgun. Heimsiglingin gekk vel en fara varð rólega þar sem siglt var á móti tals- verðum sjó. -sme LOKI Draumur fánaberans virðist hafa breyst í martröð! Alvarlegt hnífstungumál á Akranesi: Stakk bróður sinn lífs hættulega með hnvf kona einnig stórslösuð Maöur um þrítugt liggur þungt haldinn á sjúkrahúsinu á Akranesi eftir hnífstungu sem hann fékk að morgni laugardagsins. Kona um fertugt fékk Ijótan skurð á háls og andlit eftir sama árásarmann. Þaö var bróðir mannsins, á svipuöum aldri, sem veittist aö þeim meö hníf í bijálæðiskasti. Maðurinn fékk hnífinn í gegnum brjóst og lungu auk þess sem hann var meö sár á hálsi. Hann var í lífshættu er hann kom alblóðugur inn á lög- reglustööina í fyrramorgun og sagði frá árásinni. Tahð er að það hafi bjargað manninum hversu tljótt hann komst undir læknis- hendur. Málsatvik voru þau aö bræðumir voru gestkomandi hjá konunni, en allt er fólkið úr Reykjavík, þegar annar bróðirinn byijaði slagsmál og réðst að hinum tveimur með hníf. Slasaði bróðirinn gat forðað sér út eitir að hann hafði fengið hnífinn í gegnum sig og tókst að komast á lögreglustöðina. Lögregl- an fór strax á staðinn og fann þá konuna alblóöuga og árásarmann- inn sem þóttist sofa. Allt var fólkið undir áhrifum áfengis og lyíja. Konan var flutt á sjúkrahús þar sem gert var að sárum hennar og árásarmaðurinn tekinn í vörslu lögreglunnar. Búið var að yfir- heyra allt fóMö í gær en ekkert hefur komið í Ijós sem gefur tii kynna hvers vegna árásarmaður- inn framdi verknaðinn. Krafist hef- ur verið sólarhringsvaröhalds yfir manninum á meðan yfirheyrslur standa yfir en búist er við að hann verði síðan fluttur í Síðumúlafang- elsiö. Rannsóknarlögreglan á Akranesi vinnur nú að rannsókn málsins. -ELA Fánaþjófar á þjóðhátíð Hvalbátarnir Hvalur 8 og Hvalur 9 héldu til veiða í gær og hófust með því formlega hvalveiðar Islendinga á þessu sumri. Hvalbátarnir eru enn á siglingu til veiðisvæða suðvestur af Reykjanesi og verða ekki komnir á veiðislóð fyrr en í kvöld. DV-mynd S Byggingarvlsitala: 25,5 prósent verðbólga Vísitala byggingarkostnaðar hækkar um 1,9 prósent um næstu mánaðamót. Þessi hækkun jafn- gildir um 25,5 prósent hækkun á einu ári. Hækkun síðustu þijá mánuði jafngildir um 26,3 prósent hækkun en á undanfórnum tólf mánuðum hefur vísitalan hækkað um 19 pró- sent. Samkvæmt hækkun vísitölu frai uærslukostnaðar og bygginga- kostnaðar var hraði verðbólgunn- ar milli maí- og júnímánaðar 36,1 prósent miðað við grunn gömlu lánskj araví sitölunnar. Byggingavísitalan fyrir júlímán- uö er 144,3 stig. -gse Hraði í Keflavik Veðrið á morgun: Skin og skúrir Á morgun verður sunnan- og suð- vestankaldi eða stinningskaldi á vestanverðu landinu með tilheyr- andi rigningu. Austanlands verður vindur hægari og sums staðar létt- skýjað. Hiti verður á bihnu 10 til 16 stig, mestu hlýindin á Noröaust- urlandi eins og undanfarna daga. NYJA SENDIBÍLASTÖÐIN 68-5000 GOÐIR BILAR ÁGÆTIR BÍLSTJÓRAR 4 Bandarískir hermenn: Þrír bandarískir hermenn skaru niður og stálu sautján íslenskum fán- um, einum austur-þýskum, einum tékkneskum, einum kínverskum og auk þess fánum Garðabæjar, Hafnar- fjarðar og Vélsmiðjunnar Héðins, þjóðhátíðardag íslendinga, 17. júní. Lögreglan í Hafnarfirði handtók hermennina á Reykjanesbraut - fán- arnir fundust í bíl þeirra. Hermenn- irnir eru allir grunaðir um að hafa verið ölvaðir er þeir skáru fánana niður. Bandaríska sendiráðiö hefur beðið íslensk stjórnvöld afsökunar á fram- ferði hermannanna. Eins hafa sendi- ráð hinna ríkjanna þriggja fengið afsökunarbeiðni frá bandarískum stjórnvöldum. Steingrímur Her- mannsson forsætisráöherra og Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráð- herra hafa um helgina látið í ljós andúð sína á framferði hermann- anna þriggja. Samkvæmt lögum um íslenska þjóðfánann er hámarksrefsing fyrir að vanvirða hann eins árs fangelsi. Sautján ára ökumaður var tekinn á 176 kílómetra hraða á Reykjanes- braut aðfaranótt sunnudags. Ánnar ökumaður var tekinn fyrir að aka á 112 kílómetra hraða á Hafnargötunni í Keflavík. Þeir hafa báðir misst bíl- prófið. -sme \4 4 4 4 4 4 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.